Dagblaðið - 21.01.1981, Page 16

Dagblaðið - 21.01.1981, Page 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 Gallerí Háhóll og Listhúsiö á Akureyri hœtta: Engir salir á Akureyri eru nú opnir myndlistarmönmm — nema Iðnskólinn á sumrin og um stórhátíðar Garðar Cortes, söngvarinn góð- kunni, varð að grípa til þess ráðs að klappa fyrir sjálfum sér á hljómleik- um sem haldnir voru til minningar um tónskáldið Sigvalda S. Kaldalóns í Grindavík um síðustu helgi. Er Garðar hafði lokið að syngja eitt af lögum Sigvalda brá svo við að enginn áheyrenda klappaði. Garðar lét sér hvergi bregða og tók að kiappa fyrir sjálfum sér.Þá fyrst tóku áhorf- endur við sér og klöppuðu lengi og innilega. Ástæðan til þess að þeir klöppuðu ekki var ekki sú að þeir væru óánægðir með söng Garðars heldur stóðu þeir í þeirri meiningu af ókunn- um ástæðum að söngvarinn ætti eftir að syngja eitt vers. Garðari þótti annars takast mjög vel upp á hljómleikunum og var hann klappaður upp i lokin. Ættartengsl eða hœfi- leikar? Oft heyrist þvi haldið fram að til þess að ná skjótum frama í islenzka stjórnsýslukerfinu þurfi einkum tvennt. 1 fyrsta lagi þurfa menn að vera flokksbræður ráðamanna og dyggir stuðningsmenn þeirra og i öðru lagi að vera skyldir eða tengdir þeim er með völdin fara. Þetta hefur verið rifjað upp að undanförnu er ýmsir hafa undrazt skjótan frama Björns Líndal laga- nema, er ráðinn hefur verið fulltrúi í viðskiptaráðuneytinu þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lokið námi sinu i lagadeild. Er þá minnt á að Björn er einn af forystumönnum ungra fram- sóknarmanna og þar með flokks- bróðir viðskiptaráðherra. Auk þess er systir Björns gift Eiríki Tómassyni Árnasonar, viðskiptaráðherra. Ýmsir þeirra er þekkja Björn mótmæla þó slíkum bollaleggingum og telja að hæfileikar Björns einir nægi til að skýra frama hans. Eigi verður lenguríhœg- indinu setið Víkingur tapaði fyrri slag sínum við Sviþjóðarmeistara Lugi á sunnudaginn. Menn eru á því að sköpum hafi skipt þegar fyrirliði Víkinganna, Páli Björgvinssyni, var vikið af velli snemma i fyrri hálfleik og meiraen það, vikið úr salnum. Páll bar harm sinn í hljóði er hann gekk af vellinum og sagöi ekki múkk við dómarana. En þegar hann var kominn út fyrir fékk hann útrás og mun stólræfill hafa orðið fyrir fyrir- liðanum. Telja kunnáttumenn að ekki verið setið framar í hægindi þessu. Qrétmr HJmKmton é mvUI SúktmsmJ mrint. Ghrmugun og munntvipur- Inn bmndm t0 þmma mó hmnn té þrnmm mð hmrmm mttír Lúðvlkl Jót., smm foróum tkömmum Jót. DB-mynd: Rmgnmr Th. Þmgmr Óll G. Jóhmnnsson opnmól Gmllmri Héhól é Akurmyri hlmyptí þmð mlklu fjöri I myndHstmritf bœjartns. Nú mthr hmnn mó lokm vmgnm IJérhmgsmrftóhlkm. DB-mynd: GM Svo viröist nú sem myndlistarmenn eigi í fá hús að venda með sýningar sinar á Akureyri. Skýrt var frá því á Fólk-siðunni fyrir skömmu að Gallerí Háhóll væri ekki lengur starfræktur og senn verður Listhúsinu lokað. Óli G. Jóhannsson eigandi Gallerí Háhóls sagöi i samtali viö fréttaritara DB að tapið á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári næmi um fjórum milljón- um gamalla króna og við slikar aðstæður gæti ekkert fyrirtæki starfað. Ástæðurnar fyrir þessum erfiðleikum á rekstri Háhóls eru fyrst og fremst af hækkaðri húsaleigu að sögn Óla. Ennfremur hefur allur til- kostnaður aukizt gífurlega á sama tima og málverkasala hefur dregizt saman. Veröiag á myndum hefur heldur ekki haldið í við verðbólguna, þannig að margt virðist hjálpa til við að stöðva reksturinn. Öli G. Jó- hannsson, sem einnig er einn eigenda Listhússins, sagði að sömu örlög biðu þess fyrirtækis innan skamms. Stöðvun þessara tveggja fyrirtækja hefur þær afleiðingar að engir salir eru nú opnir myndlistarmönnum sem sýna vilja myndir sínar á Akureyri. Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistar- skólans á Akureyri sagði vegna þessa að þetta kæmi til með að hafa slæmar afleiðingar, ekki bara fyrir myndlistarmenn á Akureyri heldur einnig þá sem vilja koma til Akur- eyrar og sýna þar myndlist. Helgi sagði að myndlistarmenn úr Reykjavík hefðu verið farnir að stunda það í töluverðum mæli að koma til Akureyrar með sýningar og likað það vel. Einnig lýsti Helgi Vil- berg áhyggjum sinum vegna þess að þetta hefð neikvæð áhrif á skólastarf Myndlistarskólans. Að sögn Helga er nú Iönskólinn eina húsnæðið á Akur- eyri þar sem mögulegt er að setja upp myndlistarsýningar, en þá aðeins fyrir sumartímann, og um jól og páska. Aö sögn Óla G. Jóhannssonar var starfsemi Galierí Háhóls aldrei styrkt á nokkurn veg og sótti hann aldrei um neina styrki. - GM, Akureyri. Garðar klappaði sjálfur FÓLK Eftirherma í atvinnu- leikhúsi — Grétar Hjaltason tekur til hendinni á Litla sviðinu Hversu margir af lesendum DB muna ekki eftir eftirhermunni og skemmtikraftinum Grétari Hjalta- syni? Hann tók á sinum tíma þátt í Hæfileikakeppni DB og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar að Hótel Sögu í hittiðfyrra en varð að hætta keppni þar eð hann þótti ekki nógu mikill „amatör” í faginu. Grétar kvaðst síöur en svo hafa læðzt með veggjum síðan hann var með í Hæfileikakeppninni. í fyrra- sumar var hann með i félagsskapnum Sumarið ’80 ásamt hljómsveit Stefáns P., Baldri Brjánssyni og Alfreð Alfreðssyni (ekki trommara). Enn er hann að „taka góðborgara” eins og hann kallar það sjálfur og láta gamanið fjúka í sem flestar áttir. Á daginn starfar hann hins vegar við Litla svið Þjóöleikhússins, sem einnig er þekkt undir nafninu Þjóðleikhús- kjallarinn, án þess þó að troða sjálfum sér um of á svið þar innan dyra. Eftirhermum og skemmtikröftum hér á landi hefur stundum verið borið á brýn að „ganga of lengi með” sömu þættina. Grétar Hjaltason kvaðst vera með splunkunýja þætti frá síðustu áramótum, er blaða- maður DB ræddi við hann nú á dög- unum. Eftirherman kvartaði þóákaft yfir eigin símaleysi og kvaöst af þeim sökum verða að láta Pétur rakara Guðjónsson, umboðsmann skemmti- krafta, sjá um öll sin mál. -ÁT Starfsfólk Sparisjóðs vélstjóra gaf sér tlma til að stilla sér upp fyrir Bjarnleif fjósmyndara. Þau eru ffi vinstri: Inpibjörp Baldursdóttir, Páll Þór Jónsson, Inyibjöry Sigurjónsdóttir, Elsa Guðrún Sveinsdóttir, Oddný Óskarsdóttir, Ingibjörg Bragadóttir, Valgerður Marinósdóttir, Margrét Hilmarsdóttir, Magnús Waage og Edda Einarsdóttir. Á myndina vantar Sigurbjörgu Eiríksdóttur og Freydlsi Á rmannsdöttur. DB-mynd: Bjarnleifur. Ekki einkennisbúningur— heldur samrœmdur klœðnaður hjá starfsfólkinu í Sparisjóði vélstjóra Viðskiptavinir Sparisjóðs vél- stjóa hafa rekið upp stór augu þegar þeir hafa komið þar inn að undanförnu og séð starfsfólkið allt eins klætt. Allir komnir í einkennis- búninga — eða hvað? „Nei, ekki viljum við kalla þetta einkennisbúninga, miklu frekar sam- ræmdan klæðaburð,” sagði Oddný Óskarsdóttir, einn starfsmannanna, i samtali við Fólk-síðuna. „Þetta er eiginlega sparnaðar- ráðstöfun hjá okkur sem vinnum hér,” sagði Oddný. „Hér vinna mest- megnis konur, eða 11 af 13 starfs- mönnum, og það hafði oft borizt í tal hjá okkur hvort það gæti ekki verið góð hugmynd að við keyptum öll eins föt. Það hefur verið svo að þegar maður hefur keypt sér ný föt, hafa þau verið notuð bæði í vinnu og utan vinnu. Þetta gerir nátturlega það að verkum að fólk fær fyrr en ella leið á nýju fötunum sínum og svo er ekki skemmtilegt að vera í sömu fötunum allan daginn — hvað þá ef maður fer eitthvað út á kvöldin. Oddný sagði að starfsmennirnir hefðu því komið sér saman um tvo galla og fyrirhugað væri að kaupa a.m.k. einn til viðbótar. Fyrst hefðu starfsmenn borgað fötin sjálfir en síðan hefði sparisjóðurinn veitt þeim styrk í þessu skyni. „Viðskiptavinirnir hafa tekið þessu mjög vel og margir haft orð á því að gaman væri að sjá alla eins klædda,” sagði Oddný. „Við erum því hæstánægð með hugmyndina.” -ÓV. ÁSGEIR TÓMASSON

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.