Dagblaðið - 02.04.1981, Page 15

Dagblaðið - 02.04.1981, Page 15
14 ð DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981. 15 Iþróttir Iþróttir Eþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir IR-ingamir halda í vonina — Sigruðu Tý í 2. deild í Vestmannaeyjum í gærkvöld ÍR-ingar halda enn í vonina að komast í 1. dcild handknattleiksins á ný eftir sigur á Tý í Vestmannaeyjum í gærkvöld, 21—18. Bjarni Bessason fór á kostum í ieiknum og tryggði ÍR-liðinu sigur öðrum fremur. Skoraði tíu mörk úr litið fleiri tilraunum. Staða efstu liða í 2. deild er nú sú að KA hefur 18 stig og hefur Iryggt sér sæti í 1. deild. Breiðablik er með 17 stig cn HK og ÍR hafa 16 stig. Þau lið eiga eftir að leika síðari leik sinn í keppninni — lcikinn að Varmá. Það liðið sem sigrar í þeim leik kemst í 1. deild. Verði jafntefli þurfa liðin og Breiðablik að leika lil úrslita um sætið i 1. deild. Sigur ÍR í gær var frekar auðveldur og sanngjarn. ÍR komst í 4—2 i byrjun. Týr jafnaði 4—4 og komst síðan yfir 6—4. Þá tóku ÍR-ingar sig saman i and- litinu á ný. Jöfnuðu og komust yfir. Staðan í hálfleik 9—8 fyrir ÍR. í byrjun síðari hálfleiks komst ÍR í 15— 12 en með harðfylgi tókst Týrur- um að jafna í 15—15. Síðan var iafnt 16— 16 en eftir það skildu leiðir. ÍR-ing- ar skoruðu jafnt og þétt síðustu 10 mínúturnar meðan lítið sem ekkert gekk hjá Eyja-liðinu. ÍR komst í 21 — 17 en Týr skoraði síðasta mark leiksins rétt fyrir leikslok. Hjá Tý var Sigurlás Þorleifsson beztur og Ólafur Lárusson skoraði falleg mörk. Jens Einarsson var ekki mikið í markinu. Auk Bjarna Bessa- sonar átti Guðmundur Gunnarsson mjög góðan leik í markinu hjá ÍR — einkum í fyrir hálfleikmim. I heild var leikurinn heldur daufur og ÍR-ingar verða að bæta sig ef þeir ætla sér að komast í 1. deild og gera einhverja hluti þar. Flest mörk Týs í leiknum skoruðu Sigurlás 6/3, Magnús 4 og Ólafur Lárusson 3. Hjá ÍR var Bjarni Bessa- son atkvæðamestur með 10 mörk. Mörg þeirra voru mjög falleg og Bjami sýndi góð tilþrif í leiknum. Sigurður Svavarsson og Brynjólfur Markússon skoruðu fjögur mörk hvor. - FÓV íþróttir : - ■ \V. Þær brenna sig á báli ir Ferðaþjónusta fatlaðra ir Jónas í Nausti ir Ný smásaga mm ' * Frakkland í If* landkynningu ir' ★ 5,3 megrunar- aðferðir V > Karla- og unglingalandsliðið i golfi i „prófínu” ásamt þeim Stefáni H. Stefánssyni t.v. og Kjartani Pálssyni en þeir standa báðir á myndinni. DB-mynd Einar Ólason. Landsliðskylfingar gengust undir próf — reyndust vel að sér í reglum golfsins þegaráreyndi „Þetta gekk Ijómandi vel hjá okkur og strák- arnir voru greinilega mun betur að sér í golfregl- unum en okkur grunaði. Þær eru bölvað tað ef út í það er farið og viða gildrur í þeim,” sagði Kjartan L. Pálsson, landsliðseinvaldur i golfí, i samtali við DB. Golfsambandið gekkst fyrir nokkuð nýstár- legu próft um síðustu helgi og voru þá landsliðs- menn og unglingalandsliðsmenn prófaðir i regium. Golfreglur eru ærið flóknar og oft hafa komið upp deilumál vegna ágreinings um túlkun á einstökum atriðum. Á „prófinu” voru lagðar 23 spurningar fyrir kylfingana og lakasta útkoman varð 20 rétt svör. Þykir það harla gott því margar spurninganna voru erfiðar viðureignar. Létu kylfingarnir vel af þessu sjálfir og ætti þetta að vera gott fordæmi fyrir sérsambönd og þá ekki sízt körfuknattleiks- sambandið. Leikmenn í körfunni virðast oft á tíðum ekki hafa hugmynd um hvað er leyft og hvað ekki og víst er að dómarar í körfuknattleik eyða lengri tíma til útskýringa á dómum sínum við leikmenn í leik en þekkist í öðrum greinum. Bæði karla- og unglingalandsliðið hafa æft mjög vel undir stjórn Kjartans L. Pálssonar og Stefáns H. Stefánssonar, sem hefur yfirumsjón með unglingunum. M.a. gengust kylfingarnir undir þrekpróf fyrir skömmu — hið annað í röðinni — og kom i ljós að framfarir þeirra voru í sumum tilvikum geysilegar. - SSv. HALLUR | SÍMO.MARSON,. ! Þrótturvann Einn leikur var háður í gærkvöld í Vcstmannaeyjum í bikarkeppni kvenna í handknattleik. Þróttur, Reykjavik, sigraði ÍBV í jöfnum og tvisýnum leik með eins marlts mun, 16—15. í næstu umferð leika Þróttar-stúlkurnar við íslandsmeistara FH. -FÓV. UverDOol deildabikar- meistari í fyrsta sinn „Ég hef ekki séð Liverpooi leika jafnvel í lengri tíma. Þarna léku meist- arar eins og meistarar,” sagði Dennis Law eftir að Englandsmeistarar Liver- pool höfðu sigrað West Ham 2—1 i öðrum úrslitaleik liðanna í deilda- bikarnum. Leikið var á Villa Park i gærkvöld og áhorfendur fáir enda leiknum sjónvarpað og útvarpað beint. Sigur Liverpool var mjög verðskuld- aður og þetta er i fyrsta skipti sem Liverpool sigrar í deildabikarnum. Sigurinn veitir liðinu rétt til að leika í UEFA-keppninni næsta keppnistíma- bil. Varla var þó reiknað með að þetta yrði ár Liverpool í deildabikarnum. 1 fyrsta leik sínum í keppninni tapaði liðið fyrir Bradford úr fjórðu deild 1— 0. Komst áfram með því að sigra Brad- ford 4—1 í heimaleiknum. Liverpool lék án Graeme Souness og David Johnson í gær. Þeir Jimmy Case og Ian Rush komu í þeirra stað, auk þess sem fyrirliðinn, Phil Thompson, var með á ný. Hann var meðal áhorf- enda á fyrri leiknum á Wembley en í gær veitti hann stoltur bikarnum mót- töku eftir leikinn. Liverpool byrjaði leikinn með mikl- um krafti. Dalglish og hinn ungi Rush sem lék sinn annan leik í aðalliði Liver- pool, náðu strax vel saman sem mið- herjar. Case bezti maður liðsins. Phil Parkes, markvörður West Ham, varði tvívegis vel frá Dalglish á fyrstu minút- um. Reyndar hreint frábærlega skalla Skotans. Þá átti Rush skot í þverslá — síðan Ray Kennedy — en á niundu minútu náði Lundúnaliðið sínu fyrsta upphlaupi og skoraði. Jimmy Néigh- bour lék upp hægra kantinn. Gaf vel fyrir á Paul Goodard, sem var alveg frír innan vítateigs Liverpool, og Goddard skallaði í mark. Eftir markið tók Liverpool öll völd á vellinum á ný og sóknarloturnar buldu á vörn West Ham. Parkes mjög snjall í marki en gat ekki komið í veg fyrir að Dalglish jafnaði á 25. min. Dæmigert Dalglish-mark. Terry McDermott gaf knöttinn á Kenny sem „drap” knöttinn niður með brjóstinu og spyrnti beint í markið úr þröngri stöðu þegar varnar- leikmenn West Ham bjuggust við fyrir- gjöf. Þremur mín.siðar náði Liverpool forustu. Liðið fékk hornspyrnu sem Case tók. Spyrnti vel fyrir markið og risinn Allan Hansen, miðvörður Liver- pool, stökk hærra en aðrir og skallaði á markið. Af Billy Bonds, fyrirliða West Ham, fór knötturinn í markið. Það BLAÐAMAÐURINN SIGR- AÐI í ÁLAFOSSHLAUPINU ÍR-ingurínn Ágúst Ásgeirsson og blaða- maður á Mbl. sigraði í Álafosshlaupi Aftur- eldingar sl. laugardag á góðum endaspretti. Komst fram úr Finnanum Mikko Mámi undir lokin. Þátttaka var góð I hlaupinu. Keppendum skipt i þrjá aldursflokka. í karlaflokki var vegalengdin 7 km. í kvenna- og unglingafíokki 3 km og tveir km i barna- fíokki. Úrslit urðu þessi: 1. Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 20:27 2. Mikko Háme, ÍR, 20:30 3. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR, 20:40 4. Magnús Haraldsson, FH, 22:38 5. Einar Sigurðsson, UBK, 22:39 6. Óskar Guðmundsson, FH, 23:00 7. Jóhann Sveinsson, UBK, 23:03 8. Gunnar Birgisson, ÍR, 23:04 9. Sigurður Haraldsson, FH, 23:20 10. Gunnar Kristjánsson, Ármanni, 23:44 11. Guðmundur Gislason, Ármanni, 23.45 12. Ómar Ólafsson, ÍR, 24:52 13. Sigurjón Andrésson, ÍR, 25:00 14. Ingvar Garðarsson, HSK, 25:35 15. Jóhann B. Garðarsson, Ármanni, 28:28 Kvennaflokkur 1. Herdís Karlsdóttir, UBK, 13:26 2. Unnur Stefánsdóttir, HSK, 13:34 Stúlknaflokkur 1. Hrönn Guðmundsdóttir, UBK, 13:20 Piltaflokkur 1. Viggó Þ. Þórisson, FH, 12:53 2. Gunnar Kristleifsson, Aftureld., 14:14 3. Kjartan Valdimarsson, Aftureld., 15:18 Stelpnaflokkur 1. Linda B. Ólafsdóttir, FH, 9:40 2. Sigrún G. Markúsdóttir, Aftureld., 9:58 3. Elisabet Jónsdóttir, Aftureldingu, 11:45 4. Karen Rúnarsdóttir, Aftureldingu, 13:50 Strákaflokkur 1. Björn Már Sveinbjörnsson, UBK, 8:58 2. Hreinn Hrafnkelsson, UBK, 9:05 3. Ásmundur Edvardsson, FH, 9:15 4. Ragnar Sigurbergsson, Aftureld., 9:23 5. Björn Pétursson, FH, 9:25 6. Garðar E. Guðjónsson, HSK, 10:11 7. Karl G. Jóhannesson, FH, 10:22 8. Árni Böðvarsson, Aftureldingu, 10:56 9. Magnús Einarsson, FH, 10:57 10. Davíð Þór Valdimarsson, Afture., 11:58 11. Jón Andri Finnsson, Aftureld., 12:31 12. Sævar G. Hallvarðsson, Aftureld., 12:48 13. Guðjón Ingi Viðarsson, Afture., 13:00 14. SigþórÖrn Rúnarsson, Afture., 13:50 Keppt er um farandbikara í hverjum flokki sem verksmiðjan Álafoss gaf, og í stúlknaflokki vann Hrönn Guðmundsdóttir bikarinn í þriðja skipti í röð og þar með til eignar. STORSIGUR CELTIC Glasgow Celtic færíst stöðugt nær skozka meistaratitlinum í knattspyrnu. í gærkvöld vann liðið stórsigur á Hearts í úrvalsdeildinni á Parkhead í Glasgow, 6—0, og sendi þar með Edinborgaríiðið á ný niður í 1. deild. Celtic þarf nú aðeins reikningslega séð fjögur stig úr þeim fímm leikjum, sem það á eftir til að sigra i úrvalsdeildinni. Hefur 49 stig eftir 31 leik en meistarar Aberdeen frá í fyrra eru með 41 stig úr 30 leikjum. Önnur lið nokkuð á eftir. Celtic náði forustu í gær með marki George McClusky úr vítaspyrnu. Síðan skoruðu Provan og McGarvey og staðan var 3—0 í hálfleik. í síðari hálfleiknum skoraði McClusky strax á fyrstu minútunni. Síðan bætti McLeod við tveimur mörkum. _ Tveir aðrir leikir voru í úrvalsdeildinni i gær. Aberdeen vann Partick 3—1 og Rangers vann Morton 4—0. - hsím. reyndist sigurmark leiksins. West Ham náði sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum ,,og það er ekki hægt að ásaka leikmenn liðsins fyrir það eins vel og Liverpool lék,” sagði Dennis Law. Framverðirnir snjöllu, Trevor Brooking og Allan Devonshire, sáust varla. í síðari hálfleiknum varð mikil breyt- ing á leik West Ham til hins betra. Lundúnaliðið hafði í fullu tré við Liverpool og undir lokin sótti það nær stanzlaust. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka kom Stuart Pearson i stað Geoff Pike og á allt var hætt í sókn- inni. Billy Bonds getur nagað sig í handarbökin að jafna ekki þremur mín. fyrir leikslok. West Ham fékk þá aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Knötturinn var gefinn inn í teiginn á Bonds, sem var alveg frír en skallaði yfir. „Þarna átti Bonds að gera betur,” sagði Law og merkilegt að hann skyldi fá að skalla á markið alveg óvaldaður. Liverpoolleikmennirnir allir með hug- ann við David Cioss, sem var rétt hjá fyrirliða sínum. En fleiri tækifæri fékk West Ham ekki og leikmenn Liverpool stóðu uppi í lokin sem sigurvegarar. Verðskuldaður sigur og mikill fögn- uður Liverpool-leikmannanna eftir leikinn. Þeir höfðu leikið vel — fáir þó betur en Ian Rush. Meðal áhorfenda voru menn frá Bayern Munchen. Fyrri leikur Liverpool og Bayern í Evrópu- bikarnum verður 8. april. Liðin i gær voru þannig skipuð. Liverpool. Clemence, Neal, Allan Kennedy, Hansen, Thompson, Ray Kennedy, Lee, McDermott, Case, Dal- glish og Rush. West Ham. Parkes, Lampard, Martin, Bonds, Stewart, Devonshire, Brooking, Pike (Pearson), Neighbour, Goddard og Cross. Alvin Martin var talinn leikfær rétt áður en leikurinn hófst. -hsím. Evrópumeistararnir sigruðu Albani 2-0 Tvö mörk Bernd Schiister tryggðu Vestur-Þýzkalandi sigur í HM-leiknum við Albani í Tirana í gær í 1. riðli Evrópu. Annar leikur vcstur-þýzku Evrópumeistaranna i riðlinum og annar sigurleikurinn. Austurríki er í efsta sæli með sex stig eftir þrjá leiki. Hinn 23ja ára SchOster, sem sló í gegn í Evrópukeppninni á Ítalíu siðast- liðið sumar og nú leikur með Barce- lona; skoraði fyrra mark sitt á sjöundu mín. í gær. Hið síðara á 70. mín. Fyrra markið með þrumufleyg af 20 metra færi eftir að Karl-Heinz Rummenigge hafði leikið á bakvörðinn Djafa og síðan gefið fyrir. Síðara mark Schuster var einnig skorað með hörkuskoti utan vítateigs og með því fóru allar vonir Albana um að ná jafntefli. Tíu mínút- um áður hafði Ilir Pernaska komizt einn frir að þýzka markinu en spyrnti knettinum beint á Toni Schumacher, markvörð Þjóðverja. Eftir síðara mark Schiister náði vestur-þýzka liðið algjörum yfirburðum i leiknum án þess þó að skora fleiri mörk. Áhorfendur voru 30 þúsund. Staðan í riðlinum er nú þannig: Austurríki 3 V-Þýzkaland 2 Búlgaría 3 Albanía 5 Finnland 3 0 0 8—0 6 0 0 5—1 4 0 1 5—4 4 1 0 4 3—10 2 0 0 3 0—6 0 KOTA&EIA og kostir hennarsem meqnjmrfedi.s COTTAGE CHEEs^j NEYSLUTILLÖGUR: Morgunverður: Borðið hana óblandaða beint úr dósinni. Hádegisverður: Setjið kúf af KOTASÆLU ofan á hrökkbrauðsneið eða annað gróft brauð og þar ofan á t.d. tómatsneið, papriku- sneið, blaðlauk, graslauk, karsa eða steinselju og kryddið t.a.m. með svörtum pipar. Kvöldverður: Saxið niður ferskt grænmeti og notið KOTASÆLU í stað salatsósu. Ef þið viljið meira bragð, getið þið bætt við sítrónusafa og kryddi. Athugið að: 1. í 100 g af KOTASÆLU eru aðeins 110 he (440 kj). 2. í KOTASÆLU eru öll helstu næringarefni mjólkurinnar. 3. KOTASÆLA er mjög rík af próteini og vítamínum. 4. KOTASÆLA er óvenju saðsöm miðað við aðrar fitulitlar fæðutegundir. 5. Notkunarmöguleikar KOTA- SÆLU eru nær óteljandi. 9.107 KOTASCIA fitulítil og fneistandi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.