Dagblaðið - 25.04.1981, Page 2

Dagblaðið - 25.04.1981, Page 2
f Listahátíðfatlaðra: BLINDIR OG SJÓN- SKERTIR GETA GERT MJÖG FALLEGA HLUTI —vonandi verður þeirra hlutur stærri á næstu hátíð Sjónvarpsþátturinn um utanríkismál: Ingibjörg Jónsdóttir hringdi: „Mig langar til að vekja athygli á því að á Listahátíð fatlaðra, sem haidin var um páskaheigina, var ekki haft neitt samband við Blindrafélag- ið. Þetta eru fjölmenn landssamtök sem í eru blindir og sjónskertir um allt land. Margt af þessu fólk býr til mjög faliega hluti. Það gerir leir- muni, málar myndir, saumar, vinnur úr perlum og margt annað. Ýmsir eru líka góöum tónlistargáf- um gæddir, eins og Gunnar Guðmundsson, sem gefið hefur út plötu og Vestmannaeyjastrákarnir Gísli og Amþór. Mér skilst samt að forráðamenn sýningarinnar hafi boðið Biindra- vinafélaginu aö vera með, en þaö er ekki félag blindra sjálfra heldur stuðningsmanna þeirra og reyndar allra góðra gjalda vert sem slikt. Vonandi verður næst haft sam- band við Blindrafélagið sjálft. Loks langar mig að segja aö öll sú umræða, sem fram hefur farið í fjöl- miðlum undanfarið, hefur gert okkur sem erum fötluð, mikið gott. Áður var litið svo á að líkamlega fötluð manneskja hlyti einnig að vera andlega kræklótt. En þetta er mikið að breytast og við finnum að nú erum við tekin meira eins og fuUgilt fólk. Okkur langar svo að reyna að bjarga okkur sjálf eftir því sem við mögu- lega getum og það er okkar heitasta ósk að fá aðstöðu tU þess. . Einhvern tíma var sagt: 'María guösmóðir grætur, þegar einn er skil- inn útundan. Með þakklæti fyrir birtinguna. Ingibjörg Jónsdóttir DB hafði samband við formann Blindrafélagsins, Halldór Rafnar og hann sagði: „Okkur barst að visu ekki formlegt boð um þátttöku en þar mun hafa verið um einhvem mis- skilning að ræða. JC-Breiðholt, sem stóð fyrir Ustahátiðinni, mun ekki hafa náð sambandi við fram- kvæmdastjóra BUndrafélagsins.” DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981. Almenningur vill vita um fram- kvæmdimar á Kef lavíkurflugvelli — því ætti sjónvarpið að haf a annan þátt með sömu mönnum Þaö er hreint ótrúlegt hvaö blindir geta unniö fagra muni, eins og þeir sjái meö fingrunum. DB-mynd: Bjarnleifur. Bjarney Ólafsdóttir skrifar: í sjónvarpinu 14. apríl var þáttur um utanríkismál undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar. Þættinum var vel stjórnað, þó fannst mér framkvæmd- um á Keflavíkurflugvelli, svo sem flugstöð, sprengjuheldu flugskýli og olíuhöfn í Helguvik ekki hafa verið gerð nægileg skil. Svo virtist sem stjórnmálamönnunum væri ekkert um að ræða þau mál. Þeir vildu jafn- vel fullyrða að þau væru ekki utan- rikismái, heldur eitthvað rammis- lenzkt sem ekki ætti aö ræða í fjöl- miðlum. Hins vegar tel ég og vafalaust fleiri að þau mál séu í beinni snertingu við utanrikismál. Þess vegna vil ég skora á sjónvarpið að gerður verði sérstak- ur þáttur þar sem fram koma sömu menn og rætt verði eingöngu um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Þannig gæti almenningur í landinu myndað sér skoðanir á þeim málum á breiðum grundvelli. Við hljótum að eiga rétt á að vita hvernig á þessum málum erhaldið. Oft er minnzt á leynisamning og þætti vafalaust mörgum fróðlegt að vita nánar um hann. Eða er kannski verið að fara á bak við þjóðina? í þessum sama þætti var mikið rætt um þróunarlöndin. Það kom fram að fyrir jólin 1980 söfnuðust 209 milljónir gkr. sem sendar voru til að- stoðar í svokallaðri Afríkuhjálp. Þetta er aðeins ein söfnunin af mörg- um. Sjaldnast hafa þessir peningar komizt til skila þar sem þeirra er mest þörf. í sambandi við yfirlýsingar um neyðarástand var lýst yfir neyðar- ástandi hjá öldruðum hér í Reykjavík á sama tíma og söfnunin fór fram. Var ekki nær fyrir Rauða krossinn að aðstoða hér heima heldur en í Afriku? í febrúar þegar óveðrið mikla gekk hér yfir kom í ljós að bjargráðasjóður er tómur. Hér er mikil verðbólga með allri sinni dýrtíð „Það er kvöldsnoturt hér á Akureyri,” sagði Þlngeyingurinn. Útvarpið: Hættið Akur- eyrardekrí Reykvikingur skrifar: Ég sá um daginn í blaðinu okkar á það minnzt að sífellt væri verið að lofa Akureyri í útvarpinu síðan stúdióið fyrir norðan var tekið í notk- un. Þetta langar mig að taka undir. Skyndilega er eins og Akureyri sé orðinn merkasti staður á þessari jörð og fólk þaðan dregið unnvörpum fram að hljóðnemanum til þess að vitna um ágæti bæjarins. Það heyrist ekkert annað frá þessum stað en að allt sé þar gott og fullkomið, Akur- eyringar sjálfir mun betri en annað fólk og helv... Sunnlendingarnir séu þrælómerkilegir miðað við þá. Ekki er þó að heyra á því útvarpsefni sem að norðan kemur að Akureyringar séu betur gefnir, laglegri eða skemmtilegri. Þvert á móti er þetta útvarpsefni hundleiðinlegt að stórum hluta og langar mig að biðja útvarpið að láta af þessu sífellda Akureyrar- dekri og fjalla um Akureyri rétt eins og aðra staði á landinu, hún er hvort eð er hvorki betri né verri. og hér býr margt fólk sem berst í bökkum til að eiga fyrir nauðsynjum. Væri nú ekki nær fyrir okkur að safna í sjóði fyrir okkar eigin neyðar- ástandi en annarra þjóða. Þá mætti líka efla almannavarnir í landinu ekki sízt þegar heimurinn rambar á barmi heimsstyrjaldar. Eina aðstoðin sem mér finnst við geta veitt er að senda fólk utan til aðstoðar. Á öðru höfum við ekki efni þvi það er einungis flottræfilsháttur og sýndar- mennska á kostnað almennings. Er það þetta sem viö fáum? GOTT HOTELI BORGARNESI — þjónusta öll til fyrirmyndar Jóna Ingibjörg hringdi: Ég vil gjarnan benda fólki sem á leið um Borgarnes á að þar er mjög gott hótel. Um páskana gisti ég þar i þrjár nætur og varð mjög hrifin af allri þjónustu. Það var vel tekið til á herbergjunum, maturinn var rausn- arlegur og bæði hótelstjóri og annað starfsfólk sýndu mikla hjálpsemi og elskulegheit. Og verðið var hófsam- legt. Mér fannst þetta til fyrirmyndar og vil gjaman vekja athygli á þessu ágæta hóteli og minna á að það er mjög fallegt í Borgarnesi. Raddðr lesenda

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.