Dagblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.02.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. FEBRUAR 1981. BUWIB Utgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. RitstjóH: Jónas Kristjánsson. Aflstoflarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes ReykcJpL íþróttir. Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. AAstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson Handrít Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaflamenn: Anna Bjarriason, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig urflsson, Dóra Stefónscjóttir, EHn Albertsdöttir, Qfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krtiriján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. LJósmyndir: Bjarnleifur Vjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson Og Svainn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þr&inn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. Halldórs- son. DreHingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Sfflumúla 12. Afgreiflsla, óskrHtadeild, augfýsingar og skrffstofur Þverholti 11. Aflalsfmi blaflsins er 27022(10 Ifnur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun; Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskrif tarverfl & mónufli kr. 70,00. Verfl f lausasölu kr. 4,00. Ranglætið ílífeyrismálum Gífurlegt þjóðfélagslegt misrétti í líf-'/S eyrismálum landsmanna er almennt viðurkennd staðreynd. Ekki skortir, að á Alþingi hafi komið fram ítarleg frum- vörp til laga, sem hefðu getað útrýmt ranglætinu, og hefur Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður, verið í fararbroddi í því efni. En raunin hefur orðið, að frum- vörpin hafa ekki náð fram að ganga. Landsmenn búa enn við gamla misréttið þrátt fyrir minniháttar úrbætur á síðustu árum. Nú láta nokkrir þingmenn málið enn til sín taka og lögðu í fyrradag fram lagafrumvarp, sem felur í sér leiðréttingu misrétt- isins á sama hátt og frumvörp Guðmundar H. Garð- arssonar áður. Þessir þingmenn eru Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur Karlsson og Salome Þorkels- dóttir. Hvernig standa mál nú? ,,Af umræðum, sem fram hafa farið á undanförnum árum, er sýnilegt, ef Alþingi hefur ekki forustu um að beina þróun þessara mála inn á heilbrigðari og betri brautir, að þjóðin mun innan tíðar sitja uppi með gjaldþrota lífeyrissjóði og mikinn fjölda lifeyrisþega, er munu búa við mjög kröpp kjör,” segja þingmennirnir í greinargerð. Flestir landsmenn eru i óverðtryggðum lífeyris- sjóðum. Opinberir starfsmenn, bankamenn og nokkrir aðrir slíkir starfshópar njóta verðtryggðs lífeyris. Stór hluti landsmanna er enn ekki í lífeyrissjóði. Verðbólgan hefur brennt það fé, sem safnast í ið- gjöldum. Iðgjöld lífeyrissjóðsfélaga, sem hefur töku lífeyris nú, nægja varla til að greiða lífeyri hans í 30 mánuði. Því er um að ræða vaxandi misrétti milli þeirra, sem hafa verðtryggðan lífeyri, og annarra landsmanna. Flutningsmenn nefna Lífeyrissjóð ljósmæðra sem dæmi. Þar minnkaði sjóðseignin í krónutölu árið 1977, og sjóðþurrð blasir við innan örfárra ára, þótt sjóður- inn sjálfur greiði óverðtryggðan lífeyri. Verðtryggingu þessa lífeyris greiðir ríkissjóður. ,,Hver tekur að sér að greiða lífeyri áfram í þessum og fleiri sjóðum, þegar gjaldþrot er orðið staðreynd,” spyrja þingmennirnir. Tiltölulega lágir vextir undanfarinna ára hafa gert lífeyrissjóðunum ókleift að varðveita fjármagn sitt. í reynd hefur fjármagnið verið lánað til hinna yngri félaga sjóðanna, svo sem til húsbygginga, á lægri vöxt- um en mögulegir hefðu verið með annarri ráðstöfun. Fjármagnið hefur orðið til styrktar hinum yngri í stað þess að það gæti borið sómasamlegan lífeyri til hinna eldri að minnsta kosti öllu lengur en nú er unnt, án gjaldþrots. Nýja frumvarpið mundi afnema ranglætið, ef að lögum yrði. Samkvæmt því eiga allir að hafa sama rétt til fullnægjandi ellilífeyristrygginga á grundvelli ævi- tekna, jafnframt því sem allir njóti ákveðins lágmarks- lífeyris í samræmi við framfærslukostnað og verðlags- þróun. í stað þess að um ræði um eitt hundrað smáa og stóra lífeyrissjóði, sem reyni að safna upp fjármagni, skal tekið upp einfalt „gegnumstreymiskerfi”, sem byggist á iðgjöldum, sem á hverjum tíma yrðu ákveðin í samræmi við þörfina og verðlagið. Með þessu sætu allir sjóðfélagar að verðtryggðum lífeyri. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir, að öllum konum verði tryggður réttur til lífeyrisins til jafns við karla, óháð því hvert starf þeirra eða staða í þjóðfélaginu er. Húsmæðrum yrði þannig tryggður slíkur réttur. Þá er ætlunin að fella fæðingarlaun inn í lífeyristrygginga- kerfið. Alþingismenn fá með þessu frumvarpi enn eitt tæki- færið til að afnema eitt mesta misrétti þjóðfélagsins. Vilja samar verða sjálf- stæð þjóð? —eöa er barátta þeirra borin f ram af tiltölulega fámennum hópi? Samar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og mest í sambandi við fyrirhugaðar virkjunarfram- kvæmdir í Alta-ánni, sem er í Finn- merkurfylki nyrzt í Noregi. Margir hér i Noregi eru á móti' þessum virkjunarframkvæmdum, en þingið hefur ákveðið, að í þessar framkvæmdir skuli ráðist hvað sem tautar og raular. Samarnir dragast inn í þetta mál vegna þess að á þess- um slóðum hafa þeir hreindýra- hjarðir sínar, og margjr óttast, að lífs- afkomu hreindýra-sama sé alvarlega ógnað þegar virkjunin er komin. Samarnir á þessum slóðum hafa beitt öllum hugsanlegum ráðum gegn áformum ríkisstjórnarinnar, og þús- undir Norðmanna hafa sýnt stuðning sinn í verki með ýmsum mótmælaað- gerðum. Nú eru fimm ungir samar í hungurverkfalli og er farið að draga verulega af þeim sem lengst hafa fast- að, en ríkisstjórnin kveðst ekki geta á Noregsbréf: Sigurjón Jóhannsson neinn hátt borið ábyrgð á lífi þessara sama — það sé hlutverk þeirra lækna, sem með þeim fylgjast, að sjá til þess að þeir bíði ekki varanlegt tjón af hungurverkfallinu. Tvær samakonur gengu á fund páfa í Róm fyrir skömmu til að biðja hann um aðstoð, og ræddi hann við þær í einar tíu minútur. Samar og ríkisstjórn rœða málin Ríkisstjórnin hefur tekið fram hvað eftir annað, að ekki þýði að reyna að hindra virkjunarfram- kvæmdirnar. Svo er að sjá, að meiri- hluti sama geri sér ljóst, að ekki þýði að berast gegn vilja ríkisstjórnarinnar í þessu máli, en samtök þeirra hafa beðið um fundi með ríkisstjórninni í næstu viku til að ræða ýmis málefni sama og reyna að tryggja.að þeir beri sem minnst tjón af völdum Alta- virkjunarinnar. Þessi samtök hafa jafnframt lýst yfir, að hinar hörðu aðgerðir samanna í Osló, þ.e. hungurverkfallið og ýmsar mótmæla- aðgerðir, þjóni ekki málstað sama í r HÁLFUR SKAÐIEÐA ALLUR? Blönduvirkjun er nú mjög til um- ræðu. Af skiljanlegum ástæðum eru menn ekki sammála um það mál. Stangast þar á ólíkir hagsmunir og ekki síður ólikt gildismat. Sumir vilja velja ódýrasta virkjun- arkostinn, sem hefði í för með sér eyðileggingu mjög stórra vel gróinna landsvæða. Aðrir kjósa nokkuð dýr- ari virkjunarkost, sem gæti þýtt um það bil helmingi minni landspjöll. Þannig snýst deilan að nokkru leyti um það, hversu miklu rétt sé að kosta til að forða grónum heiðarlöndum frá eyðileggingu eða hvort nokkru skuli kostað til þess. Sumir eru á móti öllum áætlunum um stórvirkjun Blöndu. Það má deila um það, hvort hag- kvæm virkjun réttlæti undir nokkr- um kringumstæðum eyðileggingu stórra gróinna landsvæða, lífkerfa, sem eiga sér 10.000 ára myndunar- og þróunarsögu, allt frá lokum isaldar. Duga þar nokkrar fébætur? Reiknikúnstir í DB 11. febr. sl. er sagt frá um- ræðum um þessi mál, m.a. á Alþingi. Þar er greint frá reiknidæmi Finns Torfa Stefánssonar. Hann er sagður hafa deilt mismuninum á kostnaði ólíkra virkjunarkosta niður á þau ær- Kjallarinn Þorvaldur Örn Árnason gildi beitilands, sem talið er að forð- að yrði frá eyðileggingu með því að velja dýrari virkjunarkosti en þann ódýrasta. Samkvæmt þeim reikningi myndi kosta allt frá 6 til 15 milljörð- um gamalla króna (60—147 þús. nýkr.) að bjarga beitilandi fyrir eina lambá, allt eftir því hvaða leið yrði farin. Jónas Kristjánsson ritstjóri DB tekur upp þráðinn í leiðara daginn eftir, býsnast yfir þessum tölum og reynir að gera hlægilegan málstað þeirra sem vernda vilja þessi grónu heiðarlönd. Þrátt fyrir margyfirlýstan vilja Jónasar til að afmá íslenskan sauð- fjárbúskap að mestu leyti, sér hann að því er virðist engin önnur rök fyrir friðun þessara gróðurlenda en beitar- gildið. Hann gengur svo langt að verðleggja öll íslensk beitilönd eftir sömu viðmiðun og fær út 11.760 milljarða gamalla króna. Mér finnt það ekki hátt metið, það verð ég að segja. Myndi einhver vilja selja allt gróið land á íslandi fyrir þá upphæð? Égbara spyr! í fyrstu virðast 6—15 milljarðar gkr. gífurleg upphæð fyrir beitiland einnar lambær. En þetta land getur með hóflegri nýtingu skilað arði í þúsundir ára án þess að neinu sé til þess kostað. Skattayfirvöld meta einn dilk á 32.500 gkr. (sbr. leiðbeiningar með skattframtali). Ef reiknað er með, að önnur hver ær sé að meðaltali tví- lembd, þá gefur beitiland fyrir eina lambá af sér 10 milljarða gkr. á 205 árum. Reyndar-lækkar sú upphæð Vi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.