Dagblaðið - 30.05.1981, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAI 1981.
5
Hafnarfjarðarvegur breikkar
Hafnar eru vegaframkvæmdir við Hafnarfjarðarveg þar sem vegur-
inn mjókkaði neðan við Arnarneshæðina. Hafnarfjarðarvegur
verður því fljótlega fjórar akreinar í stað tveggja við Silfurtúnið. Nýi
vegurinn mun liggja samhliða þeim gamla og ná að gatnamótum
Vífilsstaðavegar. Það er Vegagerð ríkisins sem sér um lagningu nýja
vegarins en fjárveiting var veitt eftir að vegaáætlun birtist. - ELA
Ballett
GRUNNUR TIL AÐ BYGGJA Á
Nemendasýning Listdansskólans
Listdansskóli Þjóðleikhússins
Nemendaaýning
Dansahöfundur og stjórnandi: Ingibjörg
Bjömsdóttir
Tónlist: Johann Strauss, Michael Pretorius,
Gustav Mahler
Sýningar í Þjóðleikhúsinu 27. og 28. maí
Um þetta leyti árs útskrifa lista-
skólar sem aðrir skólar nemendur
sína og halda þá sýningar á því sem
þeir hafa aðhafst á skólaárinu.
Venjulegast er ekki ástæða til að fjalla
opinberlega um þessar sýningar því
þeim er ekki ætlað að segja eitthvað
nýtt og skemmtilegt um lífið og til-
veruna heldur eiga þær fyrst og
fremst að gleðja nemendurna sjálfa
og skyldfólk þeirra og veita almenn-
ingi innsýn í starfsemi skólanna.
En vegna sérstöðu listdans á ís-
landi er gaman að geta um nemenda-
sýningu Listdansskóla Þjóðleikhúss-
ins sem var að mörgu leyti afar gleði-
legur viðburður, ekki endilega í
sjálfum sér, heldur vegna þeirra fýrir-
Blaðsölustúlkurnar, fyrstl flokkur dansar.
heita sem hann gaf um framtíðina.
Fyrir tilstilli stjórnanda skólans og
dansahöfundarins, Ingibjargar
Björnsdóttur, sem er augljóslega eng-
in undirmálsmanneskja, virðumst við
í kjölfarið fylgdi klassískur dans
frá ýmsum hliðum og mátti finna góð
dansaraefni i öllum eldri flokkunum
þannig að ekki ætti að væsa um ís-
lenska dansflokkinn í framtíðinni.
nú eiga grunn til að byggja á til frun-
búðar í listdansi.
Dansa sína samdi Ingibjörg svo
kænlega að reyndi á þolrifin í öllum
flokkum. Yngstu dömurnar fengu
sambland af leikaraskap og hefð-
bundinni tækni og spjöruðu sig vel.
Það sem á skorti í tækninni var bætt
upp í fjöri.
Verði þá ekki búið að taka hann út af
fjárhagsáætlun.
Sérstaklega var ánægjulegt að sjá
þokka og dramatisk tilþrif elstu
stúlknanna og sömuleiðis það öryggi
sem piltarnir tveir, Jóhannes Pálsson
og Haukur Clausen, sýndu í tvidöns-
um.
-AI.
DB-myndir: Bj.Bj.
Tvidans, elstu nemendurnir sýna listir sinar.
Krakkar
skemmta
krökkum
— kókog léttlögá
línuna í göngugöt-
unni kl. 3 í dag
Hornaflokkur Kópavogs undir ör-
uggri handleiðslu Björns Guðjóns-
sonar þeytir lúðra sína og ber
bumbur á Lækjartorginu í Reykjavík
kl. 3 í dag. Coca Cola verður veitt
ókeypis á línuna öllum krökkum á
öllum aldri.
Veðurútlitið er gott, tiltölulega
hlýtt og ekki skýjað nema með
köflum. Nú er ekkert annað að gera
en vonast eftir því að veðrið verði
ekki lakara en spáin gerir ráð fyrir.
Þá rignir ekki ofan í lúðrana hjá
Kópavogslúðrasveitinni og bærilegt
að svala sér á gosdrykk í göngugöt-
unni.
- BS
HVER Á ÞESSA MYND?
Þtui mynd er ein af k fjórða (U| lil- Rtykjavlk. A galUðri mynd m* iji
ikyggna (ilidci). icm einn leienda Dag- hluta af liliUi, rauðri (lugvél
blaðiini. Oddur Sigurðaion jarðfraeð- Þótt Oddur hafi ekki fengið ilnar
ingur, fékk I mbgripum úr framkóliun i myndir. þá viD hann gja/nan koma
Danmórku. Myndirnar voru ómerklar þeuum i hendur ríllra eigenda cnda
að öflru Ityti en þvl að á meðíylgjandi eru trúlega lengdar þeim Ijúfar minn-
mifla itóð ..Omerkt", Reykjavlk. ingar þcuara ungu hjóna. Myndanna
Nokkrar þciiara mynda eru úr veizlu, má vitja á rititjórn Dagblaðiini. Siðu-
likait lil brúðkaupiveUlu. en fleitar múla 12. ilmi 27022.
hinna eru teknar úr litUIi Ougvíl yfir -ÓV.
Myndirnar
komnar í
réttar
hendur
Það er ekki að spyrja að áhrifa-
mætti DB — við lýstum í gær eftir
eiganda þessarar myndar og fjöl-
margra annarra sem einn lesenda DB
fékk í misgripum frá Danmörku. Það
var ekki liðin löng stund frá því að
blaðið kom út þegar Jóhannes
Harðarson nokkur birtist á ritstjórn
og sagðist þekkja þetta fólk mætavel.
Þetta væru þau Agnes Arthúrsdóttir
og Ólafur Arason tæknifræðingur,
búsett í Mosfellssveit. Lofaði Jó-
hannes að koma myndunum í hendur
réttra aðila.
Eldur í rusli
íBergstaða-
stræti
Eldur kom upp i rusli á baklóð
Bergstaðastrætis 55 rétt fyrir kl. 13 í
gærdag. Slökkviliðið kom strax á
vettvang og tókst að slökkva eldinn á
örskammri stundu. Eryar skemmdir
urðu á húsinu en reykur komst inn
um glugga. Liklegt er að kveikt hafi
verið í ruslinu.
-ELA/DB-mynd S.