Dagblaðið - 24.06.1981, Page 2

Dagblaðið - 24.06.1981, Page 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNl 1981. Tilkynning um skattskrár i Vestfjarðaumdæmi, sbr. 2. mgr. 98. gr. laga nr. 40/1978. Skattskrár sveitarfélaga I980 (vegna ársins 1979) liggja frammi 22. júní tilogmeðö. júlí 1981. Heildarskrá og skattskrá ísafjarðar liggja frammi á Skattstofunni, Skóla- götu 10, á venjulegum skrifstofutíma. Skattskrár annarra sveitarfélaga liggja frammi á vegum hvers umboðs- manns, eins og hann auglýsir. ísafirði, 19/6 1981, Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi Útboð- gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gatnagerð í fjölbýlishúsa- hverfi í Hvömmum. Verktími er að hluta til 15. september en verkinu á að vera aðfullulokið l.maíl982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn. 300 kr. skilatryggingu. Tilboð verðá opnuð á sairia stað fimmtudaginn 2. júlí nk. kl. 1 h Bæjarverkfræðingur Smá sýnishorn af bílum sem eru á staðnum Það er eitt að vera önd og annað að vera kind, a.m.k. leggur jarðeignadeild ríkisins þessar skepnur ekki að jöfnu. DB-mynd: Ragnar Th. ROLLUBUSKAPUR SKAL ÞAÐ HEITA Chevrolet Malibu Classic ’78,2ja dyra, sjálf- skiptur, vökvastýri, aflbremsur, rafmagnsrúöur, Honda Accord ’80,4ra dyra, Honda Accord ’78,2ja dyra, Honda Civic ’77, Toyota Corolla ’81, Toyota Cressida ’78, Citroén GS ’77. Bjarnl skrifar: Ég er að leita mér að jörð þar sem hægt er að koma upp æðarvarpi. Ég hringdi til jarðeignadeildar ríkisins af því tilefni, ef þeir hefðu jörð á leigu. Aðeins eina jörð til slíks búskapar taldi viðmælandi minn hugsanlega lausa hjá jarðeignadeildinni. Hins vegar fylgdi sú kvöð að þvi aðeins seldu þeir ábúanda jörðina á leigu að hann ræktaði hana, hefði fjár-eðakúabú. Þannig hugsa ráðandi stjómmála- öfl í dag: Jarðir skal leigja þeim einum sem grasið nytja. Æðardúnn er góð vara og í háu verði, líka á erlendum markaði vegna þess að litið er til af honum i heiminum. Það eru að vísu uppi raddir um að fjölga eigi búgreinum. Mér virðist það meiningarlaust skvaidur þegar enginn getur tekið jörð á leigu hjá jarðeignadeild ríkisins nema nytja gras til heyja og beitar. Þetta skýtur nú nokkuð skökku við þar sem um ofbeit er að ræða auk þess sem offramleiðsla er á kjöti, mjólk og smjöri i landinu. Bílasala Eggerts STss 111 Hitaveita W Reykjavíkur Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða járniðnaðarmann vanan pípusuðu, vinnan felst í almennu viðhaldi dreifikerfis. Krafizt er hæfnisvottorðs í pípusuðu, raf- suðu og logsuðu frá Rannsóknastofnun iðnaðarins. Uppl. um starfið veitir Örn Jensson að bækistöð HR Grensásvegi 1. TILKYNNING til dísilbifreiðaeigenda Frá og með 1. júlí nk. fellur niður heimild til þess að miða ákvörðun þungaskatts (kílómetragjalds) við þann fjölda ek- inna kílómetra, sem ökuriti skráir, nema því aðeins að þannig sé frá ökuritanum gengið að hann verði ekki opnaður án þess að innsigli séu rofin, sbr. reglugerð nr. 264/1981. Af þessum sökum skulu eigendur þeirra bifreiða, sem búnar eru ökuritum, fyrir 1. júlí nk. snúa sér til ein- hvers þeirra verkstæða, sem heimild hafa til ísetningar öku- mæla, og láta innsigla ökuritana á þann hátt sem greinir í nefndri reglugerð. Að öðrum kosti skulu þeir láta útbúa bifreiðar sinar ökumælum, sem sérstaklega hafa verið viðurkenndir af fjármálaráðuneytinu, til skráningar á þungaskattsskyldum akstri. Fjármálaráðuneytið, 22. júni 1981. Tré geta veitt góða vörn gegn Trjáplöntur gegn umferöarhávaða Húsmóðir i Álftamýri hringdi: — Ég vil beina þeim tilmælum til borgarráðs og borgaryfirvalda að þau hlutist til um að það verði settar upp myndarlegar trjáplöntur á íbúða- svæðunum við Kringlumýrarbraut- ina. Hávaðinn frá umferðinni á Kringlumýrarbrautinni er gífurlegur og ég er viss um að það væri til mik- illa bóta ef við fengjum trjábelti hér i líkingu við það sem er meðfram Miklubrautinni við Framvöllinn. Ég vil svo bara minnast á það að apótekið hér í hverfinu er til hábor- innar skammar. Það stendur ómálað ár eftir ár og lóðin umhverfis er aldrei hirt. Ég held að það sé ekki til Raddir lesenda of mikils mælzt að þeir sem eiga svona eignir reyni að þrifa til í kringum sig eins og aðrir íbúar hverfisins.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.