Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 2
2 r DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1981. Þeir eru ekki allir háir i loftinu sem leggja hönd á plóginn við öflun gjaldeyrisins sem við lifum á og veldur okkur oft höfuðverk. Svo bregðast krosstré sem önnurtré —af koma f iskiðnaðarins og gengi krónunnar B.K. skrifar: Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnvalda um að gengi krónunnar skyldi haldið stöðugu hefur það nú komið fram sem margir óttuðust. Krónan verður látin síga jafnt sem áður. Ástæðan er sögð sú, að bandariski dollarinn, sem ísl. krónan er fastbundin, er of sterk- ur. Hafið þið heyrt annað eins, gengi islenzku krónunnar verður að falla vegna þess að meginviðskiptagjald- miðill okkar er of sterkur. Gengisfelling þessi er sögð til styrktar fiskiðnaði okkar, sem er sem fyrr á heljarþröm að sögn þeirra sem reka fiskvinnslu. Aftur á móti hefur Þjóðhagsstofnun komizt aö þeirri niöurstöðu að fiskvinnslan sé rekin með hagnaði. Hingað til hefur ekki staðið á frystihúsamönnum að vitna í niður- stöður Þjóðhagsstofnunar, en nú bregður svo við að þeir vefengja niðurstöðurnar, vegna þess að þær benda til góðrar afkomu. Hvernig væri að stjórnvöld tækju nú í taumana og hættu aö láta þrýsti- hópa stjórna þjóðfélaginu, þó fyrr hefði verið. MÓNUSTi iwRAHUmFT? Gomma af freud- ískum symbólum Atli Rúnar skrifar: Við bíósjúklingar á höfuðborgar- svæðinu höfum ástæðu til að brosa breitt þessa dagana — og látum það óspart eftir okkur. Enda er kvik- myndahátíð. Reyndar er galli við kvikmyndahátíð hve bitinn er stór, of margar forvitnilegar myndir á of stuttum tíma. Og ekki síður er miður að jjetta er eingöngu kvikmyndahátíð fyrir Reykvíkinga og nágranna, borg- uð af öllum skattborgurum landsins (og svo er nöldrað yfir því að Reyk- víkingar haldiuppi landsbyggðinni!). En það er önnur saga. Ég fékk í hendurnar fagurprentaða dagskrá kvikmyndahátíðar þar sem mátti lesa ítarlega kynningu á öllum myndunum sem boðið er upp á, efni þeirra, leikstjórum, leikendum o.s.frv. Gott verk og þarft. En ís- lenzkan á bæklingnum! Þeir ágætu menn sem bjuggu hann til geta tæp- legu kallazt talandi eða skrifandi á móðurmálinu. Mér er alveg sama um það i sjálfu sér. En það er ekki verj- andi að hleypa þeim í að gefa út rit- verk fyrir almannafé, án þess að ís- lenzkumenn lesi það yfir áður. Alveg sama þó aðstandendur kvikmynda- hátíðar telji sig vita alla skapaða hluti um kvikmyndir. Eitt dæmi er stutt kynning á mynd- inni ChaCha: „Þessi mynd er eins konar dramatíseruð heimildarmynd um popp-tónlist og „hard rock” nútím- ans. í henni er sögð sagan af ástum austurþýsku söngkonunnar Ninu Hagen og hollenska rokksöngvarans Herman Brood. Einnig leikur júgó- slavnesk/ameríski poppskemmti- krafturinn Lene Lovich stóra rullu í myndinni sem alþjóðlegur pólitískur aktívisti ...” 1 kynningu um myndina Xala er sagt að svertingjar séu „miklu klárari að dansa” en Vesturlandabúar. Á öðrum stað má lesa að „Hong Kong og Taiwan framleiða glás af myndum á ári hverju, sem flestar dá- sama fjölbreytta bardagalist og víg- fimi. Einstaka leikstjóri hefur þó ekki látið þar við sitja, heldur tengt þessi viðfangsefni öðrum pæling- um.” Og eftirfarandi má lesa í grein um frönsku kvikmyndina Börnin í skápnum: „Söguþráður myndarinnar gengur út á systkini, sem í bernsku verða fyrir reynslu sem markar þau fyrir lifstið. Síðan hittast þau aftur á full- orðinsaldri, og þá kemur í ljós, að bróöurnum er annað og meira í hug en bróðurkærleikur einn saman. Sagan er sögð með gommu af freud- ískum symbólum.” Nóg komið af dæmum til að rök- styðja aðfinnslurnar. Tæplega er ég einn um að láta það fara í taugarnar á mér að lesa þvílíkan sullutexta í bæklingi útgefnum af Listahátíð í Reykjavík. Atriði úr frönsku kvikmyndinni Vikufrí á kvikmyndahátíð. Leikstjórinn heitir Bertrand Tavernier. Aðstandendur hátíðarinnar segja f leikskrá að myndir hans beri allar vitni „miklum skilningi á persónunum og eru langt frá þvi að vera fer- kantaðar ádeilur” (!) Dagskrá útvarps og sjónvarps: EKKI NÓGU bíagler. HÖGGDEYFAR fyrirliggjandi Sjónvarp: í flestar gerðir fólksbifreiða Burt Lancaster og Deborah Kerr i hlutverkum sínum i kvikmyndinni From her to eternity. Héðan til eilífðar Sendum í póstkröfu — sýnið framhaldið laugawegi 118-í Sjónvarpspáll hringdl: af þáttunum Héðan til eilífðar sem Góðfúslega komið þeirri spurningu nutu feykivinsælda á siðasta ári. á framfæri við ráðamenn sjónvarps Kveðja og þökk fyrir birtinguna. hvort í bígerð sé að sýna framhaldið Bréfrítarí saknar þeirra félaga Tomma og Jenna. 3248-1353 skrífar: Mig langar til að skrifa fáein orð um dagskrá útvarps og sjónvarps. Fyrst og fremst eru báðar dagskrárn- ar í einu orði sagt ömurlegar. Tek ég fyrst sjónvarpið fyrir, þó svo að það eigi við fjárhagsörðugleika að stríða, hlýtur með einhverjum ráðum að vera hægt að gera dagskrána skárri. Það varð mikil afturför þegar Tommi og Jenni hættu, þeir voru meö því fáa sem horfandi var á. Hvet ég sjónvarpið eindregið að næla sér í fleiri þætti með þeim. Sá þáttur sem sizt má missa sin er Skonrokk, hann er frábær en mætti vera oftar en hálfsmánaðarlega. Þættirnir um landnemana enduðu á sunnudaginn og er langt síðan sjónvarpið hefur sýnt svo góða þætti og mætti koma með meira af svoleiðis. Jæja, ræðum þá um útvarpið eða morguntónleik- ana, síðdegistónleikana og kvöldtón- leikana sem taka drjúgan þátt af deg- inum, því miður. Ég skil ekki að mik- ill hluti þjóðarinnar endist til að hlusta á þessa eilifu tónleika alltaf hreint. Svo vil ég nota tækifærið og kvarta yfir þvi hvað Þátturinn Lög unga fólksins er stuttur þrátt fyrir alla þesa undirskriftalista, sem þættinum hafa borizt. Vona ég að lokum að úr því rætist von bráðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.