Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 2
2 ✓ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. Ðna varanlega ástandið er jaf nvægiskerfi: Bygging þjóðfélagsins verður að vera samkvæmt lögmálum náttúrunnar —eyðilegging lífríkisins stafar af því að maðurinn hefur raskað jaf nvægi náttúrunnar með alls konar eiturefnum, mengun og of nýtingu jarðvegsins G.J. skrifar: Markmiðið með þessu bréfi er að reyna að víkka út sjóndeildarhring lesandans, út fyrir þröngsýna tilveru nútímaþjóðfélags, sem markast af þvi að hinir ýmsu hagsmuna- og valdahópar rugla mat einstaklingsins á hvað sé rétt og rangt með ýmiss konar áróðri fyrir sinum málum. Eina leiðin til úrbóta er að gera sér fyllilega grein fyrir hinu raunverulega vandamáli en það næst aðeins með því að líta á málið frá algjörlega hlut- lausum sjónarhóli (þ.e. án tillits til stéttar eða annarra hagsmuna). Það grundvallarkerfi sem öll nútimaþjóðfélög eru byggð upp á, lu Is; invð ferli hvíta mannsins, þetta kerli einkennist af útþenslu. Hagvöxtur sem mæli- kvarði á f ramfarir Ríkjandi valdhafar í hverju landi halda í þá skoðun að hagvöxtur sé eina raunhæfa leiðin og eini mælL kvarðinn á framfarir í þjóðfélaginu. En hagvöxtur kallar á hagvöxt og hvetur það stjórnvöld til áframhald- andi útþenslu. Ég ætla að nefna 3 dæmi um það sem stuðlar að útþenslu. 1. Með aukinni fólksfjölgun fylgir að efia þarf atvinnulíf (og er þá miðað við störf sem samræmast okkar nútíma mælikvarða hvað gæði snertir), einnig er miðað við að útgjöldin á hvern vinnandi mann minnki ekki (þ.e. útgjöld sem þarf til daglegra þarfa minnki ekki) því að ef það gerist þá minnkar framleiðnin en það er einmitt hún sem er notuð sem mælikvarði á hversu blómlegt at- vinnulifið telst. 2. Einnig orkar það sem útþcnslu- aukning þegar stefna margra stór- fyrirtækja (bæði rikisrekinna og þeirra sem eru í einkaeign) er að mynda stór eilífðarfyrirtæki (þ.e. samsteypur). Þetta fer þannig fram að nauðsyn gerist á rekstrar- afgangi til að halda fjárfestingu Þá sem fylgdust mefl þeim ágæta þætti Landnemarnir rekur eflaust minni til þess að indiánarnir ól.uflustútþenslu hvita mannsins. Bréfritari segir öll nútímaþjóðfélög einkennast af útþenslu og þetta ferli hafi hafizt með hvíta manninum. áfram og hefur þetta hin hvetjandi eða örvandi áhrif á hag- vöxtinn. 3. Enn eitt atriðið sem stuðlar að út- þenslunni er að til þess að viðhalda trausti manna á efna- hagskerfinu og koma þannig í veg fyrir brask og spákaupmennsku þarf að auka hagvöxtinn. Ef þetta ekki tekst þá minnkar ráðstöfunarfé atvinnuveganna, þessu fylgir svo aftur minnkandi hagvöxtur en aukið atvinnuleysi. Vandinn er að valdamennirnir munu ekkert raunhæft gera fyrr en almenningsálitið krefst þess af þeirri einföldu ástæðu að sá valdamaður Hálfhúseign Til sölu er hálf húseign í Norðurbænum í Hafnarfirði, samtals að flat- armáli um 210 ferm. íbúðarhæð með 4 svefnherbergjum m.a. Eignin er öll hin vandaðasta að gerð. í kjallara er m.a. ákjósanleg aðstaða til dægrastyttingar eða setustofa er á auðveldan hátt er hægt að tengja aðalhæðinni. Eignin getur verið laus til afnota innan skamms tima. Rúmgóður bílskúr fylgir. Bein sala. Upplýsingar í síma 22870. Embýtishús - raðhús óskast á leigu á Seltjarnarnesi, í vesturbæ eða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Vinsamlegast hringið í síma 12902. Verzlunarhúsnæði Óska eftir að taka á leigu verzlunarhús- næði, 70—80 ferm, við Laugaveg (á bil- inu Kjörgarður — Hlemmur). Upplýs- ingar hjá auglþj. DB í síma 27022 eftir kl. 13 H-565. sem er á móti þvi, helzt ekki lengi í embætti. Verðmætasóun á kostnað framtíðarinnar Afleiðingin af þessu öllu er meðal annars verðmætasóun á kostnað framtíðarinnar (þ.e. framtíðin geldur fyrir þessa sóun) og ef þetta er látið ganga svona áfram þá endar það örugglega með: hungursneyð, far- sóttum, kreppu eða styrjöld. Spurningin er-aðeins hvenær? Helzt hefur verið haldið uppi að styrjöld gæti orðið banabiti siðmenningarinnar (og yrði það óhjá- kvæmilega kjarnorkustyrjöld), en það ber að vara sig á þessari full- yrðingu vegna þess að hún vekur upp andvaraleysi hjá fólki af þeirri á- stæðu að það hefur enga trú á að til kjarnorkustyrjaldar dragi, þvi finnst það ástand sem myndi skapast svo fjarlægt og óraunverulegt. Kreppa er til dæmis jafnlíklegur, ef ekki líklegri, kostur en styrjöld þar sem til hennar kemur hvort eða er ef núver- andi sóun auðlinda heldur óbreytt á- fram, að maður tali nú ekki um ef hún ykist. Allir þekkja dæmið um olíuna en það verður tiltölulega auðleyst vandamál miðað við þau sem eiga eftir að fylgja í kjölfarið, svo sem eyðsla jáms og ekki sizt sú eyðilegging sem hefur átt sér stað á lífrikinu. Með áframhaldandi notkun málma, munu flestir verða uppurnir á fyrstu áratugum næstu aldar og ekkert gerviefni kemur algjörlega í þeirra stað. Jafnvægi náttúrunnar hefur verið raskað Eyðilegging lifríkisins stafar af því að maðurinn hefur raskað jafnvægi náttúrunnar með alls konar eitur- efnum, mengun og ofnýtingu jarðvegsins. Við getum tekið sem dæmi notkun áburðar og skordýra- eiturs, notkun þessara efna eykst stöðugt, einungis til að halda sömu framleiðni. Til þess að úrbætur geti átt sér stað, verðum við meðal annars að gera okkur grein fyrir og sætta okkur við eftirfarandi atriði: 1. Allt á sér endi og óendanleg út- þensla getur ekki átt sér stað, sér- staklega þar sem umhverfið þenst ekki út um leið. 2. Eina varanlega ástandið er jafn- vægiskerfi og er það jafnframt lögmál náttúrunnar og byggist meðal annars á nýtni og hófsemi í eyðslu verðmæta. 3. Engin verðmætasköpun á sér stað í orðsins fyllstu merkingu, eins og svo margir virðast halda, aðeins er um að ræða tilflutning efnis frá einum stað til annars. Við erum öll samsek Ég trúi þvi ekki að menn ætli sér að sitja aðgerðalausir þar til öll ósköpin dynja yfir, sem yrði í formi styrjaldar, kreppu eða einhvers annars. Því að ef við erum ekki varkár og hrunið kemur snöggt yfir mannkynið, þá er eins víst að öll tækifæri til betrumbóta gangi okkur nú úr greipum, í stað breyttra lífs- venja ella. Nú kann einhver að segja sem svo að ég geri of mikið úr hlutunum, að langt sé i það að á- standið verði eins alvarlegt og ég lýsi, en hvað er aukið atvinnuleysi, aukið vopnakapphlaup, aukin spenna á milli stórveldanna, stórfelld aukning á eyðileggingu náttúrunnar, annað en merki um að þessi þróun sé þegar hafin og hvað er það við þjóðfélag sem réttlætir allt þetta? Við verðum einnig að athuga að það að vera neytandi stuðlar að því að þessi þróun haldi áfram þannig að enginn er saklaus. Þeim sem æskja þess að fræðast meira um þessi mál ráðlegg ég að lesa bókina Heimur á helvegi, í þýðingu Bjarna Helgasonar, gefin út af Almenna bókafélaginu. Sjónvarp: Vaka Gerningar! Hvað er nú það? — sjónvarpið á ekki að kosta upptöku á svona vitleysisgangi Vinnufélagar hringdu: Við erum hérna nokkrir vinnu- félagar, alveg stórhneykslaðir á því sem við sáum í Vöku 11. marz sl. Þessi þáttur átti að fjalla um nýlist. Eina skýringin sem sjónvarpsáhorf- endur fengu var sú að þarna færu fram gerningar, hvað sem það nú er. Við álitum að sjónvarpið eigi ekki að kosta upptöku á svona villeysis- gangi, allra sizt á meðan verið er að tala um fjárskort. Raddir lesenda GÍSLI SVAN EINARSSON V Hérer verið að framkvæma gerning 1R DB-m.vnd Einar Ólason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.