Dagblaðið - 28.03.1981, Page 13

Dagblaðið - 28.03.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981. 13 JIMMY CARHR KOMINN HQM — hress og af slappaður nýtur hann lífsins Rúmlega tveir mánuðir eru nú liðnir síðan Jimmy Carter lét af embætti for- seta Bandarikjanna. Lítið hefur frétzt af honum á þessu tímabili en hann hefur að undanförnu dvalið ásamt fjöl- skyldu sinni í heimabæ sinum, Plains í Georgíu. „Ég get varla lýst því hve vel mér líður að vera kominn heim á ný,” segir Carter. „Þetta er eini staðurinn sem mig hefur langað til að búa á og hér hef ég í hyggju að dvelja það sem eftir er — hér, þar sem fólkið mitt er.” Hann hefur elzt á þeim fjórum árum sem hann eyddi í Hvíta húsinu. Sá stutti tími sem liðinn er frá því hann gegndi valdamesta embætti veraldar hefur þegar haft áhrif til bóta. Áhyggjuhrukkurnar á andlitinu virðast hafa vikið fyrir hressilegu andliti hnetubónda. En hann hefur ekki breytt þeim hátt- um sem hann tileinkaði sér fyrir mörg- um árum. Hann fer á fætur kl. hálfsjö og byrjar daginn á skokki. Og hann kemur tímanlega heim til að kveðja Amy, sem orðin er 13 ára, áður en hún fer í skólann. Carter er með skrifstofu í tveggja hæða timburhúsi. Við það stendur bíll frá leyniþjónustunni en lífverðir fylgja Carter. Carter telur daginn sem Ronald Reagan tók við forestaembættinu bezta dag lífs sins. „Ég man þegar við sátum um borð í flugvél á Andrews-herflugvellinum við Washington og önnur flugvél tók á loft á undan okkur. Um borð í henni var Cyrus Vance, maður í minni stjórn, á leið til að leysa gísladeiluna. Það var ekki fyrr en eftir flugtak sem ég í raun áttaði mig á því að ég væri ekki lengur forseti.” Bílnúmer á 420 þúsund í Birmingham í Bretiandi er til sölu Ford Cortina-bifreið fyrir 420 þúsund nýkrónur vegna þess að hún hefur bílnúmerið JG1. Á sama stað er einnig til sölu Ford Fiesta árgerð ’76 fyrir 105 þúsund krónur. Sá bíll hefur bil- númerið JGI1. Gift Í97 ár Brasilísk hjón, sem gift hafa verið í 97 ár, segja að það sé ekk- ert leyndarmál hvernig standi á þessari löngu hjónabandsham- ingju. „Það hefur alltaf verið ég sem hef átt síðasta orðið,” segir eiginmaðurinn, Liberato Araujo. „En inni á heimilinu hefur María fengið að ráða.” Hjónin eru sammála um að ástæðurnar fyrir langlifi þeirra séu langar, erfiðar vinnustundir, engir megrunarkúrar, mikið af heimatilbúnum sigarettum sem gerðar séu úr svörtu tóbaki og kaffi. Þegar tveir mánuðir eru liðnir siðan Carter lét af forsetaembættinu, nýtur hann, hress og afslappaður, lífsins í faðmi fjölskyldunnar í heimabæ sínum, Plains í Georgiu. Kodak filmur - þegar faka á góðar myndir .JS2 FAGREYNSLA 1980 Kodacolorll C135-36 C110-20 Kodacolorll C126-20 Gæðin eru í gulu Kodak pökkunum. HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆR S: 20313 S: 36161 S: 82590 Umboðsmenn um allt land auson PLATÍNULAUS TRANSISTORKVEIKJA KVDII I HVERFISGÖTU 84. PYnlLL SMI 29080. Á„AUTO '81 // sjáið þið 150 bíla af öllum gerðum, stærðum og verðum. f// A„AUTO '8V sjáið þið allt sem viðkemur bílum, m.a. verkfæri, dekk, aukahluti o. fl. o. fl. Á„AUTO '81 // sjáið þið Rolls Royce í fyrsta sinn á íslandi. Á„AUTO '81" sjáið þið Lamborghini Countach LP 400S, 12 cyl. sportbíl með 375 hestafla vél sem nær 315 km hraða. „A„Auto '81" sjáið þið skemmtiatriði í sérflokki. A„AUTO '81" fáið þið vandaða sýningarskrá ókeypis. Á„AUTO '81" fáið þið kannski lukkuvinning, því dregið verður á klukkustundarfresti um veglega vinninga og gildir hver aðgöngumiði jafnframt sem lukkumiði. Fróðleg og skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna Opnunartími Laugardaga kl. 13—22 Sunnudaga kl. 10—22 Virka daga kl. 16—22

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.