Dagblaðið - 05.03.1981, Page 8

Dagblaðið - 05.03.1981, Page 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. i i Erlent Erlent Erlent Erlent Sovczkir hermenn 1 Afganistan ásamt foringjum úr afganska stjórnarhern- um. . Stöðugt liðhlaup úr afganska stjórnarhernum: ÞRETTÁN OG FJÓRTÁN ÁRA GAMLIR DRENGIR VORU MED VALDITEKNIR í HERINN Rússarnir hafa nýlega byggt,” sagði Rustum. „Þar var okkur haldið í tæpan mánuð meðan fleiri mönnum var safnað saman. Okkur var ekki leyft að fara út og við fengum vatn og brauð annan hvern dag. Þegar þeir höfðu alls náð í 46 menn fluttu þeir okkur með þyrlu til Kunduz (höfuð- borg Takhar héraðs). Þar vorum við í fangelsi i tvo daga ásamt mönnum, sem fluttir höfðu verið frá öðrum héruðum landsins. Fangelsið var troðfullt. Við vorum í sjötíu manna hóp, sem sendur var til herbúða innan borgar- innar og þaðan til annarra búða fyrir utan borgina,” sagði Rustum og 'hann hélt áfram frásögn sinni: „Maður gætti okkar á næturnar í hermannaskála og hermennirnir tóku allt af okkur, líka fötin. Við fengum einkennisbúninga og stígvél en hvor- ugt passaöi á okkur. í tuttugu daga var okkur kennt, hvernig við ættum að standa og vandir við vopnaburð. Rússneskur maður kom á hverjum degi, fylgdist með okkur og talaði við liðsforingj- ana. Á 21. degi fengum við byssur, sem engin skot voru í. Okkur var sagt að nú ætti að kenna okkur að beita byssunum gegn Pakistönum og Dakóítum (ræningjar og glæpamenn; hugtak, sem Kabúlstjórnin notar yfir u ppreisnarmennina). ’ ’ Ehsan sagði að á þessu tímabili hefðu um þrettán menn úr þessum sjötíu manna hópi strokið. Drengjunum tveimur tókst síðan sjálfum að flýja kvöld eitt í janúar, rétt áður en næturvörðurinn kom. Þeir fleygðu einkennisbúningunum og gengu alla nóttina þar til þeir komu til þorps eins. Þar fengu þeir mat og föt og þeim var fylgt yfir fjöll- in til Baluchistanhéraðs í Pakistan. Þeim verður fylgt þaðan af skæru- liðum heim til foreldra sinna þegar vora tekur og snjórinn er horfinn af norðurleiðinni inn í Afganistan. (Reuter). Tveir drengir, þrettán og fjórtán ára gamlir, skruppu að heiman í októbermánuði síðastliðnum. Þeir áttu heima i Takharhéraðinu og ætl- uðu að verzla fyrir fjölskyldur sínar á föstudagsmarkaðinum í bænum Rostaq. Um miðjan dag var markaðurinn umkringdur af sövézkum og afgönsk- um stjórnarhersveitum og drengirnir voru kúgaðir til að ganga í stjórnar- herinn, að því er þeir hafa tjáð frétta- manni Reuters. Einum mánuði síðar voru þeir í bækistöð afganska hersins við Kandahar flugvöll í Suður- Afganistan rúmlega þúsund kíló- metra frá heimilum sínum. Þar voru þeir klæddir allt of stórum einkennis- búningum afganska hersins og sovézkir hernaðarráðgjafar fylgdust vandlega með þeim. Enginn þeirra grennslaðist fyrir um aldur piltanna. Þegar þeir flúðu voru þeir hins vegar meðhöndlaðir sem börn af afgönskum borgurum, sem hjálpuðu þeim að flýja til Pakistan. Þar eru skæruliðar, sem ætla að komadrengjunum í samband við for- eldra sina á nýjan leik. Drengirnir, Mohammad Rustum og Mohammad Ehsan sem eru ný- komnir í mútur, urðu fórnarlömb ör- væntingarfullrar tilraunar hinnar Sovétstuddu Kabul stjórnar til að styrkja stjórnarherinn, sem orðinn er anzi fámennur. Aldursmörkin í hernum eiga að vera 20 ár og voru þau á síðastliðnu ári lækkuð úr 22 árum til þess að reyna að fylla í þau skörð, sem komið hafa í raðir stjórnarhermanna. í afganska hernum voru 80 þúsund hermenn árið 1978 þegar fyrsta Sovétstudda stjórnin komst til valda í Kabúl. Síðan hefur hann stöðugt verið að týna tölunni. Ástæður þess eru margar; hreinsanir hafa farið fram innan hersins, liðhlaup hefur verið gífurlegt og hið óvinsæla stríð við uppreisnarmenn gegn stjórninni. Nú er svo komið, að í afganska stjórnarhernum eru ekki nema um 30 þúsund hermenn ef marka má upp- lýsingar vestrænna stjórnarerind- reka. Það hefur því verið gripið til þess ráðs að taka menn með valdi í herinn og virðist þá ekki vera spurt um aldur. Sagan af Rustum og Ehsan er ekk- ert einsdæmi. 1 flóttamannabúðun- Afgönsk flóttabörn i tjaldi i Aza Khel flóttamannabúðunum i Peshawar f Pakistan. um kringum Peshawar í Pakistan við landamæri Afganistan eru margir unglingar, sem orðið hafa fyrir svip- aðri reynslu og þeir Rustum og Ehsan. Aðferðir sovézku og afgönsku stjórnarhersveitanna eru gjarnan þær, að umkringja markaði þar sem mikill fjöldi fólks er saman kominn og velja úr fjöldanum alla þá menn, sem þykja til greina koma í herinn. Þeir eru síðan fluttir í nálægan geymslustað og þaðan er flogið með þá til herdeilda í fjarlægum lands- hlutum. Rustum og Ehsan, sem eru af hin- um persneskmælandi Tajikættbálki, sögðu fréttamanni Reuters með aðstoð túlks að foreldrar þeirra hefðu sent þá á markaðinn i Rostaq af ótta við, að ef eldri bræður þeirra yrðu sendir þá yrðu þeir teknir og þvingaðir í herinn. „Rússneskar og afganskar her- sveitir umkringdu markaðinn og tóku okkur ásamt um tuttugu mönnum öðrum og fluttu okkur í neðanjarðar- birgi á flugvellinum i Rostaq, sem Afganskir uppreisnarmenn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.