Dagblaðið - 06.03.1981, Síða 5

Dagblaðið - 06.03.1981, Síða 5
Stjórnmálafundir Alþýðubandalagið í Suðurlandskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Alþýðubandalagsins i Suður- landskjördæmi verður haldinn laugardaginn 7. marz kl. 14 i Verkalýðshúsinu á Hellu. Fundarefni: Atvinnumál. Framsöguerindi flytja Guðrún Hallgrimsdóttir og Sigurjón Erlingsson. Sjálfstæðisfélag Sauðárkróks heldur almennan fund að Aðalgötu 8 sunnudaginn 8. marz kl. 17. Umræðuefni: Starfsemi Sjálfstæðisflokksins, fram- söguerindi: Inga Jóna Þórðardóttir framkvæmda stjóri. Félagar hvattir til að fjölmenna. Tilkynningar Föryske sjómannakvinnu hringurinn Sunnudaginn 8. marz nk. verður haldin kaffisala i Föryska sjómannaheimilinu að Skúlagötu 18 og hefst hún kl. 14. Á boðstólum verða heimabakaðar kökur. auk þess verður til sölu ýmiss konar handavinna svo sem færeyskar peysur. Aðalfundir Kattavinaf élag íslands Aðalfundur Kattavinafélags Islands verður haldinn að Hallveigarstöðum sunnudaginn 8. marz og hefst hann Spilakvöld Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, í Reykjavík og nágrenni Félagar eru minntir á bingóið sem verður sunnu daginn 8. marz kl. 14 að Hátúni 12, 1. hæð. Góðir vinningar i boði. Leiklist Föstudagur ALÞÝÐULEIKHIJSIÐ: Sljórnlcysingi ferst af slys förum kl..20.30. LEIKFÉLAG AKUREYRAR: Skáld Rósa kl. 20.30. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR: Rommi kl. 20.30. LEIKFÉLAG VESTMANNAEYJA: Lilla Ljót. frumsýning. ÞJÓÐLEIKHÍJSIÐ: Balletl (undir stjórn Eske Holml kl. 20. Laugardagur ALÞÝÐULEIKHOSIÐ: Kona kl. 20:30. LEIKFÍXAG REYKJAVÍKOR:Ofvilinn kl. 20.30. LEIKFÉLAG VESTMANNAEYJA: Litla-Ljót. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Sölumaður deyr kl. 20 — uppselt. Sunnudagur ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ: Stjórnleysingi ferst af slys- förum kl. 20.30. Kóngsdöttirin sem kunni ekki að tala kl. 15. LEIKFÉLAG AKUREYRAR: Skáld-Rósa kl. 20.30. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Ótemjan kl. 20.30. LEIKFÉLAG VESTMANNAEYJA: Litla Ljót NEMENDALEIKHÚSIÐ: Peysufatadagurinn (i Lindarbæ) kl. 20. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Oliver Twist kl. 15. Ballett (undir stjórn Eske Holm) kl. 20. siðasta sýning. örfáar sýningar eftir á Sálinni hans Jóns míns Leikbrúðuland hefur að undanförnu sýnt leikritið Sál in hans Jóns míns en nú fer sýningum að fækka. Næsla sýning verður á sunnudag kl. 15 að Frikirkju- vegi 1 l.siminner 15937. Árshátíðir Félag framrelðslumanna Árshátíð félags framreiðslumanna verður haldin mifr vikudaginn 11. marz og hefst kl. 19 i Lækjarhvammi. Hótel Sögu. Skemmtiþáttur sem Ragnar og Bessi sjá um, eftirherma, frægur matsveinn kemur i heimsókn. dans. Miðasala er hafin á skrifstofu félagsins aðÓðins- götu 7. Upplýsingar eru veittar i síma 25785. Árshátíð Alþýðuf lokks- félaganna í Reykjavík verður haldin í Fóstbræðraheimilinu við Langholts veg þann 6. marz nk. Húsið opnað kl. 19.00. Móttökustjórar í anddyri Birna Eyjólfsdóttir for- maður kvenfélagsins, Guðmundur Haraldsson for- maður Alþýðuflokksfélagsins og Simon Gissurarson formaður Félags ungra jafnaðarmanna i Reykjavik. Veislustjóri Karvel Pálmason. Borðhald hefst kl. 20.00 stundvislega. Heitur matur framborinn (frá veitingahúsinu Vesturslóð). „Dinn ermúsík”: Karl Lilliendahl og félagar. Hátiðarávarp: Kjartan Jóhannsson. Skemmtiatriði: Laddi i hinum ýmsu gervum. Dansað til kl. 2. Hljómsveit Karls Lilliendahl spilar fyrir dansi. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu flokksins frá 2—5 e.h. Verðkr. 150. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur um heimspeki Dr. Páll Skúlason, prófessor i heimspeki. flytur opin- beran fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands laugardaginn 7. marz kl. 15 í siofu 101 í Lög- bergi. Fyrirlesturinn nefnist „Hugleiðingar um heimspeki og frásagnir” og er hinn fyrsti i röðinni af fjórum fyrir lestrum, sem kennarar heimspekideildar flytja nú á vormisseri um rannsóknir og fræði i deildinni. öllum er heimill aðgangur. Hljómplata vikunnar: Tær og Ijúf tónlist Neville Marriner og Akademían St. Martin-in-the-Fields í digital-upptöku á nokkrum sígildum verkum Margir unnendur klassískrar tó'n- listar hafa megnasta ímigust á svo- kölluðum safnplötum, þar sem safn- að er saman bútum úr ýmsum fræg- um tónverkum, og segja þeir slikt limlestingu á góðri tónlist. Satt best að segja hef ég alls ekki eindregnar skoðanir á þessu athæfi. Leiðinleg tónverk innihalda stundum yndislega kafla og manni finnst tíma- sóun að þvælast í gegnum heila plötu til að finna eitthvað gott fyrir eyrað. Svo er hreint ekki sama hver velur tónlistina og spilar. Ég er t.d. reiðu- búinn að hlusta á ailt sem Neville Marriner gerir með hljómsveit Aka- demíunnar við St. Martin-in-the- Fields, hvort sem um löng verk eða sundurlimuð er að ræða. Ég veit næsta lítið um hinn „eina hreina tón”, en ekki þekki ég tærari né ljóðrænni túlkun á ýmsum verk- um meistaranna, einkanlega fyrir strengi, en þá sem Marriner er ábyrgur fyrir. Nýlega barst mér splunkuný upptaka hans með hljóm- sveitinni, einmitt eins konar safn- plata með tónlist eftir Wagner, Dvorak, Fauré, Tchaikovsky, Grieg og Boccherini (EMI ASD 3943). Þó er varla hægt að segja að þar séu stærri verk bútuð niður til að koma þeim fyrir á safnplötu, því öll eru verkin til í sérútgáfum tónskáld- Kór Langholtskirkju með kökubasar og bingó um helgina: SÖNGFERD TIL BANDARÍKJ- ANNA OG KANADA í SUMAR Kór Langholtskirkju verður seint sakaður um að taka lífinu með ró. Fyrir jólin hélt kórinn mikla og góða tónleika í Háteigskirkju ásamt fjór- um einsöngvurum og hóp hljóðfæra- leikara úr Sinfóníunni. Um páskana flytur kórinn okkur Messías og í sumár er takmarkið hvorki meira-né minna en söngferð til Bandaríkjanna og Kanada! Ja, fyrr má nú ferðast en söngferðast. Ferðalag svo stórs hóps manna til fjarlægra heimsálfa kostar heil ósköp af peningum, jafnvel þó í nýkrónum sé talið. í vetur hafa kórfélagar haft úti allar klær til að ná i farareyri. Má nefna Karlakórinn Stjúpbræður, sem eru karlarnir í Langholtskórnum. Stjúpbræður hafa sungið á árshátíð- um og skemmtunum hvers konar. Um þessa helgi syngja þeir til dæmis þrisvar á gleðisamkundum i borg- inni! Landslýður allur fékk að njóta söngsins þeirra í síðasta Þjóðlífsþætti Sigrúnar Stefáns í sjónvarpinu. En þá er komið að kjarna málsins: Langholtskórinn efnir til kökubasars á morgun, laugardag, kl. 15 i safn- aðarheimilinu i Langholtssókn. Á sunnudaginn efnir kórinn svo til bingós í Fóstbræðraheimilinu kl. 15.30. Ágóðinn rennur auðvitað í ferðasjóðinn. - ARH Stjúpbræður, karlarnir úr Kór Langholtskirkju, taka lagið í safnaðarheimilinu. Þeir hafa stytt mörgum stundir á árshá- tiðum og gleðisamkundum hvers konar í vetur. DB-mynd: -ARH. anna, sérstaklega skrifuð fyrir strengi. Undantekningin er Menuet Boccherinis sem er upphaflega úr strengjakvartett, en hvert mannsbarn þekkir nú sem „tara-rara-ram, bam, bam-ram-bam-bam” (eða svoleiðis). Þarna eru mörg fræg verk og fræg- ast þeirra er án efa Sigurðaryndi Wagners (Siegfried Idyll), sem hann samdi fyrir Cosímu konu sína og lét leika á 33ja afmælisdegi hennar. Auk þess eru á plötunni Noktúrna Dvoraks og hið ljúfa Andante Canta- bile eftir Tchaikovsky sem margir þekkja, svo og tvær melódíurGriegs. En þessi hljómplata hefur fleira til síns ágætis. Hún er nefnilega tekin upp með digital-tækni, en í stuttu máli felst hún í því að upptakan af bandi fer beint inn á plötuna með að- stoð tölvu, án snertingar, og þannig er alls kyns suð og aðrar truflanir úti- lokaðar. Þegar þessi tækni kom fyrst fram var ég heldur efins um gildi hennar. En nú gat ég borið saman tvær útgáfur af Sigurðaryndi Wagners, eftir Karajan og Marriner, og hlýt að viðurkenna að það er stórum meiri nautn aðhlustaádigital upptöku. Allir tónar eru tærari og nærri áheyrandanum og bakgrunns- ómur er alveg úr sögunni. Þessi plata Neville Marriners með Akademíunni í St. Martin-in-the- Fields fæst i Fálkanum. -AI SÚLNASALUR SÍMI 20221 FÖSTUDAGUR Einkasamkvæmi LAUGARDAGUR Kvöldvcrður framrciddur frá kl. 19. Hljómsvcit Raj;n ars Bjarnasonar oj> María Hclcna lcika til kl. 03: SUIMNUDAGUR Samvinnuferðir—Landsýn skemmtikvöld. Kvöldverður framrciddur frá kl. 19.00. 3 árel >A<*A Stjörnusalur (drnm Sími 25033 Opið alla daj>a. Fjölbreyttur sérréttamat- seðill Mímisbar Opið föstudaga frá kl. 19—02, laugardaga 19— 03 og sunnudaga 19—01. Bjarki Sveinbjörnsson leik- ur á orgel. olrel/ JA6A

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.