Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981. 5 Tífaldur verðmunur á heimsókn til læknis — eftir því hvort hann starfar eftir samningum Sjúkrasamlagsins eða starfar „sjálfstætt” „Það hafa lengi nokkrir læknar verið utan við samninga Sjúkrasam- lagsins við læknasamtökin,” sagði Davíð Oddsson forstjóri Sjökrasam- lags Reykjavíkur í samtali við DB. „Við höfum litið framhjá þessari staðreynd og teljum sllkt ekki alvarlegt mál fyrr en samtök verða milli sérfræð- inga i einstökum greinum læknisfræð- innar um slíka „úrsögn” úr Sjúkra- samlaginu eða afneitun gildandi samn- inga. Þetta alvarlega ástand gerðist fyrir nokkru meðal sérfræðinga i bækl- unarsjúkdómum. Sumir þeirra sér- fræðinga hafa snúið aftur og starfa eftir samningum SR. Heildarsamning- um við þessa sérfræðinga er ólokið en samningaviðræður hafa legið niðri um hríð.” Davíð taldi að þeir einstöku sérfræð- ingar sem ekki störfuðu eftir samning- um SR væru í kringum tug að tölu. Það er mikill munur á kostnaði sjúklinga við að leita til sérfræöings sem ekki er á samningi við sjúkrasam- lagið og hins sem starfar og tekur gjald samkvæmt taxta Sjúkrasamlagsins. í dag kostar, að sögn Davíös, 33 krónur að leita með tilvísun frá heimilislækni til sérfræðings sem starfar á samningi sjúkrasamiagsins. Sama gjald er 16 kr. fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Sé leitað, þó með tilvísun sé, til sérfræð- ings sem starfar „sjálfstætt” eða er ekki innan samningsramma sjúkrasam- lagsins getur gjaldið orðið tífalt hærra og 1 sumum tilvikum ennþá hærra, sagði Davíð. Það er ekki vist, að fólk geri sér grein fyrir þessum kostnaðarmun, fyrr en of seint. Davíð taldi þó að flestir heimiiis- læknar gerðu fólki grein fyrir því ef þeir vissu að sérfræðingur sem leita ætti til væri ekki á samningi við Sjúkra- samlagið. Taldi hann einnig að slíkt væri tekið fram þegar pantaður væri tími hjá slíkum sérfræðingi. ,,í raun ætti að minnsta kosti að taka slíkt fram,” sagði Davíð. - A.St. FLUGLEIÐAMENNINNAN FIA HUGA ENN AÐ VERKFALLI —vegna meintra samningsbrota Flugleiða. Annar aðilinn geti ekki einhliða vikið frá gildandi samningum Flugmenn hjá Flugleiðum sem eru i Félagi islenzkra atvinnuflugmanna, þ.e. þeir sem flogið hafa Fokkerum á innanlandsleiðum og Boeing-þotum á Evrópuleiðum, íhuga nú aðra verk- fallsboðun. Sem kunnugt er höfðu þeir boðað verkfall sem koma átti til framkvæmda 10. apríl sl. en Alþingi bannaði það verkfall með lögum. FÍA-menn segja að Flugleiðir hafi brotið á þeim samninga og þeim beri lausar stöður á Fokker og Boeing- þotunum en eins og DB hefur greint frá hafa Loftleiðaflugmenn nú verið teknir til þjálfunar á Fokkervélarnar. FÍA-menn telja að Flugleiðir geti ekki einhliða vikið frá þeim samningi sem 1 gildi hefur verið. Lögin, sem sett voru á dögunum, tóku aðeins til starfsaldurslistamáls- ins. Boði FlA-mennirnir nú til verk- falls verður það vegna samningsbrota að sögn talsmanna þeirra, Kjartans Norðdahls, Gylfa Þórs Magnússonar og Þórs Sigurbjömssonar. Þeir félagarnir vilja leiðrétta þann misskilning að þeir eigi 1 deilu við félagiö vegna launamála. Svo sé alls ekki. Þá séu þeir ekki i hægagangs- vinnu, heldur haldi sina samninga til hins ýtrasta, varðandi frídaga, orlof og vaktir. Þór sagði að FÍA-menn ættu undir högg að sækja vegna mál- flutnings blaðafulltrúa Flugleiða i fjölmiðlum. „Spyrja mætti blaða- fulltrúann hvort hann teldi sig fremur vera málpipu eigenda og stjómenda Flugleiða en málsvara starfsfólks félagsins,” sagði Þór. FÍA-mejm sögðu það ýta undir nýtt verkfall að fram að þessu hefðu Amarflugsmenn neitað að fljúga inn á áætlunarleiðir Flugleiða meðan Flugleiðaflugmennirnir ættu i þessari deilu. Nú væri að verða breyting á vegna utanaðkomandi þrýstings. Minna mætti á að Flugleiðir ættu meirihluta í Arnarflugi. Amarflugs- flugmennirnir treystu sér því ekki tU þess að styðja flugmenn FÍA hjá Flugleiðum nema þeir væm í verk- falU. Þá gengju þeir ekki inn á þeirra leiðir á meðan. Flugmenn Arnarflugs eru einnig félagar í Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna. - JH Borgarskipu- lagið býður ístrætóferð á nýju svæðin Skiþulagshugmyndir Borgarskipu- lagsins um stækkun byggðar borgar- innar í austurátt að Rauöavatni og norðan þess, auk fleiri svæöa, verða kynntar á sérstakri sýningu á Kjar- valsstöðum þessa dagana. I dag og á tnorgun kl. 16 sýnir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulagsins, gestum sýningar- innar hinar nýju hugmyndir og skýrir þær. Að erindi hennar loknu verður gestum boðið l ferð með strætisvögn- um með leiðsögn til þess aö sjá meö eigin augum hin fyrirhuguðu bygg- ingarsvæði. Sýningin er þegar opin og öllum heimil til skoöunar en það er í dag, iaugardag, og á morgun, sunnudag, sem sýningargestum gefst færi á að ferðast um svæðið sem Borgarskipu- lagið hefur hugmyndir um sem næstu byggingarlóðir borgarinnar. - BS Sigurður I. Snorrason fyrir framan húsnæði tónlistarskóla FÍH við Brautarholt — „Nauðsyn að spila bæði sigilda tónlist ogjass”. Sex jasshljómsveitir á skólatónleikum A Martin Scorsese Film ii 11; IVSI Nú gengur senn í garð tímabil vor- tónleika hjá öllum tónlistarskólum landsins. En enginn þeirra mun senni- lega getað státað af prógrammi eins og Tónlistarskóli FÍH sem Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari veitir for- stöðu. I dag munu nefnilega sex jass- hljómsveitir, fimm til níu manna, koma fram á tónleikum skólans i Austurbæjarbiói og blása útsetningar sem nemendur skólans hafa sjálfir gert. Þar fyrir utan verður flutt klassísk tónlist eins og lög gera ráð fyrir. í sam- tali sagði Sigurður I. Snorrason að jass- kennsla hefði hafizt í skólanum sl. haust og væru 40 manns nú í jassdeild en 60 stunda nám í almennri tónlistar- deild. Jasshljómsveitirnar sex munu flytja þekkt og sígild lög meistara jassins og hefjast tónleikamir kl. 14 í dag. -AI SEX VIUA EMB- ÆTTIPRÓFESSORS — ílyf jalsknisfræði ílæknadeild Sex umsækjendur eru um prófessors- embætti i lyflæknisfræði í læknadeild Háskóia tslands sem menntamálaráð- herra veitir innan tiðar. Þeir eru: Birgir Guðjónsson læknir, Bjarni Þjóðleifs- son dósent, dr. Guðmundur Þorgeirs- son iæknir, Jón Þorsteinsson læknir, Snorri P. Snorrason dósent og dr. Þórður Harðarson yfirlæknir. • ARH Bátur til sölu 4,6 tonn, smíðaár 1975. Einkar vandaður og vei með farinn, bú- inn til handfæraveiða. Upplýsingar í síma 94- 1439 eða 1359. SlÐASTI VALSINN (THELAST WALTZ) Scorsese hefur gert Síðasta valsinn að meiru en einfaldlega allra beztu „rokk”mynd sem gerð hefur verið. J.K., Newsweek. Mynd sem enginn má missa af. J.G., Newsday. Dínamít. Hljóð fyrir hljóð er þetta mest spennandi og hljómlistarlega full- nægjandi mynd hérna megin við Woodstock. H.H., N.Y. Daily News. Aðalhlutverk: The Band, Eric Clapton, Neil Diamond, Bob Dylan, Joni Mitchell, Ringo Starr, Neil Young og fleiri. Myndin er tekin upp í Dolby. Sýnd í 4 rása stereo. Sýnd kl. 5,7.20 og9.30.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.