Dagblaðið - 24.06.1981, Page 10

Dagblaðið - 24.06.1981, Page 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1981. Útgefandi: Dagblaflið hf. - Framkvœmdastjóri: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Vaidimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Haliur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atji Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Albertadóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Mór Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. LJÓsmyndir: Bjamleifur Bjamlorfsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjóifsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. Dreifingarstjóri: Valgerflur h. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúia 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- ogplöbigerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftárverfl á mánufli kr. 80,00. Verfl f lausasöiu kr. 5,00. ffver vill kaupa orku? Sókn okkar í orkuöflun mun verða mun hægari á næstu áratugum, ef orku- sölumenn fara ekki að taka á honum stóra sínum. Undirbúningur samninga um orkufrekan iðnað hefur setið of lengi á hakanum í ráðuneyti Hjörleifs Guttormssonar. Orkufrumvarp ráðherrans gerir ráð fyrir 2.400 gíga- vattstunda raforkuvinnslu umfram almenna notkun árið 1995. Á Orkuþingi um daginn töldu menn hins vegar æskilegt að fara hraðar og hafa um aldamótin 4.000 gígavattstundir afgangs til stóriðju. Jafnvel sá hraði er nokkru minni en verið hefur. Síðasta áratug jókst raforkuvinnslan um 7,5% á ári að meðaltali. Með hraðari virkjunarstefnunni mundi hún aðeins aukast um 6,2% á ári að meðaltali áratugina tvo til aldamóta. Þar með yrði árleg fjárfesting heldur minni þessa tvo áratugi en hún hefur verið undanfarin ár. Slíkt ætti að vera vel viðráðanlegt og að mörgu leyti æskilegt. Orku- frumvarp Hjörleifs er hins vegar allt of hægfara. 6,2% aukning á ári jafngildir nýrri stórvirkjun á þriggja ára fresti. Þá yrðu framkvæmdir loksins sam- felldar, svo að unnt yrði að jafna atvinnu. Hingað til hafa óþægilegar atvinnusveiflur fylgt risi og hnigi orkuframkvæmda. Þessi hraði mun ekki leiða til ofnýtingar. Um alda- mót ættum við fimm ný orkuver og hefðum samt ekki komið í notkun nema 10.000 gígavattstundum af 64.000 virkjanlegum gígavattstundum í fallvötnum landsins, auk alls jarðhitans. Orka er orðin svo dýr í heiminum, að það er nánast siðlaust að láta hana renna hér óbeizlaða til sjávar, engum til gagns. ’ Vatnsorkan er ólík olíunni að því leyti, að hún eyðist ekki, þótt af henni sé tekið. Sérfræðingar eru sammála um, að íslenzk orka sé vel samkeppnishæf og að sala á henni til orkufreks iðnaðar muni færa þjóðinni drjúgan arð. Nær allir íslendingar, meira að segja Hjörleifur, telja slíka sölu æskilega. íslendingar eiga meirihluta í verksmiðjunni á Grundartanga og hafa tilboð um eignaraðild að verk- smiðjunni í Straumsvík. Engin ástæða er til að ætla, að frekari uppbygging stóriðju geti ekki verið meira eða minna íslenzk. Aðilar, sem kunna til verka, standa hins vegar ekki í biðröð fyrir utan skrifstofu Hjörleifs, allra sízt eftir árásir hans á álverið, sem hann hefði átt að bíða með, unz niðurstöður rannsóknar endurskoðenda fengjust. Ráðuneyti Hjörleifs hefur látið undir höfuð leggjast að taka frumkvæði og kynna íslenzka orku þeim aðil- um, sem gætu séð hina gagnkvæmu hagsmuni í sam- starfi um orku og þekkingu, markaðsstöðu og fjár- magn. Því stöndum við á nýju núlli. Tilgangslítið er að tala um nýtt orkuver á þriggja ára fresti eða bara um 2.400 gígavattstunda afgang Hjörleifs, ef ekki er gengið til samninga um orku- frekan iðnað í íslenzk-erlendu samstarfi. Og þar stendur orkuhnífurinn í kúnni. Við getum ekki opnað nýtt orkuver eftir þrjú ár, ein- faldlega af því að viðræður, samningar, undirbúningur og smíði fyrsta nýja stóriðjuversins tekur lengri tínia, að minnsta kosti fimm ár, ef Hjörleifur fæst þá til að byrja nú. Við gætum hins vegar brúað bilið með því að semja annaðhvort við álverið i Straumsvík eða málmblendi- verið á Grundartanga um mikla stækkun. En óþægi- legt er að eiga ekki fjölbreyttari kosta völ, — að orku- sölumenn skuli hafa brugðizt. f' 1 . Hvað ber framtíðin í skauti sér? Þessari spumingu hafa menn löng- um velt fyrir sér og oftast hefur veriö komist að þeirri niðurstöðu að svart væri framundan, jafnvel ragnarök. Muna menn ekki eftir skáldsögu George OrweUs, „1984”, þar sem hann lýsir ömurlegu lifi manneskj- unnar í framtíðarþjóðfélaginu eða bók „Rómarklúbbsins” svonefnda, „The Limits to Growth?” í þeirri bók sýna höfundar fram á með óyggjandi sönnunum að þær orku- lindir sem iðnaðarþjóðir hafa notað séu að verða uppurnar, olían verði búin eftir nokkra áratugi, sem dæmi. Og ef ekki verði snúið við af braut sóunar og eyðingar á náttúruauð- æfum jarðarinnarmuniillafara. Hvað kemur svona svartsýnisraus íslendingum við? Við sem höfum tekið svo skynsamlega á nýtingu auð- linda okkar. Við munurn vonandi flest eftir síldinni,,, silfri hafsins”, en enginn man vist eftir landinu grónu milli fjalls og fjöru? Enn spyr einhver: Hvað kemur þetta okkur við? Þetta eru syndir feðranna, ekki förum við svona að. Jú, þetta kemur okkur við, ekki bara hvernig við höfum farið með auðlindir okkar og gerum enn heldur líka hverskonar framtíð við búum okkur hér á landi. Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn og sagt sem svo að heimsendir komi eftir okkar dag. Eins og áður sagði er flest það sem ritað er um framtíðina málaö dökkum litum. Þess vegna gleður það mann óneitanlega að rekast á bók þar sem bjartsýnin ræður ríkjum. Hér á Hvað er að gerast 1 íslensku þjóð- félagi? Eins og annars staðar á Norðurlöndum hafa íslendingar komið á hjá sér mjög félagslegu heil- brigðis- og menntakerfi. öll læknis- þjónusta og lyf að verulegu leyti eru greidd úr sameiginlegum sjóði lands- manna. Sama er að segja um menntun. Hún er einnig greidd úr sameiginlegum sjóði. Við Háskóla íslands eru ekki greidd nein kennslu- gjöld en við háskóla í flestum öðrum 'löndum verða nemendur að greiða skólagjöld, sums staðar mjög há, t.d. i Bretlandi og Bandarfkjum Norður- Ameriku. Þessi afstaða Islendinga til heilbrigðis- og menntamála veldur því að meirihluti þess sem greitt er úr sameiginlegum sjóðum landsmanna fer til þessaramála. En er ekki verið að gera tilraun til að sprengja þetta heilbrigðis- og menntakerfi íslendinga? íslenskir læknar, sem vinna á sjúkrahúsum, hafa sagt lausum störfum sínum og lagt niður vinnu. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú að læknar séu óánægðir með launakjör sin. Ég dreg hins vegar í efa að læknar séu ver launaðir en aðrir starfsmenn rikisins almennt, nema síður sé. Samkvæmt þeim tölum um laun þeirra sem birtar hafa verið í blöðum og eigi hefur verið á móti mælt virðast hinir lægst laun- uðu meðal þeirra, aðstoðarlæknar, t.d. hafa hærri laun en ég, stýri- mannaskólakennari á 5. launaþrepi með cand. mag. próf og 6 ára há- skólanám að baki. Ég hef að visu nokkrar aukatekjur en það hafa læknar lfka og sumir verulegar. Miðað við fslenskar aðstæður lýsi ég yfir því að ég þykist lifa alveg sóma- samlegu lifi af tekjum minum, við hjónin fórum t.d. tvívegis til útlanda á sl. ári. En „það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, / og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir.” ég við bók Alvins Tofflers, „The Third Wave” sem út kom i fyrra. í þessari bók sinni skiptir höfundur til einföldunar mannkynssögunni f þrjár bylgjur. Fyrsta bylgjan er akuryrkju- byltingin, önnur er iönbyltingin sem hófst fyrir um 300 árum og hefur notast við orkugjafa sem eru að verða uppurnir og er þvi að renna skeið sitt á enda. Þriðja bylgjan og sú voldugasta er hin gifurlega tækni- bylting sem sums staðar er þegar hafin, jafnvel hér á landi og mun skella á okkur með enn meiri þunga á næstu árum. í kjöifar þessarar byitingar mun ný menning risa og lifshættir manna, viðhorf, félagsleg, efnahagsleg og stjórnmálaleg bygging samfélagsins gjörbreytast (til hins betra að mati höfundar). Eins og allar byltingar gengur þessi ekki hljóðlega né árekstralaust fyrir sig. Allir muna byltingarnar á 17., 18. og 19. öld þegar nýi og gamli timinn áttust við og þær gffurlegu þjóðfélagslegu breytingar sem fylgdu iðnbylting- unni. Nýjar lausnir Það sama er að gerast nú, barátta milli þeirra sem vilja halda í það gamla og þeirra sem berjast fyrir nýju og breyttu þjóðfélagi. Hvort sem er í austri eða vestri. í austri berjast menn fyrir mannúðlegum sósíalisma og vilja hafna forræði skrifræðisins (Póiland kemur okkur náttúrlega fyrst i huga). 1 vestri berjast menn gegn ofurvaldi einokunar- og fjölþjóða- hringa. Við getum tekið oliustórfyrir- tækin (sem verða brátt á brauðfót- um) sem dæmi en þau græddu ótæpi- lega i orkukreppunni 1972. Einnig birtist það í. andstöðu fólks við nýt- ingu kjarnorku til orkuframleiðslu vegna geislunarhættu og hættulegra úrgangsefna. Til þess að losa sig við gagnrýni flytja auðhringarnir vand- ann til þróunarlandanna því að þar eru menn svo saklausir, hafa ef til vill líka rafmagn á útsöluverði. Hvernig er ástandið annars á islandi? Er ekki allt i iukkunnar vel- standi eða viljum við ál í hvert mál? Er engin barátta milli hins gamla og nýja tima? Jú, svo sannarlega. Á „Ef þessi leið verður farin, að framleiða eldsneyti hér á landi, verður bjart framundan... ’ Eg hef t.d. aldrei haft áhuga á þvi að byggja mér svo stórt'einbýlishús að ég yrði í vandræðum að losna við það þegar aldur færðist yfir mig og ég vildi minnka umsvif mín, né heldur fylla það af dýrum og fínum hús- gögnum sem afkvæmi min tækju sig til eina nóttina, þegar ég væri í út- löndum, og bæru niður í fjöru. Ég nefni þetta aðeins sem dæmi, en þau eru líka mörg dæmin þess hvernig margur verður af aurum api. Mér er einnig hjartanlega sama um það þó að sumir nemendur mínir komist á hærri laun en ég að námi loknu. Hvar er verkstæöi sjúkrahúslækna? En mál þetta er miklu alvarlegra en svo að það snúist um nokkur þúsund krónur, tugi þúsunda eða hundruð þúsunda hærri eða iægri laun. Sú að- ferð, sem læknar beita í deilu sinni, er vægast sagt ískyggileg. Þeir segja upp störfum sínum og ganga út af sjúkrahúsunum þó að samningstimi þeirra sé ekki liðinn. En þeir eru jafn- framt svo elskulegir og smekkvísir að bjóðast til að \dnna áfram. Þeir stofna fyrirtæki’- sem þeir kalla Læknaþjónustansf. og bjóðast til að vinna á sjúkrahúsunum, séu þeir til þess kallaðir, fyrir átseldan vinnu- taxta sem mér skilst að sé fjórum sinnumhærri en þau laun sem þeir hafa nú. En hvað er útseld vinna? Útseld vinna er sú vinna sem seld er út af verkstæðum. í taxta fyrir þá vinnu er jafnframt kaupi starfs- manna innifalinn allur kostnaður við verkstæðið svo sem húsnæði, raf- magn, ljós, hiti, tæki, aðjtoðarfólk, stjórnun og fleira. Sem dæmi má nefna bifreiðaverkstæði. Taxti hjá tannlæknum er t.d. einnig dæmi um útselda vinnu. 1 þeim taxta, sem tannlæknar taka, er innifalinn kostnaður við vinnustaö þeirra: Kjallarinn Helgi J. Halldórsson ^ „Ef sjúkrahúslæknar ætla sér að halda fast við þessa útseldu vinnu sína verða þeir að kaupa eða leigja sjúkrahúsin og reka þau fyrir eigin reikning.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.