Dagblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981.
11
Laxá í Aðaldal: Vel yfir 2000 laxar komu þar á land og var meðalþyngd þeirra 12,4 pund.
Laxá í Aðaldal bezta
laxveiðiáin árið 1980
— þar veiddust 2324 laxar. Algert „hrun” varð í ýmsum ám
því smálax gekk afar treglega
Laxá í Aðaldal reyndist gjöfulasta lax-
veiðiá landsins árið 1980. Úr henni
voru dregnir 2324 laxar og var meðal-
þyngd þeirra 12,4 pund. Önnur í röð-
inni var Þverá í Borgarfirði með 1938
laxa og meðalþyngd 9,8 pund.
Miðfjarðará reyndist þriðja bezta áin.
Þar fengust 1714 laxar og meðalþyngd
var 10,3 pund. Fjórða í röðinni var
Norðurá í Borgarfirði með 1583 laxa og
7,6 punda meðalþyngd. Víðidalsá
ásamt Fitjá i Húnavatnssýslu varð í
fimmta sæti. Þar komu á land 1423
laxar og meðalþyngd var 11,6 pund.
Aðeins 18 af 101 laxveiðiá, sem um
er getið í skýrslu Veiðimálaskrifstof-
unnar, gáfu fleiri laxa 1980 en raun
varð á árið 1979. Af hinum svokölluðu
betri eða dýru ám er Laxá í Aðaldal
sú einasta sem er við það að gefa
svipaðan afla 1980 og 1979. Þar komu
nú á land 2324 laxar móti 2372 1979 en
meðalþyngdin 1980 var 12,4 pund móti
9,4 pundum 1979.
Mikið „hrun” varð á aflamagni í
mörgum ám. Þannig veiddust aðeins 6
laxar á stöng í Ölfusá 1980 móti 503
1979. 299 veiddust í Hvítá í Árnessýslu
móti 1028 1979. í Elliðaánum veiddust
938 laxar móti 1336 1979. Þar hefur
veiði farið síminnkandi frá 1975 er þar
veiddust 2071 lax.
í Úlfarsá veiddust 110 laxar 1 fyrra
móti 215 1979, 136 í Leirvogsá móti 386
1979, 1938 í Þverá móti 3558 árið 1979,
Grimsá gaf 869 laxa 1980 móti 1527
árið áður, Langá á Mýrum 1049 móti
1893 1979, Laxá á Ásum 956 móti 1650
árið 1979 og þannig mætti lengur telja.
Heildarstangveiðin varð 52.137 laxar
og heildarþungi 248.482 kg, samkvæmt
upplýsingum Veiðimálaskrifstofunnar.
Veiðin varð 19% minni en meðaltal ár-
anna 1970—1979 og er árið 1980 11.
bezta ár stangveiði á íslandi. Hlutur
stangveiði í heildarveiði varð 58%, sem
er lægra hlutfall en um langt árabil.
Hlutur hafbeitarstöðva varð 6% í
heildarveiði, eða 3138 laxar, en
afgangur fékkst í netin eða 36%.
Meðalþyngd laxa 1980 reyndist 9,6
pund, eða sú hæsta sem um getur.
Mestur meðalþungi fékkst í ám i
Norðurlandskjördæmi eystra eða 11,4
pund. Meðalþungi veiddra laxa í Laxá í
Aðaldal varð 12,4 pund, 12,3 pund í
Botnsdalsá í Húnavatnssýslu. Þriðj-
ungur ánna var með lax að meðalþyngd
10 pund eða meira.
Stangveiðin var mjög misjöfn eftir
árum. Töluvert gekk af vænum laxi,
mun minna af smálaxi en venja er.
Þannig var hlutdeild ársfisks úr sjó 4—
6 pund að þyngd 28% en sama meðal-
tal sl. tíu ára er 55%. Skort á smáfiski
má að sögn rekja til hins kalda veður-
lags 1979, og veiðitregðu vegna lágrar
vatnsstöðu. Léleg veiði var því víðast
þar sem smáfisks gætir að ráði, en góð
þar sem fiskur er yfirleitt vænni.
í Kollafjarðarstöðina gengu úr sjó
2580 laxar, 400 í Lárósstöðina, 120 í
fiskeldisstöðina í Botni í Súgandafirði
og tæplega 40 laxar skiluðu sér úr haf-
beitartilraun í Fossá i Skagafirði.
-A.St.
„Sjálfsgagnrýni” bæjarráðs í Kopavogi vegna brottreksturs
Páls Björgvinssonar úr starf i:
„Amælisvert hvemig
að málum er staðið”
tillaga um að veita starf smanni
tæknideildar áminningu felld
„Bæjarráði er ljóst að ámælisvert
er hvernig að umræddu máli hefur
verið staðið af hálfu bæjaryfirvalda
og starfsmanna bæjarins og átelur
slík vinnubrögð harðlega,” segir í
bókun bæjarráðs Kópavogs á fundi á
þriðjudaginn. Tilefnið er uppsagnar-
mál Páls Björgvinssonar húsasmiðs
sem áður starfaði á trésmíðaverk-
stæði bæjarins. Honum var sagt upp
störfum hjá bænum svo sem DB
hefur skýrt frá. Á fundinn á þriðju-
daginn barst harðort bréf stéttar-
félags hans, Trésmíðafélags Reykja-
víkur, þar sem uppsögnin var for-
dæmd og þess krafizt að hún verði
afturkölluð. Innihald bréfs Tré-
smiðafélagsins var rakið frekar í
forsíðufrétt DB í gær.
Bæjarráð samþykkti ennfremur að
allar ráðningar, uppsagnir og önnur
sérstök vandamál er snerta starfs-
menn „skuli vera undir umsjón
starfsmannastjóra.” Svo mun ekki
hafa verið í Páls-tilvikinu. Bæjarráð
segir að Páll hafi fengið í hendur
uppsagnarbréf með eðlilegum upp-
sagnarfresti. Hafi verið fullt sam-
komulag aðila um að heppilegast
væri að hann ynni ekki uppsagnar-
frestinn. Ennfremur að bæjaryfir-
völd séu ekki reiðubúin að segja upp
starfsmanni á verkstæðinu til að
skapa svigrúm til endurráðningar
Páls, enda séu ekki verkefni fyrir
fleiri trésmiði. Mótmælt er sjónar-
miði Trésmiðafélagsins um að hægt
sé að „þvinga bæjaryfirvöld til þess
að hafa tilgreinda menn í vinnu.”
Bæjarráðsmennirnir Björn Ólafs-
son og Guðmundur Oddsson fluttu
tillögu um að bæjarráð samþykkti að
fela bæjarstjóra að „veita Sigurði
Gíslasyni, sem framkvæmdi fyrir-
varalausa og tafarlausa brottvísun
Páls Björgvinssonar úr starfi, skrif-
lega áminningu.” Sigurður er starfs-
maður tæknideildar bæjarins og
hafði ' frumkvæði að brottrekstri
Páls.
Tillaga tvímenninganna var felld,
en Jóhann J. Jónsson, Guðni
Stefánsson og Richard Björgvinsson
létu bóka að þeir teldu „ekki efni
standa til að veita þessum starfs-
manni skriflega áminningu, enda
vitum við engin fordæmi þess að
bæjarráð hafi gert slíkt með opin-
berum bókunum.”
-ARH
dlisön
PLATÍNULAUS
TRANSISTORKVEIKJA
KkVDII I HVERFISGÖTU 84
PYnlLL SMI 29080.
Lögmenn
Munið aðalfund Lögmannafélags íslands að
Hótel Sögu, hliðarsal, 2. hæð, á morgun,
föstudag, kl. 14.00.
Árshóf félagsins að kvöldi sama dags að
Hótel Sögu, Átthagasal.
Stjómin.
Til sölu er fíugvéttn TF-KRÁ, Piper Warrior 1976 TT
1490. Nýi vængurinn, ADF VOR, Transponder.
Uppi. ísíme 96-22220 eða 96-21500.
FX-310
BÝÐURUPP Á:
• Algebra og 50 vísindalegir
möguleikar.
• Slekkur á sjálfri sár og minn-
ið þurrkast ekki út.
• Tvær rafhlöður sem endast i
1000 tima orkunotkun.
• Almenn brot og brotabrot.
• Aðeins 7 mm þykkt i veski.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðar-
þjónusta.
Verð: 487,-
B-811
BYÐUR UPP Á:
• Klukkutima, mín., sek.
• Mánaðardag, vikudag.
• Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu
um mánaðamót.
• Rafhlöðu sem endist í ca 5 ár.
• Er högghelt og vatnshelt.
• Ljóshnappur til aflestrar í myrkri.
• Ryðfritt stál.
• 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón-
usta.
Verð: 544,50
CASIO-EINKAUMBODIÐ
BANKASTRÆTI8, SIMI27510.