Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 Vigdís fékk einka- tré f garði postu- línsverksmiðjunnar Frá Kiriki Jónssyni fréllamanni I)B i Kaupmannahöfn: Fimmludagurinn var viðburðaríkur í heimsókn forsetans, Vigdísar Finnbogadótlur, hingað. Snemma í gærmorgun skoðaði hún Konunglegu postulínsverksmiðjuna í fylgd drottningar, frú Þórunnar Sigurðar- dóitur sendiherrafrúar, Dóru Guðbjartsdóttur konu utanrikis- ráðherra og Söru Helgason, konu Harðar Helgasonar í utanríkis- ráðuneytinu. Einnig var með í för Birgir Möller forsetaritari og Vigdís Bjarnadótlir fulltrúi forseta. Vigdís var hvitklædd, í ullarklæðunt. Fylgzt var nteð postulínsgerð frá upphafi til enda. í garði utan við verksmiðjuna var Vig- disi sýnt litið tré, sem henni er eignað og gróðursett verður innan skamms henni til heiðurs. Fyrir i trjálundi eru ótal tré til heiðurs stórmennum, m.a. eiga tré Elísabet Englandsdrottning, Reza Pahlevi, fyrrum Iranskeisari, Ingiríður drottningarmóðir, Fabíóla Belgíudrottning, Hiróhító Japans- keisari og Margrét Danadrottning. Vig- dis skoðaði eikarhrísluna sina í krók og hring, en hana var ekki hægt að gróðursetja strax vegna kulda. Forstjóri verksmiðjunnar færði Vig- dísi að gjöf postulínsbakka með mynd af Bessastöðum í gamla daga, málaða eftir vatnslitamynd eftir L.P. Lyngbye frá árinu 1836. Utan um er blómaútflúr sem tákna á flóru íslands. Margar aðrar gjafir voru gefnar forsetanum, sem þakkaði þær og þann hlýhug, sem honum var auðsýndur. Lagt út af íslandsklukkunni Um hádegisbil bauð borgarsljórnin til stuttrar móttöku i Ráðhúsi Kaup- mannahafnar. Síðan var haldið til Kristjánsborgarhallar, sem beið há- degisverður i boði þingsins. K.B. And- ersen, forseti danska þjóðþingsins, tók á móti gestunum. Hann flutti ræðu og lagði meðal annars út af tilvitnun i fslandsklukku Laxness, þar sem sagt er að allt illt komu frá Dönum. Hann sagði: „Okkur vantar sameiginlega rík- issögu. Sú saga myndi skýra margt í samskiptum þjóðanna.” Vigdís Finnbogadóttir flutti lika ræðu og minntist á handritin. Sagði að segja mætti að það hefði orðið þeim til bjargar að lenda í Danmörku á sinum tima. Ennfremur að handritagjöf Dana hefði verið vel þegin og góð. Matseðillinn í þinghúsinu var fjöl- breyttur og girnilegur: Tartalettur með rækjum, kröbbum og skelfiski í for- rétl, soðin hænubringa í spergli í aðal- rétl og kaffi með kórónuköku á eftir. Þessu var skolað niður með hvitvíni Hin flna konunglega veizla til heiðurs Vigdísi Finnhogadóttur I fyrrakvöld: Frá vinstri: Kjeld Olesen utanrikisráðherra Dan- merkur, Dóra Guðbjartsdóttir utanríkisráðhcrrafrú, Henrik prins, Vigdls Finnhogadóttir, Mart>rct Þórhildur drottning, Ingiríður drottningarmóðir og Ólafur Jóhanncsson utanrikisráðherra. DB-mynd: Ragnar Th. Forseti I gæru, drottning I pels, sagði dagblaðið Politiken um klæðnað þjóðhöfðingj- anna á flugveliinum I Kaupmannahöfn i fyrradag þegar opinber heimsókn forsctans hófst. Hér eru þær á gangi frarnan við flugstöðvarb.vgginguna. DB-mynd: Ragnar Th., ■ sem hél hvorki meira né minna en: Muscatet 1976 Chateau de la Sebiniefe. Afslappaðir Danir Siðdegis var leikhússafnið í Kristjánsborgarhöll skoðað. Þar var áður leikið fyrir konungborið fólk og aðalsmenn en nú er þetta safn. Á hæðinni fyrir neðan eru geymdir hestar. þeirra kóngsmanna og þvi ilmandi hesthúslykt í safninu! Anna Borg leik- kona á þarna sérstakan bás og Vigdís eyddi góðum tíma í að skoða það sern fyrir aug.t bar. Í gærkvöldi var svo farið í konung- lega leikhúsið og horft á ballettinn Sylftden. Sjónvarpað var beint frá sýn- ingunni. Hörður Helgason ráðuneytisstjóri í utanrikisráðuneytinu sagði að heimsóknin gengi mjög vel fyrir sig í alla staði. Hann hældi dönsku gest- gjöfunum fyrir hve þeir væru þægilegir, afslappaðir og vingjarnlegir. -ARH. /‘ Hvaða virkjunarkostur verður valinn næst? Fljótsdals- eða Blönduvirkjun að mati orkuráðherra. — Sultartangavirkjun að dómi samgönguráðherra ogformanns Landsvirkjunar ogfleiri. Blönduvirkjun að mati landbúnaðarráðherra í hvaða virkjun verður ráðizt næst og hvenær? Þetta er spurning sem brennur á vörum manna, enda hafa menn orðið áþreifanlega varir við orkuskort i vetur. í greinargerð fund- ar Samtaka sunnlenzkra sveitarfélaga á dögunum kom fram að í langan tíma hafi skömmtunin til stóriðju- fyrirtækja og almenningsveitna numið 140 MW. Slík skömmtun ætti ekki að verða næstu 3—4 ár, en í haust verður Hrauneyjafossvirkjun lekin í notkun. Þrjár virkjanir koma til greina En menn greinir verulega á um það hvaða virkjunarkostur sé vænlegast- ur nú. Þrjár virkjanir koma til greina, Sultartangavirkjun, Blöndu- virkjun og Fljótsdalsvirkjun. Ráð- herrar ríkisstjórnarinnar hafa geftð yfirlýsingar undanfarna daga, sem stangast alvarlega á. Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegs- og samgönguráðherra og for- maður Framsóknarflokksins lét hafa það eftir sér í síðustu viku að virkjun Sultartanga ætti að verða næsta verk- efni til þess að forðast vandræða- ástand i orkumálum. Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra og þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra segir virkjun Blöndu næst á dagskrá og orkuráðherrann sjálfur, Hjörleifur Guttormsson, segir að öflugar virkj- anir eystra og nyrðra mundu gjör- breyta aðstæðum í raforkukerfi landsins. Það þýði ekki að horfið verði frá frekari virkjunum á Suðurlandi en eðlilegt sé að áherzlur flytjist annað um sinn. Orkuráðherr- ann hefur sem sagt kveðið upp úr með það að Sultartangavirkjun sé ekki næst á dagskrá heldur annað- hvort Blönduvirkjun eða Fljótsdals- virkjun. Minna má á það að ráðherr- ann er þingmaður Austurlandskjör- dæmis þannig að augljóst er að hann verður fyrir þungri pressu í héraði, frá þeim mönnum sem vilja fá þá miklu atvinnu sem fylgir virkjunar- framkvæmdum og siðar rekstri virkj- unar. Utan eldvirkra svœða í stjórnarsáttmála núverandi rikis- stjórnar er stefnt að því að næsta virkjun vegna landskerfisins verði utan eldvirkra svæða. Orkuráðherra segir í Morgunblaðinu á þriðjudag, að öllum er að ríkisstjórninni standa, svo og almenningi, sé Ijóst að stefnt verði að því að næsta virkjun rísi utan Suðurlands og að Sultartanga- virkjun sé innan svæðis þar sem eld- virkni hefur gætt á nútíma auk jarð- skjálftahættu. Ráðherrann bendir á leið sem Iryggt geti að hans mati með hag- kvæmu móti orkuöflun fyrir lands- kerfið fram til ársins 1987. Leiðin sé sú að auk 210 MW afls Hrauneyja- fossvirkjunar verði byggð stífla við Sultartanga til þess að draga úr ís- vandamálum við Búrfell og allt að fjórar nýjar vatnaveitur til Þóris- vatnsmiðlunar komi til áður en næsta virkjun kæmi í gagnið. Þessar að- gerðir myndu auka orkuvinnslugetu í landskerfi um 400— 500 GWh á ári, en orkuvinnsla landskerfisins í heild verður um 4000 GWh er Hraun- eyjafossvirkjun er komin í gagnið. Ráðherrann gerir ráð fyrir því að 1. áfangi nýrrar virkjunar utan Suður- lands verði kominn i gagnið árið 1987.f En fleiri blandast í málið en ráð- herrar. Heimamenn í Norðurlands- kjördæmi vestra hafa samþykkt áskoranir þess efnis að þegar í stað verði ráðizt í Blönduvirkjun. Einhug- ur er þó ekki í héraði þvi talsvert land fer undir vatn ef og er til virkjunar kemur. Þá hafa Samtök sunnlenzkra sveitarfélaga fundað um málið og telja Sultartangavirkjun eðlilegasta kostinn og standi hún utan hins eigin- lega eldvirknisvæðis. Fundur sam- takanna lýsir undrun sinni á þvi að á siðustu tímum skuli hafa komið fram hugmyndir um að kljúfa byggingu þessarar virkjunar í tvennt með því að ljúka fyrst þeim hluta virkjunar- innar sem er i jaðri Tungnárhrauna, þ.e. stiflumannvirkjum, en fresta síðan þeim hluta sem stendur á jafn- aldra jarðlögum og Reykjavík á þeim forsendum að þar sé um eldvirkt svæði að ræða. Ódýrasti virkjunarkosturinn? Eggert Haukdal þingmaður Sunn- lendinga segir undirbúning undir Sultartangavirkjun á lokastigi. Hún sé ódýr virkjunarkostur og nánast allt lilbúið til áframhaldandi fram- kvæmda. Þingmaðurinn telur að framkvæmdir við Blönduvirkjun eigi að koma næst og hefjast áður en framkvæmdum við Sultartanga lýkur. Hann hefur gefið í skyn að hann hætti stuðningi við rikisstjórn- ina ef gengið verður fram hjá virkjun við Sultartanga. Jóhannes Norðdal stjórnar- formaður Landsvirkjunar segir ótví- rætt að undirbúningur Sultartanga- virkjunar sé lengst á veg kominn og því hægt að byrja fyrr á henni en öðrum virkjunum. Hún sé og minni en hinar virkjanirnar tvær og ætti að geta komizt í gagnið á árinu 1985 ef ákvörðun er tekin strax. Annarrar stórvirkjunar sé síðan þörf á árunum 1987—88, en þá ætti önnurhvor stóru virkjananna, Blönduvirkjunar eða Fljótsdalsvirkjunar að geta hafið framleiðslu. Stóriðja? En huga menn að stóriðju samfara þessum væntanlegu virkjunarfram- kvæmdum? Jóhannes Norðdal stjórnarformaður Landsvirkjunar telur Sultartangavirkjun skapa svig- rúm til að auka verulega sölu á raf- orku til iðnaðar þegar á árinu 1983: Orkuráðherra bendir á að þær fram- kvæmdir, sem hann hafi í huga, þ.e. stíflan og síðan annaðhvort Blöndu>- virkjun eða Fljótsdalsvirkjun muni nægja almenningsveitum og núver- andi stóriðju fram til ársins 1989, en hins vegar sé 50% stækkun álversins ekki inni í þeirri mynd. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.