Dagblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981. 5 Hæstiréttur dæmir í Mývatnsmálinu: mývatnsbotn almenningur utan netlaga —ekki eign ríkis eða landeigenda — bakka jarðir eiga veiði í almenningi — ríkið nýti botnverðmætin Hæstiréttur kvað upp dóm í fyrra- dag, fimmtudaginn 19. febrúar, í Mývatnsbotnsmálinu svonefnda. Hafnar Hæstiréttur kröfu landeig- enda á bökkum Mývatns og raunar einnig annarra landeigenda um að viðurkenndur sé eignarréttur þeirra á botni Mývatns utan netlaga, þ.e. 115 metra frá landi. Byggir Hæstiréttur þá niðurstöðu einkum á 4. gr. vatnalaga nr. 15 frá 1923. Segir í dómi réttarins: „Eigi verður dregin önnur ályktun af um- ræddum ákvæðum 4. gr. en sú, að landareign fylgi ekki eignarréttur að vatnsbotni utan netlaga, hvorki sem afmarkaður eignarréttur einstakra jarða né sem sameign þeirra. Á þessi skýring sér örugga stoð í forsögu ákvæðisins og helztu skýringargögn- um.” Áfrýjendur báru brigður á stjórn- skipulega heimild löggjafans til setn- ingar slíkra reglna um eignarrétt að vatnsbotni, þar sem þeir, sem land eigi að Mývatni, hafi alla tíð frá land- námi átt eignarrétt að vatnsbotnin- um. Fyrir gildistöku vatnalaganna frá 1923 voru engin bein ákvæði í lögum um eignarrétt manna á botnum stöðuvatna. Öldum saman var nytjun stöðuvatna fyrst og fremst bundin við veiði, umferð og almenn vatnsnot til heimilisþarfa og áveitu, en siðar til orkuvinnslu og vatnsmiðlunar. Um hagnýtingu vatnsbotna var ekki að ræða. Ekki hefur verið sýnt fram á heimildarleysi löggjafans til að mæla fyrir um eignarrétt landeigenda með þeim hætti sem gert er í 4. gr. vatna- laganna. Beri að sýkna stefndu, fjármála- ráðherra, landbúnaðarráðherra og iðnaðarráðherra f.h. ríkisins af kröfu áfrýjenda. Ekki segir í 4. gr. vatnalaga, að rík- ið skuli teljast eigandi að botni stöðu- vatna utan netlaga. Ekki hafa stefndu heldur sýnt fram á aðrar rétt- arheimildir, sem rennt gætu stoðum undir eignarrétt í skilningi einkaréttar að botni Mývatns utan netlaga eða botnsverðmætum þar. Rikið er samkvæmt þessu heldur ekki eigandi umdeildra réttinda. „Hins vegar verður að telja,” segir í dómi Hæstaréttar, „að handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna ráðið með- ferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga en um það verður ekki nánar fjallað, eins og mál þetta er úr garði gert.” Mývatnsbotn utan netlaga virðist því vera almenningur sem ríkið getur farið með og nýtt innan almennra heimilda sem ekki fara í bága við ákvæði gildandi laga. Allur málskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málfiutn- ingslaun skipaðs talsmanns áfrýj- enda, Páls S. Pálssonar hæstaréttar- lögmanns og málflutningslaun skip- aðra talsmanna réttargæzlustefndu, Ragnars Steinbergssonar hrl. og Stef- áns Pálssonar hrl., kr. 7.500,00 til hvors. Dómendur Hæstaréttar voru í mál- inu þeir Björn Sveinbjörnsson, Ár- mann Snævarr, Benedikt Sigurjóns- son, Magnús Þ. Torfason og Gaukur Jörundsson prófessor. -BS Loðnuþrær notaðar við skreiðarverkun Mikið hefur veriö verkað af skreið á Vopnafirði í vetur — raunar svo mikið aö fyrir siðustu helgi voru allir hjallar orðnir fullir. Var því gripið til þess ráðs að hengja skreiö á handrið loðnuþrónna, eins og myndin sýnir glögglega. Atvinnuástahd á Vopnafirði er þokkalegt í augnablikinu, að sögn fréttaritara Dagblaðsins á staðnum. Unnið er við bræðslu þeirra liðlega 1,4 milljón tonna sem borizt hafa á land og hafa margir af þvj ágæta at- vinnu. -DB-mynd Jóhunn Árnason, Vopnufirðí. Árvakur; Höskuldur Skarphéðinsson skipherra: „Visst örvggisatriAi fyrir þjóðina að eiga skip eins og Árvakur." Landhelgisgæzlan: Veit ekki til að for- stjórinn hafi séð bauju tekna úr sjó segir Höskuldur Skarphéðinsson skipherra sem leggst eindregið gegn sölu Árvakurs „Forstjórar eru umdeilanlegir eins og aðrir menn. Ég veit ekki til þess að ráðamenn hafi nokkru sinni Ieitað til þeirra manna sem raunverulega fram- kvæma verkið. Það gerir forstjórinn okkar ekki heldur. Mér er ekki kunnugt um að forstjóri Landhelgisgæzlunnar hafi séð bauju tekna úr sjó. Þegar honum er sagt að ekki sé hægt að ann- ast baujurnar á stóru varðskipunum þá segir hann bara: Þá skiptum við um baujur!” Þetta mælir Höskuldur Skarphéðins- son skipherra er Sjómannablaðið Vík- ingur ræðir við hann um fyrirhugaða sölu Árvakurs. Skipherrann kveður Árvakur hafa reynzt mjög vel og svo sérhannaðan að ekkert annað skip geti sinnt ýmsum verkefnum sem skipið hefurannazt. Ekkiá valdi forstjórans ,,Og það er bara ekki á valdi for- stjórans að ákveða hvaða baujur eru notaðar hér við land. Það gera stjórn- völd. Stéttarsamtök innan FFSl leyfa það aldrei að forstjóri úti i bæ geti sagt að baujukerfið sé ónýtt, að það verði að endurnýja það. Við viljum fá rann- sókn á málinu. Að henni lokinni erum við reiðubúnir að taka það til athugun- ar. Á meðan ekki er sannað fyrir okkur að annað kerfi sé betra en það sem við höfum þá munum við ekki leggja bless- un okkar yfir að skipt verði um baujur,” segir skipherrann. Fyrr í viðtalinu hafði skipherrann sagt að verði Árvakur seldur „sé ég ekki annað en endurnýja þurfi allt baujukerfi okkar”. Kveður hann það dýrt mál en þær baujur sem hér hafi verið áratugum saman hafi reynzt vel og sjómenn sætt sig við þær. Um ástæðuna fyrir hugsanlegri sölu Árvakurs segir skipherrann „að heyrzt hafi að forstjóri Landhelgisgæzlunnar hafi lagt það til til þess að fá einhver önnur atriði viðurkennd inn í Gæzl- una”. Árvakur gott skip til sérverkefna Höskuldur Skarphéðinsson segir Ár- vakur ekkert varðskip en hann megi viðurkenna sem gott skip í þau verkefni sem honum eru ætluð. „Árvakur hefur líka verið notaður til að leggja minniháttar sæstrengi; yfir Arnarfjörð, Dýrafjörð, Berufjörð og hann lagði sæstreng. yfir þar sem hraunið fór yfir við Eyjar. Með smá- viðbótarhönnun á honum ættum við ágætis kapalskip sem ég sé ekki betur en við þurfum aðeiga.” Engin stefna til í landhelgismálum Spurningu um hugsanlega sölu á Þór og hvort íslendingar eigi of mikið af varðskipum svarar Höskuldur: „Enginn stjórnmálaflokkur hefur landhelgismál á sinni stefnuskrá. Enginn hefur gert úttekt á því hvernig verja á landhelgina eða hvað þurfi til þess . . . Með samþykkt landgrunns- laganna 1948 var sú stefna mörkuð að við ættum að eignaxt landgrunnið i framtíðinni en þar var engin áætlun um hvenær fært skyldi út. Þvi hafa allar útfærslur verið gerðar af handahófi. Engar áætlanir lágu til hliðsjónar enda kom á daginn að tæki vantaði þegar mest reið á. Menn réttu bara upp hönd- ina og sögðu: Jæja, nú skulum við færa út landhelgina, það er vinsælt mál! . . . Ef við hefðum ekki átt nýju pólsku togarana við síðustu útfærslu er ekki gott að segja hvernig farið hefði, eins og Pétur Guðjónsson hefur leitt rök að í skrifum um þessi mál," segir skipherrann. -A.St. KONUDAGURINN ER Á MORGUN . Æsiii LlTIÐ INNINÆSTU BLÓMABUÐ o ^Blóma namleiðendur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.