Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. Herdís Þorvaldsdóttir með leikurum Leikfélags Sandgerðis. DB-mynd Magnús Gislason. Næstum orðin úti á leið á fyrstu æfingu — Herdís Þorvaldsdóttir leikstýrir Svef nlausa brúðgumanum hjá Miðnesingum ,,Ég var næstum því orðin úti á Mið- nesheiðinni á leið minni á fyrstu æfing- una hjá Leikfélagi Sandgerðis,” sagði Herdís Þorvaldsdóttir sem leikstýrir Svefnlausa brúðgumanum hjá þeim Miðnesingum. „Skafrenningurinn hindraði allt útsýni svo ég varð að stöðva bifreiðina og láta fyrirberast þar til áætlunarbíllinn kom. Ég fylgdi honum svo eftir til Sandgerðis, sá alltaf rauðu afturljósin,” sagði Herdís sem lét erfiðleikana ekkert aftra sér frá því að halda áfram með Svefnlausa brúð- gumann en hann hyggjast Sand- gerðingar frumsýna á fimmtudags- kvöldið. „Mér hefur likað alveg sér- staklega vel, leikfólkið í Sandgerði verður að leggja mikið aukaálag á sig til að létta skammdegisdrunganum af samborgurum sínum og leikverkið, sem er bland af ærsla- og gamanleik, er ein- mitt tilvalið verk til slíkra hluta.” emm Stofnfundur Félags smábátaeigenda í Kópavogi 10. marz sl. Bátaeigendur í bænum telja aðstæður sinar með bátana mun lakari en gerist i Hafnarfirði. Og í Reykjavík er lika verið að bæta aðstöðu smábátaeigenda. DB-mynd Sig. Þorri. Kópavogur: Smábátaeigendurn- ir illa staddir — og stofnuðu hagsmunasamtök „Okkur telst til að Kópavogsbúar eigi 40—50 báta og menn eru eiginlega með þá í höndunum. Bryggjuaðstaðan er slæm, sumir taka bátana í land eftir hverja ferð, aðrir notast við legufæri. Við vonumst til að bæjaryfirvöld hafi skilning á vandamálinu og bæti aðstöðuna fyrir okkur. Ástandið er betra beggja vegna við okkur: í Hafn- arfirði er aðstaðan góð og í Reykjavik er verið að bæta hana. ” Eðvarð Árnason stjórnarmaður ný- stofnaðs Félags smábátaeigenda í Eskifjörður: Kópavogi hafði þetta að segja í samtali við blaðið. Félagið var stofnað 10. marz og er opið þeim sem áhuga hafa á smábátum í Kópavogi, auk smábáta- eigendanna sjálfra. Félagið er stofnað til þess að stuðla að bættri aðstöðu fyrir báta, jafnt hafnaraðstöðu sem öðru sem varðar öryggismál. Kjörin var 5 manna stjórn og formaður hennar er Friðrik Pétursson Borgar- holtsbraut 20, sími 41838. Áhugafólk og þeir sem vilja ganga til liðs við félagsskapinn hafi samband við Friðrik. -ARH Fjölmennt á skíða- landinu við Oddsskarð — í blíðskaparveðri og sól um helgina Um helgina voru hundruð manna, bæði ungir og gamlir, á skíðum uppi við Oddsskarð í blíðskaparveðri og sól. Sl. hiánudag kom Hólmanes inn með I80tonnafþorski. Háifoss var hér sl. sunnudag og tók 1400 tunnur af saltsíld frá söltunar- stöðvunum Friðþjófi og Sæbergi. Síld þessi fer á Rússlandsmarkað. - Regína, Eskifirði. Stund f strandi —staldrað við á Skógasandi hjá Kristni í Björgun og mönnum hans sem eru að gera Sigurbáru VE sjóklára á nýjan leik og ætla sér að koma henni á f lot á næstunni Það er ekki hægt að segja að Maríuhliðið, gamla lendingin þeirra Sólheimamanna, hafi tekið vel á móti Sigurbárunni þegar hún tók land þar á dögunum. Sigurbáran liggur nú á Skógasandi skammt vestan ósa Jökulsár á Sólheimasandi og ber glögg merki eftir óblíð faðm- lög við Merkjastein sem er stór klöpp sem stendur upp úr fjöruborðinu vestan við ós Jökulsár. Við fórum í heimsókn til Kristins Guðbrandssonar og manna hans á Skógasandi, þar sem þeir vinna að þvi að gera Sigurbáru sjóklára á nýj- an leik, en Björgun hf. keypti skipið á dögunum af Tryggingamiðstöð- inni. Kristinn er þarna við fimmta mann frá Björgun en til viðbótar eru þar við vinnu þrír heimamenn. Þegar við renndum niður í fjöruna um kaffileytið á mánudaginn voru þeir björgunarmenn í óðaönn að strengja víra en digrir stálvírar liggja úr skipinu í land. Úr stefni skipsins eru strengdir vírar i stóra og mikla fimmskorna blökk en vírar úr henni voru síðan festir í stóra jarðýtu. Þegar jarðýtan togaði í margfaldaðist aflið þannig að togkrafturinn i skipið varð langt á annað hundrað tonn. „Við vildum gjarna ná skipinu ofar í fjöruna,” sagði Kristinn þegar hann klifraði ásamt mönnum sínum í Kristinn Guðbrandsson I Björgun stjórnaði liði sinu á Skógasandi. „Sigurbáran verður tilbúin i slaginn aftur í haust,” sagði hann. „Þetta er upplagt skip handa þeim á Djúpa- vogi,” bætti hann síðan við. Óskar Kristinsson útvegsbóndi úr Eyjum og áður skipstjóri og eigandi Sigur- bárunnar sem er í baksýn: „Þeir mættu kíkja betur á skerin hérna fyrir utan og setja þau í sjókortin,” sagði Óskar, „en honum Kristni verður engin skota- skuld úr að kippa skipinu á flot, hann er ekki þekktur fyrir að gefast upp.” land, „það er að koma háflóð og það er hugsanlegt að öldurnar ýti aðeins við skipinu og með því að hafa vírana strekkta gæti það þokazt eitthvað upp i fjöruna.” Þegar ýtan var búin að strekkja á vírunum og sumir manna Kristins höfðu fengið fótabað við umstangið við vírana sagði Kristinn þeim að fara heim I hjólhýsið, sem er bækistöð þeirra I fjörunni, og fá sér kaffi. Það væri hvort eð er ekkert hægt að gera fyrr en um kvöldmatinn þegar farið væri að falla út aftur. Allt gengið vel fram að þessu Við stöldruðum við í fjörukambin- um með Kristni og spurðum hann hvernig verkið gengi. „Þetta hefur gengið vel fram að þessu,” sagði Kristinn, „við höfum fengið ágætt veður nema rétt fyrsta daginn. Við kláruðum í gær (sunnu- dag) að þétta stjórnborðshliðina, og núna förum við að vinda okkur í að halla því yfir svo við komumst að bakborðshliðinni en þar eru mestu skemmdirnar.” Kristinn sagði að búið væri að koma annarri ljósavélinni í lag og nú yrði farið að huga að því að koma hinni ljósavélinni og aðalvélinni í gang. Einnig þyrfti að lagfæra raf- lagnir, en sjór komst í rofabox sem brann yfir, en sennilega yrði hægt að millitengja rafmagnið í töflu sem notuð er þegar rafmagn er fengið úr landi i höfnum og á þann hátt koma rafmagni á skipið. Við spurðum Kristin hvort hann væri búinn að gera upp við sig hvernig hann ætlaði að ná skipinu á flot. Hann sagðist fyrst ætla að gera það sjóklárt en hann ætti sjálfur skip sem hægt yrði að nota til að kippa í það, bæði Perlu og Sandey, en það kæmi betur í Ijós seinna hvað yrði. Kristinn sagðist halda að skipið væri i kringum tvö hundruð tonn að þyngd svo dálítið afl þarf til að hreyfa það til. Siðan þeir tóku til við björgun skipsins hefur það færzt undan sjógangi um 50 metra til vesturs og á meðan við stöldruðum við seig skipið aðeins á stjórnborðs- hliðina undan bárunni. Þegar við stóðum þarna í rign- ingarsuddanum ásamt Kristni kom þar að lítill pallbill með V-númeri. Þarna var kominn Óskar Kristinsson skipstjóri og útvegsbóndi úr Eyjum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.