Dagblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 16
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981. FÓLK Egill Eðvarðsson: Að Laugavegi 178 hefur myndazt nokkurs konar útlaga- nýlenda frá sjónvarpinu. Þar starfa Egill Eðvarðsson og Björn Björns- son. Ólafur Ragnarsson er ný- fluttur inn og í framköllunarsalnum hjá Mats er Gunnar Borg, sem lengi vann hjá stofnuninni. Niðri i búðinni hjá Mats eru þrír gamlir sjónvarpsstarfsmenn. Og ekki nóg með það: Örfáuni • r húslengdum frá, í Valhöll, vinna einnig þrír gamlir starfsmenn sjónvarps og i Skipholtinu, i húsi Gísla B. Björnssonar, eru margir kvikmyndagerðarmenn, hljóðmenn og fleiri, sem einmitt hófu feril sinn hjá sjónvarpinu. Öll eru þessi fyrirtæki aðeins steinsnar frá Laugavegi 176, þar sem Ríkisút- varpið sjónvarp er einmitt tilhúsa. Þegar blaðamaður DB ræddi við Egil, Björn og Ólaf varð örlítil truflun. Kona bankaði uppá og spurði, hvort hún gæti greitt afnotagjald sjónvarpsins hjá þeim. Félagarnir urðu dálitið skrýtnir á svipinn og bentu henni á að innheimta Rikisútvarpsins væri þarna skammt frá. Konan leit fyrst á Ólaf, síðan á Egil og toks á Björn og sagði svo: ,,Nú, er innheimtan ekki i sama húsinu?” FÓLK Reynt að halda upplagstölunni við Ottuðumst fyrst að engin þörf yæri fyrir fyrirtæki eins og Hugmynd „Þegar við Björn opnuðum fyrir- tæki saman. Margar hugmyndir tækið vorum við satt að segja efins í að það ætti eftir að ganga, — við yrðum óþarfa baggi í þessum bransa. Sérstaklega vorum við hræddir um að forráðamenn auglýsingastofanna myndu spyrja sjálfa sig hvort okkar fyrirtæki væri nauðsynlegt. Nú eru níutiu prósent viðskipavina okkar auglýsingastofurnar og sait að segja alveg nóg að gera,’ sagði bgú Eðvarðsson.sem ásamt Birni Bjöi - syni rekur fyrirtækið Hugmynd. Egill sagði að verksvið fyrirtækis- ins væri aðallega sjónvarpsauglýs- ingagerð á mismunandi stigum, „allt frá hugmyndavinnu og síðan i fram- haldi af þvi handritsgerð og umsjón með allri framkvæmd hennar, svo sem stjórn upptöku, allt útlit, klipp- ing og fleira”. Egill vildi samt leggja áherzlu á að Huamynd væri ekki ::ug- lýsingastofa í | eim skilningi orðsins. „Við eigum til dæmis ekki upptöku- tækin. Okkar vinna er stjórnun miklu frekar. Áður en við komum á markaðinn var ekkert slíkt fyrirtæki til. Reynslan hefur sýnt að auglýsingastofunum þykir þægilegt að láta okkur sjá um þennan hluta verksins,” sagði hann. Egill Eðvarðsson sagði að ár væri liðið síðan hann og Björn Björnsson fóru að velta fyrir sér að opna fyrir- skutu upp kollinum, en Hugmynd varð ofan á. „Björn var búinn að starfa sjálf- stætt um nokkurt skeið og mér fannst tími til kominn að fara að hreyfa mig til,” sagði hann. „Málin æxluðust svoleiðis að ég tók mér endanlegt frí hjá sjónvarpinu eftir að mér hafði verið neitað að fá mér hvild i nokkurn tíma. Við opnuðum fyrir- tækið 1. október, sem reyndist vera góður tími. Jólamarkaður var þá í tullum blóma. Síðan þá hefur staðið yfir vertíð, sem við gætum kallað „eftir jól”. Hún býður upp á vand- aðri vinnubrögð og meiri yfirvegun en jólavertíðin, þar sem allt byggist upp á hraðanum. Alla vega er nóg að gera. Kannski vorum við heppnir en okkur virðist vera góður grundvöllur fyrir fyrirtæki eins og Hugmynd. Við kynnum okkur ekki sem sérfræðinga í auglýsingagerð en þekking okkar þróast með tímanum. Við getum hins vegar með góðri samvizku sagt að við séum sérfræðingar i sjónvarpi. — Sjónvarpsauglýsingagerð er í mun meiri framför en dagskrárgerðin, sem er snarstöðnuð fyrir löngu. Á auglýsingamarkaðinum ríkir hörð samkeppni. Því miður er ekki hægt að segja það sama um dagskrána.” Ólafur Ragnarsson: Fyrsta bókin kemur út um næstu helgi Um það bil vika er liðin síðan fyrirtækið Vaka kom sér fyrir að Laugavegi 178. Ef hægt er að tala um að fyrirtæki lykti, þá var það ósköp þægileg ilman sem mætti blaðamanni og ljósmyndara Dagblaðsins er þeir stungu þar inn nefinu einn morguninn í vikunni. Viðarlykt af nýjum skrifborðum. „Ég.hef enn ekki haft tíma til að koma málverkum fyrir á veggjunum,” sagði Ólafur Ragnars- son fyrrum ritstjóri og núverandi út- gefandi. „Kyndingin er eitthvað í ólagi en það kemur ekki að sök. Það er svo mikið að gera að maður vinnur sér til hita.” Ólafur sagði að með stofnun Vöku væri hann að hasla sér nýjan völl. Vettvangur fyrirtækisins verður tvenns konar; annars vegar bókaút- gáfa, hins vegar fjölmiðlaþjónusta ýmiss konar. „Með fjölmiðlaþjónustunni á ég við alls kyns upplýsingamiðlun, bæði á sviði kvikmyndagerðar, með vinnslu bæklinga og ýmiss konar aðferðir aðrar sem fyrirtæki og stofnanir nota til að koma upplýsingum um starfsemi sína á framfæri til viðskiptavina eða starfs- fólks,” sagði Ólafur. Um næstu helgi er væntanleg bók frá Vöku um gíslamálið. Þá er í vinnslu bók um John Lennon og ýmiss konar barnaefni er í athugun. „Ég hef verið að gæla við þær hugmyndir að víkka út út- gáfusviðið, þannig að fólk fái bækur á öðrum tíma en fyrir jólin. Ég hef þá trú að góð bók seljist á hvaða tíma sem er,” sagði Ólafur. „Það er grundvallarmunur á gjafabókum og bókum, sem fólk kaupir handa sjálfu sér. Á þessu tvennu hefur ekki verið gerður nægur greinarmunur og það gæti orðið sameiginlegt hagsmuna- mál útgefenda og neytenda að breyta þvi.” Vinnsla bókarinnar um gísla- málið hefur tekið mjög stuttan tíma. Hún kom út í Bandarikjunum um miðjan febrúar. Fimm manns unnu að þýðingunni og luku henni á ör- skömmum tíma. Öll önnur vinnslustig bókarinnar hafa tekið óvenju stuttan tíma. Bókin um John Lennon kom út fyrir tæpum hálfum mánuði i Englandi. í íslenzku útgáfunni verður sérstakur viðauki um áhrif Lennons og Bítlanna á islenzka dægurtónlist, auk viðtala við hérlenda poppara um Bítlatímabilið. Þorgeir Ástvaldsson og Edda Andrésdóttir vinna íslenzka hlutann. Gunnar Borg: Leggjum aðaláherzlu á atvinmi mennina „Við tökum að okkur alla fram- köllun o 'kópieringi. fyi ii atvinnu'jós msi'Udtjna. vélaniar sem við erum með eru ekisi mjóuhraðvirkaren akaf- lega vcl hamtaðar. Við eigum að vera öruggir með að myndirnar sem koma út úr þeim séu órispaðar og galla- lausar,” sagði Gunnar Borg á lit- myndavinnustofu Mats. Gunnar vann í fjórtán ár hjá sjón- varpinu en færði sig um eina hús- iengd á síðasta ári. Hann hefur meðal annars haft það verk með höndum að kópíera myndir af forseta íslands upp á síðkastið og hafði nýlega. afgreitt Stóra pöntun þegar blaðamann DB bar að garði. „Þó að við leggjum aðaláherzluna á atvinnuljósmyndara geta áhuga- menn einnig leitað tii okkar,” sagði Gunnar. „Við erum hins vegar dýrari en þau fyrirtæki sem aðallega hafa áhugamannamarkaðinn. Við fram- köllum filmur samdægurs, meðal annárs slidesfilmur, og getum stækkað á pappír sextíu sentimetra háar myndir og eins breiðar og viðskiptavinurinn óskar.” , y . „v'-s’ Nýjasta bragð Vísismanna til að reyna að halda upplagstölu sinni við er að stofna til nýs útburðarhverfis í sjálfu Alþingishúsinu. Þangað eru send á hverjum degi rúmlega 60 eintök og húsvörður Alþingis hefur tekið að sér að dreifa þeim eintökum í pósthólf alþingismanna. Allt eru þetta ,,frí”-eintök og þessi dreifing hjálpar því ekki upp á tóma peninga- kassa bláa btaðsins. Ekki fylgir það sögunni hvort hús- vörður Alþingis fær venjuleg blaðburðarlaun fyrir það ómak að brjóta blöðin í pósthólf atþingis- manna — eða hvort vinna hans er greidd af ríkinu og færð til aukins styrks við Vísi. Hitt er víst að ýmsum alþingis- mönnum er sendingin ekki kær. „Þetta er til mikilla leiðinda að þessu skuli daglega troðið i pósthólfið,” heyrðist einn segja á dögunum. 5000 dala trúnaðar- mál FIDE Menn hafa að vonum talsvert velt því fyrir sér hvað Friðrik Ólafsson forseti FIDE átti við þegar hann talaði um að „trúnaðarmál” hefði átt sinn þátt í að Reykjavik var ekki með í myndinni þegar valinn var staður fyrir heimsmeistaraeinvígið i skák. Fleira fólk hefur fregnað innan úr skákheiminum að þetta trúnaðarmál hafi einfaldlega verið það að bæði ítalir og Spánverjar voru til í að auka við verðlaunaupphæðina — en undir borðið, þannig að skákmeistararnir fengju allt að 5000 Bandaríkjadali skattfrjálsa og kvittunarlausa. Þetta hafi skáksambandsmenn á íslandi ekki verið til í og tjáð sérlegum sendimanni Kortsnojs, sem hér var nýlega, þegar hann kom með uppá- stungu þar um. Friðardúf- an Kjartan Þessi orðaskipti heyrðust úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins: „Hvað hefur orðið af honum Kjartani Gunnarssyni?” „Ja, hann fór víst til Líbanon og dvelur þar þessa dagana. Það þótti orðið full- friðsamlegt þar um slóðir og ástæða til þess að gera eitthvað í rnálinu.” „Altalað íHöfn!” Einstaka menn hafa í sambandi við „heimildamannamálið” svo- nefnda látið í ljósi áhyggjur um að fréttir dagblaðanna kunni að reynast á anzi veikum grunni byggðar ef blaðamenn þurfi ekki að gefa upp heimildamenn sína. í því sambandi hafa menn rifjað upp orðalag Helg- arpóstsins í fréttaskýringu í fyrra. Þótti mörgum sem öllu langsóttari og óáreiðanlegri gætu heimildirnar ekki orðið. Orðalag Helgarpóstsins var sem sé þannig: „Helgarpósturinn hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að altalað sé i Kaupmannahöfn. . . ”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.