Dagblaðið - 12.02.1981, Page 10

Dagblaðið - 12.02.1981, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981. TILBOÐ ÓSKAST 1 bifhjólið Kawaski 650 árg. 1979, skemnit eftir bruna. Hjólið verður til sýnis dagana 12. og 13. febrúar hjá Bifhjólaþjónustunni, Höfðatúni 2. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora að Síðumúla 39 fyrir kl. 17 mánud. 16. febrúar. Almennar Tryggingar. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáEsgötu 49 - Sími 15105 interRent car rental FILMU' LEIGA Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14-S ?1 715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis 1= ¥ KVIKMYNDA FILMUR OG VELAR S.F. SKÓLAVQRDUSTÍG 41 - SÍMI 20235. Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess aö frelsi geti viðhaldist í samfélagi irjálst, TRESMIÐAVELAR Eftirtaldar trésmíðavélar eru til sölu og sýnis vegna breytinga: Kantlímingavél HOLZHER árg. '74. Spónskurðarvél, SCHEER FM 10—3100 automatic, árg. '75. Spónlímingavél, ERWIN HAAG árg. '71. Tvíblaðasög, m/hallandi blöðum TEGLE árg. '74. SOGBLÁSARI fyrir poka. Ált Á.GUÐMUNDSS0N Húsgagnaverksmiðia, Skemmuvegj 4, KópavogL Skni 73100. BMW 728 árg.1978 Renault 20 TL árg. 1978 BMW 525 árg.1974 Renault 20 TL árg. 1977 BMW 520 árg.1978 Renault 12TL árg. 1971 BMW 320 árg. 1979 Renault 5 GTL árg. 1980 BMW 320 árg.1978 Renault 5 TL árg.1975 BMW 318 autom. árg.1979 Renault 4 TL árg. 1979 BMW 316 árg. 1980 Renault 4 VAN F6 árg.1977 BMW 320 árg.1980 Renault 4 VAN F6 árg. 1978 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Frumfliitningur áFidelíó hérálandi: Fantalega erfitt en fallegt verk Sinfóníuhljómsveit íslands og söng- sveitin Fílharmónia ætla á tónleikum sínum í kvöld að syngja og leika óperuna Fidelio eftir Ludvig Beet- hoven. Til liös viö sig hefur söng- sveitin fengið fjóra einsöngvara frá Þýzkalandi, þáu Asdrid Schirmer, Ludovinco Spiess, Bent Norup og Manfrid Schenk. Eru þetta allt frægir söngvarar jafnt i heimalandi sínu sem utan. Auk þeirra syngja ein- söng íslendingarnir Elin Sigurvins- dóttir, Kristinn Hailsson og Sigurður Björnsson. Fidelio er eina óperan sem Beet- hoven samdi. Hún er mjög erfið i flutningi fyrir söngvarana því hún er skrifuð eins og mannsraddirnar séu hljóðfæri sem hægt er að þenja til hins ýtrasta. Enda varð Beethoven að endurskrifa hana tvisvar áður en hægt var að ráðast í hana. Óperan var frumflutt áriö 1805 en naut þá litilla vinsælda. Siðan hefur hún þótt eitt af stórverkum tónbók- menntanna. Stjórnandi sinfóníunnar í kvöld veður Jean-Pierre Jacquillat. En með Fílharmóníunni syngja auk einsöngv- aranna vaskir sveinar úr Karlakór Reykjavíkur. Fidelio segir frá hjónunum Leonóru og Florestan. Fiórestan er aðalsmaður sem mikillar hylii nýtur hjá kónginum. Hann á sér svarinn óvin sem er Don Pizarró fangelsis- stjóri. Florestan grunar hann um að halda föngum í svelti og hyggst koma upp um hann. Þegar Florestan svo hverfur grunar Leonóru að ekki sé allt með felldu. Hún heldur af staðað leita hans og dulbýr sig sem sveininn Fidelio. Tekst henni að komast i vinnu hjá Don Pizarró og með hjálp góðra manna að frelsa bæði Florestan og hina fangana. Upphaflega hét óperan Leónóra og voru samdir við hana þrír forleikir undir þvi nafni. Seinna var nafninu breytt og óperan kölluö Fidelio og einn forleikur saminn. í þeirri útgáfu var óperan flutt fyrst árið 1914. Hér á landi hefur óperan aldrei verið flutt í heiid sinni. Óperan verður endurflutt á laugar- daginn klukkan tvö. Miðaverð er 90 krónur og er hægt aö fá miða að minnsta kosti á eina sýningu i Bóka- verzlunum Blöndals og Eymunds- sonar. -DS. • «55$ 7 i ’ ^ IICTT Bæjarútgerð Hafnaiijarðar hefur gert út fjðldann allan af togurum og hafa þeir jafnan verið skirðir eftir mánuðunum, apríl, maf, júni, júli og ágúst. Hér er Júni GK 345 eitt af skipum Bæjarútgerðarinnar. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar fímmtíu ára ídag — varstofnuö tilað koma í veg fyrir algertatvinnuleysiafvöldum kreppunnar Bæjarútgerð Hafnarfjarðar á fimmtugsafmæli í dag, 12. febrúar. Bæjarútgerðin var stofnuð vegna mikils atvinnuleysis á þeim tíma og var vinnunni í landi skipt á milli manna, þannig að allir bæru eitthvaðúr býtum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar keypti Edinborgarstöðina, sem svo var kölluð undir rekstur sinn og togarann Maí. Rekstur fyrirtækisins var mjög erfiður fyrstu árin en eftir styrjaldarárin gjör- breyttist hagur þess. Á tíu ára afmæl- inu var hagur fyrirtækisins mjög góður og gaf það þá fé til ýmissa menningar- og atvinnumála. Árið 1934 keypti fyrirtækið togarann Júní, sem í desember ’48 strandaði við Vestfirði. Fyrsta nýsköpunartogarann keypti fyrirtækið 1947. Hlaut hann nafnið Júlí. í ársbyrjun 1959 varð Bæjarútgerðin fyrir því áfalli að Júlí fórst með allri áhöfn í ofsaveðri á Nýfundnalandsmiðum. Árið eftir keypti Bæjarútgerðin nýjan togara sem hlaut nafnið Maí. Sitt eigið frystihús eignaðist fyrir- tækið 1957, en þá hafði smíði þess staðið yfir í tvö ár. Árið 1977 voru síðan gerðar gagngerðar breytingar á því frystihúsi. Núna starfa hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar 260 manns fyrir utan sjómenn sem eru 60—70 talsins. Fyrsti framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðarinnar var Ásgeir G. Stefánsson. Gegndi hann því starfí til ársins 1954. Núverandi framkvæmdastjóri er Björn Ólafsson. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefur alla tíð verið einn helzti burðarásinn í atvinnulífi Hafnarfjarðar og vinnulaun sem fyrirtækið greiðir skipta sköpum um afkomu bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. -ELA. Geir Hallgrímsson á þingi ígær: „34% launaskerðing í tíð síðustu v-stjóma” —á sama tima nemur grunnkaupshækkun f ólks aðeins 13% „Síðan Alþýðubandalag, Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjórn 1. sept. 1978 eftir kosningarnar sem háðar voru undir kjörorði þeirra „Samningana í gildi” hafa aðeins tvívegis orðið kauphækkanir hér á landi. Gunnlaun hækkuðu um 3% 1979 og 10% sl. haust. Hins vegar fór fram 8% kjara- skerðing í des. 1978. Launaskerðing samkvæmt Ólafslögum er 16.6% og 1. marz nk. verður almenn kjara- skerðing um 9.3%. Eða með öðrum orðum skerðing launa ( valdatíð stjórnanna er tæp 34% meðan hækk- un grunnlauna i landinu er aðeins 13%.” Þannig komst Geir Hallgrímsson að orði í umræðum er hann hóf vegna dráttar á fískverðsákvörÖun, en fljótt snerust í almennar eldhús- dagsumræður. „Þegar á þessar launaskerðingar er litið má spyrja: Hver er nú afstaða Guðmundar jaka varðandi ummæli hans „Kosningar eru kjarabarátta” og „Samningana í gildi” og hver er afstaða Svavars Gestssonar sem kvað” Alþýðubandalagið aðeins ganga til stjórnarsamvinnu til að tryggja að launaskeröing yrði ekki framkvæmd í landinu.” Geir undraðist orð Steingrims Hermannssonar í fyrri viku um að ekki stæði á ríkisstjórninni að fisk- verð væri ókomið. Hann kvaðbráða- birgðalögin um verðstöðvun, fast gengi og um hávaxtastefnu vera snöru um háls ríkisstjórnarinnar. Steingrimur Hermannsson kvað fiskverð myndu ákveðið fyrir næstu helgi. Væri þegar búið að ræða í ríkisstjórninni aðgerðir sem koma yrðu í kjölfar fiskverðsákvörðunar. Þá kvað ráðherrann það skoðun sína að olíuverð ætti að-vera óbreytt og tilfærsla yrði á útflutningsgjaldi fisk- tegunda. Matthías Bjarnason benti á að eng- in lög giltu nú um olíuverð. Þau hefðu runnið út um áramótin. Ræddi hann síðan um eðli og tilgang verð- jöfnunarsjóðs og varaði við skerð- ingu einstakra deilda hans. Til máls tóku einnig Karl Steinar Guðnason og Kjartan Jóhannsson, sem báðir töldu drátt á fiskverði óviðunandi. -A.St.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.