Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent 1 REUTER I Vopnahlé írans og Iraks? Yfirmaður herafla Irans hefur lýst því yfir að franir kunni að fallast á vopnahlé í styrjöldinni við Persaflóa. Skilyrði írans fyrir vopnahléinu þykja hins vegar slík, að borin von sé að frakar geti fallizt á þau. Hershöfðing- inn Valiollah Fallahi sagði að stutt vopnahlé kynni að vera heppilegt til þess að írakar gætu dregið lið sitt til baka frá írönsku landsvæði. Egyptaland: Varnarmála- ráðherrannfórst íþyrluslysi Varnarmálaráðherra Egyptalands, Ahmed Badawi hershöfðingi, fórst í þyrluslysi ásamt þrettán öðrum egypzk- um hershöfðingjum á æfingu í eyði- mörkinni um 640 kílómetra fyrir vestan Kairó í gær. Egypzkir embættismenn sögðu að þyrlan hefði lent á rafmagns- staur í flugtaki. Fjögurra manna áhöfn þyrlunnar komst lís lífs af. Lík morðingja graf ið upp Líkamsleifar dæmds morðingja voru í gær grafnar upp í Los Angeles í Bandaríkjunum, vegna þess að móðir hins líflátna heldur þvi fram að hann hafi verið drepinn áður en hann var settur í rafmagnsstólinn þar sem hann hafði verið dæmdur til að deyja. Maðurinn, John Spenkelink, var tek- inn af lífi í Florida-ríkisfangelsinu 29. mai 1979 fyrir morð. Móðir hans heldur því ákveðið fram að hann hafi verið drepinn áður en i rafmagnsstólinn kom, vegna þess að hann hafi ætlað sér að gefa út yfirlýs- ingu um hneykslismál sem ýmsir hátt- settir embættismenn í Flórída væru viðriðnir. Móðirin vill að athugað verði hvort lík sonar hennar beri þess merki að hann hafi verið háls- eða höfuðkúpu- brotinn. Talsmaður Flóridafangelsis segir ásakanirnar hlægilegar. . ' •&*.'' ' ' > y, t > ' ■.< '•,> : - • .. - ; ■ : ' ,■; "• <,<>' '' , '' '' ySy 'v ' "fl’ \ . : ; •: ' ' '' *' ” j * ’ ■ , • ' ■ ■■ : •■•• ■ ' '■ " ■,'..■• •; , • • . , ., ■ ' . , , ,. ..,,•■ ■ ■• • ; '• ■ " , ' >•."■ ,-C.: : : ' ’ .■• ■■'••' ■"' • 'X ■' V: ■ Furðuleg réttarhöld í Kalif orníuríki: Ætla aö sanna sex daga sköpun Guðs Nokkrir lögfræðingar hafa til- kynnt hæstarétti Kaliforníu að þeir hafí í hyggju að færa sönnur á að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum eins og segir í 1. kapitula 1. Mósebókar. Lögfræðingarnir flytja þetta furðulega mál fyrir hönd hreyfingar, sem berst fyrir því að ríkisskólarnir kenni hinu bibliulegu sköpunarfrá- sögn við hlið hinnar vísindalegu þróunarkenningar. Lögfræðingarnir segjast einnig munu leggja fram sannanir fyrir því að heimurinn sé aðeins tíu þúsund ára gamall. Réttarhöld þessi minna talsvert á réttarhöld er voru fyrir 56 árum, svokölluð aparéttarhöld, þar sem líf- fræðikennari einn í Ennessee, John Scopes, var sektaður um hundrað dollara fyrir að kenna þróunar- kenningu Darwins. Málið sem nú er komið upp á rætur sínar að rekja til kæru er borin var fram af forstjóra stofnunar i San Diego í Kaliforníu er kennir sig við vísindalegar rannsóknir sköpunar- innar. Forstjórinn, Kelly Segraves, bar kæruna fram fyrir hönd þriggja barna. Kæran byggir á því sem hann nefnir ólöglegt bann við því sem nefnt var í kærunni „hinni vísinda- lega studdu sköpunarsögu Biblíunn- ar”. Réttarsalurinn var troðfullur er vitnaleiðslur í málinu hófust og einnig var hægt að fylgjast með þeim á sjónvarpsskermi í hliðarherbergi. Dómarinn, Irving Perluss, sagði að bókstafstrúarmenn hetöu rétt til að reyna að sanna að þróunarkenningin, sem eina kenningin um hvernig lífið byrjaði á jörðunni, spillti trúarlegum réttindum sumra barna. Bókstafstrúarmenn (Fundamental- ists) trúa því að Bibliían sé óskeikul, jafnt í náttúruvísindalegum efnum sem öðrum. Einn lögfræðingur bókstafstrúar- manna, Richard Turner, sagði að stefna Kaliforníuríkis væri fjand- samleg átrúnaði. „Nú vil ég komast sem fyrst heim til hreindýranna minna,” sagði saminn Ante Gaup er hann neytti matar i fyrsta sinn að loknu 31 sólarhrings hungurverkfalli er hann fór i ásamt félögum sinum til að mótmæla virkjunarframkvæmdunum við Alta i Npröur- Noregi. Þegar þeim þótti sem viðunandi lausn hefði fengizt og norska rikisstjórnin hafði komið til móts við kröfur þeirra og annarra andstæðinga virkjunarframkvæmd- anna létu þeir af hungurverkfallinu. Ante Gaup var furðu hress en fékk einungis ung- barnamat fyrst i stað meðan meltingarfærin eru að aðlagast breytingunni. SOINLOVE! it V ry, líSSr*t an.y"" | more. Brezkir fjölmiðlar voru ekkert að dreifa athygli fólks þegar trúlofun Karls prins og lafði Diönu Spencer var opinberuð. Forsiður allra helztu dagblaða Bretlands voru helgaðar þessu máli eins og myndin hér að ofan sýnir. THETIMES m nrm Nasistar handtekn- ir i Bandaríkjunum Félagar i bandaríska nasista- flokknum voru handteknir í gær- kvöldi af mönnum bandarísku leyni- þjónustunnar og ríkislögreglunnar Norður-Karólinuríki. Þeir að sprengja i N-Karólína í loft upp er félagar þeirra voru þar fyrir rétti í fyrra sakaðir um morð. Einnig ætluðu þeir að sprengja verzlunarmiðstöð og oliufyrirtæki. Það voru sex flokknum, sem voru að gefin hafði verið út kæra þeim. Harold Covinton, leiðtogi bandariskra nasista, sagði að ákæran væri ómerkilegt póUtískt s vikabragð. Fimm vinstri menn létu lífið í nóvember 1979 í árás nasista og Ku Klux Klan manna á þá. Þeir voru leiddir fyrir rétt ásakaðir um morð af ásetningu en voru sýknaðir af kviðdómi, sem einungis var skipaður hvítum mönnum. Harold Covinton, leiðtogi bandariskra nasista, segir ákærurnar á hendur félögum sinum pólitiskt svikabragð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.