Dagblaðið - 21.01.1981, Page 12

Dagblaðið - 21.01.1981, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 Framkvæmdastjóri: Svainn R. EyjöHsson. Ritstjöri: Jönas Kristjánsson. Aflstoðarritstjöri: Haukur Holgason. Fréttastjöri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjöri ritstjömar Jöhannes Reykdal. Iþröttir Hallur Simonarson. Menning: Aöalstainn Ingöifsson. Aöstoöarfróttastjöri: Jönas Haraldsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Hönnun: HHmar Karisson. Maöamarm: Anna Bjamason, AtU Rönar HaHdörsson, AtU SUlnarsson, Ásgeir Tömasson, Bragi Sig- urðsson, Döra Stefánsdöttir, EMn Atoertsdöttir, Qisli Svan Einarsson, Gunnlaugur Á. Jönsson, Inga Hufd Hákonardöttir, Kristján Már Unrjarsson, Siguröur Sverrisson. Ljösmyndin Bjarnleifur Ójamlelfsson, Einar Óiason, Ragnar Th. Slgurösson, Siguröur Porri Sigurðsson og Svalnn Pormöösson. Skrifstofustjörí: Óiafur Eyjötfsson. Gjaldkeri: Práinn Porietfsson. Auglýsingastjöri: Már E.M. Halldörs- son. Dretf ingarstjöri: Valgeröur H. Svelnedöttir. RHstjöm: Siðumúla 12. Afgrelösia, á«HriftaðelM^UOrýslngar og skrif stofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Nnur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., SÍðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Sketf unni 10. Áskrtftarverö ámánuöi kr. 70,60. Verð i lausasöki kr.4,Q0._ Betri skýringar óskast Síðan viðreisnarstjórnin glataði hug- rekki og framtaki sínu árin 1963 og 1964 hafa allar ríkisstjórnir verið eins hér á landi. Flokkarnir hafa skipzt á setu í þeim. Þær hafa verið skirðar til vinstri og hægri, en fyrir gýg. Þær hafa ekki spillt hinu góða, sem viðreisnarstjórnin kom i verk á allra fyrstu árum ævi sinnar. En þær hafa fáu bætt við, um leið og þær hafa þanið opinber umsvif út í hött, verðbólgunni til veg- semdar. Athyglisvert er að bera saman rikisstjórn Gunnars Thoroddsen við ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem fór frá fyrir hálfu þriðja ári. Þá ríkisstjórn skipuðu raunar bæði Gunnar og Ólafur Jóhannesson, núver- andi ráðamenn. Ríkisstjórn Geirs tapaði kosningunum 1978 á mjög svipuðum aðgerðum og þeim, sem ríkisstjórn Gunnars hefur nú efnt til. Munurinn er sá, að þá fór allt í háa- loft, en nú láta menn sér skerðingu lífskjara vel líka. Skoðanakannanir Dagblaðsins hafa sýnt, að efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar njóta fylgis tveggja af hverjum þremur kjósendum, sem afstöðu hafa tekið, — og ríkisstjórnin sjálf fylgis þriggja af hverjum fjórum. Engin leið er að skýra þetta misræmi á einfaldan hátt. Engin ástæða ein megnar að skýra stjórnarfallið fyrir hálfu þriðja ári í samhengi við feiknarlegar vin- sældir ríkisstjórnar, sem nú gerir nokkurn veginn hið sama. Þá heimtaði Alþýðusambandið „samningana í gildi”, að undirlagi ráðamanna Alþýðubandalagsins. Nú er sambandið hið rólegasta, því að Þjóðviljinn hefur sagt því, að þetta séu „skipti á jöfnu”. Er þessi kúvending mikilvæg? Afstaða Alþýðusambandsins skiptir nokkru máli. Kjósendur eru vafalaust fegnir að sjá fram á næstum almennan vinnufrið árin 1980 og 1981 í röð. Það eykur öryggistilfinningu manna og kemur fram í auknum stuðningi við ríkisstjórnina. Hingað til hefur afstaða Alþýðusambandsins byggzt á stjórnarsetu Alþýðubandalagsins, hvað sem síðar verður. Þá er spurning lýðræðisins sú, hvort ekki sé hægt að hafa vinnufrið í landinu, nema Alþýðubanda- lagið sé í stjórn. Óneitanlega verður Alþýðubandalagið mun spakara á því að sitja annað veifið í stjórn. Forustumenn þess verða værukærir og húsum hæflr. Síðan fá þeir aftur útrás með stóru orðin og yfirboðin, þegar þeir eru utan stjórnar. Ekki nægir þó þessi skýring, né heldur sú, að Dag- blaðið styðji þessa ríkisstjórn, en hafi verið andvígt hinni. Staðreyndin er nefnilega sý, að Dagblaðið er si- fellt að gagnrýna núverandi stjórn og efnahagsaðgerðir hennar. Verið getur, að tímamót hafi orðið í viðhorfi fólks á þessum tíma. Það hafi til dæmis áttað sig á, að flokk- arnir séu nokkurn veginn eins og að ekki sé að marka stóru orðin. Það sætti sig þess vegna við takmarkaðar lausnir. Slík hugarfarsbreyting mundi sjálfkrafa leiða til, að kjósendur færu meira að meta persónur en stefnu- skrár. Þeir telji sig geta treyst ákveðnum persónum frekar en öðrum, þegar ljóst er orðið, að allar stefnu- skrár eru lygar. Að öllum þessum hugsanlegu útskýringum saman- lögðum verður að játa, að þær ná skammt til skýringar á viðfangsefninu. Því er hér auglýst eftir öðrum og betri skýringum á einstæðu dálæti þjóðarinnar á nú- verandi ríkisstjórn. r Verðtrygging sparifjár Hver glapti Steingrím? í sjónvarpsþætti föstudaginn 9. janúar sl. komst Steingrímur Hermannsson formaður Fram- sóknarflokksins að orði eitthvað á þá leið, að hann hefði látið glepjast á að fylgja krötum við setn- ingu svonefndra Ólafslaga. Virtist svo, sem hann ætti þar einkum við það ákvæði laganna er kveður á um, að raunvöxtum skuli náð fyrir árslok 1980. Mér vitanlega hefur' Alþýðu- flokkurinn aldrei gert kröfu til þess, að umrædd lög væru við hann kennd. Það eru framsóknarmenn, sem hafa séð ástæðu til þess að kenna þessi lög við fyrrverandi formann sinn Ólaf Jóhannesson. Varla gerðu þeir það, ef lögin væru svo slæm. Hafi einhver glapið Steingrim þá hlýtur það að vera höfundur laganna og fyrirrennari Steingríms Ólafur Jóhannesson. Glapti rfkisstjórnin sparifjáreigendur? f umræddum þætti upplýsti for- sætisráðherra Gunnar Thoroddsen það, að aukning sparifjár i innláns- stofnunum hafi á liðnu ári vaxið meira en verðbólgan. Taldi hann það merki um traust þjóðarinnar á ríkis stjórn sinni. En það skyldi aldrei vera, að það hafi verið vegna trausts fólks á áðurnefndu ákvæði Ólafslaga um verðtryggingu sparifjár, sem inn- lán uxu, en ekki vegna trausts á ríkis stjórninni. Ríkisstjórnin hafi i raun verið að glepja sparifjáreigendur með þvi að framfylgja ekki ákvæðum Ólafslaga. Ef þessi ákvæði um verð- tryggingu sparifjár eru svona slæm eins og Steingrímur og fleiri telja hvers vegna afnam þá ríkisstjómin þau ekki, þegar hún komst til valda. í stað þess að nota þau til þess að glepja sparifjáreigendur. Viðurkenning í orði en ekki ó borði Annars virðast nú fleslir vera farnir að viðurkenna i orði þá stefnu Alþýðuflokksins að tryggja skuli verðmæti sparifjár. En þegar kemur til framkvæmdanna, þá verður annað upp á teningnum. Þá hefst mikið harmakvein á þá leið, að at- vinnurekendur geti ekki borgað aftur það, sem þeir fá lánað. En það er að sjálfsögðu megin forsenda þess að verðtryggja spariféð að lántakendur greiði til baka það sem þeir fá lánað. Alþýðubandalagið at- vinnurekendaflokkur? Að þessu kveður svo rammt að jafnvel Alþýðubandalagið, sem telur sig þó sérstakan fulltrúa allra þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, gerist talsmaður atvinnurekenda og heimtar að tekið sé af sparifjáreig- endum og afhent atvinnurekendum. Einkennilegur sósialismi það! Einhvern tíma hefði þetta athæfi verið kallað arðrán. Væri vissulega full ástæða fyrir núverandi forystu Alþýðubandalagsins að huga að orðum Einars Olgeirssonar í síðasta hefti tímaritsins Réttar, en þar segir hann, að atvinnurekendastéttin græði á verðbólgunni á þann máta að lækka raungildi lána sinna hjá bönkum. Sé það svo í raun, að íslenskir at- vinnuvegir geti ekki borgað aftur það fé, sem þeir fá lánað, þá sýnir það, að rekstrargrundvöUur atvinnuveganna er rangur, að rekstrinum sé svo iUa stjórnað, eða þá að fjárfestingin, er féð er notað í, er óarðbær. En ekkert af þessu réttlætir það að tekiö sé verðmæti af sparifjáreigendum og það afhent lántakendum. Dulbúin skattlagning sparifjóreigenda í raun má líkja núverandi ástandi við dulbúna skattlagningu. Sparifjár- eigendur eru skattlagðir sérstaklega og skattinum breytt i styrki tU lántak- enda. Væri vissulega fróðlegt að vita hvaða stjórnmálaflokkar vildu berj- ast fyrir slíkri skattlagningu spari- fjáreigenda, ef aUt sparifé í landinu væri verðtryggt. ÆtU nokkur þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og heimta slíkan skatt? Hverjir eiga spariféð? Annars væri athygUsvert að fá það upplýst hvaða hópar það eru, sem eiga spariféð, t.d. aldurshópar. Fá að vita hverjir það eru, sem greiða sparifjárskattinn og látnir niður- greiða lánin tU atvinnurekenda. Er það rétt, að könnun í einum bank- anna hafi leitt í ljós að það eru fyrst og fremst unglingar og eldra fólk, sem eiga spariféð? Þetta ætti banka- málaráðherra að geta upplýst. Raunvaxfastefnan Andstæðingar Alþýðuflokksins halda því jafnan fram, að sú stefna að tryggja eigi raungildi sparifjár, og að lán eigi að greiða til baka, sé hávaxtastefna, sem þjóðfélagið geti ekki borið. Hér er að sjálfsögðu um ^ „Hafi einhver glapið Steingrím, þá hlýtur það að vera höfundur laganna og fyrir- rennari Steingríms, Ólafur Jóhannesson.” Lækkun íbúða- verðs með verð- tryggingu Um síðustu áramót setti rUcis- stjómin bráðabirgðalög „um ráðstafanir tU viðnáms gegn verð- bólgu”, eins og lögin heita. Umræður hafa verið nokkuð harðar um þessar aðgerðir. Flestir eru sammála um það, aö þær voru nauðsynlegar, ef allt átti ekki að fara úr böndum, en án þessara ráðstafana stefndi 180% verðbólgu árið 1981, en von er til að ná henni niður f 40% á ársgrundveUi. Verðtrygging spartfjór ' Þótt mest hafi verið rætt um vísi- töluákvæði bráðabirgðalaganna, eru ákvæði þeirra um verðtryggingu sparifjár merkari. Þar er um stóran áfanga að ræða í þá átt, að hér á landi verði rekið réttlátt bankakerfi, þar sem hvorki sparifjáreigandi eða lántakandi hagnist á verðbólgu. Samkvæmt 2. gr. bráöabirgöalag- anna skal verðtrygging inn- og útlána vera komin á fyrir árslok 1981. En samkvæmt 3. gr. laganna skal stofna verðtryggða sparireikninga, þar sem binda má fé tU sex mánaða. „Vinum verðbólgunnar” mun fækka verulega, þegar enginn græðir á henni lengur. Ef útlán eru verð- tryggð, munu aUir skuldarar andvigir verðbólgunni, en í dag eru margir skuldarar „vinir verðbólgunnar”, þar sem hún er þeim hagstæð og léttir þeim endurgreiðslu lána, sem ekki eru verðtryggð. Ef „vinir verðbólgunnar” verða nógu fáir, gæti jafnvel svo farið, að tillagan um „leiftursókn gegn verð- bólgu” fái fylgi og þyki aftur nothæf í kosningabaráttu. A „Um það verður þó ekki deilt, að það mundi draga úr verðbólguspennunni í þjóðfélaginu, ef fasteignir fengjust keyptar með hóflegri útborgun, þótt þvi fylgdu verð- tryggðar eftirstöðvar til langs tíma...” X

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.