Dagblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981.
21
Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa úr nógu að moða í kvöld:
BOÐK) UPP A SATTA-
OG RAFORKUSPJALL
—á almennum fundum hverfafélaga í Valhöll og Breiðholti
Þeir hafa úr nógu að moða sjálf-
stæðismennirnir í Reykjavík, sem vilja
út á lífið í kvöld að sækja sér andlega
upplyftingu. Tveir stórfundir eru
boðaðir á sama tíma í borginni á vegum
Sjálfstæðisflokksins, báðir opnir al-
menningi. í Breiðholtinu, nánar
tiltekið í húsnæði Kjöts og fisks að
Seljabraut 54, ræðir Gunnar Thorodd-
sen forsætisráðherra um sáttahorfur i
Sjálfstæðisflokknum og stefnuna í
efnahagsmálum. Það er félag Sjálf-
stæðismanna í Fella- og Hólahverfi
sem stendur að fundinum.
í Valhöll er boðaður fundur um
virkjunarmál með fjórum framsögu-
mönnum: Pálma Jónssyni land-
búnaðarráðherra, Sverri Hermanns-
syni þingmanni og Steinþóri Gestssyni
þingmanni, auk Jónasar Elíassonar
prófessors. Þar má búst við metingi
þeirra flokksbræðra um virkjanir.
Pálmi heldur trúlega fram kostuni
Blönduvirkjunar, Sverrir kostum
Landimálatélagið Vörður
og Félag sjáltstæðiflmsnna
i Hliða- og Hoitahverti
boða til almenns
stjórnmálafundar um
virkjunarmál
Fljótsdalsvirkjunar og Steinþór sér um
Sultartangann. Félag sjálfstæðismanna
í Hlíða- og Holtahverfi, og Landsmála-
félagið Vörður standa að fundinum.
Aðstandendur Breiðholtsfundarins
eru þungbúnir yfir fundarboðuninni í
Valhöll og segja að það sé allt á eina
bókina lært í flokknum: um leið og
boðað sé til fundar með forsætis-
ráðherranum rjúki Geirsmenn til og
boði fund á öðrum stað á sama tíma.
Því er haldið fram að menn úr
Gunnarsarminum sem sitja í stjórn
Varðar hafi ekki vitað um að félagið
væri skrifað fyrir fundinum — fyrr en
hann var auglýstur. Það bendir því fátt
til þess að menn séu í þann veginn að
failast í faðma í Sjálfstæðisflokknum,
nema þá innbyrðis í skoðana-
fylkingunum!
Og þá er bara að sjá hvort hefur
meira aðdráttarafl í kvöld, sáttaspjallið
eða raforkuspjallið.
-ARH.
Gunnlaugur Snævarr formaður Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta:
Ekki krafa um full-
trúa í stjórninni
- Vaka bauð umbótasinnum í viðræður
en þeir treystu sér ekki strax
„Vaka hefur aldrei krafizt þess undirritáður velvirðingar á því.
aðeiga fulltrúa i stjórn Stúdentaráðs, Enn er óljóst hvernig og hvenær
en hins vegar höfum við talið að í sér fyrir endann á stjórnarkreppunni
stjórn Félagsstofnunar stúdenta eigi j Stúdentaráði, sem skapaðist þegar
að velja fulltrúa stúdenta með hlul- vinstrimenn misstu meirihluta sinn í
fallskosningu. Á það hafa vinstri- kosningunum fyrr i þessum mánuði
menn ekki hlustað, þrátt fyrir að lög- og umbótasinnar komust í odda-
fróðir menn telji okkar skilning aðstöðu.
réttan,” sagði Gunnlaugur Snævarr Umbótasinnar vilja halda opnum
Gunnlaugsson formaður Vöku, möguleikum til samstarfs bæði við
félags lýðræðissinnaðra stúdenta í Vöku og vinstrimenn. Að sögn
gær. Hann vildi koma á framfæri formanns Vökú gerði félag hans
athugasemd vegna fréttar í DB á umbótasinnum tilboð um formlegar
þriðjudaginn um ástandið í stúdenta- viðræöur um myndun meirihluta í
pólitikinni. Þar var m.a. sagt að í 6 . Stúdentaráði, en umbótasinnar
manna stjórn Stúdentaráðs hat i sögðust ekki reysta sér í viðræður
hingað til setið eingöngu fulltrúar strax. Umbótasinnar hafa hins vegar
vinstrimanna, meirihlutans i ráðinu. gert vinstrimönnum tilboð um
Hafi Vaka talið það óeðlilegt og viðræður og var búizt við að
krafizt að eiga fulltrúa i stjórninni. vinstrimenn tækju afstöðu til
En að sögn Gunnlaugs Snævarrs er boðsins á fundi I gærkvöidi.
hér farið með rangt mál og biðst -ARH.
Drifahreggiö kaf-
færöi Dalvíkinga
öll él styttir upp um síðir, jafnvel
slotaði illviðrinu sem geisaði undan-
farna daga þó sumir væru farnir að
efast um að sjá út úr augum fyrr en um
páska! í gær og fyrradag fóru menn að
hugsa sér til hreyfings að ryðja helztu
ökuleiðir, i bæ og sveit , til að koma
mjólk frá bændum, alls kyns varningi á
milli staða og fólki. Flugið fór í gang
lika.
Jórunn Jóhannsdóttir gerir hreint fyrir
sínum dyrum.
En það er meira en að segja það að
ryðja snjónum af vegum þar sem
skafiarnir eru þykkastir og ófá hand-
tökin eru við að ryðja snjó frá gluggum
og dyrum hýbýlanna.
Jón Þ. Baldvinsson fréttaritari Dag-
blaðsins á Dalvik fór á stúfana með
tæki og tól og festi vetrarríkið á filmur
á þriðjudagsmorguninn. Þá hafði loks
stytt upp eftir linnulausa stórhríð I
viku. í gær hafði enn ekki tekizt að
opna leiðina milli Dalvíkur og
Akureyrar til fulls, þó jarðýtur og veg-
hefiar ólmuðust í sköfiunum. Skaf-
renningur á Árskógsströnd tafði
verkið. Þó tókst að sækja nauðsynja-
vaming á fiutningabílum til Akureyrar
til að setja i tómar búðarhillur á
Dalvík. Póstbáturinn Drangur hafði þó
bjargað miklu með því að koma tvisvar
til Dalvíkur óveðursdagana með mjólk,
póst og ýmsar vörur.
Götur á Dalvík voru í gær ófærar,
nema aðalgöturnar. Bílarnir héldu því
kyrru fyrir í sköfiunum, en menn
brugðu sér á gönguskíðin í staðinn.
-ARH.
Vetrarrikið á Dalvik: séð yfir höfnina. í baksýn er Hrisey fannbarin, eins og risastór snjóskafl á sjónum.
DB-myndir: Jón Þ. Baldvinsson.
:
K venskór:
Litur: Brúnt leður
Stæröir: 36 40
Verðltr. 266.60
Failey
bartdavinna
Hár hælkappi
veitir öruytja
stoð
Mjúkt
leðurfóður
Herraskór
Litur. Svart leður
Stærðir: 41 46
Verðkr. 285,40
Ath.: Nýkomið /
karlmannastærðum
POSTSENDUM
KiRKJUSTRÆTi8 - SIM/ 14181
LA UGA VEGi 95. - SiMi 13570