Dagblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981.
1.1
STYÐJUM OKKAR MENN
Heil íbúðablokk full af vopnum.
35 rúmgóðar íbúðir troðnar með
skotum og sprengjum af öllum
gerðum. Það er ekki af þrengra
taginu sprengjugeymslurýmið á
Keflavíkurflugvelli.
Þetta er engin ágiskun. Bandaríski
sjóherinn birti í september árið 1979
lista yfir fasteignir sínar um heim
allan, og þar eru taldar upp allar
eignir hersins á íslandi. Sprengju-
geymslur í Keflavík í september árið
1979, alls nær 3500 fermetrar að flat-
armáli, í alls 10 byggingum.
Ekki er fullljóst hvort Ólafur
Jóhannesson utanríkisráðherra
leyfði Bandaríkjamönnum nýverið
að bæta við sig, stækka eða breyta
sprengjugeymslum. Þó virðist sem
herinn „þurfi” meira pláss fyrir
sprengjurnar, og hafi þegar fengið
einhverskonar samþykki.
Benedikt Gröndal og aðrir slíkir
hafa undanfarið haft miklar
áhyggjur af bensinflutningum frá
Reykjavík til Keflavíkur. Bensín-
flutningarnir hafa staðið árum
saman, en Benedikt & Co. hafa haft
áhyggjur sínar í nokkra mánuði, eða
frá því herinn sagðist vilja meira
pláss fyrir bensín.
Skrítið.
Eða kannske er það ekkert skrítið:
Á fundi í Norræna húsinu nýlega,
sagði Agnar Kofoed-Hansen flug-
málastjóri eitthvað á þá leið, að
menn skyldu ekki hafa miklar
áhyggjur af flugumferð um Reykja-
víkurflugvöH. Þeir sem vildu bægja
helstu hættum frá, ættu að hugleiða
það að um Reykjavikurhöfn færu
stundum svo stórar sendingar af
sprengiefnum, að fáir ibúar Reykja-
víkur yrðu eftir til frásagnar, ef
sprenging yrði.
Af þessum sprengjuflutningum
hafa Benedikt Gröndal og hans lið
ekki hinar minnstu áhyggjur.
Væntanlega gera slíkar áhyggjur ekki
vart við sig hjá þeim fyrr en rétt í
þann mund sem Bandaríkjaher þarf
að fá nýtt hafnarstæði einhvers
staðar við strendur íslands.
Staðið á bremsunni
Forystumenn Alþýðubandalagsins
reyna nú allt hvað af tekur að sann-
færa félaga sína og kjósendur um að
meginárangur rikisstjórnaraðildar
herstöðvaandstæðinga muni felast í
þvi að „standa á bremsunni” eða
með öðrum orðum að viðhalda
óbreyttu ástandi í hermálum.
Talsmenn Alþýðubandalagsins
segjasem svo, að þar sem Bandaríkin
og NATO hyggist stórauka hernaðar-
umsvif á íslandi, þá sé hyggilegast að
vera áfram i ríkisstjórn og koma í veg
fyrir slík áform. Nýjustu boð herma
að þótt ekki tækist alveg að viðhalda
óbreyttu ástandi, þá megi líta á smá-
aukin vigbúnaðarumsvif sem sigur
fyrir herstöðvaandstæðinga.
Kannske hafa þeir eitthvað til síns
máls. Þetta óbreytta ástand í her-
málum, hefur raunar aldrei verið til,
og allra síst nú undanfarin misseri.
Bandaríkjamenn og NATO hafa
farið sínu fram. Að vísu virðist utan-
ríkisráðherra hverju sinni hafa verið
þessu kunnugur, sem er kannske
skiljanlegt í því Ijósi að íslenskir
utanríkisráðherrar gerast einhvers-
konar útlendingar, þegar þeir taka
við embætti. Utanríkisráðuneytið er
einhvern veginn ekki í tengslum við
ríkisstjórnir landsirts. Ráðherrann
hefur engin samráð.
Ekki nóg með að Bandaríkin og
NATO hafi farið sínu fram, og
þannig breytt ástandinu að vild. Her-
stöðvaandstæðingar hafa átt aðild
að rikisstjórnum, sem gefið hafa
fyrirheit um óbreytt ástand. En —
hvert er svo þetta ástand?
Undanfarið hafa herstöðvaand-
stæðingar þurft að sporðrenna æ
stærri bitum í hermálinu. Sífellt
koma í ljós nýjar upplýsingar um
hvað raunverulegt ástand er í her-
málum. Eðlisbreytingin hefur þegar
farið fram í herstöðinni, og nú eigum
við herstöðvaandstæðingar að fram-
kvæma eðlisbreytinguna í hugum
okkar, með því að samþykkja
„óbreytt ástand” — hvernig sem
það er í raun og veru.
Þannig lítur hið raunverulega
samþykki við óbreytt ástand út:
Bandaríkjamenn fá samþykki utan-
ríkisráðherra fyrir stórfellt auknum
vigbúnaði á íslandi, og þegar fram-
kvæmdum er lokið eða þær í það
minnsta hafnar, þá er fengið yfirlýst
eða þegjandi samþykki landsmanna
eða fulltrúa þeirra.
Styðjum við þingmenn
okkar, en eltum þá
ekki
Herstöðvaandstæðingar á þingi
viðurkenna fyrstir manna slæma
aðstöðu sína. Og þeir reyna
skiljanlega að fá stuðningsmenn sína
til að sjá málin með augum þess sem
á þingi situr.
Við getum skoðað málin frá
sjónarhóli herstöðvaandstæðinga í
áhrifastöðum, en við megum alls
ekki halda að það sé eina
sjónarhornið. Þvert á móti — við
verðum að taka afstöðu óháð valda-
Kjallarinn
Jón Ásgeir
Sigurðsson
aðstöðu hverju sinni. Við eigum að
segja okkar mönnum fyrir verkum!
Raunar fer styrkur okkar manna á
þingi (þeir eru ekki bara í
Alþýðubandalaginu), alls ekki
nauðsynlega eftir höfðatölu þeirra.
Standi herstöðvaandstæðingar
saman og sýni styrk sinn í fjölda-
aðgerðum, svo sem á fundinum í Há-
skólabíói næstkomandi sunnudag, þá
hafa okkar rnenn á þingi sterkan
bakhjarl.
Enn væntum við þess að þing-
ræðisleiðin sé ekki gjörsamlega lokuð
okkur herstöðvaandstæðingum. Enn
teljum við að ekki sé réttmætt að
helmingur íslensku þjóðarinnar geti
kúgað hinn helminginn gjörsamlega
ogkallaðþað lýðræði.
Jón Ásgeir Sigurðsson
blaðamaður.
A „Undanfarið hafa herstöðvaandstæð-
^ ingar þurft að sporðrenna æ stærri
bitum í hermálinu. Sífellt koma í ljós nýjar
upplýsingar um hvert raunverulegt ástand er
í hermálum.”
Kjallarinn
Ferðamál: ~ ~
SNEITT HJAISLANDI
„Reykjavík kom ekki til greina í
hlutkestinu”, er haft eftir forseta
FIDE, Alþjóðaskáksambandsins,
þegar hann var inntur eftir, hvort
Reykjavík hefði ekki komið til álita,
þegar hlutkesti var varpað um það,
hvar einvígið um heimsmeistara-
titilinn í skák yrði haldið.
Ennfremur sagði forseti FIDE:
„Það voru þarna ákveðin atriði, sem
varð að taka tillit til, og ég vegna
minnar aðstöðu, verð að láta kyrrt
liggja að greina frá”.
Vitað er, að hvorugur keppend-
anna í þessu heimsmeistaraeinvígi
vildi keppa hér i Reykjavík, enda
höfðu báðir bent á aðra staði, sem
þeir töldu æskilegri.
Þetta er mjög skiljanlegt, þegar
litið er á núverandi aðstæður og
reynslu útlendinga af fundahöldum,
stórmótum eða öðrum manna-
mótum, sem útheimta dvöl þeirra
hér, á iandi einangrunar og fátæktar í
öllu, er lýtur að afþreyingu og
dægradvöl, utan þess tíma, sem
takmarkast af fundahöldunum
sjálfum eða keppninni. — En um
slíka agnúa fjalla fáir af fullri
hreinskilni, láta kyrrt liggja að greina
frá.
Slæm reynsla
Það þarf ekki að leiða neinum
getum að því, að'sú afstaða, sem varð
þess valdandi, að keppendur í heims-
meistaraeinvíginu kusu fremur aðra
staði til keppnishalds en ísland, hefur
öðru fremur markast af því, að þeir
þekkja landið og aðstæður hér mjög
vel og vita sem er, að ísland er ekki i
samkeppnishæfu ástandi.
Telja verður ólíklegt, að þeir
íslendingar, sem ætluðu sér að vera
viðstaddir einvígið gráti ákvörðun
forseta FIDE. Þeim gefst nú kostur á
að sameina orlof sitt dvöl á keppnis-
staða eða í nágrenni hans, sem er
einstæður dvalarstaður fyrir ferða-
menn og allt þar til reiðu, sem
ferðamenn sækjast helzt eftir. Margir
munu því hugsa sér til hreyfings.
Hvarvetna erlendis eru menn
sjálfráðir um það, hvernig þeir eyða
fé sinu. Svo dæmi sé nefnt er algengt,
að í sambandi við keppnir séu settir
upp veðbankar, þar sem menn geta
lagt fé undir, varðandi vinnings-
möguleika þess eða þeirra, er þeir
veðja á. — Hér er slíkt ekki leyfilegt.
Afþreyingarstaðir, svo sem golf-
vellir, útisundlaugar við hótel, setu-
stofur, veitingastofur og barir eru
II! ■
ekki æskilegir, heldur nauðsynlegir á
öllum stöðum, sem auglýsa aðstöðu
til alþjóðlegra ráðstefna að ekki sé nú
talað um heimsmeistarakeppni.
Lítið af þessu, sem hér er upp talið
er til staðar hérlendis og aðgangur
mjög takmarkaður eða annmörkum
háður, svo að jafnvel er verra en
ekki.
Og hvað svo sem útlendingar láta i
ljós við heimamenn, fyrir kurteisis-
sakir, þá er aðstaða öll til móttöku
ferðamanna, að ekki sé nú talað um
ráðstefnur, þar sem menn koma ekki
eingöngu til þess að sitja ráðstefnuna
sjálfa eða fylgjast með keppni, langt
að baki öðrum þjóðum.
Og svo mikið er víst, að
Islendingar myndu sjálfir aldrei láta
sér detta í hug að eyða stórfé til
dvalar erlendis, þar sem allt, sem hér
að framan er talið vantar. — Og
hvers vegna skyldu íslendingar ætla,
að útlendingar flykktust hingað í alls-
leysi og einangrun!
Sá er þetta ritar hefur með einum
eða öðrum hætti haft bein samskipti
og viðskipti við erlenda ferðamenn
hér á landi og erlendis síðastliðin 30
ár. — Af viðtölum við mikinn fjölda
erlendra ferðamanna, sem hér hafa
verið má ráða, að reynsla ferðafólks
af íslandi sé slæm, hvað varðar
aðbúnað, útivistar- og skemmtistaði.
Verðlagning á þjónustu og
neyzluvöru er og mun hærri en í
dýrustu nágrannalöndum, miðað við
magn og gæði þjónustunnar.
Tilraunir missa marks
Tilraunir á tilraunir ofan hafa
verið gerðar, til þess að auka ferða-
mannastraum til landsins. Sumar
þessar tilraunir hafa verið
bráðsnjallar. Loftleiðir stóðu að
þeirri merkustu og þeirri er mestu
skitaði.
Þessu frumkvæði Loftleiða voru
valin ensku einkunnarorðin „step off
— stopover”, vegna gildis þeirra í
hinum enskumælandi heimi, aðallega
í Bandaríkjunum. Ferðamenn höfðu
viðdvöl hér á leið sinni til og frá
Ameríku.
Þetta dugði vel, og með mark-
vissu átaki þeirra hjá Loftleiðum,
ekki sízt fyrrverandi blaðafulltrúa
jteirra, var svo komið, að ýmsir
þjónustuaðilar bjuggu sig undir
hverja „vertíð”, sem hæst stóð að
sumrinu, en var allt eins í gildi árið
um kring.
Þetta „program” ef svo mætti
kalla féll niður, markvisst, eftir áð
sameiningar flugfélaganna var farið
að gæta. Nú er svo komið, að ferðum
til og frá Bandaríkjunum hefur
fækkað, vegna heimatilbúinna
erfiðleika og svartsýni forráðamanna
hinna „sameinuðu” flugfélaga.
Allir vita, að um ókomin ár
verður flogið yfir Atlantshafið, milli
gamla og nýja heimsins, og raunar
aldrei sem fyrr. Það er því nánast
fjármálalegur glæpur að kasta fyrir
borð þeirri verðmætu uppbyggingu,
sem átt hefur sér stað gegnum árin
og sem stuðlað hefur að byltingu í
samgöngum þjóðarinnar og
tekjuöflun. — Tíðar samgöngur
milli gamla og nýja heimsins um
ísland eru forsenda þess að hér geti
þróast aðstaða til ferðamannamót-
töku í einhverjum mæli.
Nokkrar tilraunir hafa og verið
gerðar til þess að gera isalnd að
„ráðstefnulandi”. Erlend félaga-
samtök kunna að telja hagkvæmt að
halda ráðstefnur á íslandi, sem liggur
í miðri leið hópa, sem kæmu frá
Evrópu og Ameríku. Tilraun hefur
verið gerð og lofaði hún talsverðri
þátttöku í byrjun.
Raunar varð þetta að veruleika
um lirna, en þvi miður allt of stuttan,
sérstaklega yfir þann tíma, þegar
raunverulega er þörf fyrir ferðafólk,
á veturna.
Stór ráðstefna fékkst einmitt um
vetrartíma fyrir nokkrum árum. Var
þar um að ræða virt og heimsþekkt
fyrirtæki, sem fyrir henni gekkst.
Allur undirbúningur tókst þokka-
lega, varðandi móttöku og skipulag
sjálfrar ráðstefnunnar.
Margir gestanna höfðu þó orð á
því, að hér væri ekki aðstaða fyrir
hendi, einmitt varðandi aðbúnað og
afþreyingu þann tíma, sem ekki er
setið á fundum. Töldu þeir alla
annmarka á því að halda ráðstefnu í
landi, þar sem hvorugt þetta væri til
staðar í ríkum mæli.
Enþaðþarf ekki vetur til. Þráttfyrir
itrekaðar ábendingar aðila, sem að
ferðamálum starfa, einstak’inga og
samtaka, t.d. Ferðamálaráðs, hefur
engum þeim hömlum verði af létt, til
þess að ísland verði aðlaðandi staður
til dvalar, eða eftirsótt af ferða-
mönnum í sumarleyfi. — Þar til
þessum hömlum veður aflétt missa
allar tilraunir til þess að laða að
ferðamenn marks.
Geir Andersen
Hvaða hömlur
Hvað sem líður mismunandi áliti
fólks á því, hvort yfirleitt eigi að
auglýsa ísland sem ferðamannaland,
þá er það staðreynd, að þær hömlur,
sem hér gilda, umfram það sem
annars staðar þykja hæfa, eru sá
þröskuldur, sem kemur í veg fyrir
verulegan ferðamannastraum til
landsins, og það, að gjaldeyristekjur
verði umtalsverðar af ferðamálum.
Þessar hömlur eru margvislegar
og ótrúlega margslungnar. Þær eru
einnig óskiljanlegar borgurum
annarra landa, þótt íslendingar hafi
sætt sig við þær, og telji þær
einungis hluta þeirrar áþjánar
annarrar, sem fylgir því að búa í
harðbýlu og einangruðu landi.
Þessu ætti einmitt að vera öfugt
farið, og lega landsins og einangrun
ætti að vera grundvöllur þess, að
hér ríkti mun meira frjálsræði i
viðskiptaháttum og afþreyingar-
aðstöðu en víða annars staðar.
Stopular samgöngur við
umheiminn eru kannske fyrsta og
helzta hindrunin, sem stendur í vegi
fyrir verulegu flæði ferðamanna til
landsins. En þegar til landsins kemur
tekur þó fyrst steininn úr. ísland er
t.d. eina landið í heiminum, sem
liggur að sjó, sem ekki býður fólki
upp á siglingar við og kringum landið
með sæmilega búnu farþegaskipi.
Fleiri eru hömlurnar. Má þar
nefna vínveitingalöggjöfina, sem er
orðin að athlægi innlendra og
erlendra, og veldur ómældu félags-
legu og fjárhagslegu tjóni fyrir allan
landslýð.
Einnig er sú almenna löggjöf, sem
sennilega er ætlað að stuðla að
„heilbrigðu siðgæði” landsmanna
hótelum mikill fjötur um fót í þá átt
að geta veitt gestum sínum af-
þreyingar- og dægradvalaaðstöðu,
eins og sjálfsagt þykir á svipuðum
stöðum erlendis.
Hér eru almennt ekki sjónvarps-
tæki á hótelherbergjum, svo dæmi sé
nefnt. Úr þessu mætti bæta með því
að leyfa gestum afnot mynd-
segulbanda. Slíkt er ekki talið við
hæfi á islandi! Islenzka ríkisútvarpið
kemur I veg fyrir svoleiðis munað!
Sjónvarp er oft bezta afþreying
yngri hótelgestanna, þegar kvólda
tekur og kemur sér vel fyrir þá eldri,
t.d. foreldra, ef þeir vilja sitja lengur
með kunningjum í sölum hótelsins.
Leiktækjasalur fyrir yngri sem
eldri myndi einnig vera talinn
munaður hér á landi, og i raun
siðspillandi, ef hann væri staðsettur í
hóteli hérlendis. — Einhver líknar-
stofnun eða ríkisrekin menningar-
stofnun myndi þurfa að hafa umsjón.
með slíkum þægindum!
„Casino” eða peningaveðmál í
einhverri mynd, svo sem víða tíðkast
erlendis er líka „glæpur” á íslandi.
Sjálfir eru íslendingar einna
sólgnastir i slíka afþreyingu á
erlendri grund, enda ein mesta
„happdrættisþjóð” veraldar — og
allt í þágu „menningarinnar”!
Það er tómt má! að tala fjálglega
um að laða hingað til lands menn sem
verja margfalt meira fé en venjulegir
ferðamenn gera, undir núgildandi
hömlum. — En hömlur er það, sem
byggja skal á segja þeir sem ráða, og
þar við situr!
„Út vil ek"
Ferðaskrifstofur auglýsa nú sem
ákafast nýja áfangastaði fyrir
íslendinga í sumarleyfum.
Auglýsingarnar höfða gjarnan til
„fagurs umhverfis, beztu hótela”
þessa eða hins landsins, „með öllum
hugsanlegum þægindum, svo sem
golfvöllum, baðströndum, siglinga-
klúbbum, heilsurækt, — og and-
rúmslofts frjálsræðis, lífsgleði og
glæsimennsku.”
Þetta síðastnefnda er ef til vill
það, sem íslendingar eru helzt að
sækjast eftir, ásamt „píanóbar og
bar í setustofu”, eins og ein ferða-
skrifstofan auglýsir.
Allt þetta, ásamt andrúmslofti
frjálsræðis og lífsgleði er ekki að
finna á íslandi — og verður ekki —
meðan hömlulaus sýndarmennska og
hræsni situr í fyrirrúmi hjá lands-
feðrum, sem leggja allt kapp á að
viðhalda úreltum reglugerðum, til að
vernda ímyndað siðgæði.
Svo lengi sem þessum reglum er
fylgt, verða orð Snorra Sturlusonar,
sem þó hafði ekki sólarlönd í huga, er
hann mælti þau, tömust í munni
landsmanna, jafnt og þeirra. erlendu
manna, sem ísland gista. — Og
skyldi ekki hinn nýbyrjaði „land-
flótti” íslenzkra fjölskyldna eiga
rætur að rekja til þessara sömu
orsaka?
Geir R. Andersen.