Dagblaðið - 18.03.1981, Side 20

Dagblaðið - 18.03.1981, Side 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÍKUDAGUR 18. MARZ 1981. Wttllam McQuittan, sam takur vlt af Kenneth East nú I minuðbtum. Nýrsendiherra Bretaáíslandi skipaður Eftirmaður Kenneth East sem sendiherra Breta á Íslandi verður William (Rodger) McQuillan. Hann hefur unnið hjá utanríkisþjónustunni síðan árið 1965. Fyrst í stað vann hann i Ródesiudeild utanríkis- ráðuneytisins. Árið 1968 tók hann síðan við starfi fyrsta ritara við sendiráð Breta í Lusaka í Zambiu. Á árunum 1970—74 var Mc- Quillan fyrsti ritari við sendiráðið í Santiago i Chile. Þaðan lá leiðin til Guateinala City, þar sem hann tók við embætti konsúls og starfsmanna- stjóra hennar hátignar. Árið 1978 varð hann yfirmaður upplýsinga- deildar utanríkisráðuneytisins í London. William McQuillan er fimmtugur að aldri. Hann er kvæntur og á þrjú börn. — Eins og skýrt var frá 1 Dag- blaðinu lætur Kenneth East af störfum sendiherra nú i mánuðinum eftir sex ára dvöl hér á landi. Jazzvakningmeð tónleika áHótelBorg: Ungir og gamlir spreyta sig —Nítján manna hljómsveit Clark Terry er vœntanleg hingað íaprílbyrjun Jazztrió Guðmundar Ingólfs- sonar, Nýja kompaníið og tveir sér- stakir gestir, Gunnar Ormslev og Áskell Másson, koma fram hjá klúbbi jazzáhugafólks, Jazzvakn- ingu, í kvöld. Tónleikarnir verða haldnir á Hótel Borg. Með Guðmundi Ingólfssyni pianóleikara leika i tríói hans þeir Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Guðmundur Steingrímsson tromm- ari. í Nýja kompaníinu eru Jóhann G. Jóhannsson, sem leikur á píanó, Sigurður Flosason altósaxófónleik- ari, Sigurður Valgeirsson, sem leikur á trommur, Sveinbjörn I. Baldvins- son á gítar og Tómas Einarsson leikur á kontrabassa. Nýja kompaníið er um hálfs árs gömul hljómsveit. Hún leikur hefðbundinn og nýrri jazz og auk þess eigiðefni. Gestirnir tveir eru vel kunnir af verkum sínum. Gunnar Ormslev er einn alreyndasti saxófónleikari landsins og Áskell Másson tónskáld er flestum öðrum kunnúgri göldrum slagverksins. ÁSGEIfi TÓMASSON Clark Terry og félagar koma við Næsta verkefnið, sem Jazz- vakning tekst á við, eru tónleikar nítján manna hljómsveitar banda- ríska trompetleikarans Clark Terry. Hópurinn hefur að undanförnu verið á hljómleikaferð um Evrópu og er nú á heimleið. Hljómleikar Clark Terry og félaga verða þann 3. april. Tónleikarnir í kvöld eru hinir fyrstu sem Jazzvakning gengst fyrir á þessu ári. Hinir síðustu voru milli jóla og nýárs. Þó hafa Jazz- vakningarmenn ekki verið alveg aðgerðalausir í millitíðinni, því að þeir hafa staðið fyrir skemmtunum í samvinnu við Samtök alþýðutón- skálda og -tónlistarmanna, SATT, og Vísnavini. -ÁT- Ballettfólk í hanastéli Sovézka sendiráðið í Reykjavík bauð á laugar- daginn íslenzkum ballett- dönsurum og sovézkum í hanastél. Margt fleira góðra gesta var í boðinu, svo sem þjóðleikhússráðsmenn og fleiri. Bjarnleifur Bjarnleifs- son ljósmyndari Dagblaðs- ins var á staðnum og tók þessar þrjár myndir. Hópur úr íslenzka dansfktkknwn ísamt tveknur sovózkum dönsurum. Frá vlnstri eru QuOrún PHsdóttír, Helga Bemhard, Nanna Ólafsdóttír, Óimfíe BJamletfsdóttír, Auður BJamadóttír, sovózk dansmœr, Júrl VJadtmlrov dansmri, Inglbförg Pélsdóttír og BJrgitta Hekte. Mamma skilur við alla Við höfum frétt að margt sé bráð- fyndið 1 revíu þeirri sem Þórarinn Eldjárn og Jón Hjartarson eru að semja fyrir Leikfélag Reykjavíkur en þeir hafa varizt allra sagna um efnið. Það er þó óhætt að slá því föstu að þeir félagar gera stólpagrín að ýmsu í þjóðlífi okkar, meðal annars gagn- merkum fyrirbærum eins og barna- bókasamkeppni og náttúruvernd. í barnabókasamkeppninni eru lagðar fram bækur með hinum stór- kostlegustu titlum sem eru útúrsnún- ingar á kunnum barnabókum, sagði heimildarmaður okkar og bætti við að fyrir sinn smekk hefði hann látið verðlaunin renna til bókarinnar „Mamma skilur við alla” (samanber sígilda barnabók Stefáns Jónssonar: Mamma skilur allt). Hugsjónamál: bætt tannhirða sauðfjár Náttúruverndarmenn fara mjög halloka í revíunni fyrir yfirgangi landeyðingarmanna sem hafa með sér félag til að berjast fyrir upp- blæstri. Gott ef það heitir ekki sanda- vinafélagið. Þessir uppblástursmenn tala mikið um hvað mannlífið á íslandi hljóti að hafa verið erfitt á landnámsöld þegar allt undirlendi var skógi vaxið og þvi hvergi þolanlegt að vera nema helzt í fjörugrjótinu. Þeir unna mjög kind- inni, sem sólgin er í ungar trjá- plöntur, og berjast fyrir sérstöku heilsuprógrammi til að bæta tann- hirðu sauðfjár. Eitthvað annarlegt Enn hefur revíunni ekki verið valið nafn en kvisazt hefur að leikhússtjór- arnir séu að bræða með sér að kalla hana „Annarleg sjónarmið” eða „Annarlegar skoðanir”. Enda má búast við að það sé nokkuð gott sölu- nafn, útvarpshlustendur muni hrökkva upp af dvalanum þegar þulurinn tilkynnir: „Annarleg sjónarmið í Iðnó í kvöld. Uppselt.” Gullkorn úr Lögbirtingi Hinn 12. febrúar 1981 sóttu Chi- Chen Ho (Mr. Ho), 2nd Fl., No. 3, Lane 160, Sec 1, San Ming Rd„ Taichung City, Taiwan og Tai-Her Yang (Mr. Yang), 5-1, Tai-pin Street, Kuang-Hwa Li, Si-Hu Jenn, Chiang- Hwa Hsien, Taiwan um einkaleyfi hér á landi á sjónvarpstæki, í óhultri fjarlægð, tengt sérhönnuðu aðvör- unar- og öryggiskerfi gegn innbrot- um. Umsóknin, nr. 2613, er til sýnis í ráðuneytinu. Gunnlaugur vildiekki sérframbQð krataíHI I dálki þessum sl. laugardag var frá því sagt að Gunnlaugur Stefánsson guðfræðinemi og fv. þingmaður hefði afneitað umbótasinnum í háskólanum. Þessum tíðindum afneitar Gunnlaugur og segir þetta illa rangt. Hann hafi hins vegar ekki viljað að Jafnaðarmannafélag stúdenta byði fram sérstaklega að illa grunduðu máli eins og hugmyndir voru uppi um í janúar og febrúar. Gunnlaugur hélt síðan til sjós og á meðan kom fram miðjuframboð umbótasinna i háskólanum. „Það var ekkert rætt við mig um það og kom aldrei til þess að ég tæki opinbera afstöðu til þess,” sagði Gunnlaugur. Skemmtanirfyrir vangefna í Þrótt- heimumfjölsóttar „Við hjá Æskulýðsráði höfum í vetur gengizt fyrir skemmtunum fyrir vangefna á þriggja vikna fresti 1 sam- vinnu við Styrktarfélag vangefinna. — Skemmtunum sem hafa tekizt ein- staklega vel,” sagði Skúli Björnsson forstöðumaður félagsmiðstöðvar- innar Þróttheima. Ein slik skemmtun var einmitt haldin síðastliðinn laugardag. Hana sóttu um tvö hundruð manns. „Aðsóknin í vetur hefur verið mjög góð,” sagði Skúli. „Krakkamir bíða eftir hverri skemmtun með mik- illi eftirvæntingu. Þau koma af öllum heimilum fyrir vangefna á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Meira að segja hefur komið hópur frá Sólheimum í Grímsnesi. Hann hefur þó ekki komizt á síðustu skemmtanirnar vegna slæmrar færðar.” Skúli Björnsson sagði að á skemmtununum í Þróttheimum væri boðið upp á bíó, dans og skemmti- atriði. Hann sagði að mikill áhugi væri hjá krökkum, sem eru í starFi hjá Æskulýðsráði, að koma og sýna æfð skemmtiatriði, sem búið hafi verið að undirbúa fyrir þeirra eigin skemmti- kvöld. „Eitt er víst að þakklátari áhorfendur fá þau varla,” sagði Skúli. „Þessir krakkar taka öllu sem gert er fyrir þau með miklum þökk- um. — Það er kannski klaufalegt að tala um krakka i þessu tilfelli, því að sumir sem koma hingað á skemmtan- irnar eru komnir á sextugsaldurinn. En öll eru þau krakkar á sinn hátt.” -ÁT- inn i laugardaglnn. Alls voru um tvti hundruð manns á skemmtunlnnl þann daglnn. DB-mynd: Þorrl. Om Quðmundsson filagl I Islenzka dansfíokknum rætilr vlð sovizkan starfsbróður slnn. Skærasta stjema sovézka balletthópslns ver in efa Júri Vladimlrov. Gagnrýnendur voru reyndar i þvl eð henn vmri komlnn af littasta skelðl, en eigl ati sfður þóttí henn standa slg vel. Hir er hann ásamt fararstjóra hópslns. DB-myndir: Bjarnlerfur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.