Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 - 49. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022. ff Skrefamælingatækin keypt á ábyrgð Ragnars Amalds” segirBirgirísl. Gunnarsson „og vinstri meiríhlutinn íReykjavík felldiandmæligegnnotkun skrefamælingatækjanna” ,,Það er ljóst af þeim bréfum sem farið hafa milli Póst- og símamála- stofnunarinnar og Ragnars Arnalds þáverandi samgönguráðherra, að Ragnar hefur formlega samþykkt kaup skrefamælingatækjanna og heimilað Pósti og sima uppsetningu þeirra,” sagði Birgir fsl. Gunnarsson alþm. í stuttu viðtali við DB en hann hefur ásamt Friðrik Sophussyni beint 5 spurningum til ráðherra um skrefa- mælingatækin í formi fyrirspurnar á Alþingi. „Formlega fékk Póstur og sími heimild Ragnars ráðherra til kaup- anna og uppsetningar tækjanna. Ragnar ætlaði líka að fá þessi skrefa- mælingatæki á Reykjavikursvæðið undanþegin aðflutningsgjöldum, en fjárveitinganefnd Alþingis hafnaði þeim tilmælum” sagði Birgir ísleifur. „Skrefamælingatæki á eitt sím- svæði er hins vegar svo mikil breyting að sjálfsagt hefði verið að leggja slíka ákvörðun formlega fyrir Alþingi. Sú þingsályktunartillaga, sem sífellt er vitnað til varðandi ákvörðun i málinu getur á engan hátt talizt grundvöllur að þeirri ákvörðun sem tekin var.” Birgir benti á að bréf sönnuðu að skrefamælingin héfði upphaflega verið áformuð aðeins til að hækka gjöld á símnotendum á 91-svæðinu til að lækka langlínugjöld. Nú væri hins vegar dregið í lartd og sagt að skrefamælingagjöld ættu að koma alls staðar. „Þetta er aðeins eitt af þeim málum sem búið er að skáskjóta gegnum kerfið og i raun búið að taka ákvörðun í málinu framhjá'Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur varað við þessari innheimtu. Sjálfstæðis- menn fluttu tillögu í borgarstjórn þar sem skorað var á ríkisstjórn að hverfa' frá fyrri ákvörðunum í mál- inu. Tillagan var felld af vinstri meirihlutanum tneð 7 atkvæðum gegn 8,” sagði Birgir. Birgir sagði að með fyrirspurn hans og Friðriks Sophussonar væri ætlunin að fá fram svör ráðherra — ekki svör póst- og simamálastjóra upplesin af ráðherra — við þvi hvað ætlun stjórnvalda væri að gera í þessu efni. Frekari viðbrögð færu eftir svörum ráðherra. -A.St. —sjánánarábls. 5 1000 feifc- húsgestir hylltu Vigdísi Frá Eiríki Jónssyni, fréttamanni DB í Kaupmannahöfn: Kryddsíldarveizla Morg- unblaðsins var á dagskrá opinberrar heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur forseta í Danmörku í hádeginu i dag. Þá sátu hún og Dana- drottning fyrir svörum 400 frétta- manna góða stund og komust færri að en vildu. Fundinum var útvarpað beint og í fréttaauka danska sjónvarpsins i kvöld verður hann sýndur i heild. Síðar í dag fer Vigdís í Konunglega leikhúsið og fylgist með æfingum og því sem gerist baksviðs. í kvöld býður hún 135 manns i veizlu og um miðnættið lýkur hinni opinberu heimsókn. 1000 gestir í Konunglega leikhúsinu risu úr sætum i gærkvöldi, fyrir sýningu á ballettinum Sylfiden, og hylltu Vigdisi, sem sat í heiðurs- stúku ásamt Margréti drottningu, Hinriki prins og Ingiríði drottning- armóður. Að sýningu lokinni bauð drottning í „nætursnarl” að sið danskra. Þangað var boðið mörgu leikhúsfólki og öðrum gestum, og skemmtiatriði á dagskrá. Dönsku blöðin segja að þetta hafi verið hinn bezti gleðskapur sem stóð fram yfir miðnætti. -ARH. Vel hefur farið á með þeim Margréti Danadrottningu og Vigdisi Finnbogadóttur forseta íslands eins og greinilegt er af þessari mynd, sem tekin var við heimsókn þeirra i Konung legu dönsku postulinsverk- smiðjuna i Kaupmannahöfn. -DB-mynd: Ragnar Th. Sig- urðsson Kópavogur: SAMH) VIÐ FÓSTRUR —dagvistarstof nanir opnaðar á hádegi Samkomulag unt launakjör fóstra hjá Kópavogskaupstað var undirritað kl. 6.30 i morgun með venjulegum fyrirvara um samþykki fóstra og bæjárstjórnar. Samninganefndir Starfsmannafé- lags Kópavogskaupstaðar og bæjar- ráð Kópavogskaupstaðar gera með sér svohljóðandi samkomulag um launakjör fóstra hjá Kópavogskaup- stað: Fóstrur verði grunnraöaðar í 12. iaunaflokk, en hækki í launaflokki eftif þriggjá ára stárfsáldurrEins ársr starf i námi er metið til starfsaldurs, þannig að tveggja ára starf að því loknu telst þriggja ára starfsaldur. Fóstrur scm starfað hafa hjá Kópa- vogskaupstað skulu endurráðnar til sinna starfa ef þær óska þess. Sam- komulagið gildir frá deginum i dag og hafa ákvæði þess ekki áhrif til afturvirkni. Bókun var gcrð um yfirlýsingu þess efnis að samkomulagið leiði ekki til endurskoðunar gerðra samninga og gildandi kjarasamningar haldist óbreyttir út-samningstímann, þ.c. til 31, ágúsl 1981. • Gera má ráð fyrir almennum endurráðningum fóstra i Kópavogi. Miðað við ákvæðið um hækkun eftir þriggja ára starfsaldur, þýðir það í raun að um tveir þriðju starfandi fóstra fara í 13. launaflokk fljótlega. •Þess má að lokum geta að Kópa- vogskaupstaður hefur gert Starfs- mannafélaginu tiiboð um að fram- lengja gildistíma kjarasamninga til næstu áramóta í samræmi við BSRB- samningana. -BS. Allirútá skíði Daghlaóið birtir í dag viðtöl og greinar sem tennjast skíðaferðum og útiveru. Rætt er við fólk, sem lefif’ur stund ó skíðagöngu on annars konar hreyftngu sér til heilsuhótar of; hressinyar, greint fró möguleikum, sem bjóðast til að hreyóa sér ú gönf-usklði innan horgarmurkunnu o. fl. l.auyurdayinn 7. marz hyftyst Duybluðið cfna lil Skíðuduys fjölskyldunnar I Reykjavlk, líkleya ú Mikla- túni við Kjarvalsstaði. Aðrir staðir koma til yreinu, en nánar skal yreint frá viðburðinum i næstu viku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.