Dagblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 Grafik Ragnheiðar Jónsdótt- urfer sigurfor um Svíaríki Ragnheiður Jónsdóllir grafíklista- maður hcfur haft hægt mn sig hér á heimaslóðum síðastliðin misseri, en hins vegar hefur grafflc hennar farið mikla sigurför um Sviþjóð. í Kristiansstad hélt hún einkasýningu i okt .-nóv. og stuttu áður hafði henni verið boðið að sýna á a fmæli ssýn ingu Grafikfélagsins i Linköping ásamt tveimur helstu grafiklistamönnum Norðurlanda, Pentti Kaskipuro frá Finnlandi og Philip von Schantz frá Svíþjóð. f sænska blaðinu SST skrifar Benkt Olen m.a. eftirfarandi orð: „Hún (Ragnheiður Jónsdóttir) reynir að eyða hleypidómum um hhitverk FOLK Gítarleik- araskipti í Tívolí ~ ogpíanóleikarinn hœttir einnig . Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í rokkhljómsveitinni Tivoli sið- ustu daga. Bjðrn Thoroddsen gítar- leikari og Hjðrtur Howser hljóm- borðsleikari eru hættir. í staðinn gcngur Ragnar Sigurðsson gitarleik- ari tfl liðs við þá Eið Eiðsson, Brynj- ólf bassaleikara og Ólaf Helgason. „Þetta er í þriðja skiptið sem Ragnar gengur i Tivolí," sagði Ólaf- ur i samtali við blaðamann DB. „Við ætlum að vera aðeins fjórir í hljóm- sveitinni á næstunni. Mer sýnist við ekki hafa neina þörf fyrir píanóleik- ara þvi að hljómsveitin hddur þeírri stefnu að leika aðeins krðftuga rokk- tónBst." Hjörtur Howser og Bjðm Thor- oddsen léku í síðasta skiptið með Tivolí á vel heppnuðum dansleik i Vestmannaeyjum : siðasta bugardag. Hljómsveitin hefur æft linnulaust þessa vflcu og kemur Ragnar fyrst fram opinberlega með henni i kvöld á d anslei k á Laugarvat ni. - ÁT f Trvofi. konunnar með kraftmiklu samspili draums og veruleika. Hún getur brugðið fyrir sig íróníu, sem nálgast aðferðir áróöursmannsins en án þess þó að vera herská. Samúð hennar og innlifunargáfa grípur áhorfandann þð enn fastar." Ennfremur talar Olén um listilegan framsetningar- máta verka hennar og gjósandi sköp- unargleði. í kynningarriti, sem gefið var út vegna sýningar Ragnheiðar í Kristiansstad, segir Lars Kim- Nicklasson að hún sé með þekktustu grafíkiistakonum i heimi og hann tal- ar um þá innilegu samúð og mannúð sem finna megi í verkum hennar. í Ostgota Correspondenten er fjall- að um samsýninguna i Linköping og þar segir gagnrýnandinn Stig Lind- man að verk Ragnheiðar séu mest spennandi af þvi sem cr nú í sviðsljós- inu. „Henni tekst að gæða myndir sínar bæði óraunveruleika og eins konar svart-hvítri glóð, sem sjaldgæf er þegar þessari tækni er beitt," segir Lindman. Loks hefur DB borist úrklippa úr blaðinu Kunst frá Eskilsiuna fráþví i fyrrasumar og er þar farið mörgum orðum um uppgang islenskrar grafik- ur og hinn mikla þátt Ragnheiðar i að vekja alþjóðlega athygli á henni. Ragnheiður Jónsdóttir á sér þvi marga hauka i horni I Sviariki. -AI Ragnhaiður Jónsdóttír — ..samúðog mannúðí varkum hannar". EHtafnýj- ustu verkum Ragnheiðar. „Saga". Yves Saint Laurent snyrtivörur nú á boðstólum hérlendis: Ákaflega ánœgð að hafa verið valin — segir Heiðar Jónsson snyrtir, en verzlunin Oculusfékk einkasölu á snyrtivörunum „Við vorum ákaflega ánægð með að vera valin til að selja þessar snyrti- vörur. Fyrirtækið i Paris sendi hingað til lands mann sem síðan átti að velja þá verzlun sem kæmi til greina til að selja þessar snyrtivörur. Ég get nefnt sem dæmi að i Osló er aðeins ein verzlun með þessar snyrti- vörur og sömu sögu er að segja um Sviþjóð. Hins vegar hefur Danmörk ekki ennþá fengið umboð," sagði Heiðar Jónsson snyrtir i samtali við DB. Verzlunin Oculus kynnti fyrir stuttu nýja tegund snyrtivara á mark- aðnum herlendis. Það eru hinar þekktu snyrtivörur frá Yves Saint Laurent. Hingað til hafa einungis ilmvötn fengizt frá þessu fyrirtæki en nú hefur Oculus sem sagt fengið einkarétt á sölu snyr ti varanna. „Þessar snyrtivörur eru auðvitað dýrar enda eru þær taldar með þeim beztu i heimi. Þó kemur okkur á óvart að þær skuli ekki vera dýrari þegar öll gjöld cru komin á. Ætli ég mundi ekki segja að þessar snyrti- vörur væru í svipuðum verðflokki og ELIN ALBERTSDóTTiR snyrtivörur frá Dior," sagði Heiðar. Yves Saint Laurent er einn þekkt- asti tízkuhönnuður heims. Fatnaður hans hefur vakið mikla athygli allt frá árinu 1962. Áður en hann stofnaði eigið fyrirtæki starfaði Yves Saint Laurent hjá Christian Dior. Við spurðum Heiðar hvort fatnaður frá Yves Saint væri kannski væntanlegur hingað til lands einnig. „Það vona ég," sagði Heiðar en kvaðst ekki vita um það. Yves Saint Laurent byrjaði að framleiða ilmvötn 1968 en snyrti- vörurnar komu ekki á markað fyrr en fyrir tveimur árum. -ELA HeiðarJónsson snyrtir og starfsmaöur I Ocutus hafur hér snyrt Ragnheiði Reynisdóttur með snyrtivörum fré Yvms Saint Laurent * DB-mynd Einar Ólason. Nýr sandkornasafiiari Sæmundur F. Guðvinsson blaða- maður hefur látið af störfum sem umsjónarmaður Sandkoms í Vísi. Við korninu tók Jóhanna S. Sighórs- dóttir og hefur hún staðið sig vel hingað til (réttar myndir af mönnum og réttir titlar a.m.k.l. Sæmundur er sem kunnugt er einn ákafasti stuðningsmaður Flugleiða i blaða- mannastétt og vonandi á þetta aðþrengda fyrirtæki hauk i horni. þar sem Jóhanna er. Erlandiekki réttigjald- miðillinn? Dagur á Akureyri skýrði í vikunni frá nýstárlegum gjaldmiðli sem ku vera notaður „austur i sveitum". Vélsleðaeigandi nokkur þar seldi far- skjóta sinn og fékk greitt fyrir með 52 landaflöskum. Ekki er blaða- mönnum Dags kunnugt um ásig- komulag sleðaris né styrkleika land- ans, en þeir benda á að þessi nýi gjaldmiðill Þingeyinga styrki stöðu sína þegar tímar líða, — öfugt við krónuna. Erekkieinmitt þarna kom- inn rétti gjaldmiðillinn? Nonni og hafið Ungt ástfangið par við ströndina: — „Ó, Nonni, þú minnir mig svo á hafið." —,,Já, villtur, rómantískur, en óút- reiknanlegur." —„Nei, ég verð sjóveikaf að horfaá þig." Halló Hafnarfjörðurl Hafnarfjarðarbrandarar hafa átt sívaxandi fylgi að fagna nú undan- farna mánuði og hefur fjöldinn allur af nýjum útgáfum litið dagsins ljós. Viðbætumhér nokkrum við sem við höfumekki áðurséðá prenti. „Hefurðu heyrt um Hafn- firðinginn sem gaf rollunum sínum járntöflur í þeirri von að fá af þeim stálull?" „Hefurðu heyrt um Hafn- firðinginn sem fór til hugsanales- arans?" ,,Nei." . . ,,Hann lékk endurgreiu." „Hefurðu séð hafnfirzkan blýant?" „Nei, aldrci. " „Hann er með strokleðri á báðum endum." „Veiztu hvað stendur á skilti fremst á Hamrinum?" „Nei, ekki hugmynd." „Stanz, auðvitáð." - Auglýsing i Fjarðarfréttum: „Til sölu legsteinn — tilvalinn fyrir mann sem heitir Guðmundur JónssOn."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.