Dagblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1981.
Toyota Hi-Lux4WD
FISKSALABÍL
BREYTTÍ
LÚXUSJEPPA
Ein er sú gerð bíla sem til skamms
tíma hefur notið lítilla vinsælda hér á
landi, en það eru pallbílar (pick-up
bílar) eða fisksalabílar, eins og þeir
voru kallaðir hér áður fyrr. Fisksöl-
um þótti þeir henta vel starfsemi
sinni og voru varla aðrir sem notuðu
pallbílana svo að þeir voru kenndir
við þá. Á síðustu árum hafa vinsæld-
ir þessara bíla aukist stöðugt og þá
einkum ef þeir hafa verið útbúnir
með fjórhjóladrifi.
Fyrir rúmu ári byrjaði Toyota um-
boðið að flytja til landsins Hi-Lux
pallbila sem urðu strax eftirsóttir,
einkum eftir að menn byrjuðu á því
að smíða hús yfir pallinn á þeim.
Hi-Luxinn er lítill miðað við amer-
íska pallbíla og er það að mörgu leyti
kostur. Bíllinn er hugsaður sem
vinnuþjarkur og hann byggður í sam-
ræmi við það, enda er burðargeta
hans 1090 kg. Fjöðrunarkerfið er því
mjög stíft og bíllinn frekar hastur,
a.m.k. þegar hann er óhlaðinn. En
stíf fjöðrunin hefur líka sína kosti því
bíllinn hallast lítið, þótt hár sé, sé
honum ekið hratt í krappar beygjur.
Margir grípa þó til þess ráðs að taka
eitt eða tvö blöð úr fjöðrunum til
þess að mýkja fjöðrunina. Undir
bílnum eru blaðfjaðrir að framan og
aftan, demparar við öll hjól og auk
þess ballansstöng að framan. Fram-
drifið er með fljótandi öxlum en
afturdrifið með hálffljótandi öxlum
og er drifhlutfallið i báðum hásingum
4,87:1. Gírkassinn er fjögra gíra og
alsamhæfður, með skiptinn í gólfinu.
Millikassinn býður upp á hátt og lágt
fjórhjóladrif auk þess sem einnig er
hægt að nota einungis afturdrifið í
háa. Vélin er fjögra strokka og er
rúmtak hennar 1968 cc. Er hún með
yfirliggjandi kambás og gefur 85
hestöfl við 5000 sn/mín. en sveifarás-
átakið (torque) er 14.2 kg-m/ við
3600 sn/mín.
Fyrir stuttu gerði ég mér ferð inn í
Dugguvog 23 í Bílasmiðju Sturlu
Snorrasonar en Sturla fæst meðal
annars við að breyta pallbilum í
lúxusjeppa. Var Sturla með þrjá bíla í
smíðum þegar ég kom til hans og
voru þeir allir á sinn hverju stiginu.
Einn þeirra var tilbúinn og tókum við
Sturla hann og fórum í prufuakstur.
Mikil ófærð var á götunum, snjór og
ís, en það háði Hi-Luxinum ekkert.
Bíllinn var þægilegur í keyrslu og alls
ekkert hastur enda hjálpaði hvort
tveggja til, búið var að byggja yfir
bilinn og þyngja hann með því að
setja undir hann breiðar felgur og
dekk sem voru tiltölulega mjúk. Utan
vega reyndist bíllinn yfirleitt vel en þó
var eitt sem háði honum töluvert en
Þessi Hi-Lux er einn sá fyrsti sem
Sturla smiðar yfir og eins og sést á
myndinni er billinn óneitanlega glæsi-
legur.
F.igandi Hi-Luxins er Haukur Pálsson bóndi á Röðli i Austur-Húnavatnssýslu en hætt er við að rollurnar hans verði feimnar
þegar Haukur fer að elta þær upp um fjöli og firnindi á jeppanum.
Að siðustu eru smiðaðir nýir stólar I
bilinn og hann klæddur að innan.
Getur þá hver valið efni og áklæði eftir
eigin höfði en það er Bjarni Guð-
mundsson bólstrari sem sér um þá hlið
málanna.
DB-mynd Jóhann Rristjánsson.
það var kraftleysi. Einkum urðum
við varir við það þegar við lögðum
bílinn i hæðarklifur upp bratta
brekku. Hjörleifur Hilmarsson hjá
Toyota umboðinu sagði að nokkrir
Hi-Lux eigendur hefðu í hyggju að
setja pústforþjöppur á bíla sina til að
auka kraft þeirra og væri gaman að
prófa einn slíkan í torfærum. En
kraftleysið má að nokkru leyti afsaka
með sparneytni, því H-Luxinn eyðir
einungis að meðaltali 12 lítrum á
hundraðið í innanbæjarakstri, og bú-
ast má við enn minni eyðslu í lang-
keyrslum.
Hægt er að fá Hi-Luxinn með
tveimur lengdum af palli, 1,80 m og
2,18 m. Kostar styttri bíllinn um
102.000 kr. efi sá lengri 105.000 kr.
kominn á götuna. Sturla sagði að
kostnaður við að breyta bílnum væri
frá 35.000 krónum og upp úr. Færi
kostnaðurinn eftir því hversu mikið
væri lagt í útbúnað i bílinn og innrétt-
inguna.
í prufuferð okkar Sturlu vakti Hi-
Luxinn óskipta athygli vegfarenda og
gláptu þeir flestir á eftir þessum stór-
glæsilega jeppa sem áður hafði ein-
ungis verið venjulegur fisksalabill.
Jóhann Kristjánsson.
Við brevtinguna er byrjað á þvi að l'jarlægja sætin úr bilnum og skera afturhlið hússins úr. Þessi á að verða með aftursæti
sem má leggja niður og breyta i rúm. DB-mynd Jóhann Kristjánsson.
Síðan er smíðuð grind úr prófiljárni yfir pallinn og er hún klædd með boddlstáli.