Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 5 Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki: Hrein skattpíning og ekkert annað ,,Ég er sannfærður um að ef borg- arstjórn hefði samhljóða mótmælt hugmyndum um skrefatalningu þá hefði ekkert orðið úr framkvæmd þeirra,” sagði Davíð Oddsson borg- armálaleiðtogi Sjálfstæðisflokks. „Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu til í haust að borgar- stjórn mótmælti skrefatalningu harð- lega og við bjuggumst við að um það næðist full samstaða. En fulltrúar vinstri flokkanna tóku þá óskiljan- legu afstöðu að leggjast gegn tillög- unni. Það er því á ábyrgð þeirra ef málið nær fram að ganga. Skrefa- talningin þýðir stórkostlega kjara- rýrnun fyrir alla borgarbúa, sérstak- lega aldraða og sjúka. Fyrir þessu fyrirkomulagi eru engin rök. í erlend- um stórborgum eru skref talin til að forða símakerfinu frá því að springa vegna ofnotkunar. Það á alls ekki við hér og skrefatalning í Reykjavík yrði hrein skattpíning og ekkert annað.” -ARH. ATLIRÚNAR HALLDÓRSSON Sigurjón Pétursson, Alþýðubandalagi: SKIPTIR ÖLLU MAU HVERNIG skrefatalningaráformunum, sem að öllum líkindum koma til fram- kvæmda í júlí í sumar. Þá er fyrirhugað að boða til borgarafundar á næstunni og bjóða þangað stjórn- málamönnum og embættismönnum til að ræða málið. „Þessi barátta kemur flokka- pólitík ekkert við,” sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. „Hér er einfaldlega um að ræða fólk sem vill verja hagsmuni sína gagnvart ágengi hins opinbera. ’ ’ -ARH. TALNING ER FRAMKVÆMD ,,Ég hlýt að ganga út frá að með skrefatalningunni sé ákveðið stefnt að því að jafna símakostnað allra landsmanna,” sagði Sigurjón Péturs- son borgarmálaleiðtogi Alþýðu- bandalagsins. „Að ýmsu leyti finnst mér eðlilegra að jöfnuður náist með því að telja skrefin fremur en að hækka afnotagjöldin. En allt veltur á framkvæmdinni; þ.e. hvernig skref eru talin — hve löng þau eru. Það skiptir öllu máli. En ég sé ekki að óeðlilegt sé að mæla lengd símtala.en þó þannig að eðlileg notkun símans sé ekki takmörkuð.” -ARH. Kristján Benediktsson, Framsóknarflokki: Sé ekki stórar hætt- urfelastítalningu” ,,Ég sé ekki stórar hættur felast í skrefatalningunni, þó með þeim fyrirvara að skrefin séu nægilega löng. Til dæmis 6—8 mínútur eins og mig minnir að hafi komið fram í blaði,” sagði Kristján Benediktsson borgarmálaleiðtogi Framsóknar- flokks. „Séu skrefamörkin rúm ætti taln- ingin ekki að koma illa við neinn. Aldrað fólk er eini hópurinn sem mér sýnist að þetta gæti komið illa við. Hugmyndir Bandalags ísl. kvenna um sérundanþágur fyrir aldraða koma vel til greina, séu þær á annað borð framkvæmanlegar.” -ARH. „Skrefatalningarhugmyndin er fráleit” segir Aðalheiður Bjamfreðsdóttir formaður Sóknar „Ég vil ekki trúa því að þetta nái fram að ganga. Hugmyndin er svo fráleit,” sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Starfs- mannafélagsins Sóknar um skrefa- talninguna. „Rökstuðningur fyrir því að setja á skrefatalningu símtala á höfuðborgarsvæðinu er meðal annars sá að simi sé misnotaður, til dæmis að tölvufyrirtæki haldi línum tímunum saman. Einnig að Póstur og simi þurfi meiri tekjur til að bæta simamálin í dreifbýlinu. Það kemur vel til greina að setja teljara á tölvufyrirtæki og önnur fyrirtæki sem talin eru nota síma óeðlilega en að telja skref símtala almennings er út i hött. Slíkt kæmi illa við aldraða, hreyfihamlað fólk og fjölskyldur almennt. Og ég hef enga trú á að þetta fyrirkomulag myndi bæta á- standið i dreifbýlinu — sem sjálfsagt er að bæta án þéss að færa síma- þjónustuna skrefi aftur á bak á höfuðborgarsvæðinu.” Aðalheiður sagði að mikil undir- skriftasöfnun væri i gangi gegn HVAÐ SEGJA BORGAR- FULLTRÚARNIR UM SKREFATALNINGUNA? Skrefatalning simtala á höfuðborg- arsvæðinu, þ.e. símasvæðinu með svæðisnúmerinu 91, er mikið til um- ræðu þessa dagana. Fyrir liggur að hefja skrefatalningu í sumar og rökin fyrir því sögð m.a. þau að jafnaður skuli simakostnaður allra lands- manna. Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti talningarinnar. Bandalag kvenna mótmælti á dögunum og krafðist þess að þingmenn kjördæm- isins legðust gegn hugmyndunum. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks krefjast skýringa ráðherra á einstaka atriðum málsins. Gísli Jónsson stjórnarmaður Neytendasamtakanna hefur skrifað greinar í Dagblaðið og lagzt gegn skrefatalningu. Þannig mætti telja áfram. Og nú er áform- aður borgarafundur um málið og jafnvel stofnun samtaka símnotenda. Hvað segja borgarstjórnarfulltrúar í Reykjavík? Dagblaðið sneri sér til forystumanna flokkanna í borgar- málefnum og bað þá greina frá af- stöðu sinni. -ARH. Björgvin Guðmundsson, Alþýðuflokki: ÆSKILEGAST AÐ TALNING NÁIEKKITIL ALDRAÐRA „Meiningin er að taka upp skrefa- talningu aðeins á Reykjavikur- svæðinu, en ég tel að æskilegast væri að því yrði slegið á frest og skrefa- talning þá tekin upp samtímis í öllum þéttbýlisstöðum landsins, að minnsta kosti,” sagði Björgvin Guðmundsson borgarmálaleiðtogi Alþýðuflokks. „Borgarstjórn g'erði samþykkt í haust sem var efnislega á þessa leið og ég held mig við hana. Að auki tel ég æskilegast að finna leið til að komast hjá þvi að láta skrefa- talningu ná til aldraðra. Ef vilji er fyrir hendi er það hægt.” -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.