Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 3
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981. Hver hef ur séð tvo bflstóla —sem hurf u úr Ármúlanum yf ir páskahelgina? Spurning dagsins i Erla skrifar: Ég var ein af þeim óheppnu sem sat eftir úti á landi á annan dag páska vegna uppátækja flugmanna. Þrátt fyrir að mér hafði verið lofað þegar ég pantaði farmiða mína fram og til baka að ég kæmist örugglega í bæinn aftur á annan í páskum. Mér þætti gaman að vita hver borgar vinnutap mitt á þriðjudag. Það er auðvitað enginn. Ekki get ég skiliS hvemig stendur á því að örfáir menn í þessu þjóðfélagi sem hafa það starfsheiti, flugmenn, geta vaðið áfram eins og þeir vilja án þess að skeyta um hvað þeir eru að valda saklausu fólki. Ekki einu sinni lögin í landinu skipta þessa menn máli. Ég er hrædd um að einhverjir mundu missa at- Raddir lesenda vinnu sina fyrir minna en þetta. Er ekki kominn timi til að reka alla flug- menn Fiugleiða og ráða údendinga í staðinn? Tæknin verður sífellt fullkomnari i stjórnklefum flugvélanna — en hvað um þjón- ustu flugmanna? Óhress skrifar: Yfir páskahelgina hurfu tveir bíl- stólar (bucket-sæti) úr gulum Willys- jeppa, sem stóð á planinu við Ármúla 7. Sætin eru svört, klædd með taui, nýlega sérpöntuð frá Corbeo GT Seats i Bretlandi. Sennilega hafa einhverjir nýbak- aðir bílstjórar tekið sætin í fljót- færni, en eigandinn er mjög óhress yfir hvarfinu og skorar á þá að skila þeim aftur á sama stað eða hringja í síma45540eftir kl. 18.30. Annarseru þeir sem hafa orðið varir við sæti sem svara þessari lýsingu beðnir að láta vita í sama síma, og geta treyst því að þeir verða ekki fyrir neinum óþægindum vegna þeirra upplýsinga, og reyndar enginn, ef sætin komast til skila með einhverjum hætti áður en langt um líður. Er ekki kominn tími til að reka alla flugmennina —og ráða útlendinga í staðinn? Bubbi og Utangarðsmenn: Mynd- skreyting- in við Þorska- charleston — vel heppnuð ogekkiof dýr Bubba-aðdáandi skrifar: Ég rakst á lesendabréf í DB um daginn þar sem kvqrtað var yfir síð- asta Þjóðlífsþætti. Kvörtunin beindist að lokaatriðinu I umræddum þætti, þ.e. myndskreyttri túlkun Bubba og Utangarðsmanna á söng- laginu Þorskacharleston. Bréfrit- ara þótti myndskreytingin ekki gefa rétta mynd af fiskvinnu. Eins þótti honum þetta atriði dýrt í vinnslu. Ég get tekið undir það að mynd- skreytingin gaf e.t.v. ekki 100% rétta mynd af raunveruleikanum. Enda held ég að enginn hafi ætlazt til þess. Sízt af öllu aðstandendur mynd- skreytingarinnar. Ég gat ekki betur séð en myndskreytingin væri öll hálf- súrrealísk. Hvað um það. Flestir voru og eru sammála um að þessi mynd- skreyting var eitt bezta atriði sem framið hefur verið hérlendis við túlk- un á sönglagi. Og sé það rétt að hún hafi kostað peninga þá var þeim pen- ingum vel varið. Ég færi sjónvarpinu hinar beztu þakkir fyrir uppátækið. Bubbi og Utangarðsmenn eru ofsa- vinsælir — þótt deilt sé um texta þeirra og myndskreytingar. DB-mynd Sig. Þorri. Bilstólarnir, sem hurfu, eru af þessari gerð. Vonandi komast þeir til sldla án þess að nokkur leiðindi eða eftirköst hljótist af. Hvar vildirðu helztbúa? Kolbjöm Arnljótsson nemi: Auövitað hvergi annars staðar en þar sem ég á heima, í Skútustaðahreppi, Suður- Þingeyjarsýslu. Gunnar Gunnarsson nemi: Alaska, annars er ísland ágætt til búsetu. Magnús E. Kristjánsson skemmtana- stjóri: Á einhverri eyju í Karabíska haf- inu. Baldur Jónsson trésmiður: í Kópavogi þar sem ég bý. Sólvelg Zophóniasardóttir nemi: Auð- vitað hvergi nema þar sem ég bý, á Blönduósi. Hulda Þorbjarnardóttir nemi: Blönduósi, hvergi annars staðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.