Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 8
8. _ . —- DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981. m Erlent Erlent Erlant Erlent ) Skipan Gro Harlem Brundtland mælist vel fyrir: Talin styrkja stöðu Verkamannaflokksins — OdvarNordli hefurverið tilnefndur sem varaformaður flokksins Noregsbréf: Sigurjón Jóhannssun skrifar frá Osló: Norskir fjölmiðlar ræða ákaft hin snöggu umskipti í norskum stjórn- málum siðustu daga. Flestir eru sam- mála um að með Gro Harlem Brundtland sem forsætisráðherra styrkist staða Verkamannaflokksins til muna, en að undanförnu hefur flokkurinn verið að tapa umtaisverðu fylgi af ýmsum ástæðum, og gætt hefur meiri sundrungar innan flokks- ins en góðu hófi gegnir. Gro Harlem Brundtland, sem verður 42 ára 20. april nk., er yngsti forsætisráðherra í sögu þingræðis í Noregi, sem hófst árið 1884. Ar- beiderbladet bendir á, að hún sé full- trúi nýrrar kynslóðar — þeirrar kyn- Sigurjön Jóhannsson Nýi forsætisráðherrann á heimili sinu á Bygdöy i Osló umkringd blómvöndum. Skipan hennar i embætti forsætisráðherra mæltist mjög vel fyrir og heillaóska- skeyti og blómvendir streymdu til heimilis hennar. Rafvirkjar — Járniðnaðarmenn Óskum að ráða menn til framtíðarstarfa við lyftuuppsetningar og lyftuþjónustu. Upplýsingar á skrifstofunni Ármúla 1. Otís lyftur s/f. SKÍÐALEIGA Svig- og gönguskíði GLÆSIBÆ - SÍMI82922. Odvar Nordli kemur út úr húsi norska Stórþingsins i siðasta sinn sem forsætisráðherra. Þaðan fór hann beint á fund kon- ungsins til þess að segja af sér. \i3 Trygve Bratteli árið 1974 skipaði hana umhverfismálaráðherra í ríkis- stjórn sinni. Skipanin kom flestum mjög á óvart, en Gro Harlem Brundt- iand hefur reynzt mjög hæfur stjórn- málamaður og verið í aðalforystu flokksins síðustu sjö árin. Það vekur athygli, að hún er fyrsti forsætisráð- herra Verkamannaflokksins sem hefur háskólapróf. Hún var varafor- maður flokksins áður en hún tók við forsætisráðherraembættinu. Odvar Nordli, sem varð að draga sig í hlé af heilsufarsástæðum, hefur setið lengi á þingi fyrir Verkamanna- flokkinn. Hann hefur verið forsætis- ráðherra sl. fimm ár í stjórn, sem hefur verið í minnihluta á þingi (studd af vinstri sósíalistum, SV) og það hefur reynzt honum ærið erfiður timi. Hann hefur fyrst og fremst hamrað á nauðsyn þess, að halda uppi fullri atvinnu í landinu meðan ýmis grannríki hafa horft upp á vax- andi atvinnuleysi. Hann tekur sér nú tveggja mánaða hvíld, en hefur verið tiinefndur sem varaformaður flokks- ins. Reiulf Steen, sem var viðskipta- málaráðherra, heldur áfram for- mannsstöðunni og tekur einnig við formannsstöðu í utanríkisnefndinni, en þá stöðu hafði hann áður en hann varð viðskiptamáiaráðherra. Með forsætisráðherraskiptunum urðu þrjár breytingar á ráðherra- embættum flokksins. Kari Gjesteby, 34 ára, tekur við viðskiptamálum af Reiulf Steen. Hún er fyrsta konan í Noregi sem sinnir þessu embætti. Hún hefur alllanga reynslu sem hátt- settur embættismaður, var nú síðast hægri hönd Ulf Sands fjármálaráð- herra. Finn Kristensen tekur við embætti iðnaðarmálaráðherra af Lars Skytöyen, og Bjöm Skau tekur við embætti dómsmálaráðherra af Odvar Berrefjord. Það vekur athygli, að Björn Skau er ekki lögfræðingur að mennt — hann hefur lengi starfað sem blaðamaður, en var nú síðast forstjóri sjúkrahúss í Buskerud. Gro Harlem Brundtland mun nú leggja mikla áherzlu á að ná fram samstöðu innan Verkamannaflokks- ins þannig að friður ríki á komandi flokksþingi í apríl. Eftir rúma sjö mánuði verða þingkosningar í Noregi og stendur þá slagurinn milli Verka- mannaflokksins og Hægra flokksins sem hefur unnið mikið fylgi að und- anförnu og hefur virzt orðinn jafn- stór Verkamannaflokknum eftir síð- ustu skoðanakönnunum að dæma. slóðar sem voru börn þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk. Eftirstríðs- kynslóðin hefur ekki þótt setja nógu sterkan svip á stjórn landsins fram að þessu og af sumum verið kölluð „glataða kynslóðin”. Foreldrar Gro Harlem Brundtland tóku bæði mikinn þátt í starfi Verka- mannaflokksins og hún var ekki nema 7 ára gömul er hún innritaðist í ungliðahreyfingu flokksins. Hún hafði m.a. lesið rit Karls Marx er flestir jafnaldrar hennar létu sér nægja að lesa Andrés Önd. Hún lauk læknisprófi aðeins 23 ára gömul og hafði þá eignazt sitt fyrsta barn (á nú 4 börn). Næst lá leiðin til Bandaríkjanna til framhaldsnáms í heilsugæzlufræðum og síðan tók hún við stöðu yfirlæknis í heilsuráði Osló- arborgar. Hún varð fyrst landsþekkt, er Söguleg stund við konungshöllina. Norski konungurinn hefur i fyrsta sinn beðið konu um að mynda rikísstjórn. Samakonur færðu Gro rósavönd er hún kom út úr höllinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.