Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1981. 2 reglugerð^ o io{ Mmtnhír - -.«/.«»- ■ 1. gr. ' . _ , rá voUorö vinnuvcitanda **nV| . 7 ax. or6ist svo: or|of. M »«nn » 'ol f. voWorft irunaöar- . jr.afa-"si•é.'je1. nsn*«— |lM‘r0r,"ctntmrirorlo!?4rsin». %,5uI.kcl„HUnn .U.'.lum, l.ar IW.SnSur. «.» r tr0 minuðir «*öa • • ()r|ofsCc8 <*r ondurgrcd ..nu, fr;l dagsolningu >|| 1 ckki vcriÖ notaCui. 2. gr. Ákvæöi til bráöabirgöa. jstíás^-agsrsss- ”■ ; hótnrávlsun vcgna innborgnö _ r 87 24 descinbcr 1Ú" tlcglugcrö 581051 ^ 1,l'S!'r ' S“' ' og brcytlng á ...... uni i". ••• — niag.málaréla»■ n'>r" '374' F. h. r. HullErimm Dnlhcrg. Allt á þetta sér stoö 1 reglugerðum. Oriofs- greidslur — reglugerðaf rumskógur sem almennur borgarí ratar ekki í Reiður faðir hrlngdl: Dóttir mln sem er skólanemi og vinnur aðeins á sumrin ætlaði að taka útorlofiðsitt idag(13/2). Hún var með yfirlit yfir stöðuna á orlofsreikningnum frá 24/11. Á pósthúsinu var henni sagt að það þýddi ekkert fyrir hana að reyna að fá orlofið borgað fyrr en hún væri komin með nýtt yfirlit 1 hendurnar, sem á að senda út 1 enduðum febrúar. Samkvæmt reglugerð er aðeins greitt út samkvæmt yfirlitinu frá 24/11 í mánuð eftir að yfirlitið var gefið út, sama gildir með yfirlitið sem kemur út i enduðum febrúar. Mér finnst óþolandi að hægt sé að neita að borga þessum krökkum, pening sem þau eiga. Þessir peningar iiggja hjá póstinum vaxtalausir og þeim sem eiga peningana er skammtaður viss tími til að ná þeim út. Þetta eru peningar sem fólk á og mér finnst að hægt eigi að vera að taka þá út þegar eigendur óska þess. Stjórnmálamenn, vaknið af þyrnirósarsvef ninum: Bjórinn strax! —ekki vanþörf á nýjungum til að rjúfa vítahringinn Bjórinn 1 frihöfninni á Keflavikurflugvelli er aðeins fyrir þá sem ferðast landa á milii. DB-mynd Höröur. F.inar Sigurðsson skrifar: Sjálfsagt eru fiestir íslendingar orðnir langþreyttir á að vera meðhöndlaðir eins og börn eða fá- vitar af stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Sofanda- og þumbara- háttur þessara manna er oft með slíkum ólíkindum, að maður hlýtur að efast um að þeir hafi yfirleitt nokkra hugmynd um skoðanir fólksins 1 landinu og grundvallar- mannréttindi. Eitt er það mál, sem hefur verið stöðugt aðhlátursefni útlendinga, sem hingað hafa lagt leið sína og undirstrikar sofandaháttinn betur en flest annað, en það er svokallað bjór- mál. í stuttu máli, þá er okkur sagt að sala 2—5% sterks bjórs, sem margir segja mun hollari en t.d. kaffi muni leiða ólýsanlega bölvun yfir þjóðina. Á sama tíma er ýtt að okkur 40—50% sterku eldvatni. Þetta er ekki ósvipað og meina manni sem á hríðskotabyssu að bera baunabyssu. Skemmtanalffið Svokallað skemmtanalif á íslandi er ákaflega óskemmtilegt. Fólki er pakkað eins og síld inn í hávaða- samar skemmur, og allar samræður verða að fara fram með öskrum eða á fingramáli. Eldvatni er ausið út á ærnu verði í hverju horni og við- skiptavinirnir bulla og hegða sér and- lega og líkamlega í hlutfalli við styrk- leika þess sem þeir hella í sig. Með tilkomu bjórsins myndi skapast hér grundvöllur fyrir þesskonar andrúmsíoft, sem maður finnur svo víða erlendis. Fólk situr á litlum, þægilegum stöðum i rólegu andrúmslofti og ræðir málin yfir glasi af góðu öli. ölvun sést varla á nokkrum manni og fólk fær tækifæri til að kynnast á eðlilegan hátt, ekki í gegnum slagsmál eða með því að deyja brennivínsdauða i kjöltunni á einhverri dömunni. íslendingar eru ákafiega einangrað fólk og því ekki vanþörf á nýjungum, sem hjálpa okkur að rjúfa vítahringinn. Bjórinn og hið af- slappaða skemmtanalíf sem honum fylgir, er kjörimt í það hlutverk. Bjórdrykkja landans Árlega fara u.þ.b. 70 þúsund íslendingar til útlanda. Eftir því sem bezt verður séð þá neytir þorri þessa fólks bjórs sér að skaðlausu. Og hvað með allan bjórin, sem bruggaður er 1 heimahúsum víðsvegar um landið? Hefur hann innleitt einhver áður óþekkt vandamál? Andstæðingar bjórsins benda á að verði hann leyfður, þá sé hætta á að unglingar geri sér um of dælt við hann. Sú varð reynsla Svía, þegar byrjað var á að selja 3.6% bjór i kjörbúðum þar í landi (eða var hér aðeins um almenna drykkjuaukningu að ræða). Þessu er til að svara og er viðurkennt af öllum sem eitthvað hafa með þessi mál að gera, að íslenzkir unglingar komast yfir allt það áfengi sem þeir vilja og þeir sem þurfa að staðaldri að skipta sér af þessu fólki, dauðadrukknu og spúandi út um allar jarðir, eiga vafa- laust erfitt með að ímynda sér að bjórinn geti aukið á þennan vanda. Bjórfyllerí eru ákafiega erfið — sér- staklega daginn eftir. Kúgun Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun Dagblaðsins, skiptast and- stæðingar og fylgjendur bjórsins í nokkuð jafnar fylkingar. Það er athyglisvert, að margir, sem spurðir eru um þessi mál, svara eitthvað á þá leið að auðvitað hefðu þeir sjálfir ekkert á móti þvi að hafa bjór og stafaði engin hætta af, en þeir treystu ekki öðru fólki eins vel og væru þvi á móti honum. Hér gætir greinilega áhrifa frá áróðri, sem templarar, gamlar kerlingar og annað staðnað fólk hefur rekið hér um ára- bil. Hvað sem þessu líður hefur fólk fullan rétt til að vera á móti sterkum bjór og það mun heldur enginn neyða það til að drekka hann. Lýðræði byggist ekki á að 51 prósent þjóðarinnar kúgi hin 49 prósentin eða stjórnmálamenn kúgi allan landslýð. Stjórnmálamenn, vaknið af þyrnirósarsvef ninum. Bjórinn straxl Utvarp: Hefðu getað slegið á léttari strengi —sl. mánudagskvöld þegar óveðrið gekk yfir Bryndis Þráinsdóttir hringdi: Sl. mánudagskvöld gekk yfir landið allhrikalegt óveður sem er ábyggilega enn mörgum í fersku minni. Ég er ein af þeim mörgu sem stóð ekki alveg á sama, m.a. vegna þess að plötur fuku af næstu húsum og bjóst ég alveg eins við þvi að fá þær inn í íbúð. Hávaðinn í veðrinu og bárujárninu sem lamdist viö húsin var hreint ekki skemmtilegur. Til að hafa einhvern fastan punkt í öllum þessum látum kveikti ég á út- » í óveörlnu sl. mánudagskvöld fór allt af stað, en ekki haggaðist dagskráin I gamla, góða Rfkisútvarpinu. -DB-mynd E.Ó. varpinu. Þar var sagt að fólk ætti að fylgjast með tilkynningum. En viti menn, á milli tilkynninganna var flutt sú allra leiðinlegasta og mest niður- drepandi músik sem hægt hefur verið að finna. Þetta sarg í útvarpinu var lítið skárra en sargið í járnplötunum fyrir utan gluggann minn. Þetta voru vist kvöldtónleikar. En út yfir allt tók þegar þulurinn vildi hughreysta hlust- endur vegna þess að stytta hefði þurft tónleikana vegna tilkynninga, með því að segja að þetta yrði flutt aftur seinna, þvílík hughreysting. Nú vil ég spyrja, var ekki hægt að hætta við siíka dagskrá og flytja létta tónlist á milli tilkynninganna, þegar fólk var beðið um að fylgjast með út- varpi. Með ósk um að útvarpsmenn muni það næst þegar slík ósköp ganga yfir landið, að reyna að lífga svolítið uppá tilveruna, með léttleika, ekki því gagnstæða. Að lokum mætti minna útvarp Reykjavík á að það býr líka fólk úti á landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.