Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981.
r 0
YmiSilftCit
íþróttafélagið Gerpla 10 ára
í dag, 25. apríl, verður iþróttafélagið Gerpla Kópa-
vogi 10 ára. í tilefni þess efnir félagið til hátíðarsýn-
ingar í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands v/Ból-
staðarhlið kl. 14 i dag.
Á morgun, sunnudag, hefur félagið hátíðarkaffi í
iþróttahúsi félagsins að Skemmuvegi 6, Kópavogi.
Kaffisamsætið byrjar kl. 16.
• Iþróttir
Reykjavfkurmótið
í knattspyrnu 1981
Laugardagur 25. apríl
Melavöllur
Valur — Víkingur, mfl., kl. 14.
Fellavöllur
Leiknir — Þróttur, 2. fl. A, kl. 14.51.
Leiknir — Þróttur, 4. fl. A, kl. 13.
Ármannsvöllur
Ármann — KR, 4. fl. A, kl. 13.30.
Víkingsvöllur
Víkingur — Valur, 4. fl. A, kl. 13.
Vikingur — Valur, 4. fl. B, kl. 14.15.
Framvöllur
Fram — ÍR, 4. fl. A, kl. 13.
Fram — ÍR, 4. fl. B, kl. 14.15.
KR-völlur
KR — Ármann, 5. fl. A, kl. 13.30.
Þróttarvöllur
Þróttur — Leiknir, 5. fl. A, kl. 13.
Þróttur — Leiknir, 5. fl. B, kl. 14.
Valsvöllur:
Valur — Vikingur, 5. fl. A, kl. 13.
Valur — Víkingur, 5. fl. B, kl. 14.
Breiðholtsvöllur
ÍR — Fram, 5. fl. A, kl. 13.
ÍR — Fram, 5. fl. B, kl. 14.15.
Sunnudagur 26. april
Melavöllur
Ármann — Þróttur, mfl., kl. 17.
Guðspekifélag íslands
Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn
25. apríl kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf.
Tónleikar
Buxtehude-tónleikar
í Háteigskirkju
Sunnudaginn 26. apríl kl. 5 síðdegis verða tónleikar i
Háteigskirkju Viðfangsefnin eru eingöngu eftir
Ditrich Buxtehude. Hann var einn af kennurum J.S.
Bach og jafnframt einn mesti orgelsnillingur
samtíðar sinnar. Flytjendur eru Hubert Selow,
kontratenor, sem syngur kantötuna, Jubilate Deo.
Sesselja Óskarsdóttir leikur undir á selló. Orthulf
Prunner leikur á orgel Háteigskirkju prelúdíur og
fúgur eftir D. Buxtehude.
Hljómsveit Tónskólans í Bú-
staðakirkju á mánudaginn
Hljómsveit Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar
mun á mánudaginn kemur halda síðustu tónleika
sína á þessum vetri. Starf hljómsveitarinnar hefur
verið liflegt í vetur og nægir þar að nefna vel heppn-
að námskeið undir stjóm George Hadjinikos og tón-
leika að þvi loknu i Bústaðakirkju í febrúar sl. Að
þessu sinni verða á efnisskrá verk frá barokktímabil-
inu: Svíta eftir Johann Fischer, tveir einleikskon-
sertar eftir Antonio Vivaldi og Brandenborgarkon-
sert nr. 3 eftir J. S. Bach. Einleikarar með hljóm-
sveitinni verða þau Einar Einarsson á gítar og Hildi-
gunnur Halldórsdóttir sem leikur á fiðlu.
Tónleikamir verða eins og áður sagði í Bústaða-
kirkju á mánudaginn kemur, 27. april, og hefjast kl.
20.30. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Sigursveinn
Magnússon. Allir em velkomnir á tónleikana.
Staparokk
Á morgun, sunnudag, kl. 2—5 heldur starfsfólk
samkomuhússins Stapa i Njarðvik skemmtun fyrir
þroskahefta á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Suður-
nesjum. Er þetta í fjórða sinn sem hjónin Guðjón
Valdimarsson og Ásdís Þorgilsdóttir og starfsfólk
Stapa standa fyrir slíkri skemmtun fyrir þroska-
hefta. ÖIl vinna og veitingar em gefnar. Skemmtanir
þessar hafa þótt takast vel og hafa verið fjölsóítar.
Aö þessu sinni er það hljómsveitin Geimsteinn sem
leikur fyrir dansi. Vel er þegið ef fólk gefur kökur
eöa annað meölæti til skemmtunarinnar.
Útivistarferðir
Sunnudagur 26. apríl kl. 13: Grænadyngja — Sog,
létt ganga á Reykjanesskaga. Verð 50 kr., frítt fyrir
böm með fuliorðnum. Farið frá BSÍ, vestanverðu (í
Hafnarf. við kirkjugarðinn).
Vorferð til fjalla um næstu helgi.
Ferðafálag íslands
Dagsferöir sunnudaginn 26. april.
1. kl. 10: Botnssúlur (1086 m). Fararstjóri. Torfi
Hjaltason.
2. kl. 10: Skíöaganga — KjÖlur i Botnsdal. Farar-
stjóri: Þorsteinn Bjarnar.
3. kl. 13: Gönguferð um Brynjudal yfir Hrisháls i
Botnsdal. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð
kr. 70, — Farið frá Umferðarmiðstöðinni austan-
megin.
Samkomur
Hjálpræðisherinn
Sumarfagnaöur í kvöld, laugardag, kl. 20.30. Kvik-
mynd fró neyðarhjálp Hjálpræðishersins, veitingar
og trúboöafóm. Sunnudagur kl. 10.30: fjölskyldu-
guösþjónusta, yngri liösmanna vígsla.
Kl. 20: bæn.
Kl. 20.30: hjálpræðissamkoma. Major Inger og
Einar Höyland og kapteinn Grethe Olesen syngja og
tala á öllum samkomunum. Allir velkomnir.
Kvæðamannafálagið
Iðunn
heldur kaffikvöld fyrir félagsmenn og gesti þeirra að
Hallveigarstöðum laugardaginn 25. april kl. 20.
Bókmenntir
Tímarit Máls og menningar
GENGIÐ
1. hefti 1981 er komið út og hefst á ljóði eftir Einar
Braga. Meöal annars efnis má nefna dagbókarkafl-
ann Kettir eru merkilegar skepnur eftir Þorgeir Þor-
geirsson þar sem Þórbergur Þórðarson kemur m.a.
við sögu, þessa heims og annars.
Annars eru tveir efnisflokkar fyrirferðarmestir i
þessu Tímaritshefti. Annar þeirra nefnist Samar,
frumbyggjar í norðri. Þar em nokkur Ijóð eftir
Samaskáldið Paulus Utsi og samískt ævintýri í þýð-
ingu Einars Braga, einnig smásagan Nýi vegurinn
eftir unga skáldkonu, Lailu Stien, i þýðingu
Magnúsar Kjartanssonar. Þá er stuttur greina-
flokkur um fyrirhugaða stórvirkjun Alta-árinnar i
Norður-Noregi og fmmbyggjaréttindi Sama eftir
nokkra norska þjóðfélags- og mannfræðin ca.
Hinn efnisflokkurinn nefnist Hvernig verða ljóð
til? Þar birta fjögur ljóðskáld eigin kvæði og segja
frá tildrögum þeirra. Skáldin eru Guðbergur Bergs-
son, Vilborg Dagbjartsdóttir, Ingibjörg Haralds-
dóttir og Anton Helgi Jónsson.
Vésteinn Lúðviksson á í heftinu greinina ,,Hamar
með nýjum munni” þar sem fjallað er rækilega um
nýja Ijóöabók Hannesar Péturssonar. Magnús
Kjartansson ritar greinina Gleymdar rætur um
bandariska ásælni á íslandi. Þá er greinin Skólaum-
bætur og skólagagnrýni eftir Gest Guðmundsson
þar sem farið er i saumana á skrifum róttækra ís-
lenzkra skólamanna. Ádrepa er eftir Sverri Hólm-
arsson og umsagnir um bækur eftir Silju Aðalsteins-
dóttur, Jón Viðar Jónsson, Véstein Ólason, Heimi
Pálsson og Helgu Kress. Ritstjóri er Þorleifur
Hauksson. Tímaritið er 120 bls. að þessu sinni,
prentaö í Prentsmiðjunni Odda hf.
Þess skal að lokum getið að þeir áskrifendur sem
fá Tímaritið sent óskorið verða að bíða eftir þvi
nokkra daga enn. Vegna mistaka var tala prentaðra
eintaka of lág og öll eintök sem prentuð voru fóru
í skurðarhnifinn. 300 viðbótareintök eru nú í
prentun.
Ljóðaúrval eftir
Matthías Johannessen
á norsku
í þýðingu Ivars Orglands er nýkomið út í Noregi úr-
val af Ijóðum Matthíasar Johannessen. Bókin
nefnist ASK VEIT EG STANDA, er 247 blaðsíður
að stærð og auk kvæðanna fylgir henni formáli eftir
Ivar Orgland, Ijóðskáld og ljóðaþýðanda. Sem
kunnugt er var hann árum saman sendikennari í
norsku við Háskóla íslands, lauk doktorsprófi þar
1969, en hefur samtals gefið út 13 bindi með
íslenzkum Ijóðum í norskri þýðingu ásamt for-
málum, auk þess Ijóðaþýðingar úr færeysku (Janus
Djurhuus) og gotlenzku (Gustaf Larsson).
Fonna Forlag gefur út bókina Ask veit eg standa,
eins og flestar Ijóðaþýðingar Ivars Orglands. Frá-
gangurinn er hinn bezti en bókin er prentuð og
bundin hjá Prentsmiðjunni Odda hf. í ReykjavíL
Ivar Orgland kom hingað til landsins ásamt hópi
af kennaraháskólastúdentum frá Þeiamörk í Noregi
um miðjan marz en hann dvelur áfram hér í Reykja-
vik (i Norræna húsinu) enn nokkra daga.
Sovázk bóka-
og frímerkjasýning
26. apríl lýkur sýningu scm nú stendur yfir í MÍR-
salnum, Lindargðtu 48, 2. hæð, á bókum, auglýs-
ingaspjöldum, frímerkjum og hljómplötum frá
Sovétríkjunum.
Sovézka utanríkisviðskiptasambandið „Mezduna-
rodnaja kniga” (Alþjóðlegar bækur), skrifstofa við-
skiptafulltrúa Sovétríkjanna á íslandi og félagið
MÍR, Menningartengsl íslands og Ráöstjórnarríki-
anna, standa fyrir þessari sýningu. Sýndar eru um
eöa yfir 200 bækur (bókatitlar) um hið margvís-
legasta efni: skáldverk, tækni- og vísindarit, bækur
um þjóðfélagsmál, sagnfræði, stjórnmál o.s.frv.
Yfirstjórn Orkustofnunar
í ágúst 1980 skipaði iönaðarráðherra starfshóp til að
gera tillögur um endurbætur á skipulagi og stjóm-
sýslu á Orkustofnun.
í starfshópnum áttu sæti fulltrúar iönaðarráðu-
neytis, fjárlaga- og hagsýslustofnunar, ríkisendur-
skoðunar, auk fulltrúa starfsmanna Orkustofnunar
og orkumálastjóra.
Starfshópurinn skilaði áfangatillögum til ráðu-
neytisins í desember sl. um deildarskiptingu stofn-
unarinnar, skipan stjórnar og framkvæmdaráðs
fyrir Orkustofnun og sérstaka eflingu stjórnsýslu-
deildar stofnunarinnar.
Iðnaöarráðuneytið hefur fallizt á tillögur meiri-
hluta starfshópsins og hefur í samræmi við þær
verið ákveðið að skipa 3ja manna stjórn fyrir stofn-
unina er starfi á ábyrgð iðnaðarráðherra. Stjórnin,
sem skipuð er til eins árs, skal hafa með höndum
yfirstjóm Orkustofnunar, fjalla um stefnu hennar,
skipulag og starfshætti og fara ásamt orkumála-
stjóra með tengsl við iðnaðarráðuneytið.
í stjómina voru skipaðir: Egill Skúli Ingibergsson
verkfræðingur, formaöur, Kristmundur Halldórs-
son deildarstjóri og Sveinbjöm Bjömsson eðlis-
fræöingur.
Framkvæmdaráðið skal vera vettvangur samráðs^
og samhæfingar til undirbúnings ákvarðanatöku
orkumálastjóra og forstöðumanna deilda, jafnframt
því sem kjörnum fulltrúum starfsmanna gefst
kostur á að hafa áhrif á þá ákvarðanatöku.
Þá hefur verið ákveðið að framvegis skiptist
Orkustofnun í eftirfarandi aðaldeildir: Stjómsýslu-
deild, vatnsorkudeild, jarðhitadeild og orkubú-
skapardeild.
Fundur um
skipulagsstillögur
. Félag sjálfstæðismanna í Árbæjar- og Seláshverfi
efndi til almenns fundar um skipulagstillögur meiri-
hlutans í borgarstjórn í safnaðarheimili Árbæjar-
sóknar miðvikudaginn 15. apríl síðastliðinn.
Fundinn sóttu alls 69 fundargestir. Frummælendur
voru Davíö Oddsson og Magnús L. Sveinsson
borgarfulltrúar og Hilmar ólafsson arkitekt.
Fundarstjóri var Guttormur Einarsson og fundarrit-
ariörn Baldvinsson.
Fyrir fundinum lágu teikningar af skipulagstillög-
um meirihlutans í borgarstjórn og til samanburöar
teikningar af eldri skipulagstillögum fyrir Reykja-
vík. Auk þess voru kynptar á fundinum skipulagstil-
lögur Fáksmanna aö athafnasvæði hestamanna i
Víðidalog nágrenni.
Að loknum framsöguræðum tóku 12 fundargestir
til máls, 9 töluðu gegn fyrirhuguðu skipulagi, en 3
mæltu meö þvi. Að loknum almennum umræöum
voru samþykktar athugasemdir við skipulagstillögur
meirihlutans i borgarstjórn með öllum greiddum at-
kvæðum. Að endingu fluttu framsögumenn lokaorð
og var fundi slitið nokkru eftir miðnætti.
Hf. Skallagrímur
AÆTLUN AKRABORGAR
í janúar, febrúar, mars, nóvember og
desember:
Frá Akranesi
Kl. 8,30
— 11,30
— 14,30
— 17,30
Frá Reykjavík
Kl. 10,00
— 13,00
— 16,00
— 19,00
í april og október verða kvöktterðir á sunnudögum. — i
mai, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum
og sunnudögum. — i júli og ágúst verða kvöldferðir alla
daga, nema laugardaga.
Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20,30
og f rá Reykjavik kl. 22,00.
Afgreiðsla Akranesi sími 2275
Skrifstofan Akranesi simi 1095
Afgreiðsla Rvik simi 16050
Símsvari i Rvíksimi 16420
Talstoðvarsamband við skipið og algreiðslur á Akranesi og Reykja-
vik FR -bylgja, rás 2 Kallnúmer: Akranes 1192, Akraborg 1193.
Reykjavik 1194
Krabtiwnvlnafélag Raykjavfcun
Heilbrigðisfrœösla
og happdrœttisrekstur
Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavikur var ný-
lega haldinn. Formaður félgsins, Tómas Á. Jónas-
son læknir. o« framkvæmdastjóri þess, Þorvarður
ömólfsson, fluttu skýrslur um star félagsins en
gjaldkerinn, Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri,
gerði grein fyrir ársreikningum.
Meginviðfangsefni félagsins hafa sem fyrr veriö
víðtækt fræðslustarf og rekstur á Happdrætti
Krabbameinsfélagsins. Veigamesti þáttur fræðslu-
starfsins fer fram í grunnskólum landsins.
Nú í vetur hefur félagið látiö grunnskólunum í té
nýja gerð viðurkenningarskjala í tengslum viö bar-
áttuna gegn reykingum. Þá hafa verkefni fyrir hóp-
vinnu um áhrif og afleiðingar reykinga enn komið út
i endurbættri útgáfu.
Félagið hefur um nokkurra ára skeið fengið árleg
framlög frá riki og Reykjavíkurborg til fræðslu-
starfsins í grunnskólunum en stendur þó sjálft undir
stærstum hluta kóstnaðar við það.
Félaginu hlotnaðist á árinu 15 milljón kr. arfur
eftir Þorbjörn Jónsson, Mimisvegi 2 hér í borg, en
hann lézt fyrir nokkrum árum.
Svipmynd frá aðalfundi Krabbameinsfélags Reykja-
víkur. Formaður félagslns, Tómas Ámi Jónasson, i
ræðustól.
Rekstur happdrættisins gekk vel á árinu 1980. Gat
félagið lagt af mörkum hartnær 90 milljónir gkr. til
starfsemi Krabbameinsfélags íslands en það er rösk-
lega helmingi meira en árið áður.
' Þegar kom að stjóriiarkjöri var tilkynnt að Alda
Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur og Jón Oddgeir
Jónsson fyrrv. framkvæmdastjóri, sem ganga áttu
úr stjórninni, hefðu bæöi skorazt undan endurkjöri.
Þakkaði formaður þeim margra ára heilladrjúgt
starf í félagsstjóm og skýrði jafnframt frá því að
ákveðið hefði verið að gera Jón Oddgeir að heiðurs-
félaga Krabbameinsfélags Reykjavikur, en auk
stjórnarstarfa var Jón um langt skeið framkvæmda-
stjóri félagsins.
Stjóm Krabbameinsfélags Reykjavíkur er nú
þannig skipuð að Tómas Á. Jónsson læknir er for-
maður en aðrir í stjóm Baldvin Tryggvason spari-
sjóðsstjóri, Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Jón Þorgeir
Hallgrímsson læknir, Páll Gíslason yfirlæknir,
Sigriður Lister hjúkmnarfræðingur og Þórarinn
Sveinsson læknir. í varastjórn eru Edda Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Guðmundur J. Kristjánsson
deildarstjóri og Kristján Sigtryggsson skólastjóri.
Leikfólag Hofsóss
sýnir Drekann hása
Sl. laugardag frumsýndi Leikfélag Hofsóss barna-
leikritiö Drekann hása eftir Benny Anderson i þýð-
ingu Nínu Bjarkar Árnadóttur.
Leikcndur eru átta og em þrjú hlutverk í höndum
barna. Leikstjóri er Rósa Þorsteinsdóttir og mun
þetta vera fyrsta leikritið sem hún sviðsetur.
Uppselt var á frumsýninguna og var leikurum og
leikstjóra vel fagnaðaðleik loknum.
Fyrirhugað er að fara meö sýninguna um ná-
grannabyggðimar og verður leikritiö sýnt á Sauðár-
króki í kvöld, þriðjudagskvöld.
- Guðni, Hofsósi.
Minningarkort
Barnaspftalasjóös
Hringsins
fást á eftirtöldum stöðum:
Bókaverzl. Snæbjarnar, Hafnarstr. 4 og 9.
Bókabúð Glæsibæjar.
Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði.
Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarstig 16.
Verzl. Geysir, Aöalstræti.
Verzl. Jóh. Norðfjörð hf., Hverfisg.
Verzl. ó. Ellingsen, Grandagarði.
Heildverzl. Júl. Sveinbj. Snorrabraut 61.
Lyfjabúð Breiðholts.
Háaleitisapótek.
Garðsapótek.
Vesturbæjarapótek.
Apótek Kópavogs.
Landspitalanum hjá forstöðukonu.
Geðdeild Bamaspítala Hringsins v/Dalbraut.
Minningarspjöld
Kvenfélags Háteigssóknar
cru afgreidd í Bókabúð Hlíðar, Miklubraut 68, sími
22700. Hjá Guðrúnu Stangarholti 32, sími 22501.
Ingibjörgu, Drápuhlið 38, sími 17883. Gróu, Háaleit
iisbraut 47, siqai 31339 og Úra- og skartgripaverzl.
Magnúsar Ásmundssonar, Ingólfsstræti 3, simi 17884.
„Leynimelur 13"
sýnt í Fólagsheimilinu
Hnrfsdal
í gær, 24. apríl kl. 21 frumsýndi Litli leikklúbburinn
á ísafirði gamanleikinn Leynimelur 13 eftir
Þrídrang en þann dag varö klúbburinn 16 ára.
Leynimelur 13 er gamanleikur í þrem þáttum, bráð-
smellinn frá upphafi til enda og gerist á heimili
efnaös klæöskera sem býr í rúmgóðu einbýiishúsi
ásamt eiginkonu sinni og voðalegri tengdamóður.
Vegna húsnæðiseklu fær hann inn á sig sundur-
leita hjörð húsnæðisleysingja. Leikstjóri er Ást-
hildur Þórðardóttir, borinn og bamfæddur Is-
firðingur, og er þetta frumraun hennar sem leik-
stjóri en hún hefur leikið mikið með Litla leik-
klúbbnum gegnum árin. Leikarar eru 17 en samtals
vinna að þessu verki um 30 félagar úr L.L. Leik-
mynd gerði Pétur Guðmundsson. Leynimelur 13
verður sýndur i Félagsheimilinu HnifsdaJ.
Duglegar stelpur
úr Breiöholti
Fyrir nokkm héldu þessar 4 vinkonur úr Breiðholti
tombólu til styrktar sundlaugarbyggingu Sjálfs-
bjargar. Þær heita f.v. Hrefna Hreinsdóttir, Hclena
Símonardóttir, Daðey Björk Ingadóttir og Guðbjörg
ósk Ragnarsdóttir. Ágóðinn af tombólunni var
120,00 kr. sem þær g&fu til styrktar sundlaugarbygg-
Galdraland f sföasta sinn f
Kópavogi f dag
í dag kl. 15 sýnir Garðaleikhúsið hiö- vin§jela leikrit
sitt, Galdraland, i siðasta sinn í Félagsheimili Kópa-
vogs. Garðaleikhúsið hyggst næst sýna Galdraland í
Breiðholti um næstu helgi.
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
NR. 76 - 22. APRfL 1981 gjaldeyrir
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarfkjadollar 6,653 6,671 .7,338
1 Steriingspund 14,449 14,488 15,937
1 Kanadadollar 5,570 6,685 6,143
1 Dönskkróna 0J1718 0,9746 1,0720
1 Norskkróna 1,2127 1,2160 W78
1 Sœnsk króna 1,4097 1,4135 1,5549
1 Finnskt mark 1,5981 1,6025 1,7628
1 Franskur franki 1,2929 1,2964 1,4260
1 Belg. franki 0,1870 0,1875 0,2063
1 Svtesn.franki 3,3667 3,3658 3,7024
1 Hollenzk flor(na 2,7537 2,7612 3,0373
1 V.-þýzkt mark 3,0589 3,0671 3,3736
1 ítötek Ifra 0,00614 0,00616 0,00678
1 Austurr. Sch. 0,4324 0,4336 0,4770
1 Portug. Escudo 0,1138 0,1141 0,1255
1 Spánskur peseti 0,0764 0,0756 0,0832
1 Japansktyen 0,03058 0,03067 0,03374
1 irskt Dund 11,162 11,192 12,311
SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,0358 8,0472
* Breyting frá sfðustu skráningu. Sknsvari vegna gengisskráningar 22190.
Leiklist