Dagblaðið - 30.05.1981, Síða 3

Dagblaðið - 30.05.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981. 3 _ " Sjónvarp—Þingsjá: Góðir þættir sem vonandi verð- ur framhaldá með haustinu —núer þaðbúið, frúFríða Vestri skrlfar: Sjaldan er sjónvarpsáhorfendum eins skemmt og þegar stjórnmála- menn okkar sitja fyrir svörum, hvort sem um er aö ræða þáttinn Þingsjá eða aðra svipaða leikþætti. Einn slíkur Þingsjárþáttur var nú nýlega, sá síðasti, að því er sagt var, — sennilega sá sfðasti sinnar teg- undarl Og þar gat á að líta og heyra! Þetta var skemmtiþáttur hinn bezti. Nú voru fengnir til spurningaatlögu hinir yngri og óreyndari, utan tveir, sem voru eins konar fyrirliðar, þeir Baidur Óskarsson og Haukur Helga- son. Skæðustu spurningárnar komu líka frá þeim. Aðrir spyrjendur voru ungir og óreyndir og spurðu eins og börnum er títt: Hvað ætlar þú að gera? Lengi vel virtist svo sem enginn myndi spyrja annan en forsætisráð- herra, en þar kom, að hinir voru líka f spurðir, og jafnrétti var komið á í fyrri umferð. Fulltrúar stjórnarflokkanna léku sér að hinum ungu spyrlum, eins og köttur að mús, og áhorfendur fengu ekki séð eða heyrt að nokkur til- Á næsta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins verður kosið um málefni en ekld menn, segir I bréfi Vestra. Læknaþjónustan s/f: Nærverð- lagsráð ekki yf ir þessa menn? — mætti senda þeim reikningfyrirafnotaf tækjum ogaðstöðu Baldur Böðvarsson, Vestmannaeyj- um, hringdi: Hvernig er þetta eiginlega með þetta fyrirtæki „Læknaþjónustan sf.”, getur hver sem er stofnað fyrir- tæki og sett það gjald upp sem hon- um þóknast? Fyrst læknar haga sér svona finnst mér að stjórnvöld ættu að senda læknum reikning fyrir afnot af tækj- um og aðstöðu. Ein röksemdin sem læknar beita mjög fyrir sig er sú, að reiknað hefur veriðút að þeir hafi ekki hærri ævi- tekjur en bankastarfsmenn. En hvað hafa bankastarfsmenn greitt mikið í menntunarkostnað læknanna? gangur væri með þessari sviðsetn- ingu, nema þá æfing fyrir hina ungu spyrjendur, að venjast ljósunum í sjónvarpinu. Auðvitað þurfa þeir að venjast ljósunum! ' Þá kom seinni umferð — fyrir- gefíð, ekki alveg strax. Fyrst komu nokkrir félagar úr málaraliði Sjón- varpsins til þess að „spartsla” i and- litin og svo kom maður girtur eins konar „karate-belti”, að því er virtist til að heila í glösin fyrir stjórnarand- stæðingana. Þetta var einna skemmtilegast við þennan þátt. Og nú var tekið til við að klekkja á Geir formanni Geirs-arms Sjálf- stæðisflokksins og Kjartani for- manni jafnaðarmannaflokksins islenzka. Jú, víst hafði Kjartan sent Mitter- rand hinum franska skeyti! Hann var meira að segja búinn að fá viður- kenningu á því með þakkarskeyti! Af hverju er alltaf verið að spyrja svona vitlaust? Auðvitað hafði hann sent skeytið! En Geir? Hvers vegna vildi hann ekki fara frá, úr þvi hann hefur ekki nema um 20% fylgi í skoðanakönnun Dagblaðsins? Jú, „það er ekki kosið um menn til formennsku i hans flokki, heldur málefni”. Sem sagt, á næsta landsfundi Sjálf- stæðisflokksins verða engir menn í framboði til formanns, heldur mál- efni! — Hvaða málefnl skyldi verða formaður næst? Það skyldi þó aldrei verða hún Stóriðja, eða hún frú Orka, kannski herra Fasteigna- skattur? En sem formaður Geirs- armsins sagði, ekki skiptir máli hvort nafnið á formanninum er eitthvað annaðen Geir. Og hvers konar spurningar eru þetta eiginlega, bolaði Kjartan Bene- dikt frá? Þetta er ekki rétt. Kjartan tók við af Benedikt og er sammála honum í flestum ef ekki öllum at- riðum! Það bara æxlaðist svona til á aðalfundinum hjá jafnaðarflokkn- um. Og svona er æxlunin hjá þeim, gagnstætt hjá frumunum, sem detta í tvennt. Hjá jafnaðarmönnum dettur einn út og annar dettur inn! Svo ein- falt er það. Og unga fólkið spurði og spurði og þegar það „datt út” með spurningu („nei, ég hafði enga spurningu”) þá tóku hinir reyndari við. En svör voru engin, hvorki í fyrri né í seinni um- ferð, þrátt fyrir nýtt vatn, vígt af manninum með ,,karate”-beltið og „spartslið”. Og skemmtiþætti kvöldsins lauk með því, að stjórnandi þáttarins sagði við eina kvenspyrilinn: „Nei, nú er það búið, frú Fríða.” — En þetta eru góðir þættir, sem vonandi verður framhald á með haustinu. Her ses forsiderne pá 3 árgange af Tidsskriftet SFINX Bag dem gemmer sig et væld af artikler om landene omkring Middelhavet fra oldtid til i dag. De kan nu bestille 4. argang 1981 - og De kan stadig fá de tre forste med (P.S. Numrene kan ogsá kobes enkeltvis) SFINX Spurning dagsins Fylgist þú með tízkunni? Eyþór Halldórsson, nýbúlnn I prófum: Nei, ekki aö svo stöddu. Einar Guðmundsson rithöfundur: Nei, en ég reyni aö fylgjast með þvi sem er að gerast i bókmenntaheiminum. Úlfhildur Úlfandóttir bankastarfs- maður: Nei, ekki get ég sagt það. Inga AðUs bankastarfsmaður: Nei, aðallega vegna efnahagsaðstæðna. Halldór Pétursson sjómaður: Já, þaö hef ég alltaf gert. Sigurgeir Jóhannsson sjómaður: Já, eitthvað reyni ég það nú.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.