Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.03.1981, Qupperneq 15

Dagblaðið - 18.03.1981, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 15 I) 1 . AFTURELDING AFRAM —sigraði Ármann 19-18 íbikarkeppni HSÍ ígærkvöld Afturelding úr Mosfellssveit tryggði, sér sæti I átta-liða úrslitum bikarkeppni óhjákvæmilega að mæta. Okkar mönnum gengur því illa að læra af reynslunni. Tökum Pólverja sem dæmi. Fyrir 11 ár- um sigruðu íslendingar þá í HM i Frakk- landi (í Metz). Síðan hefur landslið okkar staðið í stað, eða jafnvel farið aftur á bak, á meðan Pólverjar hafa gengið götuna fram eftir veg og hafa nú á að skipa einu sterkasta handknattleiksliði í heiminum í dag, með réttri uppbyggingu en ekki axar- sköftum. Efniviðurinn er nægur í íslenzkum handknattleik en möguleikarnir til að nýta hann í landsliði eru minni en hjá öðrum þjóðum, aðallega vegna fjárskorts. Á meðan svo er getum við hvorki krafizt né vonazt eftir því að geta skákað hinum betri þjóðum i alvörukeppni, eins og HM. Ferð islenzka landsliðsins i B-keppnina var hér á síðunni nefnd helförin (hefði allt eins getað verið nefnd óvænt endalok) og þótti sumum of fast að kveðið. Svo er ekki ef haldið verður áfram með málefni landsliðs- ins sem hingað til. Vilji landsmenn eignast sterkt landslið verður að sjá HSÍ fyrir nauðsynlegu fjármagni til starfsemi sinnar. Peningar eru jú afl allra hluta segir máltækið. Handknattleiksunnendur gætu því hæglega lagt sitt af mörkum með frjálsum framlögum og vonandi skila 2 þúsund umslögin sér aftur til HSÍ með ríf- legum upphæðum svo hægt verði að byggja upp nýtt og sterkt lið úr rústum B- keppninnar. Þótt handknattleiksmenn okkar ynnu ekki glæsta sigra í Frakklandi þá hefur ís- land verið oft í fréttum þar í landi, ekki hvað sízt þjóðhöfðinginn okkar sem flestir vissu einhver deili á. Vissulega yljaði það’ okkur um hjartaræturnar eins og það kom illa við, að minnsta kosti mitt þjóðernis- hjarta, að heyra hvernig þjóðsöng okkar var misþyrmt fyrir landsleikina. Betra var að sleppa flutningi hans heldur en að spila aðeins brot af honum í allra hraðasta takti. -emm Stjórn HSÍ hélt fund með landsliðs- mönnum, forráðamönnum handknatt- leiksdeilda félaganna og fleiri á Hótel Loftleiðum á laugardag. Upphaflega áttu blaðamenn að fá að sitja fundinn en á siðustu stundu var hætt við það og þeim meinuð seta á fundínum. Þó fundurinn stæði f margar klukku- stundir kom þar ekkert marktækt fram — bókstaflega ekkert. Niðurstaða eng- in. Myndin til hliðar var tekin i fundar- byrjun. DB-mynd S. HSÍ í gærkvöld, þegar liðið sigraði Ármann 19—17 í Laugardalshöll. Tvisýnn og spennandi leikur en ekki að sama skapi vel leikinn. Lið Aftureldingar tryggði sér sigurinn á lokaminútum leiksins. Mikið jafnræði var lengstum með liðunum. í hálfleik var staðan 12—12 og um miðjan siðari hálfleikinn stóð 17—17. Þá kom langur kafli, rúmar tíu mínútur og ekkert mark var skorað. Loks fimm mín. fyrir leikslok tókst Aftureldingu að ná forustu 18—17. Komst tveimur mörkum yfir 19—17, Evrópuleikir Ellefu Evrópuleikir í knattspyrnu verða háðir i kvöld — allir nema leikur Real Madrid og Spartak Moskvu, sem verður á morgun. í Evrópubikarnum leika CSKA, Sofia-Liverpool, Ostrava- Baycrn Munchen, Rauða stjarnan- Milano. t UEFA-keppninni leikur Standard f Köln, Lokeren á heimavelli við AZ ’67. Þá á Ipswich heimaleik við St. Etienne. • Hannesfer til Ástralíu „Okkur þykir þetta vera það mikill viðburður að full ástæða sé til að sækja þennan fund,” sagði Hannes Þ. Sigurðsson, varaforseti ÍSÍ, sem heldur til Ástralíu innan skamms til að sitja stofnfund Alþjóðasambands íþrótta- sambanda. Þetta mál hefur verið í deiglunni um nokkurt skeið og Evrópuþjóðirnar vildu sýna að þær væru reiðubúnar tii samstarfs við hinar þjóðir heimsins með því að halda stofn- fundinn í Melbourne. -SSv.. FH vann íslandsmeistarar FH í kvenna-hand- knattleiknum sigruðu Ármann 24—15 í bikarkeppni HSÍ í Laugardalshöll í gærkvöld. þegar þrjár mín. voru til leiksloka. Kappinn gamalreyndi, Björn Jóhannesson, minnkaði muninn í 19— 18, þegar um 40 sekúndur voru til leiks- loka. Mikil læti lokasekúndurnar. Leikið maður á mann. Ármenningar náðu tvivegis knettinum og Björn reyndi langskot, þar sem Emíl Karlsson, markvörður Aftureldingar, hafði farið úr markinu til að gæta fremstu manna Ármanns. En lánið var ekki með Birni. Hann kastaði knettinum yfir Emil en líka markið í báðum tilfellum. Mosfellingar stóðu því uppi sem sigurvegarar í lokin. -hsím. Þetta er sigurlið Grunnskóla Njarðvikur f skólakeppni KKÍ fyrír stúlkur á aldrínum 12—15 ára. Báru dömurnar úr Njarðvik sigur- orð af stöllum sinum úr Flensborg i Hafnarfirði, Grunnskólanum i Borgarnesi og á Sauðárkróki. Á myndinni eru i aftarí röð frá vinstrí: Marínó Einarsson, Berglind Bjarna- dóttir, Sigurdís Gunnarsdóttir, Vigdfs Þórísdóttir fyrirliði, Guðbjörg L. Jóns- dóttir, Margrét Örlygsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Fremri röð f.v.: Linda Magnúsdóttir, Kolbrún Garðarsdóttir, Hulda Lárusdóttir, Laufey Einarsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir. DB-mynd S. Norwich lag- aði stöðuna — Sigraði Middlesbrough í 1. deild í gær Norwich City náði í tvö dýrmæt stig gegn Middlesbrough á heimavelli f gær í 1. deildinni ensku. Sigraði 2—0 og komst upp fyrir Leicester. Er aðeins einu stigi á eftir Brighton, sem er f fjórða neðsta sætinu. Gamli, enski landsliðsgarpurinn Joe Royle skoraði bæði mörk Norwich i fyrri hálfleik. Þá hafði Norwich yfirburði. í siðari hálf- leiknum snerist dæmið við. Middles- brough sótti mjög en lánsmaðurínn frá QPR, Chris Wood, varði allt sem á mark Norwich kom. Stóð sig frá- bærlega vel. Southampton vann auðveldan sigur á Everton, 3—0. Kevin Keegan, sem átti mjög góðan leik, skoraði strax á 10. mín. Hann átti sendingu á Graham Baker, sem skoraði annað markið á 63 mín. Fimm mín. fyrir leikslok skoraði Steve Williams þriðja mark Dýrlinganna. Enski lands- liðseinvaldurinn Ron Greenwood var meðal áhorfenda. Þá vann Birming- ham Úlfana 1—0. Varnarmaðurinn Kevan Bróadhurst skoraði eina mark leiksins. Úrslit urðu þessi: 1. deild Birmingham-Wolves 1—0 Norwich-Middlesbro 2—0 Southampton-Everton 3—0 2. deild Swansea-Bristol City 0—0 3. deild Carlisle-Swindon 2—1 Charlton-Millwall 0—0 Fulham-Chester 0—I Hull-Colchester 0—1 Plymouth-Huddersfield 0—0 4. deild Dariington-Wimbledon 4—1 Við sigurinn komst Southampton i þriðja sæti í 1. deild. Hefur 42 stig eftir 34 leiki. Nottingham Forest og WBA hafa 41 stig eftir 33 leiki og Liverpool 40stig eftir 32 leiki. -hsim. „Borgum ekki f erðir og uppihald” — sagði Guðmundur Þórarinsson „Það er útilokað að við getum tekið við bandarisku lyftingamönngnum á þeim kjörum sem þeir vilja,” sagði Guðmundur Þórarinsson, formaður Lyftingasambandsins, við DB í gær. „Þessir karlar vilja að við borgum fyrir þá ferðir og uppihald en það kemur ekki til greina af okkar hálfu. Við munum tjá þeim hver okkar afstaða í þessu máli er. Hins vegar erum við reiðubúnir til að koma á móti fyrir þá ef þeir vilja koma,” sagði Guðmundur ennfremur. -SSv. Fallbaráttan íHafnarfirði f kvöld: Sigur Hauka nær tryggir þeim 1. deildarsæti áfram Haukar mæta KR-ingum í þriðja leiknum i fallbaráttu 1. deildarinnar og ef marka má úrslitin i þeim tveimur leikjum, sem þegar er lokið, má búast við hnifjöfnum og hörkuspennandi leik. í fyrsta leiknum i Laugardalshöll sigruðu Haukar Fram 23—22 og siðan gerðu Fram og KR jafntefli á föstudag. Það verður erfiður róður fyrir KR- ingana að ná sigri í Firðinum í kvöld. Haukar unnu t.d. báða leikina gegn KR í vetur og eru alltaf erfiðir heim að sækja. KR hefur nú fengið Alfreð Gíslason til Iiðs við sig á ný eftir slæm meiðsli og síðan leikbann en hann náði sér ekki á strik gegn Fram á föstudag. í toppformi er hann leikmaður, sem skorar 8—10 mörk í leik, svo það munar um minna. Það veltur mikið á því hvernig markvarzlan verður í kvöld. Haukamir hafa ekki getað kvartað yfir henni í vetur en hjá KR hefur hún verið gloppóttari. Hins vegar hefur hún verið mun jafnbetri eftir að Brynjar Kvaran hóf að leika með liðinu. Vinni Haukar leikinn í kvöld er staða liðsins mjög góð, en sigri KR er keppnin á milli liðanna þriggja í einum allsherjarhnút. Það er i raun útilokað að ætla að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld. Bæði liðin eru óútreiknanleg og 'sveiflur miklar og tíðar í leikjum þeirra. Spennuna hefur hins vegar ekki vantað og varla verður breyting þar á í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20. -SSv. Fylgdust með kennslu skylduæfinga f Vín Fyrir nokkru komu tvær fimleika- stúlkur úr Björk, Rannveig Guðmunds- dóttir og Hlín Árnadóttir, ásamt þjálf- ara sínum, Ágústu Guðmundsdóttur og Margréti Bjarnadóttur, formanni fimleikafélagsins Gerplu, frá Vínar- borg, þar sem þær fylgdust með sýni- kennslu Alþjóðafimleikasambandsins í skylduæfingum kvenna. Talsverðar breytingar voru gerðar á þeim eftir OL í Moskvu 1980 og því nauðsynlegt að fylgjast með breytingunum. Að undan- iförnu hafa þær haldið námskeið hér heima til að kenna þessar nýju skyldu- æfingar og er nú þegar farið að æfa eftir þeim. Fimleikaíþróttin hefur verið i örum vexti hér á íslandi undanfarin ár undir dugmikilli forystu Ástbjargar Gunnarsdóttur, formanns Fimleika- sambandsins. -SSv. ST0ÐVAR „SP0INN” PETUR? — landsliðið í körfunni mætir pressuliði f Njarðvíkunum f kvöld í kvöld kl. 20 verður meiri háttar leikur i körfunni er landsliðið og lið i- þróttafréttamanna mætast I Njarð- vikunum. Landsliðið er nú á kafi í undirbúningi fyrir ferðina til Sviss, þar sem liðið tekur þátt i C-keppninni sem er haldin þar að hluta til. Liðið fær þar verðuga mótherja og álagið verður mikið þvi leiknir verða 5 leikir á jafn- mörgum dögum. Landsliðsþjálfarinn, Einar Bolla- son, tilkynnti lið sitt í gær og er það skipað eftirtöldum leikmönnum: Jón Sigurðsson, KR, Kristinn Jörundsson, ÍR Ríkharður Hrafnkelsson, Val Pétur Guðmundsson, Val Jónas Jóhannesson, UMFN Gísli Gíslason, ÍS ÁgústLíndal, KR Torfi Magnússon, Val Gunnar Þorvarðarson, UMFN Kristján Ágústson, Val Valur Ingimundarson, UMFN Símon Ólafsson, Fram íþróttamenn fengu leyfi til að nota þá fjóra leikmenn, sem ekki eru með landsliðinu í kvöld, en lið jveirra er annars þannig skipað: Axel Nikulásson, ÍBK Viðar Þorkelsson, Fram Jón Jörundsson, ÍR Þorvaldur Geirsson, Fram Andy Fleming, ÍR Dakarsta Webster, Skallagr. Guðsteinn Ingimarsson, UMFN Garðar Jóhannsson, KR Jón Steingrímsson, Val Jón V. Matthíasson, UMFN Gunnar Jónsson, Skallagr. Pálmar Sigurðsson, Haukum Baráttan var hörð um að komast í pressuliðið og margir ágætir körfuknattleiksmenn komust ekki þar í. Það verður vafalítið gaman að sjá viðureign þeirra Péturs Guðmundssnar og Dakarsa Webster, sem reyna mun að hafa hemil á honum. Það verður vandasamt verk því Pétur hefur leikið afar vel að undanförnu og til alls líklegur. Lið íþróttafréttamanna verður undir stjórn þeirra Steins W. Sveinssonar og Kristins Stefánssonar iog ef að líkum lætur drepur ekki þögn Imenn á þeim bænum. Það stefnir því allt í að það verði hörkuleikur á fjölum Ljónagryfjunnar syðra í kvöld. Pressuliðið leggur að vanda allan sinn metnað í að sigra og svo er bara að bíða og sjá-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.