Dagblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 16
16
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981.
Magnús Karel og Friðrik Páll á eina mann virkinu á jörðinni sem sést frá tunglinu,
Kínamúrnum.
Snœddur kvöldverður íboðiforstöðumanns Vináttusamtakanna IXian. Þetta kvöld voru 12réttirá borðum.
vttt og oreitt um Atnaveiai
Eins og kunnugt er af fréttum Dag-
blaðsins dvöldu fimm íslendingar í
Kína yftr páskana i boði Vináttusam-
taka Kínverja við aðrar þjóðir. Þeir
voru Arnþór Helgason.formaður Kín-
versk-íslenzka menningarfélagsins,
Kristján Guðlaugsson, kennari og
fyrrverandi formaður KÍM, Kristján
Jónsson framkvœmdastjóri, Friðrik
Páll Jónsson fréttamaður og Magnús
Karel Hannesson, fréttaritari Dag-
blaðsins. Ferðuðust þeir ftmmmenn-
ingarnir vitt og breitt um landið, eða
samtals um sjö þúsund km. Lengst
dvöldu þeir í höfuðborginni Beijing og
skoðuðu þar meðal annars Kinamúr-
inn og gömlu keisarahallirnar. Síðan
fóru þeir til Xian en þarjannst fyrir
nokkrum árum einn merkasti forn-
leifafundur á síðari árum, 6000 manna
vopnaður her gerður úr brenndum
leir. Þaðan var haldið til Chengdu I
Mið-vestur-Kina og ferðinni lauk i
Guang-zhou (Canton). Alls staðar var
tekið á móti ferðalöngunum með
kostum og kynjum og á meðfylgjandi
myndum má sjá þá á hinum og
þessum stöðum í Kína.
MKH
Hlustað áfrásögn framkvœmdastjóra baðmuUarverksmiðju I Chengdu.
1 Kína er mikið af gömlum kcisarahöllum og þar hafafundizt margar ketsaragraf
ir og eru þœr I flestum tilvikum nokkurs konar neðanjarðarhallir. Kristján Jóns-
son, Arnþórog Kristján Guðlaugsson eru hér niðri I einni.
Fjölþœtt útgáfa
Iceland Review
— Lisíaverkabók um Kjarval
væntanleg á þessu ári
og einnig timaritið Atlantica sem
dreift er i þotum Flugleiða. Jafnan
koma einnig út nokkrar bækur á ári
frá útgáfunni. Haraldur var að
lokum inntur eftir því hverjar yrðu
helztar í ár:
„Auk árbókarinnar sem ég nefndi
áðan má geta listaverkabókar um
Kjarval. Hún er búin að vera í undir-
búningi um nokkurt skeið og ég von-
ast til að hún komi út á þessu ári. Það
eru Aðalsteinn Ingólfsson og Matt-
hías Johannessen sem sjá um texta
bókarinnar. — Ýmislegt fleira er í at-
hugun en ég held að ekki sé ástæða til
að nefna fleiri en þessar tvær bæk-
ur.”
-At-
Haraldur J. Hamar, ritstjóri, á skrif-
stofu sinni. DB-mynd: Ragnar Th.
Arnþór vigtaður. Eitthvað skolaðistþyngdin áformanninum til I meðjörum þeirra
Kinverjanna. Þeirsögðu hann rúm 400 kg.
„Það er svo sem engin bylting á
blaðinu. Við getum öllu heldur talað
um hægfara þróun i efni og útliti,”
sagði Haraldur J. Hamar útgefandi
og ritstjóri er hann var inntur eftir
gangi mála hjá tímaritinu Iceland
Review. Fyrsta tölublað þessa árs er
nýkomið út, glæsilegt að vanda og
troöfullt af efni um ísland og íslend-
inga.
í leiðara blaösins boöar Haraldur
útkomu árbókar um fiskiðnað lands-
manna á síðasta ári, Iceland Fisheries
Yearbook 1981. „Þetta er tilraun sem
ekki hefur verið reynd hér áöur
hvorki á ensku né islenzku,” sagði
Haraldur. ,,í þessari bók verður
dregið saman það helzta sem gerðist i
fiskveiðum og fiskiðnaði hér á
landi.”
Auk Iceland Review gefur Haraldur
út mánaðarritið News From Iceland