Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 24

Dagblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 24
Aðgerðum haldið áfram þar til gildran er til — segir heilbrigðisf ulltrúinn í Mosf ellssveit um stíf luðu klóakrörin f rá kjúkl- ingasláturhúsi — könnumst ekkert við þetta, segja forráðamenn ísf ugls frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981. Leynilögreglumynd íDB-bíói í Dagblaðsbíói klukkan þrjú í dag verður sýnd leynilögreglumyndin Skot- markið Harry. Myndin er í litum og með íslenzkum texta. Meðal leikara eru Vic Morrow, Charlotte Rampling og Cesar Roméro. Sýningin verður i Borgarbíói í Kópavogi. diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Sanilas Engir tæknilegir örðugieikar hindra að á Islandi megi f ramleiða salt í störum stíl, segir opinber nefnd um saltvinnslu á Reykjanesi: 8.000 tonna sattverksmiðja verði byggð — og undirbúin verkhönnun 40.000 tonna verksmiðju Tæknilega er ekkert því til fyrir- stöðu að hefja framleiöslu á fisksalti í stórum stíl hérlendis. Rannsóknir sýna að ekki er marktækur munur á þvi hVémig saltfiskur fiokkast, hvort heldur notað er innlent Reykjanessalt eða innflutt salt. Þessar eru meðal annars niður- stöður nefndar sem Bragi Sigurjóns- son fyrrum iðnaðarráðherra skipaði í janúar 1980 ti! að „meta hagkvæmni þess að reisa og reka saltverksmiöju á Reykjanesi í ljósi þeirra niðurstaðna, sem tilraunarekstur á þessu sviöi hafði gefið.” Nefndin skilaöi iðnaöarráðuneytinu skýrslu um sjó- efnavinnslu á Reykjanesi fyrr á árinu og liggur hún nú fyrir i bæklings- formi. Niðurstöður nefndarinnar eru á þá leið að byggja skuli 8.000 tonna salt- verksmiðju til að vinna að markaðs- þróun með fisksalt i stórum stil, verði ákvörðun um byggingu slíkrar verk- smiðju á annað borð tekin. Nefndar- menn draga mjög í efa aö hugmyndir undirbúningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi um byggingu 60.000 tonna saltverksmiðju séu raunhæfar en leggur hins vegar til að undirbúin verði verkhönnun 40.000 tonna verk- smiðju og tilboða aflað i sölu á framleiðslu hennar. Þá er lagt til að núverandi tilraunaverksmiðja verði nýtt til að gera vinnslutilraunir með kalíframleiösiu og framleiðslu á fín- salti. Boruð verði ein vinnsluhola á svæðinu næsta vetur, 1981-1982, og aukið verði við rannsóknir þar. Gert er ráð fyrir að 38 manns starfi i 40.000 tonna saltverksmiðju, 14 í verksmiöju en 22 við rekstur véla. Kostnaður við að reisa hana er áætl- aður 9,2 milljarðar gkróna og miðast sú tala við verðlagið i febrúar 1980. Rannsóknir á möguleikum jarð- sjávarins á Reykjanesi til saltvinnslu ná aftur til ársins 1956, en það ár var boruð 160 metra djúp hola á svæðinu i rannsóknarskyni. Stofnfundur undirbúningsfélags saitverksmiðju á Reykjanesi var haldinn i Njarðvik 15. febrúar 1977. Hafizt var handa við byggingu tilraunaverksmiðju sem tók til starfa í febrúar 1979. Strax í byrj- un komu fram miklir erfiðleikar i verksmiðjunni vegna kisilskeljunar i eimnum. í fyrrgreindri skýrslu segir að tilraunir til að ráða bót á þessu vandamáli hafi hafizt strax sama ár og lofi góðu. Saltið sem flutt er nú til íslands kemur aðallega frá Spáni og Túnis á vegum Saltsöiunnar hf. og Sam- bandsins. í skýrslunni segir að til- koma íslenzkrar verksmiöju sem fuil- nægi þörfum fiskframleiðenda fyrir salt gæti haft tvenns konar áhrif: Innflutningur á salti hætti aö mestu eöa öliu leyti. Innflutningsverð yrði lækkaö til að mæta samkeppni við inniendu framleiðsiuna. Stöðvist inn- flutningur salts er líklegt að flutn- ingsgjöld á saltfiski til útlanda myndu hækka vegna versnandi nýt- ingar skipa. Innaniandsmarkaöur fyrir matar- salt er áætlaður 250 tonn. Undirbún- ingsfélagið hafði i hagkvæmnisút- reikningum sinum reiknað með því að Reykjanesverksmiðjan myndi ná 100% markaðshlutdcild i matarsalti. Nefnd iðnaðarráðuneytisins telur það fullmikla bjartsýni og reiknar með 60% markaðshlutdeild. - ARH „Það komu hingað menn frá hreppnum og hreinsuðu allt til eftir að fréttin í DB birtist,” sögðu starfs- menn í ísfugli í Mosfellssveit í sam- tali við blaðamann i gær. Eins og DB skýrði frá sl. miðvikudag hafa klóak- rör sem liggja frá sláturhúsinu ísfugli stíflazt með þeim afleiðingum að alls kyns úrgangur hefur flætt úr klóak- brunnum neðan við Reykjaveg. íbúar Alfreð Jóhannsson framkvæmdastjóri ísfugls og Kristján Hauksson verkstjóri. „Viö höfum fjárfest i dýrum búnaði til að uppfylla allar heilbrigðiskröfur.” DB-mynd Einar Ólason. í nálægum húsum voru orðnir lang- þreyttir á sóðaskapnum þar sem svæðið er ieikvangur barna. Frétt DB varð síðan til þess að íbúarnir losnuðu við ruslið. Forráðamenn sláturhússins segja hins vegar að stíflan hafi ekki veriö þeim að kenna. „Við erum búnir að fjárfesta i milljóna útbúnaði til að uppfylla fyllstu kröfur um heil- brigðisaðstöðu. Enda kemur hingað heilbrigðisfulltrúi í hverjum mánuði og hefur aldrei haft neitt út á okkur aðsetja,”sögðuþeir. „Allt er hér unnið í vélum og allur úrgangur fer sjálfkrafa út á vörubíls- pall sem síðan ekur á haugana. Við viljum kenna hreppnum um, það er hann sem á að þrifa þetta svæði. Þetta klóakrör er fyrir alla byggðina enda liggur það i 300 metra fjarlægð frá okkur. Við erum með gildru við húsið til að varna því að nokkuð fari í rörin.” Þá sögðu starfsmennirnir það af og frá að þeir opnuðu ristarnar til að hleypa niður úr gólfunum. Ekkert annað fuglasláturhús er á þessu svæði. Hins vegar er á næsta bæ kjúklingabú mikiö, Teigur. Þar fer engin slátrun fram, aðeins útungun. Auk þess er klóakrör Teigs ekki tengt við bæjarrörin þannig að fiðrið, klæmar og innyfli fuglanna sem DB- menn sáu eru ekki þaðan. Þá hafði DB samband við Einar Sigurðsson heilbrigðisfulltrúa í Mos- fellssveit. „Eiginlega vomm það við sem uppgötvuðum þetta. Hingað barst kvörtun og þegar í stað var haft samband við verkfræðing MosfeUs- hrepps og hann beðinn um að hreinsað yrði þegar í stað bæði á yfir- borði og í jörð. Við munum síðan halda áfram aðgerðum. Ég hef að vísu ekki kannað þetta í dag en ætla aö sú hreinsun hafi átt sér stað. Eins og verkfræðingurinn sagði við ykkur hefur sláturhúsið nú fengið frest tU 5. maí til að koma fyrir gUdru. Það er staðreynd að þetta kemur frá slátur- húsinu eins og verkfræðingurinn sagði. Annars kom allt fram i við- taUnu við hann svo mér finnst ég Utlu þurfa við að bæta, nema hvað öruggt er að aðgerðum verður haldið áfram þangað tU þessari gildm hefur verið komið upp við sláturhúsið,” sagði Einar Sigurðsson heilbrigðisfuUtrúi. -ELA. Ekki er allt sem sýnist. Glöggir blaðamenn Dagblaðsins voru á ferð í miðbænum i góðviðrinu i gær og rákust þar á þessa „islömsku” konu. Hún fór þar með fríðu föru- neyti annarra „íslamskra” og þótti vegfarendum rétt að sýna þessum oliueigendum fulla virðingu. En glöggt auga blaðamannsins áttaði sig á því að hér var eigi allt með felldu. Niður undan síðum búningi konunnar gægðust bláar gallabuxur og snjáðir strigaskór. Slfkt guðlast tiðkast trauðla meðal islamskra. Enda kom i Ijós að hér fór frónsk fjölbrautadama með félögum sinum. Hún fagnaði því að sumarið er komið og senn liður að skólalokum. DB-mynd Bjarnleifur. Ungurdrengur hljóp fyrir bíl á Bolungarvík: Lærbrotn- aðiog meiddist á höfði — f luttur með flugvél til Reykjavíkur Ungur drengur hljóp fyrir bil fyrir framan verzlun Einars Guðfinnssonar á Bolungarvík á miðvikudaginn. Drengurinn lærbromaði og hlaut höfuðáverka og var fluttur til Reykja- vikur með flugvél. Hann er þó ekki i lffshættu. Slysið varð með þeim hætti að börn voru þama að leik á hjólum og skauzt drengurinn út á götuna milli tveggja bíla, þannig að ökumaður sá hann ekki fyrr en í þann mund er slysið varð. Drengurinn var fluttur til Reykja- vikur fremur en til sjúkrahússins á Isa- firði, vegna þess að röngtentæki þar eru orðin mjög úrelt og treysta læknar sér ekki til þess að setja saman slik beinbrot með aðstoð þeirra tækja. Þykir mönnum slikt ástand í meira lagi bagalegt. -JH/KF Bolungarvik. Kveikja sinu- eld og hlaupa burt Rétt eftir klukkan sex í gærdag var slökkviliðið kallað i 6. sinn út í gær vegna sinubruna sem ógnaði trjágróðri eða öðrum verðmætum. Tókst að af- stýra tjóni að minnsta kosti í fyrstu fimm útköllunum enda sinubrunarnir allir á litlum svæðum. Myndin er tekin er íbúar í Skerjafirði berjast við sinueld. Kalla þurfti slökkviliðið til og réð það fljótlega niðurlögum eldsins með vatni. „í flestum tilfellum kveikja börn eld- ana, verða hrædd þegar þau geta ekki slökkt sjálf, hlaupa á brott og undir hælinn er lagt hvort þau láta vita.Eina ráðið er að foreldrar reyni að aftra því að börnin séu með eldfæri,” sagði varðstjóri slökkviliðsins. - A.St. / DB-mynd S.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.