Dagblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981. Sykur um fjórðungur af heildarneyzlu skólabama — Um rannsókn á mataræði skólabama í Reykjavík Manneldisráð gekkst fyrir könnun á mataræði skólabarna á aldrinum 10—14 ára í Reykjavík árin 1977 og ’78 á vegum landlæknisembættisins. Niðurstöður könnunarinnar urðu þessar: Heildarneyzla fisks og brauðmetis hefur minnkað um 30% frá því á árinu 1938 og kjötneyzla hefur heldur aukizt. Síðasta könnun af þessu tagi var gcrð árið 1938. Sykurneyzla hefur aukizt gífur- lega, aðallega vegna þess að neyzla sælgætis, sætabrauðs og gosdrykkja hefur aukizt og samsvarar um l/4 af heildarneyzlunni. Árið 1938 var neyzla jressara tegunda um 5% af heildarneyzlu. Grænmetis-, ávaxta- og mjólkur- neyzla hefur aukizt mikið. Fæðan er rýr af járni, D-vítamíni og B-vítamíni. Allt að fjórðungur daglegrar neyzlu kemur frá söluskálum. Breyttar félagslegar aðstæður Um orsök þessarar þróunar segir m.a. svo í skýrslunni: Skipun máltíða á heimilum hefur riðlazt, m.a. vegna breyttra félagslegra aðstæðna, vax- andi útivinnu húsmæðra og minnk- andi utanaðkomandi aðstoðar. Mun meira er keypt af tilreiddum matvæl- um en áður til heimilisins. Unglingar hafa mun meiri fjárráð en áður. Mikið er leitað á fund söluskála í fæðuleit, en þar eru nær eingöngu seldar tilbúnar vörur. Þar býðst fólki nær eingöngu sæl- gæti og vítamínsnautt, litað sykur- vatn. Fólk er beinlínis blekkt með því að hafðir eru á boðstólum svo- kallaðir svaladrykkir undir alls kyns ávaxtaheitum. Þeir innihalda í raun- inni eingöngu sykur, rotvarnarefni og vatn. Mataræði okkar hefur verið umdeilt og telja margir að neyzla harðra fitutegunda sé meiri en góðu hófi gegnir. Án þess að taka frekari afstöðu til þeirra deilna er sjálfsagt að mæla með því að magurt kjöt og fitusnauðari mjólk verði á markaðinum, því offita er algengur kvilli. Ekki má draga athyglina frá höfuðvandamálinu sem er að æska þessa lands elst upp á járn- og víta- mínrýru fæði og temur sér gallaðar neyzluvenjur. Ráð til úrbóta Talin eru upp fimm ráð, sem til úr- bóta mega verða: Rekinn verði meiri áróður fyrir heilnæmum neyzluvenj- um á heimilum. Mötuneytum verði komið upp í heimangönguskólum. Þar sem söluskálar eru að verða ein aðaldreifingarstöð matvæla, verður að gera þær kröfur að þar séu á boðstólum sæmilegar fæðutegundir eins og brauð. grænmeti, ávextir og mjólk. Ef éigendur söluskálanna axla ekki þá ábyrgð, sem rekstri þeirra er samfara, ætti að vanda betur til úthlutunar söluleyfa. Lagt er til að matvæli verði víta- mínbætt í stærri stíl en verið hefur og eru nefndar í því sambandi korn- vörur og smjörlíki, sem selt er til brauðgerðarhúsa. Jafnframt er talið nauðsynlegt að vítamínbæta mjólk sem á boðstólum er. Loks ber að efla starfsemi Mann- eldisráðs og Manneldisfélags íslands með fjárframlögum. Nauðsynlegt er að halda áfram næringarefnafræði- rannsóknum, sem nú eru hafnar, sbr. töflur sem fylgja með umræddri skýrslu. -A.Bj. Vi Jutta, Sigríður, og Albcrt, öll með sina skreytinguna hvert. Skreytingin sem Jutta heldur á er unnin úr lifandi blómum og kostar 120 krónur. Sigríður heldur á skreytingu sem kallast „floral objekts". Hún kostar 330 krónur og Albert er með veizluborðsskreytingu sem kostar 380 krónur. $ ■■ Tí'xí i i /4 \ * JTjá w llliyiafi I, Vi -3 iri ' Sérhæfa sig í borðskreytingum: DB-mynd: Einar Ólason. „Látum hugmynda- flugið „Reksturinn hefur gengið framar öllum vonum. Það er greinilegt að íslendingar eru mjög opnir fyrir öllum nýjungum,” sagði Sigríður Ingólfsdóttir, eigandi Borgar- blómsins, í samtali við Neytenda- síðuna. Borgarblómið er sérverzlun með blómaskreytingar, bæði borðskreytingar og „floral objekts". Um síðustu helgi var Sigríður með sýningu í verzlun sinni, sem hún á- samt starfsfólki sínu, Þjóðverjunum Juttu Zernikov og Albert Hofer, hef- ursett upp. „Þetta er eina verzlunin sem sérhæfir sig í skreytingum. Við látum hugmyndaflugið ráða og reynum að hafa hlutina sérstæða sem við erum að vinna. Þess vegna tekur oft lang- an tima fyrir okkur að gera eina skreytingu,” sagði Sigriður ennfremur. Verðið á skreytingunum er mis- munandi, allt eftir því hvort skreytingin er með afskornum blóm- um eða þurrkuðum blómum. Á sýningunni er ódýrasta skreytingin á 120 krónur, en hún var unnin úr lif- andi blómum. „Verzlanir hafa sýnt þessum skreytingum okkar áhuga og eins hefur eftirspurn eftir skreytingum á veizluborð aukizt. Við hjálpum þá gjarnan viðskiptavininum að velja borðdúka, munnþurrkur og borðbúnað í stíl við skreytinguna ef j hann kærir sig um. Skreytingin nýtur sín alltaf bezt, þegar litir fara saman,”sagði Jutta. „Einnig skreytum við skálar sem komið er með, nema plastskálar, þær skreytum við ekki.” Á sýningunni var sýnishorn á tveimur langveizluborðsskreytingum. Önnur skreytingin kostaði 820 krónur en hin rúmlega 1000 krónur. Efni sem notað er í skreytingarnar er nánast allt sem fyrirfinnst i náttúrunni, meðal annars kórallar sem setja skemmtilegan svip á þær. Sigríður sagði að þetta væri önnur sýningin sem verzlunin væri með • og mætti búast við fleirum seinnameir. -ELA. Ekkert vítamín í gosi og svala- drykkjum með appelsínubragði — Litað sykurvatn til sölu undir ávaxtaheitum er ekkert nema blekking Eftirfarandi næringarefnafræðirannsókn fylgdi með í skýrsiunni um könnun Manneldisráðs á mataræði skólabarna í Reykjavík sem framkvæmd var á vegum landlæknisembættisins. Rannsóknin var gerð af nemendum i matvæla- fræði við Háskóla íslands undir umsjón dr. Öldu Möller. Athugun á svaladrykkjum, endum í matvælafræði við gosdrykkjum og Háskóla íslands appelsínudrykkjum, gerð af nem- undir umsjón Dr. Öldu Möller. Svaladrykkir með appelsínubragði (djús) Drykkjartegund Sykur g/100 ml Bensóat % ' Sorbat % C-vítam£n Egils 48,6 0,067 0,010 Ekkert Ald in 59,6 Mældist ekki Mældist ekki Flóra 47,9 0,095 - Sanitas 52,3 0,071 0,026 Sval i 42,7 0,011 0,016 Thule 26,5 0,075 0,005 Valur 32,5 0,131 0,006 Gosdrykkir Drykkjartegund Sykur g/100 ml C-v£tamín Appelsín 10,3 , Ekkert Sinalco 10,6 - Mirinda 11,0 - 7-up 8,4 - Pepsi 8,7 - Kók 10,6 - Appelsínusafar Drykkjartegund Sykur g/lOO ml C-vítamín Tropicana 11,1 40 mg/100 ml Floridanax) 9,3 40 mg/100 ml x) Tilbúið til drykkjar \ ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.