Dagblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981.
KS FURUNÁLAFREYÐIBAÐ
jafn ómíssandi
og
sápa
um
land
allt
Heildsölubirgðir:
KRISTJÁNSSON HF.,
Símar 12800 og 14878.
wS§?
FARSTÖÐVA
EIGENDUR!
•
Aukið notagildi
italstöðvarinnar
CB/FR
Á bílinn - í bátinn - á húsið
Jafnmikið eða meira langdrægi
með styttri stöng
Heildsala — smásala
Radíó- og sjónvarpsstofan
Selfossi - Sími 99-1492
FX-310
BÝÐURUPP Á:
• Algebra og 50 visindalegir
möguleikar.
• Slekkur á sjálfri sér og minn-
ið þurrkast ekki út.
• Tvær rafhlöður sem endast í
1000 tíma orkunotkun.
• Almenn brot og brotabrot.
• Aðeins 7 mm þykkt i veski.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðar-
þjónusta.
Verð: 487,-
B-811
BÝÐUR UPP Á:
• Klukkutima, mín., sek.
• Mánaðardag, vikudag.
• Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu
um mánaðamót.
• Rafhlöðu sem endist i ca 5 ár.
• Er högghelt og vatnshelt.
• Ljóshnappur til aflestrar í myrkri.
• Ryðfrítt stál.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón-
usta.
Verfl: 544,50
CASIO-EINKAUMBODIÐ
BANKASTRÆTI8, SÍMI27510.
42 MNGMENN 0G ÞJ0ÐIN
ÖLLVIUA VTTA HIÐSANNA
sagdi Matthías A. Mathiesen sem mælti fyrir beiðni 10 þingmanna um skyrslu
unmálið
„Átján alþingismenn, þ.e. rikis-
stjórn, stjórn Framkvæmda-
stofnunar ríkisins og forstjóri hennar
hafa fjallað um togarakaupamálið
fyrir Þórshöfn og Raufarhöfn. Nú
vilja hinir þingmennirnir 42, svo og
þjóðin öll, fá að vita hvernig þetta
umdeilda mál hefur hrakizt i kerfinu
og þessir aðilar vilja réttar upplýsing-
ar um málið,” sagði Matthias Á.
Mathiesen á þingi í gær er hann
fylgdi úr hlaði beiðni tiu þingmanna
um skýrslu forsætisráðherra til
Alþingis um togarakaupamálið.
í greinargerð beiðninnar segir, að
skoðanir séu sk:pfar á forsendum,
upphafi og metTerð togaxakaupa-
málsins. Fram sé Irornið aðráðherrar
segja sitt hvað um samþykk.ir rikis-
stjórnarinnar. Ekki 'é sami
skilningur á samskiptum ríkisstjornar
og stjóinar Framkvæmdastofnunar.
Því sé skýrslu um málið óskað, þar
sem birtar verði samþvkktir ríkis-
stjórnarinnar varðandi málið svo og
samþykktir Framkvæmdastofnunar
og að auki verði gerð grein fyrir
munnlegum skilaboðum milli þessara
aðila málið varðandi.
„Hér er verið að útdeila fjár-
magni skattborgaranna svo milljörð-
um skiptir. Þeir eiga rétt á að
fá að vita hvernig farið er að því og
með það fé,” sagði Matthías.
-ASt.
„RIKISSTJORNIN
ÁKVAÐ KAUPIN”
en eftiriiti með framhaldinu var ábótavant, sagði Steingrímur
Hermannsson
„Það var að sjálfsögðu ríkis-
stjórnin sem tók ákvörðunina um
togarakaupin 1. ágúst sl. Annað en
erlendur togari kom aldrei til greina,
þvi frá fyrstu var ljóst að ekki var
unnt að smíða togara innanlands til
að leysa umræddan vanda,” sagði
Steingrímur Hermannsson í svar-
ræðu á þingi í gær.
Ráðherrann kvað Ijóst að áfátt
hefði verið eftirliti með gangi þessa
máls. Hér var um að ræða undan-
þágutogara sem Fiskveiðasjóður
fylgdist ekki með. „Við töldum því
að Framkvæmdastofnun myndi
fylgjast með málinu,” sagði
Steingrímur, „enda hafði hún lofað
allri aðstoð við Iausn þessa togara-
máls fyrir Þórshöfn og Raufarhöfn
og mælt með togarakaupum.”
-A.St.
RÍKISSTJÓRNIN BER ALLA
ÁBYRGD Á SUKKINU
— sögðu stjórnarmenn Framkvæmdastofnunará þingi
Ólafur G. Einarsson og Kjartan
Jóhannsson hófu í gær umræður
utan dagskrár á Alþingi um togara-
kaup stjórnvalda til handa
Þórshafnar- og Raufarhafnarbúum.
Beindi Ólafur mörgum spurningum
málið varðandi að ráðherrum er sátu
í neðri deild en Kjartan fjallaði um
málið og óskaði svara um ótal þætti
þess í efri deild. Varð þetta tilefni til
25 umræðna um málið, 10 i efri deild
og 15 í neðri deild.
Þingmenn sem í stjórn Fram-
kvæmdastofnunar sitja skýrðu sína
afstöðu til málsins þar og báru blak
af sinni stofnun varðandi frumkvæði
í málinu.
Gengu þeir Matthías Bjarnason og
Ólafur G. Einarsson harðast fram í
þessu efni og sagði Matthías að þegar
ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um
heimild til togarakaupanna 1. ágúst
sl. og gefið undanþágu um
innflutning gamals, erlends togara í
þessum efnum, hafi ekki legið annað
fyrir í málinu frá Framkvæmda-
stofnun en meðmæli með þvi að tog-
ari gæti leyst vanda umrædds land-
svæðis í atvinnumálum.
6. október gefur fjármála-
ráðuneytið út heimild til ríkisá-
byrgðar til kaupa á togara í Noregi
fyrir Þórshöfn og Raufarhöfn, þó
með þeim skilyrðum að nægar ríkisá-
byrgðirséu fyrir ábyrgðunum.
Það hafi síðan ekki Verið fyrr en
14. okt., að gerðri samþykkt ríkis-
stjórnar og útgefinni ábyrgð fjár-
málaráðherra að Framkvæmda-
stofnunin samþykkir málin fyrir sitt
leyti.
Kvað Matthías nauðsyn á öðrum
fundi í Framkvæmdastofnun if ekki
fengjust óyggjandi svör um að tog-
arinn kæmi með 2,8 milljóna ábyrgð
Byggðasjóðs.
-A.St.
Fé sem ísl. iðnaður
átti að fá notað
til togarakaupanna
— Ragnar Arnalds tillögumaður að þeirri lausn hinna umdeildu togarakaupa
„Þórshöfn og Raufarhöfn þurftu
togara. Þetta skip er að vísu orðið
heldur dýrt, en ekki verður til baka
snúið,” sagði Ragnar Arnalds fjár-
málaráðherra í umræðunum á þingi í
gær.
„Það var heimild í lögum til að
veita 80% ábyrgð ríkissjóðs fyrir
þessum kaupum. Eðlilegt var og að
rikissjóður tæki ábyrgð á hluta af
þeim 20% sem Byggðasjóði er ætlað
að ábyrgjast til þessara skipakaupa,
ekki sízt vegna óvenju þungrar byrði
Byggðasjóðs af togarakaupum og
togarasmíði á þessu ári,” sagði
Ragnar.
Síðan sagði Ragnar að af þeim
1500milljónagkr. upphæðsem ríkis-
sjóður hefði tekið af sér að ábyrgjast
Byggðasjóði til endurlána aðallega til
íslenzks skipaiðnaðar, hefði hann
talið eðlilegt að hluti þess fjár rynni
til skipakaupanna handa Þórshöfn
og Raufarhöfn. Hann hefði því sett
hugmynd um þá lausn málsins fram.
Taldi hann það þó ekki þýða að ríkis-
sjóður bæri ábyrgð á 90% af kaup-
verði norska togarans, heldur 80%
og að auki ábyrgð á hluta af á-
byrgðarhluta Byggðasjóðs.
Létu ýmsir þingmenn í ljós undrun
yfir ráðstöfun á því fé, sem fara á til
íslenzks skipasmíðaiðnaðar, til kaupa
á erlendum togara. Sá liður mála er
þóennlítt rædduráAlþingi.
-A.St.