Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 3
ÐAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981
__ _________■
3
Flugleiðir
hluthafa-
fundur
i farsastíl
Meðeigandi skrifar:
Garaan þótti mér að mæta á síð-
asta hluthafafund Flugleiða hf. Þar
talaði stjórnarformaður félagsins til
okkar meðeigendanna. Hann lýsti i
löngu máli nauðsyn þess að fá aura
skattborgaranna í gagnið hið fyrsta!
— Enginn komst við af þeim mál-
flutningi.
Og svo mikið lá við, að eini lög-
fræðingurinn sem sæti á í stjórn fé-
lagsins flutti eins konar „frumort
ljóð” í nútímastíl. Ljóð hans mátti
augljóslega skilja á þann veg, að
hann myndi kjósa gegn sannfæringu
sinni!
Hann sagðist ekki vera hlynntur
ríkisafskiptum en myndi þó eindregið
styðja framkomna tillögu stjórnar-
innar í þá átt að í stjóminni yrði
fjölgað um tvo menn, nefnilega frá
Ríkissjóði!
Engum hrutu tár af hvörmum
undir ræðu hins „snjalla” lögfræð-
ings, en allflestir brostu. Bros var þó
lítt við hæfi undir slíkum málflutn-
ingi og hefði hinn góðkunni og land-
lægi meðaumkunarsvipur sem menn
setja gjarnan upp þegar menn gera
sig hlægilega í ræðustól átt betur við.
mikil í garð fyrirtækisins að því er
varðar rekstur allan og þjónustu. —
Þvi fyrr sem aðalfundur verður
haldinn þeim mun fyrr úrlausn í mál-
efnum Flugleiða hf.
Sameining flugfélaganna gekk nú
ekld alveg svona vel.
Ingemar Stenmark
NOTAR AÐEINS ELAN SKfÐI
ELAN
SKÖTÖSKUR
Póstsendum
Laugavegi 13 — Sími 13508
ÖRYGGISBINDINGAR
ELAN BARNASKIÐASETT
Erindi hins þriðja talsmanns
stjórnar Flugleiða í ræðustól var að
kynna fyrir fundarmönnum hve
mikil gæfa það hefði verið fyrir flug-
félögin tvö að „sameinast”, einkum
Flugfélag íslands, sem hefði verið
„mjög illa statt”.
Einnig upplýsti hann fundarmenn
um að enn væri um kórvillu að ræða
meðal starfsfólks varðandi samstarf
eða trú þess á stjórnendum, hinir lag-
lausu væru á bilinu 1—2%.
Fór þessi ræðumaður mikinn í
málflutningi sínum og beitti hann
jafnt huga og höndum í bókstafleg-
um skilningi, til áherzluauka.
Þrátt fyrir langar, en tilþrifalitlar
ræður stjórnarmanna Flugleiða kom
þó að lokum að tillaga stjórnarinnar
um bráðabirgðaákvæði til þess að
fjölga mætti í stjórn var felld.
Kom þar til einkar skeleggur og
sannfærandi málflutningur nokkurra
hluthafa, sem viröist eiga mjög vax-
andi fylgi að fagna meðal hins al-
menna hluthafa, sem hingað til hefur
mátt sín lítils i þátttöku stjórnunar
fyrirtækis síns.
Vitað mál er, að allt annað en
fjölgun í stjórn Flugleiða verður fé-
laginu til framdráttar. Hins vegar
eiga þeir aðilar, sem nýlega hafa
aukið sinn hlut í fyrirtækinu að fá
sína fulltrúa, einn eða fleiri, sam-
kvæmt venjulegum kosningaað-
ferðum. Slíku mælir enginn gegn.
Málamiðlunarhugmyndin um 10
manna stjórn er verri en engin fyrir
alla aðila.
Ummæli frú Kristjönu M. Thor-
steinsson á síðasta hluthafafundi og
svo í viðtali við dagbl. Timann 25.
þ.m. varðandi rétt hluthafa og vægi
atkvæða eru orð í tíma töluð og
ástæðan fyrir því, hvernig komið er
fyrir Flugleiðum hf. er eingöngu sök
núverandi stjórnar og forstjóra.
Eðlilegast og affarasælast fyrir alla
viðkomandi og flugsamgöngur lands-
manna væri sú ákvörðun að flýta nú
aðalfundi, þannig að hann yrði í lok
marz. Þetta á ekki sizt við, þar sem
ekki er vitað hvernig fyrirtækið hefur
hugsað sér áframhaldandi rekstur og
tíðni ferða. Sumaráætlun er ekki
opinber ennþá nema sem fréttatil-
kynning frá félaginu.
Vitað er, að þeir, sem bezt þekktu
til áætlunargerðar hjá félaginu eru
þar ekki lengur og vantrú almennings
ALPINA SKÍÐASKÓR
Hefurðu komið
til Frakklands?
Halldóra Eyjólfsdóttir afgreiðslum.:
Nei, en mig langar þangað.
Hreiðar Pálmason btlstjóri: Nei, en ég
gæti vel hugsað mér að fara þangað.
Kristjana Guðmundsdóttlr vlnnur hjá
Rannsóknst. landbúnaðarins: Já, ég
var meira að segja við nám þar í einn og
hálfan vetur. Það var mjög gaman.
Edda Hannesdóttir verzlunarmaður:
Nei, þangað hef ég aldrei komið, en svo
sannarlega langar mig.
Jón Sigurfinnsson bilstjóri: Nei, en ég
hefði ekkert á móti þvi.
Gunnar Guðmundsson nemi: Nei, jú,
það væri gaman að fara þangað.