Dagblaðið - 21.01.1981, Page 28
frfálst, áháð daghlað
MIÐVIKUDAGUR 21. JAN. 1981.
Slys urðu engin 6 litlu krilunum sem voru I rútunni þegar húnfór út af veginum. Lögreglan I Kópnvogt Jhritt þm I bllum sln-
um I bœinn og virtust krakkarnir skemmta sér hið bez ta, eins og sjúmúú myndinni til hliðar. DB-myndir: S.
Rúta með 35 bömum
i fauk út af veginum
— er hún var að aka þeim á dagheimilið Kópasel
—engin slys urðu á fólki
Rúta með 35 börnum í auk fóstra sel, sem stendur í Lækjarbotnum og allt árið og eru börnin keyrð þangað á
fauk út af veginum ofan við Lögberg rekið er af Kópavogsbæ. Lögreglan var hverjum morgni. Ef ófært er að Kópa-
um hálftíuleytið í gærmorgun. Ekki kvödd á staðinn rétt fyrir kl. 10 og ók seli hafa þau aðstöðu í félagsmiðstöð
urðu nein slys á fólki. Börnin voru á hún börnunum og fóstrunum aftur í aldraðra i Hamraborg í Kópavogi, en
leið úr Kópavogi á dagheimiliö Kópa- bæinn. Kópasel er rekið sem dagheimili þangað voru þau flutt i gær. - ELA
ttiaÉÉÉM
Tveir menn voru hífðir upp til að setja stroffur & löskuðu bðmuna, þannig að mætti hifa hana upp og fiytja til. Tvö stykki i
bómunnl ónýttust við óhappið en slys urðu ekki á mönnum sem betur fer. DB-myndl: Slg. Þorri.
F P'tfifrfnmE m
Snarræði kranastjor-
ans bjargaði miklu
—þegar vír á kranabómu slitnaði \ Sundahöfn
Jóhann Geirharðsson kranamaður
við Sundahöfn bjargaði því með
snarræði sínu í gær að ekki fór verr
þegar bómuvír fór út af hjóli og
bóma féll niður. Engin slys urðu á
mönnum en tvö bómustykki eru
ónýt. Jóhann var að hífa gám úr
Álafossi þegar hann sá hvað verða
vildi og gat afstýrt því að frekari
skemmdir yrðu á krananum eða jafn-
vei slys á mönnum. Starfsmenn
öryggiseftiriits rikisins voru við
rannsókn á orsökum óhappsins í
gær, en ekki er fuilljóst hvað því olli.
Hafnarverkamenn í Reykjavík
hafa hvað eftir annað lent í alvarleg-
um slysum. Augu manna beinast því
óneitanlega að öryggismálum á
vinnustöðum þeirra tii að reyna að
koma i veg fyrir að siysin endurtaki
sig. Verkamenn sjálfir hafa haft
frumkvæði að því að öryggisreglum
sé framfylgt til hins ýtrasta enda
sýnist ekki vanþörf á því. - ARH
..... ■ • ".n i ...-
Fjttlskylduharmleikurinn f Seattle:
Ákærður fyrir
2. gráðu morð
Frá Sigurði Jenssyni, fréttaritara DB
f Seattle:
Morðmálið hér í Seattle var tekiö
fyrir i dag og kom Baldur Óðinn
Svavarsson fyrir réttinn. Hann var
ákæröur fyrir morðaf annarri gráðu,
en málinu var siðan frestað fram í
febrúar.
Eins og DB hefur greint frá varð
Baldur Óðinn hálfsystur sinni að
bana I fjöiskyldudeilum vestra fyrr í
þessum mánuöi.
Baldur gekk frjáls inn og út úr rétt-
inum, en slíkt er heldur óvenjulegt.
Það er því líklegt að lögð hafi verið
fram trygging i málinu og einnig að
hann haft haft á sér gott orð áður en
til þessa fjölskylduharmleiks kom. JH
Pálmi starfandi
forsætisráðherra
Pálmi Jónsson landbúnaðar-
ráðherra gegnir störfum forsætis-
ráðherra i fjarveru dr. Gunnars
Thoroddsens og Friðjóns Þórðarsonar
dómsmálaráðherra sem báðir eru
erlendis. Forsætisráðherra gekkst
undir minniháttar aðgerð á auga i Berg-
en og þótti aðgerðin takast „framúr-
skarandi vel” eins og Guðmundur
Benediktsson ráðuneytisstjóri orðaði
það i morgun. Læknar á sjúkrahúsinu í
Bergen vildu að forsætisráðherra
dveldist þar lengur en upphaflega stóð
til, en hann er væntanlegur til landsins
annað kvöld. Friðjón Þórðarson sem
gegndi störfum forsætisráðherra fór
svo til Stokkhólms í gærmorgun til að
sitja fund í nefnd á vegum
Norðurlandaráðs sem fjallar um beina
aðild Færeyinga, Grænlendinga og
Álandseyinga að ráðinu. Dómsmála-
ráðherra er fulitrúi rikisstjórnarinnar i
nefndinni, en Matthías Á. Mathiesen
flokksbróðir hans er fulltrúi Alþingis.
Friðjón er einnig væntanlegur heim
fyrir helgina og á meðan er land-
búnaðarráðherrann forsvarsmaður
rlkisstjórnarjnnar. -ARH.
Ríkisverksmiðjurnar:
Verkfall á morgun
— náist ekki samningar—Biðstaða
f bátakjarasamningum
Fundur hófst kl. 10 i morgun meö
vinnumálanefnd ríkisins og samninga-
nefnd starfsfólks rikisverksmiðjanna.
Guðlaugur Þorvaldsson rikissátta-
semjari sagði í morgun, að ekkert væri
hægt að segja um gang mála fyrr en að
þeim fundi loknum. Boðað hefur verið
til vinnustöðvunar í ríkisverk-
smiðjunum á miðnætti á morgun, ef
ekki næst samkomulag fyrir þann tíma.
Guðlaugur sagði að biöstaöa væri í
bátakjarasamningunum þessa stundina
og litið að gerast.
-JH.
ENN ER LEITAÐ
Tvær Hercules-vélar frá varnarliöinu
á Keflavikurflugvelli héldu í bítið i
morgun tii leitar að kanadísku flugvél-
inni. Ekkert hefur spurzt til hennar
síðan kl. 18 á mánudagskvöld en þá var
Ihún viö strönd Grænlands.
Leitin hefur aðallega beinzt að svæð-
inu næst Grænlandi þar sem veðrið var
verst þegar vélin týndist. Á því svæði
var þá mikil ókyrrð og fsing í lofti.
| - KMU
Týnda flugvélin er af gerðinni Cessna
{402. Tveir menn eru um borð.