Dagblaðið - 18.03.1981, Side 28

Dagblaðið - 18.03.1981, Side 28
Þrefað um Helluprentsmálið ífjóra tíma og hreppsnef ndarf undur boðaður í nótt: Allt upp í loft á borgarafundi á Hellu — tillögur, frávísunartillögur, vantraust á fundarstjóra! „Þetta er mesti skrípaleikur sem ég hef tekið þátt i um dagana,” sagði einn fundarmanna á borgarafundin- um á Hellu í gærkvöldi, þegar deilt var um hugmyndir meirihluta hrepps- nefndar að kaupa hús fyrirtækisins Helluprents og gera að samkomuhúsi jOg félagsheimili hreppsins. 17 manns komu í 32 skipti í ræðu- stól, enda stóð fundurinn í 4 tíma, eða til kl. 1 í nótt. Og tillögur fóru að berast upp úr miðnætti til fundar- stjórans, frávísunartillaga á fyrri til- lögu, frávísunartillaga á frávísunar- tillöguna og vantrausttillaga á fundarstjóra! Einn fundarmanna, v___ Þrír af fimm hreppsnefndar- mönnum mæltu með kaupunum á húsinu fyrir félagsheimUi: Páll Björnsson oddviti og Árni Hannes- son, fulltrúar óháðra kjósenda, en þeir eru báðir í stjóm Helluprents. Jón Thorarensen fulltrúi sjálfstæðis- manna og varastjórnarmaður Hellu- prents er sammála Páli og Árna. Bjarni Jónsson á Selalæk, fulltrúi frjálslyndra kjósenda, og Gunnar Magnússon í Ártúnum, fulltrúi óháðra kjósenda, eru andvfgir hug- myndum félaga sinna í hreppsnefnd. Fram kom á fundinum að hús Helluprents ætti að kosta 2.1 milljón króna, en með nauðsynlegum breytingum myndi verðið fara upp i 4.6 milljónir. Hreppsnefnd Rangárvallahrepps kom saman til fundar í nótt að lokn- um borgarafundinum. Voru rædd úrslit mála á fundinum, en í morgun tókst ekki að fá uppgefið hvað þeim hreppsnefndarmönnum fór á milli. Jón Þorgilsson sveitarstjóri var fremur stuttur i spuna þegar blaða- maður náði sambandi við hann: ,,Ég hef ekkert um málið að segja og banna þér að geta þess að þú hafir hringt í mig.” -ARH. sem jafnframt situr í stjórn Hellu- prents, hótaði því að kæra fundar- stjórn til félagsmálaráðuneytisins. Fundarstjóri sagði af sér störfum og tók ekki aftur við stjórninni fyrr en meirihluti fundarmanna hafði lýst trausti á hans störf. Fundurinn samþykkti „eindregna og afdráttarlausa andstöðu til framkominnar hugmyndar um að gera prenthús Helluprents að sam- komuhúsi og félagsheimili.” Jafn- framt var skorað á hreppsnefnd að kanna möguleika á að kaupa Hellu- prentshúsið til að reka i því iðngarða. Ekki eru allar ferðir tíl fjir, þótt famar sóu. Það fenguþeiraö reyna fólag- amir Gunnar Stefán og Pitur tngi. Þeir riðu véihrossi sinu um tún og engi Laugardaishaiiar og uggðu ekki að sér. Skurðir eru margir á þvi ágæta túnl en fuiiir af snjó. En varhugaverðir eru þek, enda víða tóm undir. VHhross þeirra fiiaga stakkst á nefíð ofan i skurð og þeir með. En hressir strákar láta siíka smámuni ekki á sig fá, eða tefja sig lengi fri útreiðunum. DB-mynd S. Hús brann ofan af fjölskyldu Á fimmta límanum i morgun var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi í Eyjum er Dalir heitir og stendur skammt ofan við samfellda byggð í kaup- staðnum. Að Dölum er gamali timburhús, sem byggð hefur verið steinbygging við og húsið allt endur- bætt. Er það ein hæð og kjallari. Þarna bjó ein fjölskylda, hjón með tvöbörn. Slökkvilið kom fljótt á vettvang og réð niðurlögum eldsins á tæpri klukkustund. En íbúðarhæðin er mikið brunnin og tjónið mjög tilfinnanlegt. Eldsupptök eru talin vera út frá rafmagni. Fjölskyldan sem í húsinu bjó hlaut ekki likamleg meiðsli af eldsvoðan- um. Til bráðabirgða var fólkinu komið fyrir i skátabústaðnum sem jafnframt er farfuglaheimili. -A.St. Allt að tveggja milljóna króna kröfur í þrotabú Trésmíði sf. í Keflavík: Eitt stærsta gjald- þrotamál Suðurnesja Byggingafyrirtækið Trésmíði sf. í Kefiavik hefur verið lýst gjaldþrota. Kröfulýsingafrestur er auglýstur í Lögbirtingablaðinu til 27. apríl. Skiptafundur verður boðaður að frestinum útrunnum. Hér er um að ræða eitt stærsta — ef ekki stærsta — gjaldþrotamál á Suðurnesjum. Talað er um að kröfur 1 þrotabúið nemi allt að 2 milljónum króna (200 millj. gkr.), án þess að sú tala hafi fengizt staðfest. Ótaldar eru þá fasteignir sem eigendur fyrirtækisins höfðu veðsett fyrir skammtímaskuldum og töpuðu vegná þess. Fyrirtækið umrædda missti fót- anna á hálu svelli fjármálanna með því að bjóða í stórframkvæmdir gegn greiðslu langt undir áætluðu kostn- aðarverði. Þannig bauð Trésmíði sf. í byggingu dælustöðvar og varma- orkuvers II í Svartsengi á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Einnig var boðið í byggingu heimilis aldraðra í Keflavík. í öllum tilfellum var boðið lægra en kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir. Fór fljótlega að halla undan fæti og fyrirtækið gat ekki staðið í skilum við undirverktaka, svo sem múrara, rafvirkja, málara o.fi. eða greitt reikninga fyrir út- teknu byggingarefni í verzlunum. Heimildir DB segja að eigendur Tré- smíði sf. hafi lýst fyrirtækið gjald- þrota strax og fyrsta krafa undirverk- takanna kom. Hún hljóðaði upp á 28 milijónir gkróna. Fleiri kröfur fylgdu í kjölfarið og nema nú alls u.þ.b. 2 milljónum nýkróna sem fyrr segir. -ARH. Irfálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ1981. Niðurskurðursjón- varpsdagskrár sam- þykktur í útvarpsráði: Sparnaðarog aðhalds gætt — íöllum rekstri sjónvarpsins Á fundi útvarpsráðs í gærdag var samþykkt með þremur atkvæðum gegn engu niðurskurður á dagskrá sjónvarps svo og að aðhalds verði gætt í rekstri stofnunarinnar. í því skyni verður sumarleyfislokun sjónvarpsins viku Iengur en hún hefur verið. Eftir- miðdagsdagskrá á sunnudögum verður einungis yfir þrjá mánuði að vetrinum og þá endursýndar bíómyndir í stað nýs efnis. Þá var ákveðið að stytta kvölddag- skrána alla virka daga þannig að sjónvarp hætti eigi síðar en kl. 22.30, en um helgar kl. 23.30. Þá verður vetrardagskrá, sem venjulega er mun veigameiri en sumardagskrá, miðuð við tímabilið 15. október til 1. maí. Útvarpsráð lýsti einnig þeim vilja sínum á fundinum að dregið verði úr yfirvinnu almennt og aðhalds gætt í öllum rekstri. Þeir sem greiddu tillögunni atkvæði voru Vilhjálmur Hjálmarsson, Markús Á. Einarsson og Jón Múli Árnason. Ellert Schram, Eiður Guðnason, Erna Ragnarsdóttir og Markús örn Antonsson sátu hjá, en skiluðu sérbókunum. -ELA. Framtíðarbyggingar fyrir þingið: Hússemfyrireru flutteðarifin Forsetar Alþingis og Benedikt Gröndal (A) flytja tillögu um fram- tíðarhúsakost Alþingis. „í tilefni af hundrað ára afmæli aíþingishússins ályktar Alþingi, að heimkynni þingsins skuli áfram vera í sama húsi, svo og í byggingum í næsta nágrenni þess,” segir í tillögunni. Efnt skuli til samkeppni íslenzkra húsameistara um viðbótarbyggingu fyrir starfsemi þingsins á svæði, sem takmarkist af Templarasundi, Kirkjustræti, Tjarnar- götu og Tjörninni. „Gert er ráð fyrir, að ýmist megi fiytja eða rífa þau hús, sem á þessu svæði standa nú. Alþingi á þegar flest þessi hús og lóðirnar, nema Oddfellowhúsið. Það er rammgerð steinbygging, sem girðir fyrir þann kost, að nýbygging fyrir Alþingi snúi út að Tjörninni. Niðurrif þess á síðara stigi gæti þó haft megináhrif á skipulagshugmyndir,” segja flutnings- menn. „Samkeppnin og úrvinnsla gagna úr henni er tálin munu taka 3—5 ár. Kemur því varla til byggingar- framkvæmda fyrir Alþingi fyrr en 1985—1990.” -HH. Slapp meðskrekk- inn frá árekstri Drengur varð fyrir bíl á Borgarholts- braut í Kópavogi. Hugðist hann hlaupa yfir götu rétt vestan gangbrautar og umferðarljósa. Drengurinn slapp betur frá slysinu en við mátti búast. Fékk heimfararleyfi fijótlega eftir að skoðun lauk í slysadeild. -A.St.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.