Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 11
II DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1981. Halldór Halldórsson: „Fjölmiðill missir traust heimildarmanna sinna ef upp eru Refin nöfn þeirra.” „Með kröfu sinm heggur rannsóknar- lögreglustjórinn að rótum f rjálsr- ar fjölmiðlunar” — segir Halldór Halldórsson f réttamaður „Trúnaðarsamband blaða manna og heimildar virt — opnara samband lögreglu og blaða í Noregi en hér” — segir Þorgrfmur Gestsson blaðamaður á Helgarpóstinum starf lögreglunnar og dagblaða. Væri það alls ekki fátítt að lögreglan nyti stuðnings dagblaða til að koma á fram- færi upplýsingum sem orðið gætu til aðstoðar við lausn mála. ,,Sé gengið yfír mörk siðgæðis í fréttaflutningi ér það gjarnan tekið til meðferðar á ritstjórnum og um það fjallað af hálfu siðanefndar blaða,” sagði Þorgrímur Gestsson blaðamaður að lokum. -BS. Þorgrímur Gestsson: „Grundvallar- regla að ekki beri aö vikja frá trúnaðar- sambandi blaðamanns og heimildar.” DB-mynd Einar Ólason. „Grundvallarskylda að halda trúnað við heimildarmann” — sagði Stefán Jón Hafstein fréttamaður „Trúnaðarsamband fréttamanns og heimildarmanna var mikið rætt í Blaðamannaskólanum í Noregi,” sagði Þorgrímur Gestsson blaðamaður á Helgarpóstinum í viðtali við DB. „Það verður að teljast grundvallar- regla að ekki beri að víkja frá trúnaðar- sambandi blaðamanns og heimildar,” sagði Þorgrímur. „Sé blað eða blaðamaður dæmd til að gefa upp heimild þá er það tekið til athugunar. Fer þá eftir atvikum hverju sinni hvernig við er brugðizt, ” „Mér finnst t.d.engin ástæða til að gefa upp góðar ábendingar lögreglu til blaðamanns þar sem gott samstarf er rikjandi,” sagði Þorgrímur. „Vera má að þetta sjónarmið mitt mótist eitt- hvað af því hversu lögreglan í Noregi er miklu opnari í samskiptum við fjöl- miðla en hér er almennast. ” Hann kvað þar í landi ríkja gott sam- Stefán Jón Hafstein: „. . . þar liggur við heiður þeirra að rjúfa ekki þennan trúnað.” „Það er grundvallarskylda að halda trúnaði við sinn heimildarmann, gefi hann upplýsingar sem blaðamaður ákveður að nota,” sagði Stefán Jón Hafstein fréttamaður útvarpsins í við- tali við DB, en auk starfsreynslu sem fréttamaður nam hann fjölmiðlafræði við enska skóla. „Þetta er fyrst og fremst samvizku- spurning fréttamanna og þar við liggur heiður þeirra að rjúfa ekki- þennan trúnað.” Stefán Jón sagði að víða væru þó dómstólar alls ekki sammála þessu sjónarmiði. -BS. „Ég er almennt þeirrar skoðunar að blaðamenn eða fréttamenn eigi ekki að vera tæki i höndum yfírvalda,” sagði Halldór Halldórsson fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, sem auk margra ára starfsreynslu hefur stundað framhalds- nám í fjölmiðlafræðum við banda- riskan háskóla. „Eitt hlutverk fréttamanns er t.d. að grafast fyrir um dómsmál, veita dóms- málayfirvöldum og öðrum valdhöfum aðhald. Þetta verk geta blaðamenn ekki unnið ef yfirvöld geta krafið þá sagna um heimildarmenn,” sagði Hall- dór. Hann sagði ennfremur: „Fjölmiðill missir traust heimildarmanna sinna ef upp eru gefin nöfn þeirra og um leið er fjölmiðillinn orðinn ófær um að gegna hlutverki sínu sem upplýsingamiðill. Aðgangur að upplýsingum og nafn- leynd heimildarmanns eru lykilatriði og mér sýnist þetta mál einmitt snúast um þetta prinsipp. Ef fréttamaður er neyddur til að gefa upp nafn heimildar- manns eða manna þá er hann orðinn tæki í höndum yfirvalda,” sagði Hall- dór. „Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuð- máli hvort frétt DB er sem slík til umræðu. Það sem skiptir máli er að með kröfu sinni heggur rannsóknarlög- reglustjóri rikisins að rótum frjálsrar fjölmiðlunar.” Halldór kvað trúnað við heimildar- menn tryggðan í lögum margra landa og sé hann meira að segja bundinn í stjórnarskrá Svíþjóðar. „Raunar ganga Svíar svo langt,” sagði Halldór, „að embættismaður sem óskar eftir nafni heimildarmanns verður um leið brotlegur við lögin.” Frá þessu kvað Halldór þó vera undan- tekningar þegar um væri að ræða öryggi ríkisins og annaðaf þeim toga. „í mörgum ríkjum Bandarikjanna eru til svokölluð „shield-laws” sem er beinlínis ætlað að vernda fréttamenn fyrir kröfum af þvi tagi sem um ræðir í þessu máli. Ég fæ ekki betur séð en að Rannsóknarlögregla ríkisins sé á ákaf- lega hálum ís i þessu máli. Það liggur ekki einu sinni fyrir að frétt DB hafi á nokkurn hátt skaðað rannsókn málsins. Þannig virðist þetta mál ekki einu sinni fjalla um alvarlegan árekstur dómgæzlunnar og frjálsrar fjölmiðl- unar,” sagði Halldór. „Við getum sagt sem svo að ef þær fréttir leka út úr dómskerfinu, og þá á ég ekkert sérstaklega við þetta mál heldur almennt, gegn vilja yfirmanna þá er það vandamál viðkomandi stofnana. Það stríðir gegn starfi fréttamanna að þeir taki þátt í því að leysa „rekstrarvandamál” opinberrar stofn- unar” sagði Halldór Halldórsson. Hann bætti því við að þetta væri röksemd sem gjarnan hefði verið höfð uppi í hliðstæðum málum i Bandaríkj- unum. \ „íslenzk löggjöf er óljós í þessu efni en þó er rétt að benda á að samkvæmt belgíska ábyrgðarkerfinu, sem prent- lögin byggja á, er gert ráð fyrir nafn- leynd. Nægir að vitna í greinargerð frumvarpsins til laga um prentrétt frá sínum tíma sem segir orðrétt: „Ábýrgðarkerfi þessu er ætlað að slá vörð um prentfrelsið með því að sporna við eftirgrennslan yfirvalda um það hverjir kunni að eiga hlutdeild í þvi sem ritað er, að ná með skjótum og virkum hætti til þess sem telst sekastur, og síðan loks sérstaklega að vernda nafn- leynd höfundar og heimildarmanns.” Raunar má vitna til ítarlegrar greinar eftir Ólaf Jóhannesson, þáverandi lagaprófessor, þar sem hann tekur undir mikilvægi nafnleyndar,” sagði Halldór Halldórsson að lokum. -BS. Skúli Pálsson lögmaður, Bragi Sigurðsson blaðamaður, Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri og Ómar Valdimarsson fréttastjóri. DB-mynd Einar Ólason. „Fyrir trúnað við heimildarmenn sitja blaðamenn í fangelsi hingað og þangað” — segir Einar Karl Haraldsson ritstjóri „Þetta er klassískt vandamál og við vitum það af fréttum erlendis frá að sú frumregla er virt af fréttamönnum að þeir verndi sína heimildarmenn,” sagði Einar Karl Haraldsson ritstjóri Þjóð- viljans í viðtali við DB. „Sé það mat fréttamanns að rétt sé að birta frétt, sem hann telur sanna, þá er heiður blaðamannsins í veði fyrir ó Einar Karl Haraldsson: „Við viljum ekki afl stofnanaforstjórar ákveði fréttaflutning blaðanna.” trúnaðarsambandinu. Vegna þessarar afstöðu eru blaðamenn að sitja í fang- elsi hingað og þangað,” sagði Einar Karl. Hann kvað það svo matsatriði hverju sfnni hvað gera skyldi við ákveðnár einstakar fréttir. Þetta væri spurningin um það hvenær og hvort rétt væri talið að birta frétt, en fyrst frétt væri birt þá væri það eðlilegt viðhorf að gefa ekki upp heimildir. „Við viljum ekki að stofnanafor- stjórar ákveði fréttaflutning blaðanna. Það geta komið upp tilvik varðandi frétt þar sem sjónarmiðin vegast á í 'samvizku hvers og eins. Það er að mínu mati stór spurning um það hvort birta hefði átt fréttina sem varðaði trúnaðar- samband sakfells manns og safnaðar- forstjóra,” sagði Einar Karl Haralds- son. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.