Dagblaðið - 18.03.1981, Page 7

Dagblaðið - 18.03.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent „Sannleikur- inn” um Presley Kvikmynd hefur verið gerð um ævi rokkstjörnunnar Elvis Presley og ef marka má kvikmyndina hafa fimm síð- ustu ár lífs hans ekki verið neinn dans á rósum. í myndinni er það tímabil í lífi hans látið einkennast af kynsvalli, eiturlyfjaneyzlu, taugaveiklun, gráti o.s.frv. Linda Thompson, sem bjó með Presley síðustu fjögur ár ævi hans mun hafa veitt nauðsynlegar upplýsingar við gerð myndarinnar og aðstoðað þannig við gerð handritsins. „Hann kvað upp dauðadóm yfir sjálfum sér með stöðugt aukinni fíkniefnaneyzlu og töfluáti,” sagði hún. Hundrað þúsund pólskir timburverkamenn hóta verkfalli: Stjómvöld kvarta undan nær daglegum verkföllum — samkomulag Einingar og pólskra stjórnvalda um þriggja mánaða vinnuf rið hefur ekki megnað að stöðva verkföllin í landinu Hundrað þúsund verkamenn i timburiðnaði i Póllandi hafa hótað verkfalli í næstu viku og þar með komið fram með enn eina ógnunina við samkomulag Einingar og stjórn- valda um þriggja mánaða vinnufrið í landinu. Verkamennirnir hóta einnar klukkustundar verkfalli á mánudag og allsherjarverkfalli á miðvikudag. Þessi yfirlýsing var gefin út í Wrocklaw i gær um svipað leyti og talsmenn verkamanna í iðnaðar- borginni Radom komust að sam- komulagi við stjórnvöld um að af- stýra áður boðuðu verkfalli þar. Yfirvöld bera sig illa út af því að samkomulag þeirra við Einingu um þriggja mánaða vinnufrið í landinu sé ekki virt og standi þau nú nær dag- lega frammi fyrir nýjum verkfalls- hótunum. Þau lýstu því jafnframt yfir að ekkert hefði miðað í sam- komulagsátt við herskáa bændur, sem tekið hafa höfuðstöðvar kommúnistaflokksins í Bydgoszez í sínar hendur og krefjast þess að sjálfstæð verkalýðsfélög bænda verði viðurkennd. Verkamenn í timburiðnaðinum segja að þeir boði til verkfalls nú vegna þess að skógræktar- og timbur- málaráðherra landsins hafi ekki staðið við samkomulag sem undir- ritað hafi verið 18. desember síðast- liðinn. Ekki var skýrt frekar hvað við væri átt. Verkamönnum í Radom tókst með verkfallshótunum sínum að knýja fram afsagnir þriggja af æðstu embættismönnum héraðsins vegna hlutdeildar þeirra í að bæla niður mótmæli verkamanna fyrir fimm árum. Landsráð Einingar á fundi undir forsæti Lech Walesa. Svo virðist sem sam- komulag Einingar og stjórnvalda um þriggja mánaða vinnufrið í landinu hafi ekki megnað að afstýra verkföllum og hafa stjórnvöld látið I Ijós-áhyggjur sinar vegna þess og bent á að þjóðarframleiðsla Pólverja hafi minnkað um tiu prósent á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. El Salvador: Skotárás á banda- ríska sendiráðið Bandariska sendiráðið í San Salvador varð fyrir skotárás í gær og er það i annað skipti á skömmum tíma sem þaðgerist. Tveir menn skutu um tíu skotum á sendiráðið úr bifreið sem keyrði á nokkrum hraða framhjá. Enginn maður slasaðist i árásinni að sögn blaðafulltrúa sendiráðsins. Ekki er vitað hvaða hópur hefur staðið að baki árásinni, sem var gerð aðeins fjörutíu mínútum eftir að blaða- mannafundur var haldinn í húsinu. Fimmburar við góða heilsu Fimmburar fæddust í Rochester- sjúkrahúsinu i New York í gær. Fimmburarnir sem fæddust rúmum mánuði fyrir tímann eru sagðir við góða heilsu. Póíiand að verða andsemítísk þjóð —segir Simon Peres, leiðtpgi st jórnarandstöðunnar í ísrael Shimon Peres, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í ísrael, sagði í gær að Pólland væri að verða andsemítísk' þjóð. Peres, sem sjálfur er fæddur , í pólska héraðinu Novogrodek, sem núna er hluti Sovétríkjanna, sagði á fundi með gyðingaleiðtogum i London í gær, að ,,hin hræðilega hefð” and- semítisma væri nú að ryðja sér til rúms á nýjan leik í Póllandi eins og annars staðar í Evrópu. Á fundi þjóðernissinna i Varsjá í síðustu viku var hvatt til árvekni gagnvart hættunni á því að ,,ný kynslóð Zíonista” kæmist til valda i Póllandi, að því er Peres sagði. Áskríftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHÚSBÓKIN I ri N jimolu 14

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.