Dagblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1981.
DB á ne ytencfamarkaði
Diskur og bolli tekin af markaði:
Innihéldu hættu-
lega þungmálma
Taka varð af markaði nýlega
barnadiska og bolla þar eð þeir gáfu
frá sér meira magn af kadmíum en
leyfilegt er. Kadmíum er þung-
málmur sem getur valdið eitrun í
mönnum sé hans neytt í of miklum
mæli.
Kadmíum ásamt þungmálminum
blýi er oft notað við gerð mataríláta
og því hafa verið settar reglur um það
Diskurinn og bollinn sem fjarlægð voru af markaði.
hversu mikið magn ílátin mega gefa
frá sér þannig að ekki valdi skaða.
Heilbrigðiseftirlit ríkisins rannsakaði
nýlega 32 hluti í verzlunum til þess að
kanna hve mikið þeir innihéldu af
þessum málmum. Allir hlutirnir
nema diskurinn og bollinn reyndust
innihalda málmana innan hættu-
marka. Nokkuð kom fram af blýi en
þó ekki talið hættulegt.
Fyrirtæki það sem flutti inn disk-
inn og bollann fjarlægði þá þegar í
stað að beiðni heilbrigðiseftirlitsins.
Blý og kadmium eru einkum notuð
sem hjálparefni við framleiðslu í gler-
og leiriðnaði, svo og plastiðnaði. Blý
er oftast i gljábrenndum hlutum og
gleri og er einnig notað til þess að
gera liti „dýpri”. Kadmium er einnig
notað í sama tilgangi. Helzt er hætt á
að þessir málmar leysist upp í miklum
hita eða ef geymd eru matvæli í ílát-
unum. Á það einkum við um súi mat-
væli, t.d. ávaxtasafa og slátur. Er því
full ástæða til þess að vara fólk við að
geyma matvæli i skærlitum plast-,
gler- eða leirílátum og sérlega þó ef á
þeim eru upphleyptar myndir.
- DS
Jafnt vöruverd í Djúpinu:
Ávextir og grænmeti
til í miklum mæli
Vöruverð á helztu nauðsynjum
virðist vera mjög áþekkt í verzlunum
við ísafjarðardjúp. Þetta kom fram í
könnun sem Magnús Hauksson gerði
og skýrt er frá í nýjasta tölublaði
Vestfirzka fréttablaðsins. Þar segir
að Magnús hafi gert þessa könnun sér
til dundurs og sé hún ákaflega vís-
indalega unnin. Könnunin var gerð
dagana 5., 6. og 9. febrúar.
Kannaðir voru 70 flokkar vara og
voru 52 þeirra til í öllum þeim fimm
verzlunum sem Magnús leit inn í.
Þær eru Verzlun Einars Guðfinns-
sonar, verzlun Bjarna Eiríkssonar
(Bjarnabúð), Ljónið, Kaupfélag ís-
firðinga og Björnsbúð. Mest var úr-
valið hjá Einari Guðfinnssyni og í
Ljóninu en gott einnig hjá Kaup-
félaginu. Magnús tók það sérstaklega
fram við Vestfirzka fréttablaðið að
ekki munaði nema sáralitlu á vöru-
verðinu þó Kaupfélagið væri með
auglýst svonefnt grunnverð.
Magnús kannaði i sömu ferðum
úrval af ávöxtum og grænmeti í sömu
verzlunum. Reyndist það vera furðu
gott, jafnvel eins gott og í Reykjavik.
Sem dæmi má nefna að kókoshnetur
fást bæði í Ljóninu og hjá Einari
Guðfinnssyni. Allar algengustu teg-
undir af ávöxtum og grænmeti fást í
öllum verzlununum. -DS
Ungverskur
pylsuréttur
Uppskrift dagsins er að ungversk-
um pylsurétti. í hann þarf:
2 lauka
2 hvítlauksrif
1 græna papriku
1 rauða papriku
2 msk. olíu
1 tsk. paprikuduft
salt og pipar
1/2 tsk. þurrkað dill
1 dós (425 g) tómata
450 g soðnar kartöfiur
450 g feita pylsu
450 ml sýrðan rjóma (rúmar 2 dósir)
Laukurinn er skrældur og saxaður.
Hvítlaukurinn marinn. Kornin tekin
úr paprikunum og þær saxaðar. Oli-
an er hituð í djúpum potti og laukur-
inn og hvítlaukurinn kraumaðir í
henni í 5 mínútur. Passið að ekki
brenni við. Paprikunni er bætt i og
látið krauma í aðrar 5 mínútur.
Tekið af hitanum og paprikunni,
dillinu og tómötunum hrært í. Kart-
Uppskrift
dagsins
Heiinilisbökhald vikuna: tU
n ir 4 í i 1 • •_• . i • i j • . • • ... i
Mat- og di’yklqarvorur, hremlætisvorur ogþ.n.:
Sunnud Mánud Þridjud Miðvikud FLmmtud Pöstud Laugard
SamL SamL Samt Samt Samt Samt Samt
önnur útgjold:
Sunnud Mánud Þriðrjud Miðvikud Fimmtud Föstud Laugard
flmt Ramt Samt Sarnt Samt flmnt Samt.
öflurnar skornar niður ásamt pyls-
unni og bætt í pottinn ásamt sýrða
rjómanum. Hitað í 5 minútur án þess
að sjóði. Borið fram með snittu-
brauðí.
Þessi uppskrift er fremur dýr,
kostar líklega upp undir 100 krónur
þegar allt er með talið. En það má
nota ými í stað sýrða rjómans og þá
fer verðið nokkuð niður. Pylsan er
reiknuð á 40 krónur rúmar sem er
verð á Dala- og Óðalspylsum frá
Sambandinu. Paprikan er fremur dýr
á þessum árstima og niðursoðnir
tómatar eru alltaf dýrir. Miðað við
fjóra kostar rétturinn 25 krónur á
mann.
- DS
FILMUR DG VELAR S.F.
SKÓLAVÖRDUSTÍG 41 - $IMI 20235. | I