Dagblaðið - 30.05.1981, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981.
JBIAÐIÐ
íifálsl, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaflið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
jþróttir: Hallur Slmonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. AAstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaflamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elfn Albortsdóttir, Gfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sígurflssor, Sigurður Þorri Sigurðsson
og Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs-
son. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir.
Ritstjórn: Siðumúla 12.! Afgreiðsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11.
Aðalsími blaflsins er 27022 (10 línur).
Tvö pennastrík
Ríkisstjórn og Seðlabanki hafa fellt /g
gengi krónunnar um tæp fjögur prósent
og lækkað vexti að meðaltali um hálft
annað prósent. Báðum aðgerðunum er
lýst sem „leiðréttingum”.
Gengisfellingunni verður ekki and-
mælt með rökum. Ríkisstjórnin festi
gengi krónunnar gagnvart dollar um áramótin. Áður
hafði gengið verið fellt hratt síðustu viku desember.
Síðar var sú breyting ein gerð, að gengi krónunnar var
látið fylgja meðalgengi erlendra gjaldmiðla í stað
gengis dollarans. Gengi krónunnar hefur því verið sér-
staklega stöðugt í fimm mánuði, miðað við fyrri tíð.
Dagblaðið benti um áramótin á, að til lítils væri að
haldauppi fölsku gengi. Þegar gengi krónunnar er
fallið í reynd, vegna verðbólgunnar innanlands, veldur
það eingöngu vandræðum að halda því háu á pappírn-
um. Það leiðir til hallarekstrar útflutningsatvinnuveg-
anna, bæði fiskvinnslu og iðnaðar. Þeim hallarekstri
yrði aðeins svarað með gífurlegum millifærslum, sem
skekktu grundvöll framleiðslunnar.
Festing gengis krónunnar var því ómerkileg aðgerð,
nema aðstaða okkar í viðskiptum erlendis yrði svo hag-
stæð, að með réttu væri unnt að halda genginu stöð-
ugu. Svo hefur farið, að ytri aðstæður hafa verið
okkur í ýií. Þess vegna hefur tekizt að halda genginu
stöðugu og standa við yfirlýsingar um festingu þess svo
lengi.
Smám saman hefur þó safnazt upp vandi. Vegna
verðbólgunnar hér heima hefur á okkur hallað, þannig
að gengisfelling hlaut brátt að verða óhjákvæmileg, ef
ekki yrði gripið til stórfelldra millifærslna. Gengisfell-
ingin hefði orðið miklu meiri, ef verð á sumum útflutn-
ingsafurðum okkar á Bandaríkjamarkaði hefði ekki
verið hækkað nú nýlega. Meðalhækkun á frystum af-
urðum okkar á Bandaríkjamarkaði er nú talin fimm
prósent. Þrátt fyrir hana stóð eftir vandi. Því kemur nú
til gengisfelling að auki.
Óvíst er, að útflutningsiðnaðurinn telji þessa gengis-
fellingu nóga. Aðstæður í frystiiðnaði fara eftir því,
hver hækkun fiskverðs verður upp úr mánaðamótun-
um.
Gengisfelling er rétt miðað við þessa stöðu. Það
leiðir til ills að halda skráðu gengi of háu. Þjóðin
verður að bera þær byrðar, sem verðbólgan leggur
henni á herðar, meðal annars með falli gengis krón-
unnar.
Lækkun vaxta orkar frekar tvímælis. Sú stefna
hefur verið rétt að koma smám saman á sem fyllstri
verðtryggingu. Nú veðjar ríkisstjórnin á, að henni tak-
ist að halda verðbólgunni nálægt fjörutíu prósentum á
þessu ári.
Ríkisstjórnin segir, að vexti megi nú lækka, þar sem
dregið hafi úr hraða verðbólgunnar síðustu mánuði.
Spurningunni er enn ósvarað, hver verðbólgan
verður í reynd. Margir minna á, að verðhækkunum er
haldið í skefjum með ,,hertri verðstöðvun”. Spurt er,
hvort það leiði ekki til hallarekstrar fyrirtækja og
minni atvinnu. Slíkum samdrætti yrði þá svarað með
því að losa um böndin. „Verðsprenging” gæti orðið,
þannig að verðbólgan herti sprettinn undir árslok.
Ennfremur má búast við talsvert háum kaupkröfum
seinni hluta árs, einkum ef læknar sprengja rammann.
Rétt stefna er, að verðbólgan komi niður á móti
vöxtunum. Ríkisstjórnin kann að hafa verið of fljót á
sér í lækkun vaxta.
Hin nýja þurfa-
mannastétt
Hluti af læknastétt landsins hefur
myndað félag sem sumir hafa kallað
Læknamafíuna sf., en á því nafni ber
ég enga ábyrgð. Þar á 'að fara að
lækna með þeim eina miðli sem gildi
hefur. Þetta mun angi af ameriskri
menningu. Einhvern tíma las ég það f
blaði að fyndist ósjálfbjarga maður á
götu í Ameríku og ekki peningar i
vösum hans, þýddi ekki að leita
læknis fyrr en sönnun væri fyrir að
greiðsla væri vís. Til að fyrirbyggja
allan misskilning á það sem þessi
grein fjallar um aðeins við um þá
lækna sem myndað hafa þetta nýja
lífsbótafélag. Skítt með þó læknaeið-
urinn hafi kannski orðið útundan,
bara standa vörð um að hann gangi
ekki aftur. Mér kom ekki á óvart
þessi félagsskapur, gat þess fyrir
stuttu í blaðagrein að eitthvað í þessa
átt værl í fæðingu. Hvað ríkisstjóm-
in gerir, er ekki kunnugt. Vona þó að
henni fari ekki eins og Aðalsteini
Englakonungi er ófrið bar að hönd-
um. Tók hann þá uppsölur stórar, en
herjaði svo á sína eigin landsmenn til
að herja út gjöld handa víkingum.
Þegar hann dó var hann konungur
yfir þrem fuglum úr beini.
Nú duga ekki fuglar úr beini, gull
skal það vera. Menn sem hafa glutrað
sæmd sinni niður um salernið lækn-
ast ekki nema með gulli á gull ofan.
Kjailarinn
HalldórPjetursson
lætur hvaða guðsgeldinga sem er
vaða uppi á þennan hátt, er óþarfi að
vera að böggla saman stjórn. Þá
rekur allt á reiðanum með tóma
amlóða i brúnni sem aldrei hafa á
áttavita lært. Ég vil láta hér með
fylgja að skilja ekki þessa illa settu
menn eftir í Hafnarstræti, heldur
„Embættísmenn hafa yfirleitt ráöiö
^ sínum kjarabótum en ekki tíl þessa fengið
svona háar hugdettur.”
Það á kannski við um þessa fégráð-
ugu fátæklinga, að sjaldan launa
kálfar ofeldi. Þegar þjóðin er búin að
kreista undan blóöugum nöglum fé
handa þessum mönnum til náms,
vilja þeir auðvitað sýna rausn. Ég vil
skjóta því til háttvirtrar ríkisstjórnar,
að láta nú ekki deigan síga. Ef hún
bjóða þeim fritt far til guðs eigin
lands, þá tel ég að við séum búnir að
rækja allar okkar skyldur við þá. Þar
mun þeim tekið eins og kúrekum og
kannski sendir til Suðurríkjanna til
að dytta að einhverjum sem einhver
líftóra hefur verið skilin eftir i af van-
gá.
Skylda lœknis
En hvað um okkur sem eflir sitj-
um, mun einhver spyrja. Kannski
ljær einhver Fúsa mussu. Um aldir
hafa íslendingar vanizt því sem vont
er talið, þar á meðal að verða hung-
urmorða og sjálfdauðir. Þessu hafa
þeir tekið með óbifanlegri skapfestu,
svo mikilli að fáir skilja hvað varnaði
þjóðarmorði hér. Þegar á reynir mun
eitthvað vera eftir af þessum arfi og
við munum, uppá nýtt, geispa gol-
unni án þess að æðrast. Margir sem
ég hefi talað við segjast ekki hafa efni
á að lifa á hjálp þessara þurfamanna
og munu óhræddir heljar bíða án
hjálpar þeirra.
Ég hefi ekki verið talinn í hópi
þeirra sem telja kjarabætur ganga
guðlasti næst, en þær eiga að koma
þar niður sem minnst er fyrir, en hér
er ekki um neitt slíkt að ræða, heldur
herferð gegn þjóðinni og að venja þá
af brjósti sem verst eru staddir. Emb-
asttismenn hafa yfirleitt ráðið sínum
kjarabótum, en ekki til þessa fengið
svona háar hugdettur. Þetta er angi
af byltingu sem verið er að koma á í
Suður-Ameríku til hjálpar þeim sem
hafa að mestu þjóðarauðinn á
höndum. Þarna munu þessir menn
finna sitt föðurland og við syngjum
bara „far vel frans og komið aldrei
til þessalands”.
Ég get ekki stillt mig um aö minn-
ast frá æsku margra ágætia lækna
ásamt mannkostum. Þar var mann-
eðlið á hástigi. Hvorki veður né færð
gat orkað því að þeir hlýddu ekki allt-
af kalli án þess að láta sér úrtölur um
munn fara eða hugsa um greiðslu. Ég
nefni hér þá Jónas Kristjánsson á
Brekku í Fljótsdal og Ingólf Gíslason
á Vopnafirði, án þessaðlasta aðra.
Ef það er rétt að reisa mönnum minn-
isvarða, ætti það að ná til slíkra
manna og þar ætti að rita þau orð
sem kæmu flestum 1 skilning hvað
það er að vera maður. Gull mun lítt
um greipar þeirra runnið, en aldrei
hefi ég heyrt kvörtun af þeirra hendi
og margt munu þeir hafa átt útistand-
andi hjá fátæku fólki. Þeim virtist
það nóg að hafa gert skyldu sína.
Halldór Pjetursson
rithöfundur, Kópavogi.
IBRUWHH
Þegar ég skrifa þessar línur hefur
loksins verið ákveðið að stofna á
landi voru samstöðuhóp með baráttu
fanga í irskum fangabúðum og bar-
áttu írsku þjóðarinnar gegn alda-
langri kúgun. Það hefur oft furðað
mig hve tómlát þjóð mín hefur verið
gagnvart baráttu íra. Það vekur því
fremur undrun mlna sem svo
skammur tími er liðinn frá þvi við
háðum þjóðfrelsisbaráttu gegn Dön-
um, og vorum við þó aldrei eins illa
haldnir undir þeirra stjórn eins og
frændur vorir, írar, undir enskri kúg-
un.
Hefur þó sú harðstjórn verið við
lýði fram á þennan dag, og vitna ég
hér til ummæla mannréttindanefndar
1 London, sem sagði árið 1938 að
stjórnarfarið í Ulster liktist engu
öðru en því sem viðgengist i Ítalíu
fasismans og Þýskalandi nasismans.
Þá hefur mér oft dottið í hug hver
viðbrögð manna hér hefðu orðið, ef
þeir atburðir sem undanfarið hafa átt
sér stað i Norður-írlandi hefðu gerst í
einhverju landi Austur-Evrópu, ef
þar hefðu verið bornir til grafar fjórir
fangar sem hefðu svelt sig í hel á
nokkrum vikum. Þá hefði áreiðan-
lega ekki staðið á mótmælaaðgerðum
og stuðningshópum við málstað
fanganna.