Dagblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981.
____________________________________________________________________________________II
Ríkir jaf nrétti kynja á íslandi?
Hlutfallslega flest nei-in
hjá alþýðubandalagsmönnum
Línurnar eru skýrastar meðal
alþýðubandalagsmanna gagnvart
spurningunni um, hvort jafnrétti ríki
milli kynja á íslandi. Nei, það rikir
ekki jafnrétti, segja tæplega 82 af
hundraði stuðningsmanna Alþýðu-
bandalagsins.
Eins og menn muna var talsverður
meirihluti landsmanna þeirrar
skoðunar, að hér ríkti ekki jafnrétti
milli karla og kvenna, samkvæmt
nýlegri skoðanakönnun Dagblaðsins.
DB spurði þessarar spurningar sam-
tímis öðrum spurningum í skoðana-
könnun, meðal annars spurningu um,
hvaða flokki menn teldu sig standa
Í hverju er svo jafnrétti kynjanna fólgið? Þvi að konur gangi inn i „karla.störf', eins
og þessi stúlka gerði f.vrir þremur árum eða breyttum hugsunarhætti beggja kynja?
Eða einhverju allt öðru? DB-mynd: Bj. Bj.
Sr.HalldórGröndal sóknarprestur:
næst. Nú höfum við athugað, hvernig
stuðningsmenn hinna ýmsu flokka
tóku afstöðu til jafnréttisspurning-
arinnar. Vegna þess að hér er aðeins
um að ræða lítið brol af 600 manna úr-
takinu, verður ekki fullyrt, að hlut-
föllin hjá stuðningsmönnum hinna
ýmsu flokka séu endilega þau, sem út
koma, en allavega eru niðurstöðurnar
forvitnilegar.
Hjá öllum flokkunum segir
meirihluti nei, það er að jafnrétti ríki
ekki milli kynjanna. Langmestur er
meirihluti nei-anna hjá alþýðubanda-
lagsfólki. Þar segja 81,7 prósent nei,
16,7 prósent já, en einn maður vildi
ekki svara spurningunni um jafnréttið.
Meðal stuðningsmanna Framsóknar
segja 59 prósent nei, 39,7 prósént segja
já og einn maður er óákveðinn.
Meðal alþýðuflokksmanna segja
54,3 prósent nei en 45,7 prósent já.
Meðal sjálfstæðismanna munar ekki
miklu á nei-um og já-um. 49,7 prósent
segja nei, 46,3 prósent já, og 4% eru
óákveðnir.
Loks er sá hópur, sem ekki nefndi
neinn stjórnmálaflokkinn. Þar segja
56,1% nei, 31,7% já, 7,6% eru
óákveðnir og 4,3 svara ekki
spurningunni.
-HH.
Hann héltáfram:
„Einstaklingurinn, allt frá heimilis-
föður niður í börn, er óviss um stöðu
sína innan fjölskyldunnar. Ég get líkt
þessu við skip úti á rúmsjó þar sem
áhöfnin er ekki klár á því hver er
skipstjórinn.
Varðandi hjónabandið trúi ég á orð
ritningarinnar: Maður og kona eru eitt.
Samband þeirra á að byggjast á elsku
og gagnkvæmu trausti hvors til annars.
Og ég vil líta á þau sem jafningja
sem ræða saman alla hluti og fram-
kvæmd þeirra. Þegar vandamál koma
upp leita hjónin sameiginlega að far-
sælli lausn.
Síðan er eiginmaðurinn „primus
inter pares”, æðstur meðal jafningja.
Út á við kemur hann fram fyrir hönd
fjölskyldunnar. Séu árekstrar innan
fjölskyldunnar þá tekur hann af skarið.
Annars er allt í ólgusjó og enginn veit
hvað hann á að gera. Þessi tilhögun er
byggð á orði guðs og hans vilja.”
Sr. Halldór sagðist verða mikið var
við óhamingju á heimilum og margir
eiginmenn tjáðu honum áhyggjur sínar
eitthvað á þessa lund:
„Það er allt ómögulegt heima.
Konan er orðin svo mikil rauðsokka og
alltaf með óþolandi jafnréttiskjaft-
æði.”
Að lokum sagði sr. Halldór: „f
byrjun hreyfingar koma oft fram mikl-
ar öfgar sem síðar jafna sig. Meðan
þessar öfgar standa yfir valda þær
miklum erfiðleikum á heimilum og það
er erfitt að segja til hvers þær munu
leiða varðandi fjölskylduna.”
-IHH.
„Heimilið og fjölskyldan eru í
upplausn,” sagði séra Halldór Gröndal
þegar DB bað hann að segja álit sitt á
niðurstöðum skoðanakönnunar
blaðsins um jafnrétti. , ,Getur það verið
að jafnréttisbaráttan skapi meiri
erfiðleika en hún leysir?”
Séra Halldór Gröndal: „Eiginmaöurinn
er æðstur meðal jafningja. Út á við
kemur hann frani fyrir hönd fjöl-
skyldunnar... þessi tilhögun er byggð á
orði guðs og hans vilja.”
DB-mynd: Hörður.
Geturveriðað
jafnréttisbaráttan
skapi meiri erfið-
leika en hún leysir?
Soffía Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og bæjarfuHtni:
/ könnuninni skiptust
menn þannig eftir
flokkum í afstöðu til
spurningarinnar um,
hvort jafnrétti ríkti milli
kynja:
Sjálfstæðismenn:
Já 69 eða 46,3%
Nei 74 eða 49,7%
Óákveðnir 6 eða 4%
Framsóknarmenn:
Já 31 eða 39,7%
Nei 46 eða 59,0%
Óákveðnir 1 eða 1,3%
Alþýðubanda-
lagsmenn:
Já
Nei
Óákveðnir
Vill ekki svara
10 eða 16,7%
49 eða 81,7%
0
1 eða 1,7%
Alþýðuflokksmenn:
Já 16 eða 45,7%
Nei 19 eða 54,3%
Óákveðnir 0
Þeir, sem voru óákveðnir
um flokk, vildu ekkisvara
spurningunni um flokk
eða voru bókfœrðir sem
„aðrir” í flokka-
könnuninni:
Já 88 eða 31,7%
Nei 156 eða 56,1%
Óákveðnir 22 eða 7,9%
Vilja ekki svara 12 eða 4,3%
ÞEGAR KONA ER BÆfM HÆF OG RÐÐUBÚN T1L
STARFA ÞÁ ER EINS OG KARLVELDWU KROSSBREGDi
„Ríkir jafnrétti kynja á íslandi? Ég
svara því neitandi og það sem verra er,
það er langt í land að svo verði,” sagði
Soffía Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins á Akureyri, þegar
hún var spurð um álit sitt á niður-
stöðum skoöanakönnunar DB um jafn-
rétti. „Má ég nefna mál eins og at-
vinnumöguleika, atvinnuöryggi og
skipan í launaflokka. Það gengur seint
og illa að tosa áfram til sómasamlegra
launa þeim stóru hópum, sem vinna
hefðbundin kvennastörf, t.d. sjúkra-
liðum, konum við fiskvinnslu og
kennslustörf á grunnskólastigi. Ekki
hafa hjúkrunarfræðingar verið
ofhaldnir í launum. Sú kjarabarátta,
sem fóstrur standa í þessa stundina
talar skýru máli um það hvar konur
standa þegar karlar taka til við að meta
störf þeirra til launa.
Það væri fróðlegt að sjá hvað
gerðist, ef karlmenn tækju að fiykkjast
í þessi störf.
Á síðari tímum hefur farið fjölgandi
þeim konum sem leggja í langskólanám
og hafa fyrir eigin hæfni og dugnað
brotist gegnum karlamúrinn.
En mér sýnist að þeim reiði mis-
jafnlega af þegar um forfrömun í starfi
er að ræða og það kemur til kasta
karlmanna að láta þær njóta
sannmælis.
Um félagslega þátttöku kvenna, t.d.
á vettvangi stéttarfélaga og innan
verkalýðsbaráttunnar að ógleymdu
sviði stjórnmálanna hefur margt verið
rætt og ritað. Á þessum sviðum má
heita að konur séu fjarstaddar.
Oft heyrist að þær fáist ekki til
starfa, hvernig sem gengið sé á eftir
þeim. Þetta er röng staðhæfing. Þegar
er fram kominn álitlegur hópur
kvenna, sem bæði vlll beita sér og hefur
sýnt óumdeilanlega hæfni.
Fróðlegt væri að hyggja að því,
hvernig einmitt þessum konum reiðir
af i karlmannasamfélaginu óg nær að
bollalpggja þar um, heldur en að hver
hafi eftir öðrum að konur fáist ekki til
starfa.
Þegar það liggur fyrir að kona er
bæði hæf og reiðubúin til starfa, þá er
eins og karlveldinu krossbregði og ótal
ljón eru á veginum. Körlum virðist vera
það beizkur biti í hálsi að konur séu
þeim jafnhæfar, að ekki sé talað um
hafi þærforskot.
Fari ég með staðlausa stafi þá vænti
ég að mér verði mótmælt,” sagði
Soffía Guömundsdóttir að lokum.
-IHH.
Soffla Guðmundsdóttir; „Kjarabarátta fóstra talar skýru máli um það hvar konur
standa þegar karlar taka til við að meta störf þeirra til launa.” DB-mynd: Fax.