Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981. „Hvað gagnar að veita mér rétt til að sjá dóttur mína þegar hún hefur verið dáiníhálftár?” Fyrst 6 mánuðum eftir hörmuleg- an dauða dóttur sinnar fékk Benny Christiansen, ungur faðir frá Slagelse í Danmörku, bréf upp á að honum væri veittur umgengnisréttur gagn- vart barninu. Ótrúlegt en satt. Og á- stæðan: Lögfræðingur föðurins gleymdi að barnið var dáið og lét rétt- arúrskurðinn liggja í skrifborðs- skúffu hjá sér mánuðum saman. Bréf þar að lútandi var dagsett í réttinum 23. júlí 1980. Hálfu ári síðar fann lögfræðingurinn skjalið, setti það í umslag og sendi föður barnsins. ,,Ég fékk taugaáfall þegar ég las þetta. Ég var rétt að komast yfir dauða Carinu þegar bréf barst um að mér væri veittur umgengnisrétturinn. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Skömmu eftir jarðarförina í sumar lét ég lörfræðinginn vita að barnið væri dáið og að hann skyldi því hætta málarekstri fyrir mína hönd,” sagði Benny Christiansen, 23 ára, í samtali við Ekstra Bladet. Úrskurður réttarins kom viku eftir dauðann Christiansen var með lögfræðing á sínum snærum í fyrra til að reyna að ná umgengnisrétti gagnvart eins árs dóttur sinni í sínar hendur. Á meðan málið var rekið fyrir dómstólum var Carina litla í umsjá fósturforeldra. Þann 16. júlí var hún ásamt þeim í sumarhúsi í Reersö. Þar varð slysið: Carina hengdist í ól í barnavagninum. • Christiansen hringdi strax til lög- fræðingsins og sagði honúm hvernig komið væri. Þann 23. júlí, viku eftir dauða Carinu, kvað rétturinn upp úr- skurð um að Christiansen hefði unnið málið. Hann mátti hafa barnið hjá sér í fjóra tíma annan hvern laug- ardag. ITTT1 ATLIRUNAR HALLDÓRSSOIM Benny Christiansen með mynd af dóttur sinni og bréfið frá lög- fræðingnum: Skil ekki hvernig svona lagað getur komið fyrir. Kínverjar íglímu við undirheimalýö — morð, nauðganir, gripdeildir, vændi ogfíkniefnasala eru dæmi um glæpaverkin sem eru vaxandi vandamál i Kína Glæpir eru vaxandi vandamál í kinvesku þjóðlífi eins og svo víða annars staðar: Morð, nauðganir, íkveikjur, þjófnaðir og jafnvel sprengjutilræði. Stjórnvöld grípa til hörkulegra aðgerða til að freista þess að snúa þróuninni við. Þau vilja fyrir alla muni koma á lögum og reglu í landinu. { Shanghai, þriðju stærstu borg Kína, voru þrír menn teknir af lífi fyrir glæpi, skrifar eitt af dagblöðum borgarinnar. Annars staðar í Kína hafa menn líka verið líflátnir af sama tilefni. Lögreglan i Tianjin er vopnuð svo auðveldara sé að fást við glæpa- lýðinn. Jafnvel eru þess dæmi að gripið hafi verið til hermanna i bar- áttunni við undirheimana. Áður fyrr voru kínversk blöð fáorð um aðgerðir hersins eða reyndu að „skýra” þær með fyrirslætti. Nú er sú tíðin að blöðin eru opnari og gagn- rýnni á sjálf sig og þjóðfélagið. Viðurkenndar eru meinsemdirnar og fréttir birtar um glæpaverk af ýmsu tagi. Dýpri félagslegar rœtur en atvinnuleysi Engar tölur eru birtar opinberlega, enn sem komið er a.m.k., um afbrot í Kina. Þess vegna er erfitt að fá heildarmynd af ástandinu. Jafn erfitt er að segja með vissu hvort íhalds- samari öfl í þjóðfélaginu gerist óðum háværari í gagnrýni á núverandi for- ystu í Kína og kenni stefnu hennar um ástandið. Þær raddir hafa þó heyrzt oft að aginn í samfélaginu sé á undanhaldi vegna tilslakana ,,að ofan”. Borgarbúar i Kina fóru á sl. hausti að kvarta yfir glæpaöldunni að ein- Mótmælandi handtekinn I Peking af óeinkennisklæddum lögreglumönnum. I mörgum stærri borgum 1 Klna vopnaðist lögreglan til að geta betur sinnt hlutverki sinu við að koma f veg fyrir glæpi hvers konar. hverju marki og líktu henni við það sem þekktist á síðustu árum Menn- ingarbyltingarinnar. Þjófnaðir og nauðganir færðust aftur í vöxt. Borgaryfirvöld í Peking og Shanghai svöruðu því þá til að ástandið myndi skána, meöal annars vegna þess að útveguð yrðu störf fyrir herskara ungs fólks sem hafði ekki annað við að vera en mæla göturnar. Þegar Kínverjar bjuggu sig undir að fagna nýju ári 5. febrúar, tilkynnti lögreglan í Peking um fjölgun þjófn- aða í borginni. Grisum var stolið, hesti úr sveitaþorpi og gulli úr skart- gripaverzlunum. Ungir atvinnuleys- ingjar stálu eignunum í því skyni að afla sér peninga fyrir hátíðahöldin. Líklegt er að afbrotin eigi sér dýpri félagslegri rætur en atvinnuleysið eitt og sér. í Shanxi í suðvesturátt frá Peking var verkamaður handtekinn, grunaður um að hafa níu morð á samvizkunni, öll framin á liðnu ári. 1 Shenyang, höfuðborg héraðsins Liaoning, tóku glæpamenn emb- ættismann óg fjölskyldu hans í gísl- ingu eftir að hafa drepið lögreglu- mann. Þeir gáfust upp eftir 3ja daga umsátur. í héraðinu Guangdong voru fimm menn dæmdir í allt að 15 ára fang- elsi, segir Dagblað alþýðunnar. Þeir höfðu stundað sölu á ungum konum í héraðinu. Alls höfðu þeir komið 115 konum af stað á vændisbrautinni. Eftirlit var hert með smygli til Kína, segir blaðið ennfremur. Vörur fyrir tugmilljónir ísl. króna hafa síðan fundizt í skipum í níu stærstu hafnarbæjunum. Þannig skrifa bæði landsbyggðar- blöðin. og stóru Pekingblöðin sem fara um landið um afbrotin í Kína. Menn eru rændir um hábjartan dag í Shanghai og Tianjin, eða fáeina Deng Xiaoping: Útbreiddur órói I landinu. metra frá lögreglustöðinni í Canton. Fíknilyfjasala blómstrar og likams- árásir sömuleiðis. Fólk hræðist að vera á ferli í stærstu bæjunum eftir að rökkva tekur. í leiðara eins Shanghaiblaðsins eru taldir upp algengir glæpir þar í borg: Morð, íkveikjur, rán, nauðganir, ólögleg fjárhættuspil, skipulagning á vændi og dreifing eiturlyfja. Pólitísk siðvæðingarherferð Bæði blöðin og útvarpsstöðvar greina frá sprengjutilræðum í Pek- ing, Tianjin, Liaoning og Guang- dong, án þess þó að rekja ítarlega málsatvik. Þó er talað um „pólitíska glæpi” endrum og eins. Niu manns fórust í sprengingu á járnbrautarstöð Pekingborgar í októ- ber í fyrra. 81 særðist, en meðal þeirra sem létust var sjálfur tilræðis- maðurinn: „sinnisveikur unglingur”. Sagt er að fyrir skömmu hafi lögregl- an komið í veg fyrir annaö hermdar- verk, að þessu sinni í stærstu verzlun- inni í Peking. Þar á að hafa fundizt virk tímasprengja. Kínverskir skriffinnar setja sprengjufréttirnar gjarnan í samband við „gagnbyltingaröfl” eða ,,póli- tiskt afvegaleitt fólk”. Baráttan gegn glæpunum hefur því á sér yfirbragð pólitiskrar siðvæðingarherferðar. Notað er tækifærið til að áminna alla sem „vilja þjóðskipulagið feigt og eyðileggja eininguna”. Þykir það benda til að ef til vill verði farið út í að hundelta pólitíska undanvillinga eða gagnrýnendur kerfisins jafn- mikið og afbrotamenn alls konar. Það tíðkaðist árið 1976 þegar fjór- menningaklíkan fræga var og hét. Deng Xiaoping, sá valdamikli maður, hélt ræðu á leiðtogafundi í Kína í desember. Þar gerði hann ástandið í innanlandsmálum að um- talsefni og margir gera því skóna að um leið hafi Deng „stikað vegginn” til úrbóta. Dent talaði um „útbreidd- an óróa í landinu” og sakaði póli- tíska andstæðinga forystunnar, fyrst og fremst fjórmenningana og lags- menn þeirra, um að eiga sök á því. Ljóst er að glæpaaldan setur stjórn- völd í vanda og getur óbeint orðið til að kynda undir enn einum innan- flokksátökunum í Kommúnista- flokki Kína. (Stuðzt við Los Angeles Times) FÉKK HEIMILD TIL AÐ UM- GANGAST LÁTNA DÓTTUR SÍNA — ungur faðir f ékk heimild til að umgangast eins árs dóttur sfna annan hvern laugardag —hálf u ári eftir að bamið dó „Endanlegan úrskurð réttarins sá ég aldrei, en bréfið frá lögfræð- ingnum kom mörgum mánuðum siöar um aö ég mætti hafa Carinu hjá mér í fjóra tíma í hverjum hálfum mánuði. En það var fullseint. Baráttan fyrir réttinum og dauði hennar urðu til þess að ég fékk maga- sár. Að fá svo þetta ofan á er meira enégget skilið.” Skjalið gleymdist hjá lögfræðingnum Christiansen og móðir Carinu skildu haustið 1979. Þau deildu um yfirráðaréttinn og á meðan málið var óútkljáð var barnið hjá fjölskyldu í Slagelse. N.P. Lindhardt lögmaður var spurður um orsökina fyrir því að hann sendi bréfið til Christiansens. „Hér er einfaldlega um mistök að ræða sem okkur þykir mjög miður að hafi komið fyrir,” sagði hann við Ekstra Bladet. „Okkur fannst ótímabært að senda föðurnum bréfið í fyrrasumar eftir að telpan dó. Síðan gleymdist málsskjalið og kom í ljós fyrir skömmu þegar tekið var til á skrif- stofunni. Þá var ákveðið að senda það réttum viðtakanda til að ljúka málinu.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.