Dagblaðið - 03.03.1981, Síða 10

Dagblaðið - 03.03.1981, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1981 BLAÐAMENN DB HARÐNEITA AÐ GEFA UPP HEIMILDIR —þrátt fyrír úrskurð Sakadóms Reykjavíkur —leitað álits fjölmiðlamanna á sambandi Maðamaims og heimildarmanna Mál það sem Sakadómur heimildarmenn sína að frétt, væri skylt að gefa upp heim- inntilHæstaréttaríslands. sonar hrl. í málinu og leitað Reykjavíkur hefur fjallað um hefur vakið þjóðarathygli. ildarmenn sina. Þeir neituðu Hér á eftir er birt bréf rann- álits þeirra á sambandi blaða- -nú og fyrir helgina, varðandi Úrskurður Sakadóms enn að gefa upp nokkur nöfn sóknarlögreglustjóra til Saka- manns og heimildarmanna. skyldur tveggja blaðamanna Reykjavikur féll í gærmorgun og lögmaður þeirra, Skúli dóms Reykjavíkur, útdráttur -BS. Dagblaðsins til að gefa upp á þá leið að blaðamönnunum Pálsson hrl., kærði úrskurð- úr greinargerð Skúla Páls- Greinargerð Skúla Pálssonar lögfræðings blaðamanna Dagblaðsins: Krafa Einars notuð sem yfirskin til að upplýsa jP* JSL 1^1. mJLZ — aðöllum líkindum einhverjarinnanhúserjur flUlfl mim hjáRannsóknalögregluríkisins Skúli Pálsson hrl., lögfræðingur blaðamannanna tveggja á Dagblað- inu, sem staðið hafa í eldlínunni fyrir sakadómi að undanförnu, lagði fram ítarlega greinargerð i málinu áður en úrskurður Sakadóms Reykjavíkur var upp kveðinn. í greinargerðinni segir m.a. að hann geri þær kröfur ,,að sakadómur úrskurði að blaða- mönnunum sé ekki skylt að svara spurningum þeim sem beint var til þeirra af hálfu rannsóknarlögreglu- stjóra rikisins í réttarhaldi í Saka- dómi Reykjavíkur 27. febrúar, varð- andi heimildarmenn að frétt í DB 31. jan. sl. í grein um bruna í Kötlu- felli 11 hér í borg. Kafizt er máls- kostnaðar úr ríkissjóði.” Upphaflega krafa um rannsókn „Mál þetta er þannig til komið að Árni Guðjónsson hrl. krefst þess við rannsóknarlögreglu að það verði rannsakað á hvern hátt baksíðufregn í DB 31. janúar sl. er til orðin. Þessi krafa er borin fram fyrir hönd Einars J. Gíslasonar, forstöðumanns Fíladelfíusafnaðarins, sem telur, að ætla má, að með greininni hafi trúnaðarsamband hans við safnaðar- barn verið rofið.” Kveikjan að kröfu þessari er sem áður segir frétt í DB 31. jan. sl. og má ætla að eftirfarandi orð séu til- efnið: „. . . en í gærkvöldi játaði hún svo, fyrst fyrir forstöðumanni þess trúarsafnaðar sem hún til- heyrir.” Þetta varð RLR tilefni til að kalla tvo blaðamenn DB, sem fréttina rit- uðu, fyrir sig til yfirheyrslu sem vitni, þá Atla Steinarsson og Ómar Valdimarsson, og krefjast síðan rannsóknar fyrir sakadómi þegar þessir menn vildu ekki tjá RLR hverjir væru heimildarmenn að áður- nefndri frétt. Aðalrök Skúla Pálssonar Svo segir Skúli Pálsson hrl.: „Kröfur mínar fyrir hönd skjólstæð- inga minna styð ég einkum eftirfar- andi tvennum rökum: 1. Óheimilt er að krefja menn vitnis- burðar í opinberu máli nema eitt- hvert afbrot hafi verið framið, svo er ekki í þessu máli. 2. Siðareglur blaðamanna leggja þeim þær skyldur á herðar að gefa ekki upp heimildarmenn sína, ef þeir æskja þess, enda eru það aug- Ijósir hagsmunir og kvöð til ann- ars mundi stórskemma möguleika blaðamanna til fréttaöflunar og verða þannig stjórnarskrár- vernduðu ritfrelsi fjötur um fót. Þó skal þess vissulega getið að hagsmunir aðrir geta verið svo ríkir aö frá þessu verði að víkja er það er alls ekki í þessu tilfelli.” Var nokkurt brot f ramið? Síðar segir Skúli: „Það liggur því Skúli Pálsson hrl., lögfræðingur Dagblaðsins. engin vitneskja fyrir um hvort afbrot hafi verið framið eða við hvaöa laga- greinar það kann að varða en slíkt yrði sjálfsagt eitt af þeim atriðum sem blaðamaður tæki til athugunar ef hann stæði frammi fyrir þvi að meta það hvort hann ætti að gefa upp nafn heimildarmanns sins. ” Áfram segir Skúli: „Það er ljóst að jafnsjálfsagt og það er að vitna- skylda í opinberum málum, og raunar einkamálum líka, sé rík þá er það jafnsjálfsagt að þegnarnir verði ekki að nauðsynjalausu dregnir fyrir dóm til vitnisburðar. Trúnaðurinn við safnaðarbarnið Að lokum vil ég, að því er þetta atriði varðar, benda á í hverju trún- aður EJG gagnvart safnaðarbarni hans er takmarkaður. Honum ber skv. 2. tl. 94. gr. 1. 74, 1974 að skýra rannsóknaraðila tafarlaust frá þvi sem ætla má að hafi verið játning þessa safnaðarbarns hans, þ.e. að hafa orðið mannsbani að ásettu ráði. Þannig hefði þessi vitneskja orðið að koma frá honum til rannsóknar- aðilja, og hefur kannski gert það, og orðið opinber í næsta réttarhaldi og ekki síðar en með útgáfu dómasafns Hæstaréttar þar sem málsins væri getið, en ætla má að höfðað verði opinbert mál á hendur konu þeirri, sem hér kemur við sögu, hvort sem það leiðir svo til sýknu eða sakfellis. Slíkt mál yrði í öllum tilfellum til'efni til áfrýjunar. Þannig er trúnaður for- stöðumannsins ekki slikur að réttlætt geti yfirheyrslur yfir blaðamönnum og því síður að þeir verði skyldaðir með dómi til að brjóta trúnað sinn við heimildarmenn. Rannsóknin yfirskin? Þannig er krafa EJG notuð sem yfirskin til að upplýsa aðra hluti, að öllum líkindum einhverjar innanhús- erjur hjá RLR. Á það skal einnig bent að upplýsingar sem þessar, séu þær frá einhverjum innan RLR komnar, réttlæta heldur ekki þær aðgerðir sem hér eru hafðar, til þess eins að fletta ofan af því hver hefði lekið þessum upplýsingum. Ekki er séð nein sérstök ástæða til þess að upplýsingar um játningu sem þessa þurfi að fara leynt eða að nokkrum hagsmunum sé ógnað með birtingu. Siðareglur blaðamanna og hagsmunir almennings Um. 2. í siðareglum blaða- manna er þeim boðið að segja ekki til heimildarmanna sinna án þeirra sam- þykkis. Þeir hagsmunir, sem þarna eru að baki, eru svo augljósir að ekki ætti að vera þörf á að tíunda þá sér- staklega. Nú er það auðvitað ljóst að vitneskja sem blaðamenn komast yfir í starfi sínu, sé þannig vaxin að þeim verði gert skylt að gefa allar upplýsingar, þ.m.t. um heimildar- menn. Þess kunna hagsmunir al- mennings og almannaöryggis að krefjast. Slíku er ekki til að dreifa í þessu tilefni. Þeir hagsmunir sem hér kæmi til með að álíta að væru í húfi eru þeir hvort agi innan RLR væri ekki nægur til þess að tryggja að enginn segði neitt frá neinu, nema þeir sem sérstaklega væru til þess skipaðir. Ég get ekki séð að með þessu séu almannahagsmunir bornir fyrir borð á neinn hátt. Þáttur fjölmiðla í tryggingu lýðrœðisins Hins vegar eru þeir augljósu hags- munir almennings að því að hafa til sin upplýsingastreymi, ekki sízt þar sem upplýsingar um störf stjórnvalda eru trygging almennings fyrir réttum stjórntökum og til styrktar lýðræðinu í landinu og hemill á gjörræðislegar ákvarðanir og athafnir handhafa opinbers valds. Mega blaðamenn ekki tala við almenn- ing? Áður en ég skil við mál þetta vil ég benda á það að háttvirtur rann- sóknarlögreglustjóri fór út fyrir þá kæru sem hann setti fram og bendir til þess að verið sé að rannsaka brot á 136. gr. hgl. Þetta gerði hann þegar hann spyr Atla Steinarsson hverjir hafi talað við slökkviliðsmenn og íbúa i Kötlufelli 11, þegar sá hörmulegi atburður gerðist sem varð tilefni skrifanna sem þetta allt er af sprottið. Hvaða hagsmunir lágu þarna á bak við, eða varðar það orðið við lög að blaðamenn snúi sér til almennings og spyrji um atburði sem hafa gerzt og menn kunna að hafa verið vitni að? Bréf rannsóknarlögreglustjóra ríkisins til Sakadóms: Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri rikisins kvaddi blaðamenn Dag- blaðsins til skýrslugerðar og krafðist síðan úrskurðar sakadóms. — upplýsa hvort trúnaðarsamband hafi verið rof ið með ólögmætum og refsiverðum hætti Bréf Hallvarðs Einvarðssonar til Sakadóms Reykjavíkur er svohljóð- andi: Með bréfi hrl. Árna Guðjónssonar, dagsettu 31. f.m., f.h. Einars J. Gisla- sonar, forstöðumanns Fíladelfíusafn- aðarins, var þess krafizt, að fram færi rannsókn á því, hvernig baksíðufrétt í Dagblaöinu 31. f.m., merkt ÓV/ASt. sem snerti trúnaðarsamband hans við safnaðarbarn sitt, væri til orðin. Þeir Atli Steinarsson, blaðamaður, og Ómar Valdimarsson, fréttastjóri, voru kvaddir til skýrslugjafar af þessu tilefni 2. þ.m. hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, og neituðu þeir þá báðir að svara tilteknum mikilvægum spurning- um í þessu efni af ástæðum, sem þeir tilgreina í skýrslum sínum. Vegna rann- sóknar þessa máls, sem beinist að því að upplýsa hvort fyrrgreint trúnaðar- samband hafi verið rofið með ólög- mætum og refsiverðum hætti, sbr. 136. gr. laga nr. 19, 1940 hegningarlögin og 32. gr. laga nr. 38, 1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er þess krafizt með vísan til 1. mgr. 73. gr. laga nr. 74, 1974, lög um meðferð opinberra mála, að þeir Atli og Ómar verði kvaddir fyrir sakadóm Reykjavíkur til skýrslugjafar fyrir dómi um það hvernig fyrrgreind frétt hefði til orðið og hverjar væru heimildir þeirra fyrir efni hennar. Neiti þeir skýrslugjöf fyrir dómi um framangreint efni'er þess krafizt, að þeim verði með úrskurði sakadóms Reykjavíkur lýst rétt og skylt að lögum að bera um framangreint efni í þágu rannsóknar þessa máls með vísan til 1. mgr. 89. gr., sbr. 99. gr. laga nr. 74, 1974, sbr. og 131. gr. laganr. 85, 1936. Hjálagt fylgja ljósrit skýrslna RLR í máli þessu. Blaðamenn Dagblaðsins, Atli Steinarsson og Ömar Valdimarsson fréttastjóri, mæta hjá sakadómi. Með þeim á myndinni eru Bragi Sigurðsson blaðamaður DB og Skúli Pálsson lögmaður blaðamannanna. DB-mynd Einar Ólason. HVER ER TILURÐ FRÉTTARINNAR 0G HEIMILDIR?

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.