Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1981 H jálparsveit skáta í Haf narfirði 30 ára Fyrstu árin voru um margt sér- stök. Við ýmsa byrjunarörðugleika var að etja, eins og alltaf vill verða þegar hafið er verk með tvaer hendur tómar. Viljann til starfa og til að láta gott af sér leiða vantaði þó aldrei og hvíldarlaust hefur verið leitazt við að verða að liði við hvers konar vá eða vanda sem að höndum hefur borið. Frá upphafi hefur aðalsmerki sveit- arinnar verið að sinna alltaf hjálpar- beiðnum hvemig sem aðstæður hafa verið. Miklar brey tingar á tœkjakosti í upphafi var tækjakostur til hjálparstarfsins enginn. Hver ein- staklingur varð að útbúa sig sjálfur og er svo að nokkru enn, þrátt fyrir aö á þessum aldarfjórðungi hafi sveitin eignazt margvíslegan búnað. Félagsstarfsemin fór lengst af fram i húsnæði Skátafélagsins Hraunbúa, fyrst við Strandgötu, en síðar við Hraunbrún. Árið 1967 var hafizt handa við byggingu eigin húsnæðis og þegar sveitin var 20 ára gat hún flutt starfsemi sina í það. í kringum húsið hefur verið gott at- hafnasvæði og möguleikar til stækkunar. En nú i haust var lagt fram nýtt skipulag fyrir Norður- bæinn og á því skipulagi mjög mikið skorið af lóð Hjálparsveitarinnar. Standa nú yfir samningar við bæjar- félagið um lóðamál og vonandi finnst lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við. Flutningamál sveitarinnar eiga sér langa sögu. Framan af voru nær eingöngu notaðar bifreiðar félaganna sjálfra, þeirra sem þær áttu. Þessar bifreiðar voru ekki alltaf heppilegar og frá fyrstu tíð var mikil þörf fyrir nær eingöngu notaður fyrir spor- hunda sveitarinnar. Rekstur sporhunda Einn þáttur í sögu H.S.H. hefur verið mjög sérstæður. Er hér átt við tilraunir með og rekstur sporhunda. Sú saga er orðin nokkuð löng eða allt frá 1960. Aðdáunarverð er sú þraut- seigja og elja sem sýnd hefur verið við þennan þátt starfsins, þrátt fyrir misjafna trú margra á slíku „ævintýri”. Sporhundarnir, sem nú eru tveir, hafa skilað ótrúlegum árangri, fundið látna og lifandi, og oft bjargað mannslífum. Flest mestu „afrek” þessara hunda og þjálfara þeirra hafa þó verið unnin í kyrrþey eins og reyndar er um mörg störf hjálparsveita. Félagar sveitarinnar hafa á þessum 30 starfsárum tekið þátt í miklum fjölda lengri og styttri leita, ýmist að týndu fólki, flugvélum, skipum og bátum o. fl. Einnig hafa margháttuð önnur björgunar- og hjálparstörf verið unnin á þessu tíma- bili. Aðstoð veitt í ófærð og veður- ofsa og margt fleira. Reksturinn kostar mikiðfé Þó að félagar Hjálparsveitar skáta Hafnarfirði vinni sín störf i þágu sveitarinnar sem sjálfboðaliðar þá kostar rekstur sveitarinnar mikið fé. Leitir eru dýrar og sífellt þarf að endurnýja og betrumbæta tækjakost sveitarinnar. I ár til dæmis endur- nýjar sveitin fjarskiptatæki sín og mun það kosta um 10 milljónir gamalla króna. Hvaðan kemur þetta fé? Því er til að svara að ríki og bær styrkja sveitina. Ýmis félög og fyrir- Fyrri hiuta þessarar aldar var oft leitað til skáta, bæði i Hafnarfirði og annars staðar, til aðstoðar við margs konar vandamál sem að steðjuöu. Má nefna i þvi sambandi leitir að týndu fólki, aðstoð vegna veikinda o. fl. Þessi starfsemi óx og hjálparstarf skáta varð sífellt umfangsmeira og um leið kom þörfin fyrir að skipuleggja sérstakar björgunar- sveitir. Haustiö 1950 fórst flugvélin Geysir á Vatnajökli. Meðal þeirra manna sem tóku þátt í leitinni að Geysi var hópur eldri skáta úr Hafn- arfirði. Þegar heim kom og leitinni var lokið komst skriður á umræður um stofnun sérstakrar sveitar eldri skáta, sem hefði björgunar- og hjálparstarf sem meginviðfangsefni. Umræður drógust fram á veturinn og þann 19. febrúar 1951 var sveitin stofnuð. Stofnendur Hjálparsveitar skáta Hafnarfirði voru 18. tæki hafa oft styrkt okkur en megns- ins af fjármagni sveitarinnar er aflað með sölu jólatrjáa og útgáfu daga- tals. Dagatalið hefur sveitin gefið út síðastliðin 6 ár og síðastliðin 8 ár hef- ut sveitin selt Hafnfirðingum jólatré. Hjálparsveit skáta hefur aldrei verið betur búin til starfa en nú. Starfssaga hennar er um margt sér- stök. Árið 1956 eignaðist sveitin sinn fyrsta búnað. Það voru sex leitarljós og á þeim tima var það mikið átak. í dag rekur Hjálparsveit skáta Hafnarfirði einu sporhunda landsins, sveitin býr í eigin húsnæði sem er glæsilegt félagsheimili, tækjageymsla og stjórnstöð fyrir leitar- og björgunarstörf í Hafnarfirði og ná- grenni. Annar búnaður hefur vaxið i svipuðu hlutfalli. Þrátt TyriT'þefts hefur sveitin sifellt ný verkefni á tak- teinum og er slíkt merki um grósku i starfi. Að baki starfi sveitarinnar liggja margar og strangar æfingar. Þessi mynd er frá einni siysaæfingu sveitarinnar i vetur. Mdrei bet" , böint>' tórtaen^ Smám saman fjölgaði í sveitinni og nú eftir 30 ára starf hafa yfir 300 menn og konur starfað undir merki hennar og stór hluti þessa hóps i tengslum við starfið enn þann dag í dag. Til dæmis eru margir stofnend- anna enn að störfum í þágu sveitar- innar og þess málefnis sem hún vinn- ur að. Þad er mikill munur á starfinu nú eða fyrir þrjátiu árum þegar sveitin hóf starf- semi. I byrjun var tækjakostur nær enginn, en 1 dag ræður sveitin yfir fullkomnum búnaði. Hér er verið að flytja „sjúkling” i einn bila sveitarinnar á slysaæfingu i vetur. bifreiðar til sjúkraflutninga, mannflutninga og fjallaaksturs, þótt fáir létu sig dreyma um slíkt riki- dæmi. En árið 1962 urðu tímamót, þá eignaðist sveitin sina fyrstu bifreið frá Sölunefnd varnarliðseigna. Nokkrum árum síðar var lagt í að festa kaup á stórri fjallabifreið sem sveitin átti i eitt ár. Tvær gamlar bif- reiðar átti sveitin að auki á árunum 1969—74. Bifreiðar þessar voru allar úr sér gengnar og kröfðust allt of mikillar vinnu af hálfu félaga sveitarinnar. 1975 urðu aftur tíma- mót. Það ár var langþráðu marki náð. Keyptar voru tvær nýjar bif- reiðar til sjúkraflutninga og fjalla- aksturs. Hafa bifreiðar þessar dugað sveitinni vel. Síðastliðið ár var önnur bifreiðin seld og ný keypt í hennar stað. Nú er einnig fyrirhugað að endurnýja hina bifreiðina. Aö auki á sveitin Scout-jeppa, sem er

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.