Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 27
27
Sjónvarp
I
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1981
d
Útvarp
VEÐURFREGNIR—útvarp alla daga:
„Spáin að tínast inn í
miðri útsendingu”
—segir einn af lesurunum, Halla Guðmundsdóttir
„Þetta er á Veðurstofunni. Veðrið
kl. 18:”
Hve oft höfum við ekki heyrt
setningu sem þessa? Allir vita að á
þessum orðum hefst aðalveðurfregna-
tími útvarpsins kl. 18.45. Við heyrum
þá rödd eins rannsóknarmanns við
Veðurstofuna en alls eru það um 10
manns sem skiptast á um lesturinn. Fá-
ir vita þó nöfnin á þessu fólki.
Halla Guðmundsdóttir er ein þeirra
sem lesa. Hún var einmitt að búa sig
undir lesturinn, þegar DB-menn litu
inn á Veðurstofuna sl. mánudag.
Halla Guðmundsdóttir að búa sig undir lestur veðurfrcgna.
DB-mvnd Bjarnleifur.
,,Ég er búin að vera 1 þessu síðan
1957 svo að ég ætti að vera farin að
venjast þessu,” sagði Halla. ,,Ég fæ
sjaldan skrekk en þó kemur það fyrir.”
Þegar veðurfræðingur hefur skrifað
spúna í spábók tekur lesarinn ljósrit af
henni og fer að búa sig undir lesturinn.
Ekki veitir af, þvi oft er naumur tími
til stefnu. „Komið hefur fyrir að við
höfum ekki fengið spána í hendur fyrr
en á leið inn í útsendingarklefann. . .
— og stundum aðeins hluta. Hitt hefur
síðan verið að tínast inn í miðri út-
sendingu.”
Heyrzt hafa raddir um að lesarar
Veðurstofunnar mættu vanda sig betur
við framburð, a.m.k. sumir þeirra.
Hvað segir Halla um það?
,,Við höfum beðið okkar vftrmenn
um að sjá okkur fyrir tilsögn til að geta
örugglega lesið skýrt og skilmerkilega
en það hefur ekkert gerzt i málinu.”
Blm. tók eftir því að textinn scm
lesa átti var handskrifaður. Átti blm.
fullt í fangi meðað lesa sum orðin t.d.
eitt sem gat bæði verið lægir eða hægir
eða eitthvað álíka. „Þetta á að vera
hægari,” sagði Halla. „Stundum getur
verið erfitt að lesa skriftina eftir þá,”
sagðihún. -KMU.
BÓKMENNTAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS
—útvarpkl. 22,35:
Dómnef ndarmenn spjalla
um bækumar og höfunda
Á dagskrá útvarps i kvöld er
þáttur um bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs. Gunnar Stefáns-
son ræðir við þá Hjört Pálsson og
Njörð P. Njarðvlk um bækurnar,
sem lagðar voru fram að þessu sinni.
Þó verður ekki rætt um þær íslenzku
heldur aðeins um þær átta, sem koma
frá hinum Norðurlöndunum. Ætla
þeir að spjalla um bækurnar og
höfundana.
Þeir Hjörtur og Njörður eru full-
trúar fslands í dómnefndinni en hún
kemur einmitt saman nk. föstudag.
Bókmenntaverðlaununum verður
siðan úthlutað á næsta Norðurlanda-
ráðsþingi. Verður það í 20. skipti sem
þeim er úthlutað.
Þær fslenzku bækur sem að þessu
sinni koma til greina eru ijóðabók
Snorra Hjartarsonar, Hauströkkrið
undir mér, og Undir kalstjörnu eftir
Sigurð A. Magnússon.
* -KMU.
QUtvarp
Miðvikudagur
21. janúar
12.20 Frcttir. I2.45. Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Miðvikudagssyrpa. — Svavar
Gests.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Daniel
Chorzempa og Þýzka einleikara-
sveitin leika Orgelkonsert í B-dúr
eftir Johann Georg Albrechts-
berger; Helmut Winschermann
stj. / Filharmóniusveitin i Vin
leikur Sinfóníu nr. 2 í B-dúr eftir
FranzSchubert; Istvan Kertesz stj.
17.20 Útvarpssaga harnanna: „Hcit-
ar hefndir” eftir Eðvarð Ingólfs-
son. Höfundur les sögulok (7).
17.40 Tónhornið. Sverrir Gauti
Diego stjórnar þættinum.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Á vctlvangi.
20.00 Úr skólallfinu. Umsjón:
Kristján E. Guðmundsson.
Fjallað um samband foreldra við
skóla. Rætt við skóiastjóra, for-
eldra ognentendur.
20.35 Áfangar. Utnsjónarmenn:
Ásmundur Jónsson og Guðni
Rúnar Agnarsson.
21.15 Nútimatónlisl. Þorkcll Sigur-
björnsson kynnir.
21.45 Úlvarpssagan: „Min liljan
frið” eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
Sigrún Guðjónsdóttir les (6).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs 1981. Gunnar Stefáns-
son talar við Islenzku dóitt-
nefndarntennina Hjörl Pálsson og
Njörð P. Njarðvik um bækurnar,
sem fram voru lagðar að þessu
sinni.
23.00 Frá tónlistarhátiðlnni í
Ludwigshurg í júni i l'yrra.
Brahms-kvartettinn leikur Píanó-
kvartett op. 25 i g-moll ettir
Johannes Brahms.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
22. janúar
7.00 Veðurfregnir. Frétiir. 7.10
Bæn. 7.15 Leikfimi.
7.25 Morgunpósturinn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá. Morgun-
orð: Hulda Jensdóttir talar. Tón-
leikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: Pélur
Bjarnason les þýðingu sína á
„Pésa rófulausa” eftir Ciösia
Knutsson (4).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Íslenzk tónlisl. Egill Jónsson
og Guðmundur Jónsson leika
Klarínettusónötu eftir Jón
Þórarinsson / Kristján Þ.
Stephensen, Sigurður I. Snorrason
og Stefán Þ. Stephensen leika
Trió, fyrir óbó, klarinettu og horn
eftir Jón Nordal.
10.45 Iðnaðarmál. Umsjón: Sigmar
Ármannsson og Sveinn Hannes-
son.
11.00 Tónlistarrabb Atia Heimis
Sveinssonar. Endurtekinn þáttur
frá 17. þ.m. um rússneska tónlist.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 F'réttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Fimmtudagssyrpa. — Páll Þor-
steinsson og Þorgeir Ástvaldsson.
Miðvikudagur
21. janúar
I8.00 Herramenn. Herra Kjaftask-
ur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
Lesari Guðni Kolbeinsson.
I8.I0 Börn i mannkynssögunni.
Joseph Viala. Þýðandi Ólöf
Pétursdóttir.
18.30 Vctrargaman. Skiðastökk og
skiðahestur. Þýðandi Eirikur Har-
aldsson.
18.55 Hlc.
I9.45 F'réltaágrip á táknmáli.
20.00 F'rétllr og veður.
20.25 Auglýslngarngdagskrá.
20.35 Nýjasta tækni og visindi. Um-
sjónarntaður Sigurður H. Richter.
21.05 Vændisborg. tjykur mynda-
flokkur. Þriðji þáttur. Efni annars
þáttar: Fitz undirbýr brúðkaup
sitt. Pat Bannister, vinur hans,
hjálpar honum. Sr. O’Connor
gerist aðstoðarprestursr. Giffleys,
sem er fljótur að sjá viö honunt.
Pat geymir peninga hjá vændis-
konunni Lily. Hún er haldin kyn-
sjúkdómi og notar peningana til
að fá læknishjálp. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
21.55 Nokkur lög með Hauki.
Haukur Morthens flytur nokkur
lög ásamt hljómsveit. Sigurdór
Sigurdórsson kynnir lögin og
ræöir við Hauk. Stjórn upptöku
Rúnar Gunnarsson. Áður á dag-
skrá 29. nóvember 1980.
22.30 Dagskrárlok.
....mjög hol! ámlnning f.vrir fólk sem gcngur með stóriðjudrauma I magan-
um,” segir Sigurður H. Richter.
NÝJASTA TÆKNI0G VÍSINDI
—sjónvarp kl. 20,35:
Flúormengun
f rá álverum
—ásamt vatnalíff ræði og frönsku
fæðingunni
Þrjár brezkar myndir verða á dag-
skrá Nýjustu tækni og vísinda í
kvöld. Sú fyrsta fjallar um
mengunarvandamálið sem hvarvetna
blasir við heiminum í dag. Er sumt af
því sem þar kemur fram holl
áminning fyrir þá sem ganga með
stóriðjudrauma í maganum að sögn
Sigurðar H. Richter umsjónarmanns
þáttarins í kvöld.
M.a. verður fjallað um álver og
flúormengun frá þeim og um
sellulósaverksmiðjur en mikil vatns-
og sjávarmengun fylgir slíkum verk-
smiðjum oft. Ættu þeir sem áhuga
hafa á þvi að reisa pappírsverksmiðju
hérlendis að fylgjast vel með þeim
hluta. Minnzt verður einnig á geisla-
virk úrgangsefni.
Næsta mynd er um vatnaliffræði.
Verður fylgzt með manni nokkrum
sem vinnur að því að kvikmynda líf-
riki í lítilli tjörn og er i myndinni
fjallað sérstaklega um þá tækni sem
hann notar við að kvikmynda og Ijós-
mynda smádýr í vatninu.
Loks verður fræðslumynd um
hina svokölluðu „frönsku fæðingu”
sem hefur átt vaxandi fylgi að fagna.
-KMU.
20. leikvika — leikir 17. jan. 1981
Vinningsröfl: 22X-X21-200-11X
1. vinningur: 10 réttir — kr. 650,—
3043 + 25590(4/9) 30568(2/10.6/9)
3877(1/9) 25834 (4/10.8/9) 30877 (4/9) 38223(2/10.6/9)
3888(2/9) 27352(2/10,6/9) + 30878(4/9) 40115(2/10.10/9)
5855 27452(4/9) 30898(4/9) 40588 (210. 10 9)
8932 (3/9) 27456(4/9) 31604(2/10.6/9) 42115(6 9)
11531 2746()(4'9) 32391 (4 9) 40644(6 9) 43185(6 9)
13202 27464(4/9) 33104(2/10.6/9) 43202(2 10.10 9)
13838(1/9) + 27534(2/10.6/9) 34415(4/9) 40692(3/10.12/9) 43343(6/9)
15284 + 27778(4/9) + 34574(2/10.6/9) 43502 (6 9)
15914(4/9) + 27797(4/9) 35560(4/9) 41338(6/9) 44366 (6/9) +
16420 + 28232 (4/9) 35561 (4/9) 41380(6/9) 44436(6/9)
16510 28241 (4/9) 35205(2/10.6/9) + 44523(2 10.10 9)
17609(2/9) + 29018(2/10.6/9) 36002(4/9) 41477(2 10.10/9) 44717(6 9)
17999 29088(2/10,6/9) 36818(2/10.69) + 44802(6 9)
19861 29136(4/9) 37787 (4 9) 41827(6 9) 45589 (2 10.
21816 29315(2/10.6/9) 38005 (4/9) 42018(6 9) + 109) +
22361 29820 (4/9) 38355(4/9) 42025 (2 10.10 9) + 45597(6 9) +
22750 + 30546(2/10.6/9) 38403(4/9) + 42113(6/9)+ 45599(6 9) +
45601 (6 9) +
45602(6/9) +
_ , - -•
2. vinningur: 9 réttir — kr. 23,—
Alls komu l'ram 1241 röð nuð 9 réttum. Vinninuar fvrlr scðla. scm voru aðiins nuð 9 rétta.
verða sendlr á næstunni. bátttakandi, sem lelur sin hala liaft 9 rétta i 20. Iciktiku. en heíur ekki
fenKÍð ávisunina 31. janúar. vinsamlegast hafl sanihand við (íetraunir I síma 84590 daulcua kl.
10—171 v ikunni þar á eftlr.
Kærufrestur er til 9. febrúar kl. 12 á hádeui. Kærur skulu vera skriltejar. KæruevðublOð fásl
hjá uniboðsmönnum ou á aðalskrifstofunni. Vinninusupphæðir ueta lækkað.ef kærur verða teknar
til urcina.
ilandhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stoíni eða senda stofninn ou íullar upplvs-
inuar um nafn ou hcimilisfanu tll Getrauna fvrir lok kærufrests.
QETRAUNIR - Íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
spörum
RAFORKU
spörum
RAFORKU
a
—
ÍSSKÁPUR